Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Blaðsíða 13
t> K ' 'tSIMW' ‘ tí o-íiÁítS. *"-_ jí >:í;3.y Stóðhesturinn Bylur 892 frá Kolkuósi, sonur Stíganda 625 frá Kolkuósi, sem aftur er undan Heröi 591. Bylur er einn hinna fjölmörgu afkomenda Harðar frá Kolkuósi, sem nú setja mark sitt á hrossaræktina í landinu. nokkurt gagn verði að. Hörður er að mínum dómi bezt gerður kynbótahesta af Svaðastaða- stofni, sem fram hafa komið og sýndir hafa verið síðan 1940. Það er alveg óvíst, að gamli Hörður frá Kolkuósi nr. 112, langafi þessa Harðar, eða Goði frá Sauðárkróki, einnig ná- frændi hans, hafi verið nokkuð betri reiðhestar. Það er örðugt að dæma um stigsmun á gæð- ingum, því að mismunandi þjálfun og reiðmennska hafa svo mikil áhrif á ástand gæðingsins í hvert skipti, sem hann er reyndur og metinn og hvort hestur nær því að verða gæðing- ur eða ekki.“ Höfuðiö frítt og greindarlegt í sama tölublaði Hestsins okkar og áður er vitnað í segir Jón Pálsson svo um Hörð meðal annars: „Sem einstaklingur var Hörður gæðingur, hann var meðalhestur á vöxt, hrafnsvart- ur á lit og samsvaraði sér vel, en fætur voru réttir og sterkir. Höfuðið var frítt og greindar- legt, hann var vel reistur og hafði skörulega framkomu. Fjörugur var hann án þess þó að vera ofríkisfullur. Gangurinn var fjölhæfur og skipti hann auðveldlega um gang eftir því sem knapi og vegur gáfu tilefni til, skeiðið var mikið og gott, tók hann það auðveldlega af hröðu stökki. I umgengni var hann mjög auðveldur og prúður, enda óvenjulega vel greindur. Flest afkvæmi hans, sem talin hafa verið, eru gæðingar, þau eru fjölhæf á gangi og auðtam- in, hrekklaus en sum stygg í haga, liturinn er yfirleitt brúnn eða rauður.“ Hinar ýmsu greinar Svaðastaðastofnsins í næstu grein verður gerð nánari grein fyrir hinum ýmsu greinum Svaðastaðastofnsins hér á landi, og getið nokkurra þekktustu kynbóta af stofninum frá upphafi til þessa dags. Víða um land er að finna blend- ingshross af Svaðastaðastofnin- um, þar sem góðum einstakling- um og öðrum ættgreinum hefur verið blandað saman við. Á öðr- um stöðum er svo að finna hreina Svaðastaðahesta, þar sem þess hefur verið gætt að varðveita eiginleika stofnsins sem best, með stofnrækt og skyldleikarækt. Hörður frá Kolkuósi gætir ekki lengur mera í stóði sínu um vorbjartar næt- ur, en um allt land eru afkvæmi hans og afkomendur í fremstu röð gæðinga íslenska hestsins. Ekki er til dæmis lengra síðan en 1981, að gæðingshryssan Kolfinna frá Kröggólfsstöðum, í eigu Gunnars Baldurssonar á Kvíarbóli í Ölfusi, stóð efst í flokki hryssa sex vetra og eldri. — Sigur Kolfinnu er aðeins eitt örfárra dæma um glæsileika og kosti þá sem búa í afkomendum Harðar 591, en yfirlit yfir áhrif Harðar í hrossaræktinni verður að finna í fimmtu og síðustu greininni. — AH Páll Sigurðsson og Hörður 591. Feigðin föla Á árum seinni heimsstyrj- aldarinnar og nokkru lengur tóku að birtast í blöðum og tímaritum hnyttnar stökur og smákvæði eftir Harald Hjálm- arsson frá Kambi, en margar af vísum þessa manns munu þó ekki hafa komist lengra en á varir þeirra, sem oftast héldu sig í Hafnarstræti og settust við hátíðleg tækifæri á Hressingarskálann við Aust- urstræti eða sjálfa Borgina. Var farið með þær í bland við aðrar álíka góðar eða betri eft- ir Stein, Tómas eða Leif Har- aldsson. Svo hvarf þessi Har- aldur frá Kambi af sviðinu. En enn muna menn nokkrar vísur hans eða rekast á þær, þegar flett er gömlum blöðum. Hér koma nokkrar: 1. Feigðin strýkur Fóla kinn, forlög koma og segja: A þig hrópar himinninn, þú hlýtur að fara að deyja. 2. í æsku fékk ég orku og vit og átti vísan framann. í stað þess hef ég látið lit, lækkað og gengið saman. 3. Milli tanna laus og létt leikur tunga vökur, þegar hún er að ríma rétt rökum hlaðnar stökur. 4. Ljóð raín eru lítilsverð, langt frá því aö vera góð. Þau eru flest í flýti gerð fyrir lítilsiglda þjóð. 5. Lífið á mig leggur bákn, það lýð gef ég til kynna. Andlitið er ytra tákn erfiðleika minna. Ofanritaðar vísur bera það með sér, að þær muni vera eldri en þær sem nú koma: 6. Hjá mér stendur flaska full, fjörs af því ég kenni. Það er ekkert samlagssull sem aö er í henni. 7. Ég er lúinn, þaö er af því að þung er brúna taskan. Svona getur sigið í svartadauðafiaskan. 8. Ég drekk fremur faglega og fer ekki yfir strikið, þó ég drekki daglega og drekki stundum mikið. Engar sagnir eru um það að höfundur þessara vísna Jiafi strýkur kinn verið meiri drykkjumaður en svona gengur og gerist. En það fylgir oft gleðskap hagyrðinga að þeir láta vísur flakka. Þær lærast og berast frá manni til manns: 9. Brennivín er betra en matur, bragðið góða svíkur eigi. Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi. 1°. Ég hætti að drekka í hálfan mánuð hérna um daginn. Bara til að tryggja haginn og tii að koma reglu á bæinn. 11. Andinn vaknar, víkkar sýn, ef vökvann ekki brestur. Þar á saman víf og vín vísa og góður hestur. Eftirfarandi vísa eftir sama höfund er lotulengri en þær stökur fá að vera, sem hér birtast. Verð ég líklega að brjóta línurnar, svo að þær komist í venjulegan blaðadálk: Ég drekk til þess að lifa og lifi til aö drekka. Mig langar til að drekka — drekka mig í rot. Ég ætla aö drekka út kaupið mitt, ef það skyldi rekka, annars bara hætti ég aö drekka, eins og skot. Haraldur var skrifstofu- og bankamaður á Sauðárkróki og Reykjavík, varð ekki gamall, látinn fyrir mörgum árum. Halldór heitir sá er þessar vísur hefur ort. Þá á ungum aldri, hvort hann vill kannast við þær nú látum við ósagt: Oft hef ég drukkiö eins og svín og í sukkið gengið, því hefur lukka lífsins mín Ijótar hrukkur fengiö. Undarleg er ævi mín, alltaf harönar glíman. Mér var boðiö brennivín, en bara í gegnum símann. J.G.J. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.