Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 11
RM3I3 Um fundi og rökræður Einn kunningja minna, víðlesinn og áhugasamur um alla þætti þjóðmála, lét orð eitt sinn falla á þann veg, að hann teldi tímasóun að sækja fundi, þar sem menn flyttu misjafnlega illa undirbúnar ræður um efni sem miklu nær væri að kynna sér af bókum og blöðum, þar sem sömu eða svipuð sjónarmið væru sett fram á betur ígrundaðan hátt. í hópi þeirra erlendu manna sem ég hitti stundum á ráðstefnum eða fundum erlendis er einn sem nú situr við að skrifa veraldarsöguna í nokkrum bindum. Það er sérstakur heiður að hitta hann á mannamótum, því að hann mun hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki meira að læra á ráðstefnum og fundum. Tíma sínum sé betur varið til lestrar og skrifta. Ég leiði oft hugann að þessari afstöðu þegar ekki verður hjá því komist að sitja undir löngum ræðum um efni sem er margþvælt og ekki sýnist annað vaka fyrir ræðumanninum en að stela tíma annarra og misnota sér þá aðstöðu að þeir geta ekki með góðu móti hlaupist á brott. Skyldu þingsalir verða jafn oft mannauðir ef ræðumenn þar undirbyggju sig vel, væru stuttorðir og settu sér það mark að ræða ekki annað en kjarna hvers máls? Fundahöld eru auðvitað nauðsynleg. í um það bil þrjár vikur sátu stjórnmálamenn- irnir okkar til dæmis á nær stöðugum fund- um til að leita að haldbærum meirihluta til stuðnings nýrri ríkisstjórn. Þegar samið er um kaup og kjör er efnt til fundalotu og mál oftast ekki hespuð af fyrr en samnings- aðilar hafa verð lokaðir inni tímunum sam- an. Stundum eru langir fundir settir á svið, þegar samið er um viðkvæm mál, sem í raun eru auðleyst skorti ekki viljann. f slík- um tilvikum eru fundahöldin einskonar smyrsl, bæði til að græða sár og fegra niðurstöðuna. f öllum mannlegum sam- skiptum á það við, að nauðsynlegt er að leggja nokkuð á sig fyrir friðinn, þótt það sýnist næsta fánýtt eftir á að hyggja. Samningaviðræður á alþjóðavettvangi geta staðið áratugum saman. Á það til dæmis við um hafréttarmál. En sáttmálinn sem undirritaður var fyrir skömmu er af- rakstur alþjóðafunda sem efnt hefur verið til með hléum í næstum fjóra áratugi. Af- vopnunarviðræður milli austurs og vesturs munu halda áfram íýmsum myndum þar til annar aðilinn gleypir hinn, tortryggni verður rutt úr vegi eða stríð hefst milli aðila. Mánnkynið mun aldrei semja „frið um vora daga“, en barátta fyrir friði og afvopnun verður óaðskiljanlegur hluti um- ræðna um varnarkerfin sem sett eru upp til að fæla hugsanlegan andstæðing frá árás. Umræðurnar um stríð og frið eru dæmi- gerðar þegar litið er á viðfangsefni sem fjallað er um á óteljandi fundum á ráð- stefnum án þess að menn leitist endilega við að tala um kjarna málsins. Fjöldi þátt- takenda í friðarfundi skiptir eins ogkunn- ugt er meira máli en framlag fundarins í þágu friðar. Séu þátttakendur ekki margir skiptir mestu hvað þeir eru reiðubúnir að ganga langt á skömmum tíma íþágu mál- staðarins eða hvað þeir ná að mynda langa röð með því að takast í hendur! Sumir sækja aldrei fundi án þess að taka til máls og er óhætt að fullyrða, að áhrif þeirra séu oftast í öfugu hlutfalli við lengd ræðunnar. Ég er þeirrar skoðunar að aI- mennt tali íslendingar of lengi á fundum, sýni áheyrendum ekki nægilega tillitsemi oggrípi fremur til hálfkærings en raka. Þaulvanur erlendur blaðamaður sem hingað kom vegna þingkosninganna sagði mér að hann hefði áttað sig á því í flugvél- inni á leið til landsins, að Islendingar segðu helst ekki frá í alvöru eða færðu hin alvar- legustu mál í alvörulausan búning. Hefði þessi skoðun verið staðfest á þeirri viku sem hann dvaldist hér. í fjölmiðlum er efnið misjafnlega vel undirbúið. Orðræður manna í þeim er þó ekki unnt að bera saman við fundahöld. Símhringingaþættir íhljóðvarpi minna mig þó stundum á næsta tilgangslaus ræðuhöld á fundum. Þótt ritstjóri eins dagblaðanna hér á landi státi sig stundum af því að blað sitt sé símstöð, verðum við að vona að út- varpið breytist ekki í símstöð líka eftir að svonefnd „rás 2“ kemur til sögunnar. Nýlega hafa heyrst kveinstafir frá gam- alkunnum og sjálfskipuðum talsmönnum þess að vinstrimennskan eigi að vera alls- ráðandi í „menningarumræðunni“ vegna þess að bent hefur verið á misnotkun hljóð- varpsins meðal annars í sunnudagserindi 1. maí sl. og vegna þeirrar ákvörðunar út- varpsráðs að hafna erindum formanns Samtaka herstöðvaandstæðinga um kjarn- orkuvopn og ísland. Eins og kunnugt er hafa hinir sjálfskipuðu talsmenn vinstri- mennskunnar minnst umburðarlyndi gagn- vart skoðunum annarra. Þóttafullar upp- hrópanir þeirra nú snerta auðvitað ekki kjarna málsins: Á Ríkisútvarpið að kynna sem fræðilegt efni áróður þeirra manna sem eru andvígir lýðræðislegum stjórnarhátt- um á íslandi og utanríkisstefnu þjóðarinn- ar? Orð eru til alls fyrst og rökræður eru óaðskiljanlegur hluti skoðanamyndunar. En í því efni eins og endranær hafa menn fyllsta rétt til að velja og hafna. Björn Bjarnason Jorge Luis Borges: Sorgarljóð Ó örlög Borgesar að hafa siglt yfir ýmis heimsins höf eða yfir hið eina og eyðilega haf ýmissa nafna, að hafa verið hluti af Edinborg, af Zurich, af tvennum Kordóbum, af Kólombíu og Texas, að hafa snúið aftur undir lok hverfulla kynslóða til fornra landa feðra sinna, til Andalúsíu, til Portúgal og til landa þar sem Saxar börðust við víkinga og þeir blönduðu blóði, að hafa reikað um rautt og stillt völundarhús Lundúna, að hafa elst í öllum þessum speglum, að hafa leitað til einskis að marmaraaugum á styttum, að hafa rýnt í steinprent, alfræðibækur, landakort, að hafa séð það sem menn fá séð, dauða, svefndrukkna dögun, slétturnar, og fíngerðar stjörnur, og að hafa séð ekkert, eða næstum ekkert nema andlit á stúlku frá Buenos Aires andlit sem ekki vill láta muna sig. Ó örlög Borgesar ef til vill engu skrítnari en þín eigin. EgiII Helgason þýddi. Friedrich Nietzsche ECCE HOMO Já, skil kann ég á mínum sifjum! Soltinn, líkur logahryðjum, ég fuðra upp, úr efni brýst. Að Ijósi allt sem hef á hendur, aö ösku allt sem eftir stendur. Eldur er ég fyrir víst! Egill Helgason þýddi Stefán Ágúst GUNNAR DAL Við mættumst eina nótt und mánans gljá, þar miklir draumar blómskrýddu þitt vor. Og för þín yfir fljótið helga lá, úr fjarska sá eg skáldsins djúpu spor. Eg vanmáttugur vissi mína smæð, en viska sterk þér fylgdi, skyggn þú varst. Þér hafði opnast himnadjúpsins æð og hærra öðrum gnæfðir, skikkju barst. Sú skikkja var ei skikkja dómarans, þú $kildir þá, sem leita sannleikans miðlaðir þeim af miklun sjáandans og mjúklega studdir á vegum kærleikans. Úr stjörnufirð þér færi á álfaskóm, þitt fagra stjörnuskip, þín lótusblóm. I eilífðina inn vort líf það líður, þar lykillinn að öllum gátum bíður. í tilefni af sextugsafmæli Gunnars Dal, sem var 4. júní sl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.