Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 3
hið sama svartagallsraus og
bókmenntirnar hafa alla tíð
mátt búa við ísamtíma sínum,
en svartagallsrausið getur
reynzt sannara í einn tíma en
annan. Það sýna hin ýmsu
bókmenntaskeið. Það er stað-
reynd menningarsögunnar, að
bókmenntir rísa og eiga
blómatíma, en síðar hrakar
þeim og falla í lægð.
Grikkir eru náttúrlega
frægasta dæmið um ris,
blómaskeið ogfall bókmennta
með einni þjóð, en við íslend-
ingar eigum ekki síður gott
dæmi, þar sem er okkar 13da
öld.
Það eru til ótal skýringar á
þessu háttalagi bókmennt-
anna, en engin algild. Oft er
þetta fyrirbæri skýrt með
þjóðfélagsaðstæðum og auð-
vitað má skýra flest í mannlíf-
inu með þjóðfélagsaðstæðum,
ef menn leggja sig fram um að
tína allt saman, sem gerist á
tilteknum tíma í þjóðfélagi til
að sanna fyrirfram ákveðna
kenningu.
Þjóðfélög og bókmenntir eru
svo saman fléttuð, að það má
sanna hvað með öðru, að
bókmenntir móti þjóðfélög og
þjóðfélög móti bókmenntir.
Það má skrifa trúverðugar
bækur og þykkar um hvora
kenninguna sem er.
Með mörgum þjóðum, jafn-
vel þótt fjölmennar séu, er
ekki hægt að halda úti sérstök-
um bókmenntatímaritum. Það
er ekki víst að þetta sýni
minnkandi áhuga á bókmennt-
um, heldur sé meginástæðan
sú, að umfjöllun um bækur
hefur færzt til blaða og al-
mennra tímarita.
Bandaríska tímaritið Time
telzt alþjóðlegt tímarit og í
hverju hefti þess má finna um-
fjöllun um bækur hvaðanæva
úr heiminum.
Vitaskuld er þar mest getið
bandarískra bóka og bóka úr
„enska“heiminum, enda er það
óumdeilanlegt, að þar er jafn-
an mest að gerast og fjöl-
breytnin mest. Málsvæðið er
það stærsta í heiminum og þá
einnig markaðurinn fyrir bæk-
ur og höfundar, sem rita á
ensku, þar af yfirgnæfandi
fjölmennastir. Allt frá því á
17du öld hafa Bretar verið
leiðandi þjóð í bókmenntun og
á síðari tímum með þeim
Bandaríkjamenn, þótt einstak-
ar þjóðir hafi átt mikil bók-
menntaskeið og á þeim blóma-
tímum snillinga, sem gnæfðu
uppúr heimsbókmenntunum.
AUar bækur, hvar sem þær
koma út í heiminum og taldar
eru merkar með sinni þjóð, eru
þýddar á ensku. Ritdómarar,
sem fjalla um bókmenntir út-
gefnar á ensku, hafa af þessu
manna bezta aðstöðu til að
gera sér einhverja grein fyrir
ástandi heimsbókmenntanna.
En þar náttúrlega veldur hver
á heldur og það er ekki til að
nefna að taka dóm Lance
Morrow sem hér fylgir, sem
neina staðreynd um heims-
bókmenntirnar. Maðurinn er
greinilega úrillur. Kannski
finnst þó fleirum en mér
ómaksins vert að heyra hvað
hann hefur að segja.
Steingerður Guðmundsdóttir
Sakharov í útlegð
Sorg
og
kvöl —
sorg
og
kvöl.
Frelsisbanar
fjötra
kúga —
frjálsan
anda —
eitri
spúa
í hans
æðar
í hans
sál.
Snilld
— sem hismi —
hent
á
bál.
Einn af
Rússlands
eðlu
sonum —
ein af
heimsins
björtu
vonum
undir
hæli
harðstjórans
haturssjúka
kúgarans.
Mannlífs
helgi
mannlífs
réttur
máð er
burt.
Sáðí
eyra
svefnþorns
urt.
Mun
afreksmannsins
æðsta
hugsjón
einber
verða
sögn?
Dæmd
í
dauðaþögn?
Sorg
og
kvöl.
Frelsisbanar
fjötra
kúga
frjálsan
anda
eitri
spúa
í hans
æðar
í hans
sál.
Snilld
— sem hismi —
hent
á
bál.
long gone, and gray, leaden trivial
present. The effect is only height-
ened by the undiscriminating
hype. One has to listen hard to
hear any real thunder in the
books."
John Cheever dó í síðast liðnum
mánuði. Þetta var vissulega tap
fyrir bandarískar bókmenntir en
ekki ógæfa.
Það er ekki óskemmtilegur leik-
ur, sem Connally stakk uppá, að
menn dunduðu sér við það í góðu
tómi heima hjá sér að raða upp
höfundum eftir því sem hlutaðeig-
anda finnst um ágæti þeirra og
velta þá fyrir sér um leið, hvernig
tíminn muni leika þá og hleypi-
dóma okkar.
Skáldið Sekmore Schwartz
skrifaði eitt sinn og þá eflaust
með sína eigin skammvinnu hylli í
huga: „Frægðin er einsog snjóél;
hverfur um leið og styttir upp.“
En við skulum hefja leikinn. Væri
það nokkur bókmenntaleg ógæfa,
ef Gore Vidal þagnaði snögglega?
Nei. Þetta var auðvelt. En ef John
Updike hætti að skrifa? Það væri
leiðinlegt en ekki nein ógæfa fyrir
bandaríska menningu. Walker
Percy? Joyce Carol, Oates? Donald
Barthelme? Nei. Philip Roth, Jos-
eph Heller, William Styron,
Truman Capote, John Gardner,
John Irving, Norman Mailer?
Hættum. Þetta er að verða blóð-
baðs Fjöldamorð. En hugurinn
heldur áfram aö rifja upp nöfn og
þau verða ekki mörg, sem mættu
ekki hverfa án þess að það teldist
til ógæfu.
Þessi tilgátuleikur hlýtur
óhjákvæmilega að leiða til heila-
brota um sígild bókmenntarit,
sem óendanlegur fjöldi mannapa
hefði getað skrifað á óendanlegan
fjölda ritvéla. J.D. Salinger reyndi
þennan tilgátuleik Connollys á
sjálfum sér með því að hætta að
skrifa og hverfa í þögn, þeim til
angurs, sem þótti vænt um verk
hans og hefur fundizt þetta sér-
vizkulega uppátæki vera lítið tjón
en þó tilfinnanlegt. Sama er að
segja um Thomas Pynchon. Hann
dvelur einhvers staðar í einsemd
og er í felustað sinum að glíma við
lausn frumgátu, sjálfrar tilver-
unnar og sannleikans og þekk-
ingarinnar, og minnir á hermdar-
verkamann, sem hefur snúið sér
að flugeldagerð. V.S. Naipaul? Jú,
það er möguleiki að hans yrði
saknað. Nokkur skáld? Blóðið í því
fólki gerist nú ákaflega þunnt.
Robert heitinn Lowell er sá eini
sem nær því máli, að þeir sem eru
i Connolly-leik teldu að nokkurn
söknuð.
Það færist alvara í Connolly-
leikinn, þegar Nóbelsverðlauna-
nefndin gengur inní nefndar-
herbergið að bollaleggja um þá
verðugu. Þar falla bókmenntirnar
í ábyrgðarskjal. Það er ekki eins-
dæma að Nóbelsverðlaunum í
bókmenntum sé úthlutað eftir
pólitískri landafræði og þá til út-
kjálkamanna, sem enginn þekkir
(Júgóslavinn Ivo Andric 1961).
Verðlaunin verða þó ekki rithöf-
undum ævinlega til minnkunar.
Þeir geta lifað þau af. Saul Bellow
(1976) hefur sýnt það. Isaac Bash-
evis Singer (1978) hefur líka tekizt
það. Hann hefur gert það sem ein-
ungis hinum stærstu og lífmestu
hefir tekizt. Singer hefur skapað
veröld framandlegs umhleyp-
ingamannlífs, fulla af göldrum og
töfrum, guðum og öndum.
Jæja, hverjir fleiri ætli hljóti
blessun okkar? Sumir halda Rob-
ert Penn Warren eða Ralph Elli-
son fyrir bók sína Invisible man
(1952). J.B. Priestley? Alberto
Moravia? Doris Lessing? Graham
Greene? Jorge Luis Borges? Siða-
prédikarinn Alexander Solzenits-
yn? Já. Og vissulega Samuel Beck-
ett, þessi lágmælti sérvitringur
modernismans, sem breytti bæði
andlegri og verklegri sviðsetningu
leikhússins á 20. öldinni.
Þegar raunverulegar bókmennt-
ir verða til, það er eitt af undrum
veraldar. Félagsvísindin geta ekk-
ert sagt um, hvenær það getur
orðið. Sitthvað má þó marka af
vissum einkennum. Það virðist
sem miklir rithöfundar komi fram
við sérstakar menningaraðstæður.
Mikið óréttlæti getur kallað fram
miklar bækur, einnig getur al-
menningur máski af sömu ástæð-
um verið móttækilegri og í meiri
þörf fyrir bækur sem hann getur
fundið í siðferðilegan styrk, og
skilning. Þessu bregður hvoru-
tveggja fyrir í Suður-Ameríku. Sá
heimshluti virðist vera að ala upp
og fóstra, án þess nokkur hafi við
því búizt, dásamlega höfunda líkt
og Rússland á 19du öldinni. Kól-
ombíski rithöfundurinn Gabriel
Garcia Marques virðist til dæmis
búa yfir óvenjulegum hæfileikum.
ímyndunaraflið hjá Banda-
ríkjamönnum og Vestur-Evrópu-
mönnum er upptekið af öðru en
bókmenntum. Það fær sitt í sjón-
varpinu en það er leið okkar til
Babel, eða framhjá Babel („Þess
vegna heitir hún Babel, því að þar
ruglaði Drottinn tungumál allrar
jarðarinnar og þaðan tvístraði
hann þeim um alla jörðina." I.
Móseb. 11. kap. 9 v. Það er ekki
treystandi á það lengur að allir
muni söguna um Babel (Babylon)
og Babelsturninn. ÁJ.).
Sjónvarpið hvolfir veröldinni
yfir okkur beint ofaní heilabúið og
þrýstir inní það, samt án átaka,
lífi almennings um allan hnöttinn.
Hugur okkar dvelur við styrjaldir
og hörmungar, geimskot og
skrautsýningar. Það er orðið erfitt
einmana rithöfundinum, sem pín-
ir sál sína og andagift yfir gam-
aldags ritvélinni sinni, að keppa
við allt það sem fellur yfir okkur
frá gervitunglunum. Það er meiri
uppfinningasemi í veruleika 20tu
aldarinnar en ímyndunarheimi
bókmenntanna. Það má nefna
Jonestown, sem dæmi um þann
veruleika, hversu yfirnáttúrlega
frjór hann er og hættulega snjall.
(Jonestown: þorp, sem sértrúar-
flokkur einn reisti sér inni í frum-
skógi og allur flokkurinn framdi
síðar sjálfsmorð, fleiri hundruð
manns, fyrir nokkrum árum. ÁJ.)
Þótt það sé ekki óskemmtilegur
leikur að setja saman Connolly-
lista, þá er hann aldrei tímabær í
samtímanum. Aðeins dauðinn og
tíminn geta sett punktinn aftan
við orðstír rithöfundarins. Japanir
hafa fundið upp stórsnjalla en
heldur óhugnanlega aðferð til að
koma í veg fyrir að rithöfundar
þeirra lifi sjálfa sig. Þeirra beztu
rithöfundar, svo sem Yasunari
Kawabata og Yukio Mishima, hafa
líklega lagt grundvöll að þeirri
hefð þar í landi, að rithöfundurinn
fremji sjálfsmorð áður en tímans
rás hefur náð að umlykja hann
hinni óhjákvæmilegu þögn.
Rithöfundarnir á listanum yfir
þá Stóru eru sjaldan þeir, sem
maður er hrifnastur af eða þykir
vænzt um. Miklir rithöfundar eru
oft óendanlega leiðinlegir. D.H.
Lawrence sagði eitt sinn, að það
væri eins og að plægja akur með
bandprjóni að lesa Proust.
Það var ekki mikil bók að vöxt-
um, sem Cyril Connolly tók saman
um rithöfunda, sem við myndum
sakna. Hún kom út 1944 go hét
The Unquiet Grave (Hin kvika
gröf). Connolly dó 1974.
En þegar við opnum þessa litlu
bók, nær fjörtíu árum eftir að hún
kom út, þá lýsir af síðunum. Það
skín í augun dálítið kalt en bjart
ljós og það flæðir um hugann, sem
vakandi hefur beðið einmitt þessa
ljóss. Þannig skeður undur bókar-
innar. Lífið kviknar á gulnuðum
blöðunum. Bókin flyzt yfir dauð-
ann og tímann. Hún er eins og
falinn eldur sem skarað er i og
hann blossar upp og loginn grípur
þann sem skarar.
Þessi fólgni lífsmáttur bókar-
innar vinnur bug á gleymskunni
og þögninni.
(Endursagt: Ásg. Jak.)
3