Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 7
útbjó þá í ferðina. í frásögninni af flota Þórðar eru ekki greind tegundarheiti nema á sjö skip- um. Teinæringar eru nefndir fjórir, tvær skútur og ein ferja. Hvernig hin skipin hafa flokk- ast verður hvergi séð. Hverskon- ar skip voru skúturnar og ferjan (eða ferjurnar) í flota Þórðar kakala? Skútur — einhvers- konar flutninga- og ferðaskip við ströndina Skútuheitinu bregður fyrir á all-mörgum stöðum í sögum frá landnáms- og þjóðveldisöld, en hvergi fylgir nein lýsing á þeim skipum. Lúðvík Kristjánsson kemur lítillega inná þetta í rit- gerð sinni „Islenzki landnema- flotinn" (Árbók Fornleifafélags- ins 1964) og telur að skútur hafi verið flutningaskip, en segir svo: „... um gerð þeirra og stærð er ekki vitað náið.“ í heimildum frá landnáms- og þjóðveldisöld er ekki getið, svo ég muni, um skútur sem kaup- skip og ekki heldur sem fiski- skip, en hins vegar æðioft í sam- bandi við einhverja flutninga og því eðlilegt að álykta að þær hafi verið einhvers konar flutn- ingaskip eða ferðaskip við ströndina og fyrst Lúðvík hefur ekkert fundið „náið“ um gerð þeirra né stærð, þá er það lík- lega ekki finnanlegt. Hins vegar er ljóst af heimildum, að þær hafa verið misjafnar að stærð, til dæmis voru skúturnar í flota Þórðar „miklar skútur" og mikil hefur hún verið skúta Þorskfirð- inganna, sem þeir hlupu á fjöru- tíu og það koma fyrir tvítugsess- ur, þrítugsessur og fertugsessur, sem hafa verið mjög stór skip, máski 20 metra löng eða meira. Á hinn bóginn eru dæmi um litlar skútur, svo sem skútu Þorvaldar í Njálu, sem Hall- gerður var að éta útá gaddinn, og Þorvaldur hratt fram skútu til að sækja skreið. Þeir voru átta saman, og þeir hefðu ekki ráðið við stóra skútu. Þau eru mörg dæmin um skútur, sem ekki virðast hafa verið ýkja stórar. Oft eru skúturnar sagðar „róðrarskútur" það er, þær hafa ekki verið með reiða og það má af því álykta, að þær hafi verið fremur borðlágar, róðrarskip voru það yfirleitt, það er þægi- legra að róa, ef árin rís ekki mikið, og þær hafa líka þá verið eins og önnur róðrarskip, til- tölulega langar miðað við breidd, sem sagt, heldur renni- leg skip fremur en hitt. Öllu meira er þá ekki hægt að álykta um gerð skútanna. Það er reyndar sama að segja um ferj- urnar að þar er ekkert vitað ná- ið. Það má þó gera ráð fyrir, að þau skip hafi verið borðlá, grunnskreið og hlutfallslega breið. Það þurfti að ferma þær og afferma í fjöru og af því þurftu þær að skríða sem lengst uppí fjöruna og þægilegra að bera af þeim og eins að ferma þær, ef þær voru ekki mjög borðháar. Hins vegar þurftu þær að vera mjög breiðar vegna þess að þær þurftu að vera stöðugar en jafn- Þórður veit að hann verður að treysta á Vestfirðinga umfram aðra, því lítill styrkur varð í Breiðfirðingum. Honum tókst þó ekki að fá og manna nema 12 skip og var það lítið hjá þeim 30 skipa flota, sem hann áður hafði. Þessi floti hreppti illviðri fyrir Horn og ekki var reisnin yfir förinni meiri en svo, að þeir urðu að ræna bændur í Trékyllisvík mat og öðru — en síðan berast njósnir um að Kolbeinn sé á ferðinni með lið og stefni vestur. framt rúma mikið og oft á þeim háfermi, svo sem í heyflutning- um. Við verðum því að gera ráð fyrir, að þetta hafi verið heldur klunnanleg skip. Líklega orðið að borð- hækka öll skipin Þórður hefur þurft að láta gera miklar lagfæringar á öllum sínum skipum til nota í sjóhern- aði. Þó er rétt að skjóta inn hugdettu, af því að það er ekki óhugsandi, að Þórður hafi látið smíða einhver skip fyrir sig með þessa ferð í huga. Sú hugmynd að fara norður á skipum á sér áreiðanlega lengri sögu en fram kemur í sögu Þórðar. Það var svo ályktað hér fyrr, að skútur hafi verið flutningaskip al- mennt, en það er ekki þar með sagt, að ekki hafi verið hægt að smiða skútu til annarra nota, til dæmis sem einskonar herskip. Nafnið Ógnarbrandur, á hinni „miklu skútu“ er einkennilegt nafn á flutningaskipi. Sama er að segja um nafngiftina „Rauð- síða“ á skipi Sanda-Bárðar, sem var mest skipa í flota Þórðar. Þetta eru hvortveggja orustu- nöfn. Að þessari hugmynd slepptri, hefur Þórður orðið „að búa“, svo sem sagt er í sögunni, skip sín til norðurfararinnar. Hafi skúturnar verið róðr- arskútur, hefur þurft að búa þær með reiða, þeim var bæði siglt og róið, Þórðar skútum, og það hefur orðið að smíða stafn- og skutþiljur í öll skipin og þá hefur hann einnig líklega orðið að borðhækka þau öll, að minnsta kosti teinæringana. Þeir hafa varla verið nema metri á dýpt og þá of lágir til sóknar uppá skip Kolbeins og þegar allir mennirnir ruddust í bardaganum út í annað borðið, hefur verið hætt við því, að skip- in sypu inná sig. Þá hefur Þórður lagt föst borð á þófturnar milli stafnþilja að framan og aftan en síðan haft laus borð til að leggja yfir rúm- in miðskips, þar sem ræðararnir sátu meðan róið var. Sú vígstaða hefði verið óhæg að standa niðri í opnu skipi eða príla á þóftum eða hástokkum. Á einu skipa Þórðar og ekki því stærsta, staðarferjunni, sem þeir stýrðu Kolbeinn grön og Hákon galinn, er sagt, að sjór hafi fallið innum háborurnar. Háborur voru göt, sem boruð voru í efstu eða næst efstu rim (borð) eftir borðhæð skipanna, og þar í stungið árunum. Af þessu má marka, að þetta skip að minnsta kosti hefur verið all-borðhátt. Annars hefðu verið á því keipar. Lokum var hægt að renna fyrir þessi göt, þegar siglt var. Trúlega hafa verið háborur á öllum skipum Þórðar. Hann hlýtur að hafa borðhækkað þau boðlægstu. Seglbúnaður hefur verið hið hefðbundna skautasegl (þversegl) á öllum skipunum. Þessi lýsing öll er sótt til vík- ingaskipanna, langskipanna, enda er líklegast, að Þórður hafi búið sín litlu skip sem mest að þeirri fyrirmynd, sem löng reynsla var fengin af að var bezti búnaður opinna skipa sem leggja átti i sjóorustu. Það varð að þilja skipin og það var gert með föstum þiljum út við borðstokkana og stafnþiljur einnig fastar en síðan laus borð í miðju. Og segir nú áfram af ferðum Þórðar kakala og manna hans. Voru þá tekin strandhögg stór En er þessi tólf skip voru bú- in, hélt Þórður þeim norður yfir ísafjarðardjúp og norður til Hornstranda, (Þórður siglir sem ■ sé utan línu úr Stiga að vestan en Rit að austan eða með öðrum orðum fyrir ísafjörð). Áður Þórður sigldi úr Vest- fjörðum, sendi hann orð Sturlu Þórðarsyni, að hann skyldi vera fyrirmaður gæzlusveitanna vestur þar, ef nokkur ófriður væri gerr af Norðlendingum. Þetta er vissulega dálítið und- arleg ráðstöfun, Þórður mátti vita hvernigfæri. Þórði gaf ekki fyrir Horn- strandir „settust að honum veð- ur“, en þar var engin byggð í nánd. Fengu menn þá engar vistir og var það í fimm dægur. Þaðan tóku þeir Þórður róðr- arleiði allt fyrir Strandir. Fórst þá heldur erfiðlega, þar til er þeir komu í Trékyllisvík tveim nóttum fyrir Jónsmessu bapt- ista en hún var þá á föstudegi. Voru þá tekin strandhögg stór. Barátta Þórðar og Kolbeins hef- ur komið óhugnanlega við Strandamenn. Þeir hafa verið líkt og Dalamenn milli steins og sleggju vegna legu þessa lands- hluta milli Vestfjarða og Norð- urlands. Á Jónsmessukvöld lagði Þórður öllum skipunum út undir Trékyllisey og átti þar stefnu við lið sitt. Njósnir um liðs- safnað Kolbeins Þarna kom Ásgrímur Berg- þórsson til Þórðar og sagði hon- um þá sögu, að Kolbeinn drægi saman lið fyrir norðan Flóa og hefði fengið skip mörg og ætlaði að halda hið ytra tii móts við Þórð, en senda sumt af her sín- um vestur landveg. Ekki vissi Asgrímur hvoru liðinu Kolbeinn sjálfur myndi fylgja. Þeim Þórði þótti kvittur einn um liðsdráttin og ótrúlegur og myndi þetta eigi meira lið en farið hafði á skip- um til Vestfjarða sumarið áður. Þórður talaði þá langt erindi fyrir liði sínu og minnti menn á harma sína og eggjaði í ákafa, að menn skyldu vera sem hraustastir, þó að í nokkra raun kæmi. Sagði hann og mönnum deili á, að menn skyldu allir leggja til einnar hafnar. Voru þegar uppgöngur ætlaðar og fara með hernaði. Þóttist Þórð- ur eiga von liðs, ef hann kæmi til Eyjafjarðar. Hann hafði eigi Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.