Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 7
Þá tekur hún að kalla á mig hátt og gremjulega. — Það var líkt og bræðin í roddinni vekti mig til meðvitundar um aðra staðreynd í sambandi við þessi vand- ræði mín. Þarna stóð mín eigin móðir og bókstaflega tilkynnti Þorgeirsbola, ef þetta væri nú hann, að hún Franzisca Gunnarsdóttir, svo ekkert færi á milli mála, væri alls ekki heima hjá sér. — Það brást aldrei, að mamma ávarpaði mig fullu nafni og legði sérstaka áherslu á föð- urnafnið, þegar hún reiddist mér. Gat hún ekki haldið sér saman, mann- eskjan, bara í þetta eina skipti, þegar líf mitt var kannski að veði? Nei, nei, það var af og frá. Hún stóð þarna á hlaðinu, gaspr- aði af öllum lífs- og sálarkröftum, og hafði alls enga rænu á að skynja hvar mig mætti finna, hvað þá að hún kæmi og bjargaði mér. Svo heyrði ég að hún var ekki lengur reið, hún mamma mín, heldur hrædd. Það mátti greina á raddbeitingunni. — Mér var allri lokið. Nú fyrst varð ég gagntekinn skelfingu. Hér var ekki lengur um vafamál að ræða. Teppið á snúrunni var Þorgeirs- boli. — Líf mitt var undir því komið að steinþegja. Ekki batnaði ástandið hætis hót. Mamma fór aftur inn. Og nú var ég alein- ust í veröldinni. Mamma birtist þó brátt á ný og með henni fleira heimilisfólk, þar á meðal afi. Mér létti stórlega við að sjá afa. Hann hafði sjálfur sagt mér allt um Þorgeirs- bola. Hann myndi gera sér grein fyrir nærveru þessa djöfuls í rúmteppislíki. Hann myndi þegjandi ganga í átt til mín, þannig að hann yrði á milli mín og bola. Þá gæti ég hlaupið beint í fangið á afa og trúað honum fyrir allri minni hræðilegu vanlíðan. En hvað gerði afi? Hann stóð í sömu sporunum, rétt eins og hver annar berg- þursi, og kallaði hástöfum: Litla mín, Litla mín ... Þar brást mér krosstré. Geturðu ekki að minnsta kosti þagað? — hugsaði ég i angist minni. En allt kom fyrir ekki. Þarna stóð afi minn, jafn skiln- ingslaus og hitt fólkið, og æpti á mig. — Hann Þorgeirsboli þurfti ekki frekari vitn- anna við, svo mikið var fullvíst. Áður en varði sá ég hvar einhver var sendur út að fossi. Mér var harðbannað að leggja leið mína að ánni, hvað þá að fossin- um. Það varð auðvitað til þess að ná- kvæmlega þangað laumaðist ég við hvert hentugt tækifæri. Og nú átti sem sé að senda mann út að fossi til þess að góna þar hreint um allt, þegar ég var í bráðum lífsháska rétt við tærnar á þessum dæma- lausu sauðum. — Og hann afi var nú ekki sá maður, sem ég hafði haldið hann vera. Ekkert dró af Þorgeirsbola. Hann blakti þarna á snúrunni bókstaflega seglum þöndum. Á meðan sá 4g fólk leita á öllum þeim stöðum, sem mér var harðbannað að vitja. Enginn hafði vit á að líta fram fyrir nefið á sér. Ég fylltist fyrirlitningu. Úm- frama allt langaði mig alveg sérstaklega til þess að segja afa nákvæmlega hvað mér fannst um næmi hans, svona almennt. Þegar hallaði að kvöldi, var mér farið að kólna að því marki, að Þorgeirsboli gat bara átt sig, enda hungrið farið að sverfa að, ofan á aílt annað. Eg gat ekkert staðið í þessu lengur — varð að fara heim. Þá kom annað til, og það var mjög al- varlegt vandamál. Þessu sinni gat Þor- geirsboli, mín vegna, farið hvert á land, sem vera skyldi, bitið gras eða gengið aft- ur í líki jafnvel sófapúða. Nú blöstu nefni- lega við mér blákaldar staðreyndir þessa lífs: Hvernig átti ég að gera þessu tak- markaða fólki, að afa vandlega meðtöld- um, skiljanlegt að ég hefði verið á næstu grösum allan guðslangan daginn, þagað heilli þögn og ekki látið á mér bæra? — Og nú var ég enn orðin hrædd við Þorgeirs- bola. Þá hugkvæmdist mér Jón Hrak. Maður, sem gat gengið aftur og ort kvæði, hann mátti sín allavega einhvers. — Heldurðu að þú hjálpir mér ekki heim, Jón minn? — bað ég og lagði beint i háskann. Þorgeirsboli reyndist lítils mega sín gegn Jóni Hrak, lafði þarna á snúrunni, alveg einstaklega rúmteppislegur. — Verri var heimkoman. í fyrstu voru rekin upp fagnaðaróp og Guði sé lof. Síðar fékk ég mestu úrhellisskammir. Það var þegar ég sagði frá öllu þessu með Þorgeirsbola, hugsanlegu'gildi þagn- arinnar í því sambandi, og hvar ég hafði verið allan daginn. — Meira að segja afi hagaði sér eins og vitlaus maður, fannst mér. Og honum var þetta nú samt, þegar allt kom til alls, að kenna ... Upp frá þessu hafði ég lítið álit á Þor- geirsbola en dýrkaði Jón Hrak. Hann, og hann einn, var óvættinum máttugri. Jón Hrak fylgdi mér heim, og ekkert hefti þá för mina. Með bestu samvisku raskaði ég síðan grafarró þessa vinar míns í hvert skipti, er mér rann alvarlega í skap við einhvern: — Hefndu mín, Jón minn — bað ég þá, fullviss þess að það yrði gert. Hvernig skipti mig engu máli. Ég treysti Jóni Hrak fullkomlega í þeim efnum. Aldrei skal það henda mig að skrifa við- urnefni hans með litlum staf, hvað sem nýmóðins stafsetningarreglur hafa um það að segja. Enda aldrei settar af orðsins Hstamönnum, heldur hinum, sem ekkert sjá, ekkert heyra, ekkert vita — aldrei skynja Þorgeirsbola á þvottasnúru. Franzisca Gunnarsdóttir býr í Reykjavík og vinnur viö ýmis ritstörf. Hún er sonardóttir Qunnars Gunnarssonar skálds. 1 f v ^fc^Ofc „Ég er ekki búinn að skíra þessa mynd," sagði Pétur, „þú verður að fínna á hana skáidlegt nafn." En naíngittir geta þvælst fyrir og það hefur farixt fyrir að fínna skáldlegt heiti. Myndina hefur Pétur máiað með olíulitum i pappír. Nýtt landnám hjá Pétri Behrens sem hefur fundið sér un- aðsreit í Mosfellssveit — og sýnir myndir sínar í Gallerí Borg við Austur- völl Myndir: Friðrika Geirsdóttir Pétur Behrens er þekktur hér á tvenn- um vígstöðvum: Ann- arsvegar í hesta- mennsku, hinsvegar á myndlistarsviðinu. Þessi áhugamál, svo ólík sem þau kannski eru, hafa lengi fylgt honum. Upphafið má rekja til þess er Pétur var að alast upp úti í Þýzkalandi, nánar tiltekið innanum skógana á f latlendinu í kring- um Hamborg. Hann hlaut myndlist- armenntun sína þar og fór ungur á Meisterschule fúr Grafik í Berlín. En hann komst líka í kynni við hesta og það voru hestar, sem komu honum á sporið til íslands. Hann virðist hafa unað þeim vistaskiptum allvel; að minnsta kosti hefur hann gerzt íslenzk- ur ríkisborgari og íslenzkan hans er til fyrirmyndar. Pétur hefur líka kynnst landinu eins og hestamenn kynnast því og þeir segja að það sé nú einhver munur, eða sjá það út um bílrúður á fleygiferð. Hann gerði sportið að atvinnu; vann lengi við tamningar og hefur búið bæði norðan- lands og sunnan. En það myndræna hefur fylgt honum einnig og hann hef- ur haldiö áfram að rækta þann garð, — meira að segja í vaxandi mæli. Þar hefur hann verið að nema ný lönd, en nýjasta landnám Péturs er í eiginlegri merkingu. Hann keypti sumarbústað hátt uppi í hlíðinni, sem verður ofan við Reyki í Mosfellssveit og þar hefur hann komið sér fyrir ásamt konunni sinni, sem er frá Sviss og heit- ir Marietta Maissen. Hún stundar nú nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, þar sem Pétur er kennari núna. Og seinna meir ætla þau að stækka sumarbústaðinn og koma sér upp betri vinnuaðstöðu, enda er landrýmið nóg, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS , 16. MAtó' 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.