Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 9
Hreiður fiskiarnarins. heimkynni á víða í Evrópu, er 6—7 sm löng. Vefur hún sér hreiður úr kornstráum og líkj- ast þau mjög vel gerðum fugls- hreiðrum. Er hreiðrinu venju- lega komið fyrir um hálfan metra frá jörðu og dveljast í því 3—5 ungar, sem yfirgefa foreldrahús hálfum mánuði eft- ir fæðingu. Verður móðirin að útbúa nýtt hreiður í hvert skipti sem hún elur afkvæmi, en það er nokkrum sinnum á ári. Skógar- rottur eru mun stærri nagdýr, og býr ein tegund þeirra í Norður-Ameríku. Býr hún sér til haug úr trjágreinum, sem náð getur rúmlega eins metra hæð. í hauginn velur hún sér þyrnigreinar, svo að stærri dýr freistist ekki til að koma í heim- sókn. Inni í haugnum eru að- skildar vistarverur, stundum allt að fimm herbergi, sem tengd eru með göngum. Meðal vistarveranna eru dvalarstofa, leikherbergi, búr og salerni. Bústaðir íkornanna eru einnig tréhaugar, en þeim er komið fyrir uppi í trjákrónum og við mót greina, svo að þeir verði vel stöðugir í trjánum. Einnig eiga I dýraríkinu eru nagdýrin sérstakir byggingameistarar, en hreiðurgerð sumra fugla er ótrú- leg og til eru fiskar sem byggja sér hús sem myndast ofan við stífluna. Stíflurnar ganga í erfðir og verða oft aldagamlar. Er þó sí- fellt verið að aðlaga þær breyt- ingum á vatnsyfirborðinu, því að bjórarnir hafa fullkomna stjórn á vatnsrennsli úr lóninu. Verði yfirborð vatnsins í lóninu of hátt, hleypa bjórarnir vatni úr því, svo yfirborð þess minnki, en verði það of lágt, bæta þeir við hæð stíflunnar og þétta hana, ef ástæða þykir til. Svona stíflugerð og viðhald stíflunnar krefst samtaka einstaklinga, og bera byggingar bjóranna vitni um háþróaða verkkunnáttu þeirra. Heili bjóranna er mjög þroskaður í samanburði við heila annarra nagdýra, en engu að síður er byggingareðli þeirra algerlega meðfætt, og að baki þessum sforkostlegu fram- kvæmdum liggur engin stór- brotin hugsun, heldur eingöngu meðfædd eðlisávísun. Hreiður — bústaður sem þarf að fela Fuglar fela yfirleitt mjög vel hreiður sín, því að varptíminn, ar greinar efst og pressa þær síðan niður með þunga sínum. Nokkru betur er vandað til flet- isins, þegar móðir elur afkvæmi, og er fletið þá haft talsvert stærra en annars. Byggingar- hneigðin kemur snemma fram í ungum simpönsum, og hafa þeir öðlazt góða æfingu í gerð nátt- bóla, áður en þeir hverfa undan handleiðslu móður sinnar. Flet górillu og orangútans líkjast fletum simpansa, en eru þó yfir- leitt á jörðu niðri. Ekki er um varanlegar bygginar að ræða, því að aparnir eru á sífelldu ferðalagi og staldra oftast stutt við á sama stað. Er gerð svefn- fleta eina bygginariðja þeirra og er lítið til hennar vandað. íkornar byggja kúluþök Ástæður fyrir byggingar- afrekum nagdýra geta m.a. verið fólgnar í því, að þessi dýr eru búin mjög góðum tækjum frá náttúrunnar hendi, hárbeittum framtönnum og framfótum, sem svipar í ýmsu til mannshandar- innar. Uppskerumúsin, sem íkornar það til að velja sér fuglshreiður af hentugri stærð og spara sér þannig ómakið við byggingu botnsins. Eftir smá- vægilegar lagfæringar á hreiðr- inu hefjast þeir síðan handa við að reisa yfir það kúlumyndað þak. Er fullgerð bygging venju- lega 30—50 sm í þvermál. Að innan eru hreiður íkornanna lögð mjúkum efnum. t.d. grasi, hálmi eða tréberki. Á einni hlið kúlunnar er inngangurinn í hreiðrið, sem er lítið op. íkornar eiga það ennfremur til að taka sér bólfestu í holum gamalla trjáa og sleppa þannig við alla hreiðurgerð. íkornar búa sér stundum til fleira en eitt híbýli. Aðalbyggingin er vönduð, en smærri og óvandaðri hreiður eru gerð í nokkurri fjarlægð, og þjóna þau einkum hlutverki vara- og hvíldarheimilis. Af- kvæmin eru alin upp í aðalbygg- ingunni í umhyggju móðurinn- ar, en húsbóndinn er rekinn að heiman á meðan. Stíflusmiðir með edlisávísun að vopni Mestu byggingar afrek meðal nagdýra er þó að finna hjá bjórnum. Hann er stærstur nagdýra og getur náð allt að 30 kg þyngd. Bjórinn syndir mjög vel og getur dvalið í kafi í allt að 15 mínútur. Byggingum sínum hagar hann eftir staðháttum. Við ár og fljót eru híbýlin grafin inn í árbakka, og er inngangurin í þau niðri í vatninu, og er þann- ig ósýnilegur öðrum landdýrum. Liggja göng frá innganginum upp í stóra holu, sem oft er u.þ.b. 1 m2 að grunnfleti og V2 m á hæð, og liggur a.m.k.'bin önnur útgönguleið úr holunni til vara. Hækki yfirborð vatnsins og komist vatn upp í holuna, grefur bjórinn aðra holu ofan við þá gömlu. Á jörðinni yfir henni hleður hann greinabing og teng- ir nýju holuna með göngum upp í binginn. Þar sem bjórar taka sér bólfestu í grunnum lónum, búa þeir sér til bústað úti á lón- inu. Þar hlaða þeir sér eyju úr trjágreinum og berki. Eru gegn- blaut tré valin í neðanvatnsund- irstöðu, svo að eyjan fljóti ekki í burtu, en ofan vatnsyfirborðsins rís yfirbyggingin, sem nær oft 2—3 m upp í loftið. Inni í eyj- unni útbýr bjórinn klefa og mörg göng, sem ganga út frá honum útí vatnið. Klefinn er að mestu leyti þakinn aur og leir að innanverðu, og verður hann hlýrri við það. Bjórarnir kunna að aðlaga náttúruna að þörfum sínum. Þannig breyta þeir ár- rennsli með því að útbúa Lón i straumhörðum ám og smíða stíflur með háþróaðri bygg- ingaraðferð. Bjórarnir koma trjástaurum fyrir úti i straumn- um og treysta þá með skástífum, sem þeir -skorða við árbotninn. Á milli stauranna vefja þeir greinum, sem stýrkja enn burð- argrindina og tengja hana trjám við árbakkana eða jafnvel við kletta í ánni. Því næst er burð- argrindin klædd smáum grein- um og loks eru allar rifur þéttar með aur og leir. Kemst þannig ekkert vatn í gegnum sjálfa stífluna, sem er hæst í miðjunni, en lækkar við báða árbakkana. Rennur vatn þar yfir úr lóninu, og tíminn meðan ungarnir eru í hreiðrinu, er hættulegasti tími í lífi fuglanna. Er þá helzt að óttast árás af hendi óvinanna. Mjög margvíslegar aðferðir eru til við hreiðurgerðina. Oft hjálp- ast hjónin að og býr karlfuglinn t.d. til burðargrindina, en kven- fuglinn sér um innréttingar og frágang, en stundum flytur karlfuglinn að byggingarefnið, sem kvenfuglinn byggir síðan úr. í ýmsum tilvikum kemur hins vegar aðeins annar fuglinn nálægt hreiðurgerðinni, en hinn sýslar við eitthvað annað á með- an. Allir fuglar nota fætur og nef við byggingarframkvæmd- irnar, en aðferðir einstakra fuglategunda eru gjörólíkar og efniviðurinn sömuleiðis. Nokkr- ar fuglategundir búa heldur alls ekki til hreiður, heldur verpa beint á nakta jörðina, eða forma aðeins dálitlar skálar í hana fyrir eggin. Þeir fuglar, sem bet- ur skýla eggjum sínum útbúa flestir bollalaga hreiður með uppbrettum börmum. Því stærri sem fuglinn er, því sterklegra hreiður. Stórgerð hreiður arna og storka eru notuð árum sam- an. Þau eru styrkt og endurbætt á hverju ári og stækka því oftst með aldrinum. Minni fuglar búa venjulegast til falíegri hreiður, sem fóðruð eru að innan með mjúkum efnum, t.d. fjöðrum, dún og hárum. Þegar enginn fugl er á hreiðrinu, er hætta á að það blotni, nema það sé í góðu skjóli. Margir fuglar velja sér því hreiðurstað í vari fyrir regni, en sumir byggja þök yfir hreiður sín. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.