Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 6
tölvubanka AMA/Nett, sem gef-
ur honum haldgóðar upplýs-
ingar um 1500 lyf, og tölvubank-
ann Medline, þar sem er geymd
samantekt úr öllum læknis-
fræðigreinum, sem út hafa kom-
ið í Bandaríkjunum. —„ Einn
daginn leitaði ég þrisvar," segir
Love, „á tólf mínútum, til þess-
ara upplýsingabanka. Mig vant-
aði heildarupplýsingar um liða-
bólgu og krabbamein í fæti.
Tölvan mín sparaði mér áreið-
anlega hálfs annars tíma leit við
lestur og það er mín reynsla yf-
irleitt, að tölvan endurgreiði
mér kostnaðinn við að halda
hana.
Charles Manly er starfandi
lögfræðingur í Grinnell í Iowa,
8.700 manna bæ, þar sem ekki er
til neitt lagabókasafn. Manly
hefur því tölvusamband við lög-
fræðilegan tölvubanka, West-
law, í St. Paul. Og hann tilfærir
sem dæmi um not sín af tölv-
unni og sambandi hennar við
tölvubankakerfið, að hann vant-
aði fyrir skömmu upplýsingar
um óvenjulegt bílatryggingar-
mál. Hann fór í tölvuna sína og
hafði samband við Westlaw og
ritaði á tölvuborð sitt: „Dóm-
stóll (Iowa) undirtrygging."
Manly fékk það svar frá bank-
anum, að það hafi aðeins eitt
slíkt mál komið fyrir dómstól í
Iowa-fylki og það séu 14 ár síð-
an. Þá bað Manly næst um dóma
í öllum slíkum málum í Miðvest-
urríkjunum og fékk til baka
upplýsingar um öll slík mál, sem
komið hefðu fyrir rétt í Michig-
an og Minnesota.
Manly lögfræðingur segist
engin veginn geta kallazt tölvu-
dýrkandi, en sér sé fyllilega
ijóst, að tölvan hjálpi sér ómet-
anlega í starfi sínu.
Þá eru það ekki síður bændur,
sem nota orðið tölvur og tölvu-
banka við búrekstur sinn. Bob
Johnson er bóndasonur og
stundar ásamt fjölskyldu sinni
kornrækt á 2.800 hekturum
lands og rekur svínabú með 300
svínum á bæ sínum í nánd við
De Kalb í Illinois.
6
Johnson vill skiljanlega fylgj-
ast með prísum á svínakjöti á
markaðnum í Chicago og einnig,
þegar kornið hans er komið í
hús að hausti, hvort honum sé
ráðlegra að geyma það en selja
strax. Hann fær klár svör um
sumt, en góð ráð um annað. Það
getur verið að tölvan klykki út
með góðri og gildri alþýðuspeki,
svo sem „mundu að tíminn getur
eytt fyrir þér eyris hækkun“.
Johnson hafði átt í fyrstu
Apple Il-tölvu, en hún nægði
honum ekki. Það var svo margt
sem hann vildi spyrja tölvuna
um viðvíkjandi búrekstrinum,
svo sem hver væri líkleg upp-
skera á 35 tilraunareitum á
kornakrinum og honum nægði
ekki að vita allt um markaðs-
verð, heldur vildi hann vita allt
um svínin sín, hvernig þau
gengju fram í hlutfalli við fóð-
urgjöfina og hvaða kostnað
borgaði sig að leggja í við þau og
kornræktina. Johnson keypti sér
tölvu með skermi og prentara og
sú tölva gat unnið úr flóknara
prógrammi en hin fyrri.
Tölvan að útrýma
ritvélinni
Johnson telur, að það hefði
kostað sig gífurlega skriff-
innsku að afla sér og hafa til-
tækar með gamla laginu allar
þær upplýsingar sem tölvunotk-
unin færir honum nú um bú-
reksturinn.
Tölvan gerir mönnum fært að
flytja heim ýmis skrifstofuverk-
efni og einnig að breyta starfinu
á skrifstofunum. Ymis vana-
bundin störf, svo sem að koma
saman launaskrám eða vörulist-
um er fyrir löngu farið að vinna
í tölvum á stórum skrifstofum
og nú er ritvélin að víkja fyrir
tölvunni vegna orðaforðans sem
menn hafa aðgang að í tölvu-
kerfinu og margar skrifstofu-
tölvur eru orðnar hluti af tölvu-
neti.
Það má þó heita, að það sé
aðeins verið að byrja á því nú að
fleygja ritvélunum. Um 500
stærstu iðnfyrirtækin hafa þeg-
ar hætt að nota um 10% af rit-
vélum sínum.
Þeir sem eru fróðir um skrif-
stofuhald, telja að það megi
spara sem svarar 15% af skrif-
stofutíma, ef nýtt væri öll sú
tækni, sem nú er mönnum til-
tæk. Könnun hjá stórfyrirtækj-
um bendir til að meira en helm-
ingur þeirra eða um 55% sé í
þann veginn að taka í sína þjón-
ustu þessa nýjustu tækni í skrif-
stofuhaldi.
í þessari nýjustu tækni felst
ekki aðeins aukin sjálfvirkni í
ritvinnslunni, segja má að rit-
vélin (og sá sem á hana pikkaði)
hverfi inn í tölvuna, þá er og
líklegt að pappírsnotkun leggist
mjög af í því rafeindakerfi, sem
gerir pappírsritun óþarfa, svo
sem ritun sendibréfa og skilaboð
á pappír. Þá sparar og sjón-
varpssamtalskerfi ekki lítinn
tíma, þar sem menn geta ræðzt
við og skipzt á skoðunum án
þess að hreyfa sig úr sæti eða
leggja á sig ferðalög.
Nú er það svo um heimilis- og
einkatölvuna, að hana kaupir
aðeins sá sem vill það sjálfur, en
öðru máli gegnir um skrifstofu-
tölvuna. Hún getur mætt mikilli
andúð eða jafnvel fullkomnum
fjandskap. Skrifstofufólkið hef-
ur oft illan bifur á nýjum tækj-
um, ekki sízt ef þau geta haft í
för með sér að fólk missi atvinn-
una. Sumir hinna eldri skrif-
stofustjóra neita að nota tölvu-
borðið á þeim forsendum að það
sé ómanneskjulegt og jafnvel
niðurlægjandi. Tveir fram-
kvæmdastjórar í stóru fyrirtæki
neituðu að lesa tölvuútskrift og
kröfðust þess að hún væri um-
rituð í hefðbundið form áður en
þeir læsu hana. „Það, sem mest
stendur í veginum fyrir tölvu-
notkun og tölvukerfum á skrif-
stofum, eru stjórnendurnir. Þeir
botna ekkert i þessu kerfi og eru
dauðhræddir við það,“ segir Ted
Stout hjá National Systems Inc.,
en það er fyrirtæki sem útbýr
tölvukerfi fyrir skrifstofur í
Atlanta.
Tölvukunnátta —
ávísun á atvinnu
Þetta getur nú verið rétt hjá
Ted Stout en það er einnig um
að ræða hjá öðrum gagnstæðan
ótta, sem hefur þá einnig gagn-
stæð áhrif og þau til aukinnar
tölvunotkunar á skrifstofum.
Skrifstofustjórar og forstjórar
komnir um eða yfir miðjan ald-
ur þora ekki annað en kynna sér
þessa nýju tækni og taka hana
upp af því að þeir óttast, að þeir
verði að öðrum kosti að víkja
fyrir yngri mönnum. „Það eina
sem þeir menn ættu að gera,
sem þrjózkast við að taka upp
tölvukerfi, er að ganga um þar
sem fólk er að vinna með tölvum
og gera sér grein fyrir hversu
miklu betur þetta fólk er á vegi
statt en þeir sjálfir með allar
þær upplýsingar sem það á að-
gang að en þeir ekki,“ segir Al-
exander Horniman, sem er í
Virginia. Varabankastjóri Atl-
antabanka segir að stjórnendur
fyrirtækja sem ekki hafa hæfi-
leika til að hagnýta sér þessa
nýju tækni megi gera ráð fyrir
að vera orðnir atvinnulausir eft-
ir þrjú til fimm ár.
Þá blasir það náttúrulega við
hverjum manni, hversu gífur-
legar breytingar geta orðið á
vinnuháttum manna með tölvu-
væðingu á heimilum. Það gæti
leitt til að skrifstofuvinna í
borgum legðist að verulegu leyti
niður. Fjarskiptasamband sem
gerði ferðalög óþörf á vinnustað
er ekki lengur fjarlægur draum-
ur og vissulega hlýtur þetta að
gleðja þá, sem á hverjum degi
eyða klukkustundum á Diego
Freeway eða Long Island Rail
Road. Heimatölvan myndi fljót-
lega borga sig í minnkandi
kostnaði við ferðir að og frá
vinnustað og minni leigu á
skrifstofuhúsnæði.
Er hin nýja tækni dauðadóm-
ur yfir stórborgunum, þar sem
nú eru saman safnaðar allar
upplýsingar og þekking? Einn af
framtíðarspámönnunum, Alvin
Toffer, lætur að því liggja í bók
sinni, The Third wave (Þriðja
bylgjan), sem út kom 1980, að
þetta geti skeð. Þar dregur hann
upp mynd af 21. aldar þjóðlífi,
þegar tölvan og sú tækni sem
henni fylgir hefur lagt undir sig
heiminn og eytt allri miðstýr-
ingu og stöðluðu starfi í verk-
smiðjum, skrifstofum og allri
færibandavinnu í iðnaði og
þjónustu.
11. hluti
Asgeir Jakobs-
son tók saman
Orlaga-
/x •
raoio
Þórður gerðist nú mjög hug-
sjúkur. Drepinn var Tumi bróðir
hans og frændur hans og tengda-
menn margir gengið undan hon-
um í liðsemdinni. Vissi hann nú
eigi gerla, hvað til ráðs skyldi
taka. Þórður gaf upp bústað á
Mýrum og bauð Hrafn Oddsson
honum að taka viö búi á Hrafns-
eyri. Eins og fram er komið, átti
Þórður nokkra fylgismenn, sem
hann gat í öliu treyst, og var
Hrafn þeirra öílugastur aö
frændastyrk og hafði hérað á bak
við sig. Bakjarlinn í baráttu Þórö-
ar var Hrafn Oddsson. Þar sem
Þórður situr nú þarna á Hrafns-
eyri uggandi mjög um öll sín mál,
berst honum ákveðin orðsending
frá Eyfirðingum. Þeir segjast
mundu koma til liðs við hann, ef
hann komi með nokkurt lið norð-
ur að herja á Kolbein. Svo lang-
þreyttir voru Eyfirðingar orðnir á
Kolbeini.
Þórður veit, að hann getur
ekki lengur vakið upp nægan
her í Dölum og Borgarfirði til að
ríða norður að Kolbeini og nú
verður hann að treysta nær al-
farið á Vestfirðingana og þá
eina, sem voru honum öryggir
fylgdarmenn, og tók hann nú
það ráð, sem hann átti eitt eftir
og varð hans örlagaráð. Þórður
hugsar sér nú að komast sjóleið-
ina með það lið, sem hann geti
náð saman á Vestfjörðum norð-
ur til Eyjafjarðar. Þórður lét nú
búa öll hin stærri skip á Vest-
fjörðum og fékk menn svo að
þau voru öll alskipuð. Og svo
segir í sögunni:
A hvert skip setti hann
heimamenn sína
„Kom Teitur Styrmisson til
móts við hann úr Breiðafirði
með eitt skip. Þar voru á með
honum Barðstrendingar og
heimamenn hans. Svarthöfði og
Hrafn stýrðu einu skipi og
Arnfirðingar með þeim. Bárður
á Söndum hafði það skip er
Rauðsíðan hét. Það var mest af
öllum skipum Þórðar. Voru þar
Arnfirðingar og Dýrfirðingar.
Helgi Halldórsson og Ingjaldur
Geirmundsson stýrðu teinær-
ingi einum. Bjarni Brandsson og
Páll gríss Kálfsson stýrðu skipi
er Trékyllir var kallað. Voru þar
með þeim Dýrfirðingar. Kol-
beinn grön og Hákon galinn
stýrðu staðarferju úr Holti.
Voru þar á Önundfirðingar.
Annað skip var úr Önundarfirði,
það var teinæringur. Því stýrði
Sigurður rábiti Eyvindarson. Or
ísafirði voru búin þrjú skip.
Nikulás Oddson, Eyjólfur Eyj-
ólfsson og Sigmundur Gunn-
arsson, þeir stýrðu Ógnarbrand-
inum. Það var mikil skúta. Þar
voru á Dýrfirðingar. Bárður
Hjörleifsson stýrði teinæringi
einum. Öðrum teinæringi stýrði
Sigurður vegglágur, norrænn
maður. Ketill Guðmundsson og
Almar Þorkelsson stýrðu því
skipi, er þeir höfðu tekið af
Hornströndum er Snækollur
hét. Þar var á gestasveitin.
Þórður kakali stýrði skútu einni
mikilli. Þar voru á heimamenn
hans og mannval, er honum
þótti knálegast. Á hvert skip
setti hann heimamenn sína, þá
er hann trúði vel.“
Hér kemur það fram, sem fyrr
er greint, að Þórði varð undar-
lega lítill styrkur að hinum
mikla skipakosti Breiðfirð-
inganna. Þaðan kemur aðeins
eitt skip, og það mannað
Barðstrendingum.
Það stingur í augun, þótt
skýringin sé auðsæ, að skip
Þórðar eru ekki nema tólf búin
til norðurfararinnar, en sumr-
inu áður hafði hann siglt þrjátíu
og þremur skipum úr Selvogi á
Sléttanesi suður til Hvamms-
fjarðar. í Hvammsfjarðarferð-
inni er Þórður fyrst og fremst
að flytja lið en ekki búa sig til
sjóorustu. Hann gat því notað
sexæringa og áttæringa, en þau
skip hafa verið mörg á Vest-
fjörðum, til þeirrar farar, en í
norðurferðina ekki minni skip
en teinæringa, og hann verður
að láta útbúa sérstaklega öll sín
skip til norðurfararinnar en hin
gat hann notað eins og þau
komu fyrir. Þótt kunn séu sam-
heiti á skipum, sem fornmenn
höfðu til þessara eða hinna not-
anna, þá er ltið vitað um gerð
skipa í þennan tíma eða stærð.
Samt er gert ráð fyrir að fiski-
bátarnir hafi í meginatriðum
verið líkir því, sem þeir voru, er
fyrstu lýsingar eru til af þeim.
Því má ætla að teinæringarnir í
flota Þórðar hafi verið líkir því
sem síðar varð, áður en Þórður