Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 15
Tveir rómantískir fiðlukonsertar Á síðasta ári kom út hljóm- plata þar sem Kyung Wha Chung lék fiðlukonserta Mendel- sohns (í E-moll) og Tchaikov- skys með sinfóníuhljómsveitinni í Montréal undir stjórn Charles Dutoits. Þetta er digital-hljóð- ritun gefin út af Decca Stereo SXDL 7558. Þessi hljóðritun hef- ir hlotið afburðagóða dóma og með nokkrum sanni má segja að hvorugt þessara verka hafi skartað í betri búningi, svo að þeir sem á hlýða geta gert orð skáldsins „Allt er nú sem orðið nýtt..að sínum með því að breyta síðari ljóðlínunni veru- lega. Sköpun þessara verka á sína sögu. Það mun hafa verið árið 1838 að Mendelsohn fékk hug- myndina að verkinu og er heim- ildin um að bréf sem hann skrif- aði fiðluleikaranum Ferdinand David, sem var konsertmeistari við Gewandhaus-hljómsveitina í Leipzig, 30. júlí 1838. Þetta verk svipti hann oft sálarró, enda sóttist honum seint og var sí- felldlega að ráðfæra sig við vini sina og lagfæra og breyta verkinu. Það var ekki fyrr en 16. september 1844 að hann hafði lokið því og enn fór hann í smiðju til Ferdinand Davids að lagfæra og breyta og það var hann sem lék fiðlukonsertinn í fyrsta skipti með Gewandhaus- hljómsveitinni undir stjórn Niels W. Gade — sem allir Tivoli-unnendur þekkja — 13. mars 1845, rúmum 2 mánuðum áður en Jónas Hallgrímsson dó. Verkið vakti þegar mikla hrifn- ingu og David skrifaði Mendel- sohn um viðtökurnar. Hann var ekki viðstaddur sakir veikinda. Það hefir verið haft fyrir satt að fá tónskáld hafi átt jafn létt með að semja verk sín og Mend- elsohn, en Tchaikovsky hins veg- ar átt í mesta sálarstríði við að semja og ganga frá sínum verk- um, en hér var þessu öfugt farið og er heimildin bréf frá Tchai- kovsky til frú Nadejda von Meck 20. apríl 1878. Tónskáldið dvald- ist þá við Genfarvatnið í Sviss og hafði nýlokið við að semja Eug- ene Onegin og 4. sinfóníuna. í bréfinu segist hann hafa lokið við 1. þáttinn og sé ánægður með hann, en öðru máli gegni með Andante-þáttinn og annað hvort verði hann að bæta verulega um eða semja nýjan, en lokaþáttur- inn gefi þeim fyrsta ekki eftir. Níu dögum síðar skrifaði hann frú Meck aftur og hefir þá samið nýjan hægan þátt sem falli bet- ur að hinum sem fyrir voru. Tchaikovsky tileinkaði fiðluleik- aranum Leopold Auer verkið, en hann lét sér fátt um finnast og liðu svo 3 ár að konsertinn var ekki fluttur. Það var 4. desember 1881 að Adolf Brodsky lék hann í fyrsta skipti í Vínarborg. Nú urðu viðbrögðin önnur en þegar fiðlukonsert Mendelsohns var leikinn í fyrsta sinn. Eduard Hanslick — aðalgagnrýnandi og ógnvaldur ungra tónskálda — fann honum flest til foráttu, ein- leikshljóðfærinu væri misboðið og það væri naumast hægt að segja að það væri leikið á það á hefðbundinn hátt, heldur skæri það eyrun að innan, og hin rússnesku einkenni væru rudda- leg og menningarsnauð. Þetta olli Tchaikovsky miklu hugar- angri, en Brodsky gafst ekki upp við að flytja hann og frumflutti verkið í Moskvu og Lundúnum og smátt og smátt breyttist viðhorfið til verksins og það varð einn vinsælasti fiðlukonsertinn frá rómantíska skeiðinu og Tchaikovsky tileinkaði Brodsky verkið í þakklætisskyni fyrir að gera það heyrinkunnugt. Fyrir 12 árum var fiðlukon- sert Tchaikovskys gefinn út á hljómplötu þar sem Kyung Wha Chung lék einleikshlutverkið. Þetta var frumraun hennar á sviði hljómplötugerðar og þótti takast með þeim ágætum að síð- an hefir þessi upptaka verið not- uð sem mælikvarði á aðrar upp- tökur og jafnan haldið sínu. Segja má að túlkun hennar og öll meðferð á verkinu hafi ekki breyst stórlega á þessum tíma, þó að aukinn þroski og öryggi hafi sitt að segja. Hér ríkir mikil spenna, en samt eru öll megin- atriði dregin skýrt fram og engu flaustrað af, heldur öllu til skila haldið án þess að öfgar eða oftúlkun gægist fram. Þar sem allur konsertinn er á einni síðu og tekur nær 35 mínútur er hljómmagnið heldur í minna lagi, en allt tært og skýrt engu að síður. Chung hefir leikið fiðlukonsert Mendelsohns á tón- leikum út um víða veröld en ekki leikið hann á hljómplötu fyrr en nú. Hér er minni spenna og fyrsta stefið er fagurleg sungið af fiðlunni. Leikurinn er þrung- inn af viðkvæmni og hlýju sem opinberar fegurðina sem í verkinu er fólgin og hefir gert það að einum vinsælasta fiðlu- konsert allra tíma. Hraðaval hennar er samt í greiðara lagi og svipar að því leyti til Heifetz, en leikur hans er öllu kaldari og fellur því varla eins vel að anda verksins. Ekki má undan fella að nefna hlut hljómsveitarinnar og stjórnandans sem ekki er síður góður og jafnvægið milli einleik- ara og hljómsveitar er með slík- um ágætum að varla verður á betra kosið. í umsögnum úm þessa hljómplötu er jafnvel talað um að fullkomnunin sé svo mikil að hinn mannlegi ófullkomleiki sé nánast rekinn á dyr með véla- brögðum tækninnar. Enginn skyldi samt láta þetta hræða sig frá og hlýða á og eiga þessa frábæru hljómplötu. A.K. kles, leiðtogi Aþeninga, kvað svo á um að þeir af hermönnum hans sem fengju í sinn hlut hvít- ar baunir skyldu hvíla sig allan daginn, gleðjast og fagna, en að- rir berjast. Eg gæti tilnefnt þús- und önnur dæmi og vitnisburði af þessu tagi, en hér er ekki staður til þess. En í ljósi þessara upplýsinga getið þið leyst gátu sem Alex- ander Afrodisias 2) taldi óleys- anlega: Hvers vegna ljónið sem skelfir öll dýr með öskri sínu og urri, óttast og virðir aðeins hvit- an hana. — Því eins og Procolus 3) segir í bók sinni Fórnir og töfr- ar, þá er það vegna þess að orka sólarinnar, sem er uppspretta og forðabúr alls ljóss á störnunum og jörðinni, er betur táknuð og sýnd með hvítum hana — eins vegna litar fuglsins og eðlis- kosta hans og sérstaklega eig- inda — heldur en með ljóni. Hann segi ennfremur að djöflar hafi oft sést í ljónslíki, og í nærveru hvíts hana hafi þeir skyndilega horfið. Þetta er ástæðan fyrir því að GalJi (Frakkar sem eru svo nefndir af því þeir eru að eðlis- fari hvítir sem mjólk, á grísku SAAA) sækjast eftir að bera hvítar fjaðrir í húfunni. En að náttúrufari eru þeir glaðværir, opinskáir, eðallyndir og vin- gjarnlegir, og hafa að merki eða tákni blómið sem er hvítara en nokkur önnur: það er liljuna. Ef þið spyrjið hvers vegna Náttúran eigi með hvíta litinum við gleði og fögnuð, þá svara ég því til að líkingarnar og sam- svörunin sé á þá vegu: Eins og hvítt truflar sjónina hið ytra og ofbýður henni, með því að sundra lífsmagni augans, sam- kvæmt skoðun Aristotelesar í Vandamálum hans og rithöfunda um ljósfræði (og þið munið finna fyrir því sama þegar þið farið yfir snæviþakin fjöll og bera ykkur upp undan því að þið getið ekki horft á þau stöðugt, eins og Xenofon 4) skýrir frá að hafi komið fyrir menn hans, og eins og Galen lýsir í löngu máli í Um Jíkamspartana og hlutverk þeirra (x. bók), — þannig trufl- ast hjartað hið innra við ofur- gleði og má líða vegna sundrun- ar lífsmagnsins, sem getur jafn- vel orðið svo gagnger að það fái ekki næringu og lífið slokkni við þessa ofurgleði, eins og Galen segir (lib. xii Meth., li. v, De locis affectis, og í li. ii, De symptomat- on causis)5); og að þetta hafi gerst fyrr á tímum ber Marcus Tullius vitni um (lib i Questio Tuscul; Verius, Aristoteles, Tit- us Livius — eftir orrustuna við Cannes; Plinus (lib. vii. c.xxxii og liii.), og aðrir; Diagoras af Rodhas, Chilo, Sófókles, Dionisi- us, harðstjóri á Sikiley, Phil- ippides, Philemon, Polycrata, Philistion, Markus Juventius, og aðrir sem dóu af gleði; eða eins og Avecienna segir (í ii canone et lib. De Viribus cordis) um safr- onlauk, en hann gleður hjartað svo mjög að hann sviptir það Framhald á bls. 16. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.