Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 12
Höröur frá Kolkuósi og Svaðastaðastofninn: 3. grein „Auðveldur og prúður í umgengni — enda óvenjulega vel greindur“ Mynd: Matthías Gestsson. Einn fjölmargra stóðhesta undan Herði 591: Stígandi 625 frá Kolkuósi. Siguröur Haraldsson stóðbóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum situr hestinn. Eftir Anders Hansen Þekktasti stóðhestur landsins Hörður 591 frá Kolkuósi náði því ekki að verða fremstur stóðhesta á Hólamótinu sumar- ið 1966, svo sem áður er rakið. Sýningin á Herði á Hólum og sú athygli og eftirtekt sem hestur- inn og afkvæmi hans vöktu, gerðu það hins vegar að verkum að allir þeir sem eitthvað fylgd- ust með hestamennsku hér á landi, vissu eftir mótið hver Hörður frá Kolkuósi var. Deil- urnar og blaðaskrifin, sem urðu eftir mótið, urðu svo enn til að minna á hestinn, og hann var á þessum tíma vafalítið þekktasti stóðhestur landsins, þótt ekki væri hann óumdeildur. Eftir að deilurnar tóku að hjaðna ávann Hörður sér smám saman meiri og meiri viður- kenningu, og í öllum landshlut- um vildu hrossaræktarmenn fá hestinn á merar sínar. Árið 1968 varð svo enn til að innsigla ágæti hestsins, en þá stóð hann efstur stóðhesta á hinni miklu landbúnaðarsýningu sem efnt var til í Laugardal í Reykjavík. Sumarið 1970 var svo haldin sérstök sýning á Herði og tutt- ugu afkvæmum hans á lands- móti í Skógarhólum í Þingvalla- sveit, svo sem áður er rakið. Hörður bar á þessum tíma æg- ishjálm yfir alla stóðhesta í landinu, og þeim sessi hélt hann allt til þess er annar hestur skaust upp á stjörnuhimininn, Sörli 653 frá Sauðárkróki, sem raunar er Svaðastaðahestur að >/4. En víkjum aftur að eftirmála Hólamótsins 1966. Þar var síð- ast frá horfið, er Jón Pálsson hafði ritað harðorða grein í Morgunblaðið, þar sem hann gagnrýndi að Hörður skyldi ekki standa fremstur stóðhesta, og krafðist þess meðal annars að ríkisstjórn íslands hlutaðist til um málið. Óvissa um ætterni Harðar? Þess var ekki langt að bíða, að Jóni Pálssyni yrði svarað, og fyrstur reið fram á ritvöllinn Símon Teitsson í Borgarnesi, með grein í Morgunblaðinu 18. ágúst. Símon kom víða við í grein sinni, og taldi meðal annars nokkuð sjálfgefið að þau orð, er 12 Jón Pálsson hefði látið falla um Hólamótið, flokkuðust undir „siðleysi" en einmitt það orð hafði Jón valið niðurstöðum dómnefndar. Símon kvaðst í tólf ár hafa meira og minna starfað í dómnefndum á vegum hesta- manna, hann hefði ekki sóst eft- ir slíkum starfa, en þó hefði ver- ið til sín leitað aftur og aftur; og það tæplega vegna þess að hann væri kunnur að óvönduðum vinnubrögðum eða hlutdrægni. Þá víkur Símon að því, sem Jón sagði um smáa ætt Roða frá Skörðugili. Segir Símon þann hest þó hafa átt bæði föður og móður, sem vitað væri um. Sé Roði ekki verr ættfærður en gangi og gerist með hross í Skagafirði.'Rifjar Símon einnig upp, að Jón Pálsson hafi verið í dómnefndum er sett hafi stóð- hestinn Hrein frá Þverá í efsta sæti, svo sem á Þingvallamótinu 1950. Þá hafi Jón léð Hreini at- kvæði sitt, þrátt fyrir svofellda ættfærslu, sem að vísu hafi ver- ið betrumbætt síðar: „ ... Hreinn 11 v., fæddur hjá Jóni Björnssyni á Sauðárkróki 1940. Verðlaun: 1. verðlaun Reynistað 1944. Faðir: Talinn vera rauð- blesóttur kynbótahestur, sem Sigurður Þórðarson á Egg í Hegranesi átti, en þó ekki ör- ugglega víst að rétt sé. Móðir: Ekki hefur tekizt að afla neinna upplýsinga um móðurina." Símon Teitsson segir orðrétt í grein sinni: „Það er glans yfir þessu og ekki að undra þótt út- koman yrði góð og greinarhöf- undur (þ.e. Jón Pálsson) vitni til þess sem fyrirmyndar.“ í grein í Morgunblaðinu hinn 23. ágúst hnykkir Bogi Egg- ertsson svo enn á um ættfræð- ina, er hann dregur í efa að vit- að sé um ættir Harðar frá Kolkuósi. Bogi segir: „Móðurkyn Harðar er frá Kolkuósi. — í Kolkuóskyni eru töluvert miklir reiðhestahæfileikar, en allt er ótamið, og enginn veit, hversu miklir þessir reiðhestahæfileik- ar eru. Að sögn tapaðist móðir Harð- ar sumarið áður en hann fædd- ist, og fannst á Brekku. Á leið milli ofangreindra bæja er mikið af óvönuðum hestum. — Nú í sumar sá ég tvo hesta, óvanaða á þjóðveginum og marga útan hans. — Svo er því slegið föstu, að Hörður sé undan Brekku-Brún! Hvernig Brekku-Brúnn er, er mér ekki kunnugt um, og hef engar sagnir af góðum hestum eöa hesti undan honum. Ættgöfgi Harðar er því ekki mikil, enda bentu sumir af hest- unum sem sýndir voru með hon- um í sumar til þess, en það er ekki dómnefndarinnar að segja til um, hvort þeir hafi allir verið undan honum." Meö stflvopnum en ekki sverðum Jón Pálsson svarar þeim Sím- oni og Boga aftur í Morgunblað- inu hinn 16. september 1966, þar sem hann ítrekar gagnrýni sína á störf dómnefndar, og endur- tekur að í sínum huga leiki ekki vafi á því að hlutlaus dómnefnd hefði úthiutað Herði heiðurs- verðlaunum á mótinu. Jón gerir enn að umtalsefni atburð er varð í hesthúsunum á Þingvöll- um 1962, er hann segir Boga hafa barið Hörð með keyri. Seg- ir hann Boga hafa verið haldinn fordómum gagnvart hestinum alla tíð frá þessum atburðum. — Bogi svarar Jóni í sama blaði og segir það ekki rétt, að hann hafi barið Hörð, og þannig hrætt hann. Hið rétta sé, að Hörður hafi fælst við ólæti í öðrum hesti, sem bundinn var á bás skammt frá Herði. Of langt mál yrði að rifja hér upp allt, sem í ritdeilunum um Hörð var sagt, en að lokinni síðustu athuga- semd Boga Eggertssonar við síð- ari grein Jóns Pálssonar, kveður ritstjóri Morgunblaðsins uppúr með að: „Mál þetta er útrætt hér í blaðinu.“ Þar með lauk einni af sögu- frægustu deilum um hesta hér á landi hin síðari ár. Menn þeir, sem voru á öndverðum meiði, beittu fyrir sig stílvopnum af mikilli fimi, sóttu og vörðust á víxl, og reyndu að leggja and- stæðinginn að velli. Nokkrum hundruðum ára fyrr hefðu for- feður þeirra Jóns, Símonar og Braga barist með brugðnum bröndum, ekki hætt fyrr en ann- ar hvor hefði haft sigur, svo sem margar frásagnir í íslendinga- sögunum greina frá. Hesturinn hefur löngum skipað sérstakt rúm í hugum og hjörtum íslend- inga, langt umfram aðrar bú- fjártegundir. Það sannaðist enn í deilunum um Hörð frá Kolku- ósi. Besti hesturinn frá Kolkuósi Hörður 591 frá Kolkuósi er eins og áður segir þekktastur kynbótahesta af Svaðastaða- stofni hin síðari ár, og kunnugir segja hann ekki standa að baki hinum frægu forfeðrum stofns- ins, Sörla 71 frá Svaðastöðum eða Herði 112 frá Kolkuósi. í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum fullyrti Sigur- mon Hartmannsson í Kolkuósi að Hörður 591 væri kostamesti hestur, sem fram hefði komið á stóðbúi sínu, og er þá vissulega mikið sagt. Gunnar Bjarnason fyrrum hrossaræktarráðunautur víkur að þessu sama í grein er hann ritar um Hörð í tímaritið Hest- inn okkar, 2. hefti 1980. Gunnar segir: „Á sama hátt og Nökkvi frá Hólmi hélt hæst á lofti merki hornfirzkra gæðinga- stofnsins á þessum tug aldar- innar, hefur Hörður frá Kolku- ósi haldið hæst merki Svaða- staðastofnsins. Landsdómnefnd lýsti Herði sem föngulegum og skapmiklum viljahesti með allan gang og gammvökrum. Allt er þetta rétt, en slíkum skörungshesti verður varla lýst með orðum svo að Hörður 591 frá Kolkuósi: Umdeildur en glæsilegur hestur, gammvakur og viljugur. Undan hestinum eru nú til gæðingar og kynbótahross í öllum landsfjórðungum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.