Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Qupperneq 7
Það virðist hiutskipti æði margra í nútímanum að búa í blokkum, hvort heldur það er á íslandi eða í Ulan Bator, borg í Mongólíu, sem hér sést yfir. Á íjarlægum og framandi slóðum, þar sem vfðsýnið skín eins og á íslandi: Hér er komið útí Gobi-eyðimörkina þar sem kameldýrið er þarfasti þjónninn, en bændafólkið er klætt á hefðbundinn hátt. „Fénaður dreifir sér um græna haga“ við útjaðar Gobi- eyðimerkurinnar, en það eru ekki lagðprúðar sauðkind- ur sem hér eru reknar, heldur geitahjörð. Af Mongólíubúum eru 10% Múhameðstrúar og virðast fá að iðka trú sína. Hér er bænasamkoma í Ulan Bator. 1 4 I I ; 4 i < 4 4 i i i ur voru skoðaðar. í Helsingfors hafði ég í hálfgerðu hugsunar- leysi keypt njósnasögu eftir Helen Mclnnes. Þegar ég fór að lesa hana komst ég að því, að þar var vikið lítillega að ein- hverjum illverkum Rússa. Auð- vitað var þessi bók skoðuð sér- staklega. Ég sagði, að þeir mættu eiga hana. Hún gekk frá einum til annars. Loks komst hún í hendur einhvers, sem kunni eitthvað í ensku og hann rétti mér hana með velþóknun. Heppni ef vatn kom úr krana Mongólía var hápunktur ferð- arinnar. Við flugum frá Irkutsk til Ulan Bator. Heiti höfuðborg- arinnar þýðir Rauða hetjan, kölluð eftir Sukhe Bator (sukhe þýðir hetja), sem leiddi þjóðina úr niðurlægingu til kommún- isma og nútímans árið 1924. Ulan Bator er eftirlíking af borg, eins og verða vill þegar til- teknu þróunarstigi efnahagslífs er náð. Þar er rafmagn framleitt úr kolum, sem mikið er af í landinu. Þar eru reisulegar byggingar og verksmiðjur. Fólk á götunum er í vestrænum föt- um, og umferðin er mikil. Ég hlýt að dást að því hverju Mong- ólíumenn hafa komið til leiðar, en þetta er fremur land framtíð- ar en nútíðar. Byggingar eru jafnvel óvandaðri en í Sovétríkj- unum. Það mátti kallast heppni ef vatn kom úr krönunum, og lyfturnar gengu ekki. Matsalur- inn var gríðarstór og skraut- laus. Á litlu sviði var risastór plötuspilari og frá honum hellt- ist yfir mann rokkmúsík strax við morgunverðarborðið. And- stætt því, sem tíðkaðist í Rúss- landi, var þjónustan lipur og vel skipulögð. Hinir fjölmörgu ferðamenn frá Evrópu, Sovét- ríkjunum og Ameríku hlutu góða umönnun. Mongólía er þrisvar sinnum stærri en Frakkland (1.565.000 ferkílómetrar). Þar eru 25 millj- ónir hrossa, sauðfjár, úlfalda, geita og nautgripa, en íbúarnir eru aðeins 1,6 milljónir. Mong- ólía er á miðju hina mikla meg- inlandi og liggur að meðaltali l. 580 metra yfir sjó. Þar er því fremur kalt. Meðalhitinn í Ulan Bator er undir frostmarki. í janúar fer frostið í Gobi niður í -i-50 gráður C. Þar getur l:ka verið 40 gráðu hiti á sumr- in. Veðurfar í Mongólíu er þurrt. Meðalársúrkoman er 200—220 mm. Sólskinsdagar eru 260 á ári hverju. Saga Mongólíu er löng, og stundum snertir hún Evrópu- söguna. Elztu minjar mannvist- ar þar eru frá því um 8000 f.Kr. Ymsar þjóðir hafa farið þar um, m. a. Húnar sem á velmektar- dögum sínum á stjórnarárum Atla Húnakóngs á fimmtu öld réðust inn í Ítalíu. Um árið 500 að voru tímatali breiddist búdd- ismi og kristindómur til Mong- ólíu, og þar var tekið upp forn- mongólskt eða armajiskt ritmál. Árið 1206 beygði hinn mikli kon- ungur, Djengis Khan, marga ættbálka undir sig og mongólsk- ir herir lögðu undir sig og eyddu löndum allt til Þýzkalands. „Hin leynda saga Mongólanna" lýsir þessum blóðugu átökum. Þar segir: „Stjörnuhimnarnir hrynja þegar þjóðirnar mola hver aðra ... Sleppur nokkur við . pest stríðsins?" Kublai Khan var ættfaðir Yuan-konungsætt- arinnar í Kína og flutti höfuð- borgina til Beijing (Peking). Þangað kom Marco Polo (1275—1292). Síðar hnignaði veldi Mongóla og frá 1691 til 1911 hnepptu Mansjúar Mong- óla í hálfgildings þrældóm. Hrun mansjúveldisins og aðstoð Rússakeisara og síðar kommún- ista hjálpaði Mongólum til að stofna kommúnískt lýðveldi. Flókatjöld og neonljós Það var dagsferð í áætlunar- bíl til Terelj. Leiðin lá yfir grasi vaxnar hæðir með trjám með- fram ánum. Terelj var skoplegt sambland af fornlegum flóka- tjöldum (jurt) og gríðarmiklum neonljósum með nafni bæjarins. Flókatjaldið, eða ger eins og það kallast á mongólsku, er mesta völundarsmíð. Það samanstend- ur af rimlagrind, sem fest er kringum kringlótt trégólf. Dyrnar eru málaðar í björtum litum. Sperrur halda þakinu uppi, og skýli yfir dyrunum, sem fest er á tvær stengur. Þykkar flókamottur eru festar utan á rimlana og bæði að utan og að innan er tjaldað hvítu bómull- arteppi. Á dögum Djengis Khans var silki notað í innri tjöldin. Öll er þessi bygging mjög stöðug í stormi, og þar sem allt tjaldið vegur aðeins 240 kg er hægt að koma því öllu á einn úlfalda. Hægt er að setja slíkt tjald upp á 30—60 mínútum. í miðju tjaldinu er borð, og fjögur rúmstæði eru við veggi þess. Þar eru fleiri húsgögn. Það var rúmgott í þessum tjöldum og nægilegt rými til að ganga um gólf og teygja úr sér. Þegar kalt var hitaði ofn í miðju tjaldinu upp. Framh. á bls. 15. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.