Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
i T “ t m K*MA \ÍENTu 5vefS hriA^^HAuCAJ ÍLfiH AK 5m 1233 rjj7 nstoí
J y*: H Ú s t 'o N 0 1 N is s K
A | Jse'iiz A s> i L 0 KvIN- HAIN ruwOA É L '/ Á n A
1 V£« rH rn ri rV<- (C.L jF i © U R HITI WE©A y L U T 0 ’a R
K A N nr.it> 5 N 7 'a S) A R s tók TIT- 1 l-U H A F
RÁH- Dy'R ú L F A R imm UBINN RAUJN J) Ú S A tl trrpis n £ R 1
|Há- u«. A U í T U e. o P ÍIKKJÚ \)af) ú A T itCÓLI R R 1 5 T
oja: u T MKKKl MKrHi TR£ T Á i L L HiTdMA úetiu '0 n A £lDI- VI©- n 'o R
JL. [iöfrw ro «- H*rr> V t L £ A (MtRAÍ jrnci A n A R taftiiiR, Lh CAW ! A
E I A I N K 0 N A LfHfin n 'A: L A F
ó a 3> u N A JAMMU. 'lLAT F fk Mtnnt vjr««- A R I R FlATAI mAu-
L 5A«A r«svcu* U R £ Samaí PU6- ítíutt A N A R CVPJA fuM R 'A N #tt»i E
ÍKfF- SA Þ ý R n»oi« U F 5 1 ejp KI«®| E F tr/CSÍÍ S U K K
EMD- IH C, U 5 Sdutt 'o R Æ K Javri 'O K 'A T 1 ■ ii. o R
HUNO At R A JC K A R é. K A T A N Æ T A
m HF/la- 3Rot Hfí-DUR , V5L AFRAÞA nuu- ANN í HÚSI Haf VlÐUR SKR- . AUT ÞRA- 8 'ÐT- IK fetsu. n- un Veikti Fuúl
fp&V 1 II W |La F? ? 1 i N A a
STAV - - cýR p£á AR + £tTUR •
PuCLEkun
EáfclN FÆDDI i N>K- NN- ro- Fak
HóTAfJIK YFRSUW J HAR V STÓR
Ck RE\$> DRMKKTu R'át / yí n
STSR- K JA TvtlK eikit DAKVeÐ- i N S6FAR i TÆTL- UM
Hita C.o£>- VE«A Þmietr- IN0.U.R
i AM- . LICL 7A14PI ui r-
Td'k I íx^U MÓU£M0 INU PoKA
áf«ti rv'inR- A5T
Koma 'A AR&g- AR i/ARí)- ANDl
C\ u® A£> fVJA TA‘ hARK GöTT ££>LI i Hl- KO ilA
Hró?- UM '9RI£> SKVLT lÓClK. EINS
flFKÍKA Bmar TURt
Wkk- 1 t- O 1 HA F yV' Fod- ffJMR
** Kv'iííi ■CméwZ E INS EKICl MÖRO.
u
1h ITA + lúRUNA « PNK- KoRM
— Gargantúi
Framhald af bls. 15.
lífi, ef tekinn er of stór skammt-
ur, vegna þenslu og sundrunar.
Um þetta efni sjá Alexander Af-
rodisias, (Iib. primo Problemat-
um, c. xix), og mál er að linni.
Hvaða hvaða! Mér hefur dval-
ist lengur við þetta efni en ég
hugðist í byrjun. Svo hér verð ég
þá að fella seglin, afgangurinn
getur beðið bókarinnar sem á að
fjalla um það eingöngu, og segi
stutt og laggott, að blátt tákni
vitaskuld himininn og himneska
hluti, eftir sama táknkerfi og
ákvarðar að hvítt merki gleði og
ánægju.
11 Laurens Valla var húmanisti,
sem varð skotspónn Bartolus-
ar lögfræðings (1314—57) í
bréfi á latínu: Ad candidum
Decembrum. Hann hélt því
fram að litur gulls væri göfg-
astur lita en ekki sá hvíti.
21 Útlistari Aristotelesar, sam-
tímamaður Markúsar Árelí-
usar keisara.
31 Rómverskur heimspekingur á
5. öld e.Kr.
41 í bókinni Anabasis.
r‘> De Methode Medendi (Aðferð-
ir við hjúkrun); De locis affect-
is (Um sýkta staði); De sympt-
omaton causis (Um orsakir
sjúkdóma).
16
Ellefti
kapítuli
Um barnæsku
Gargantúa
Frá fyrsta til fimmta aldurs-
árs var Gargantúi uppalinn og
fræddur eins og lög gerðu ráð
fyrir eftir fyrirskipun föður-
hans; og hann eyddi tímanum á
sama máta og önnur börn í
landinu: það er að segja hann
drakk, át og svaf; svaf, át og
drakk; svaf, drakk og át.
Hann var alltaf að velta sér
upp úr forinni, skíta út á sér
nefið, hrufla sig í framan og
troða af sér skóna; hann gapti
oft á eftir flugunum eða hljóp
með galsa á eftir fiðrildunum
sem faðir hans drottnaði yfir.
Hann pissaði í skóna sína, kúk-
aði í skyrtuna, þurrkaði sér um
nefið á erminni, snýtti sér út í
súpuna, var á vappi alls staðar,
drakk úr tátiljunni og néri kvið-
inn iðulega upp við körfu. Hann
skerpti tennurnar á tréklossa,
þvoði hendurnar upp úr súpu,
kembdi hárið með vínskál, sat
milli tveggja stóla með rassinn
á gólfinu, hvolfdi yfir sig blaut-
um poka, drakk meðan hann át
súpuna, át tvíbökuna án brauðs,
beit þegar hann hló og hló þegar
hann beit, spýtti oft í matinn,
leysti blautan vind, mé á.móti
sólinni, faldi sig í vatninu fyrir
rigningunni, hamraði járnið
meðan það var kalt, dreymdi sig
tóman, setti upp merkissvip,
gubbaði matnum, eða fláði ref-
inn, eins og sagt er; hann tuldr-
aði bænirnar eins og api, sneri
aftur til sauðanna og hengdi
bakara fyrir smið. Hann barði
hundinn fyrir augliti ljónsins,
festi kerruna framan á uxann,
klóraði sér þar sem hann klæj-
aði ekki, dró orma úr nefinu,
greip svo fast að hann höndlaði
ekkert, át brauðið á undan, járn-
aði engispretturnar og kitlaði
sjálfan sig til að hlæja. Hann
var mathákur í eldhúsinu, fórn-
aði guðunum stráum fyrir korn,
söng Magnificat1) á morgnana og
hélt að það væri rétti tíminn, át
kál og skeit rófu, gat fundið
flugur í mjólkinni, sleit undan
þeim lappirnar, krotaði á papp-
ír, sletti á pergament, tók til fót-
anna, svalg í gúisopum, skrifaði
reikninginn án gestgjafans,
barði runnana og missti fugl-
anna, og tók skýin fyrir mess-
ing-pönnur og blöðrur fyrir
ljósker. Hann fékk tvær hleðsl-
ur úr einum poka, lék asna til að
ná sáðinu, notaði hnefann sem
kylfu, gómaði trönurnar í fyrsta
stökki, hélt að hringabrynja
væri smíðuð hring fyrir hring,
skoðaði alltaf upp í gefinn hest,
hljóp frá hana til asna, setti
einn þroskaðan milli tveggja
grænna, gerði gott úr hinu
versta, varði tunglið fyrir úlfin-
um, vonaði að grípa lævirkja ef
himininn hryndi, tók sneið af
hvaða brauði sem bauðst, kærði
sig jafn lítið um þann sköllótta
og hinn rakaða, og fláði refinn á
hverjum morgni. Smáhundar
föður hans átu af diski hans, og
hann át jafnframt með þeim.
Hann beit í eyrun á þeim og þeir
klóruðu hann í nefið; hann
sparkaði í rassinn á þeim og þeir
sleiktu hann um varirnar.
Og vitið þið hvað, góðir dreng-
ir? Megi drykkurinn stíga ykkur
til höfuðs; Þessi litli þrjótur var
síkáfandi á fósturmæðrum sín-
um, að ofan og neðan, að aftan
og framan, húrra karíóka! Og
hann var strax farinn að þenja
kýlinn, og fóstrur hans skreyttu
hann dáindis sveigum, indælum
borðum, fallegum blómum og
litríkum silkivöndlum. Og þær
skemmtu sér við að nugga hann
milli handa sinna eins og köku-
kefli, og ráku svo upp dillihlátur
þegar hann sperrti eyrun, eins
og þessi leikur væri þeim að
skapi. Ein kallaði hann putal-
inginn sinn, önnur þollinn sinn,
önnur kóralhnúðinn sinn, önnur
stopparann sinn, tappann sinn,
skjálftamælinn sinn, fleyginn
sinn, nafarinn sinn, dingulinn
sinn, harðkollinn stífa og lága,
krullujárnið sitt, litlu rjóðu
pylsuna sína, litla sæta drellinn.
Hann er minn, sagði ein.
Ég á hann, sagði önnur.
Hvað um mig? sagði sú þriðja.
Fæ ég ekki snefil af honum?
Drottinn sæll, þá sker ég hann í
burtu!
Hvað, sagði önnur. Skera
hann burtu! Þá mynduð þér
meiða hann, frú. Eruð þér vön
því að skera barnagullin burtu?
Þá yrði hann herrann skottlausi.
Og svo hann fengi að leika sér
eins og litlu börnin í landinu þá
bjuggu þær til handa honum
vindhana úr Mirabeau-vind-
myllu.2*
11 Magnificat er sungið við
kvöldtíðir.
2) í Vienne-héraði í Frakklandi.
— Þórður kakali
Framhald af bls. 7.
meiri lið en níu tigu annars
hundraðs. Það er trúlega um
stórt hundrað að ræða og hafa
þetta þá verið 210 manns. Báru
menn nú grjót á skip sín og
bjuggust til brautlögu. Reru þeir
fyrst inn fyrir Reykjanes. Aust-
angola var innan á flóann svo að
ífellt var og sigldu þeir Þórður
þá norður á flóann.
Það er nú líklegt, að golan
hafi verið á suðaustan fyrst þeir
höfðu ífellt með stefnu fyrir
Skaga nema „ífellt" þýði alls
ekki leiði, eins og fræðimenn
halda, heldur að vindur hafi ver-
ið aðeins fyrir framan þvert en
þó ekki getað kallazt beitivindur
en beitivindur kallast ekki fyrr
en vindur stendur um það bil á
kinnung eða svo framarlega, að
það þurfi að hagræða seglum til
beitingar. „ífellt" merkir þá bil-
ið milli beitvinds og leiðis.
Og segir nú af því, sem Kol-
beinn hafðist að.
Útgerandi: Hf. Árrakur, Keykjavík
Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson
Ritstjórar: Matthías Johannessen
Styrmir Gunnarsson
Ritstj.fltr.: Gísli Sigurdsson
Auglýsingar: Baldvin Jónsson
Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100