Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 4
Að Ivffga uppá eydimörk steinsteypunnar Sá sem stendur við pylsuvagninn, þar sem Austurstræti og Pósthússtræti skerast í Reykjavík getur virt fyrir sér Hermes, þar sem hann skagar út úr stöplinum á horninu á Reykjavíkurapóteki með lúðurinn í fanginu Gunnsteinn Gíslason hefur þá sérstöðu meðal ís- lenzkra myndlistarmanna að leggja stund á múr- ristu, sérstaka tækni við gerð lágmynda, sem geta farið vel utan á bygging- um og innan dyra einnig. Hann vinnur nú að altar- istöflu í kirkjuna í Þor- lákshöfn. Eftir GUÐBRAND GÍSLASON Hér sýnir Gunnstcinn hvernig grundröllurinn er lagður að múrristu með mörgum mismunandi Ijósum og mismunandi litum múrlögum. og hallar undir flatt, guð vísindamanna og svikahrappa kominn um aldir úr eyjum Miðjarðarhafsins á þetta norðlæga sker til að gleðja augað, ef ekki til annars. Ef hærra er litið upp í risverk hússins sem hýsir m.a. herrafataverslun P. & Ó., fjöl- ritunarstofu og London, sem seldi fagur- lagaðar pípur úr eðalviði hér áður fyrr en býður nú poppkorn, má sjá tvo hnarreista sögualdarmenn finnast í fjöru, friðsam- lega, annar færandi varninginn heim með tvo þræla undir sér við skipshlið en hinn bóndi, kominn til að versla með tvo áburð- arhesta og einn til reiðar og hangir skjöld- urinn á hnakknum en þó innan seilingar. Ekki veit ég hver á heiðurinn af Hermesi en kauptíðarmyndina gerði Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Spölkorn nær höfn- inni er ys og þys Gerðar Helgadóttur í mósaík á tollhúsinu og þar með eru upp- taldar í fljótu bragði þær veggmyndir sem gleðja augað í miðborg höfuðstaðar íslend- inga. Veggmyndir má þó finna víðar í borg- inni, t.d. mosaíkverk Nínu Tryggvadóttur á Loftleiðahúsinu, Ásmundar Sveinssonar í Austurbæjar- og Laugarnesskólum, mósaík Errós hins íslenska í Iðnskólanum og verk Valtýs Péturssonar í anddyri Kennaraháskólans. Síðast en ekki síst skal nefna veggmynd Gunnsteins Gíslasonar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en hún er fyrsta verkið sem listskreytingarsjóður keypti og .unnið var fyrir ákveðna stofnun. Það eru mörg hús til á íslandi og svo margir auðir veggir sem eru auganu ekki annað en fyrirstaða, einskonar bannorð í orðaforða umhverfisins að manni finnst þessi listi óásjálega stuttur. Gunnsteinn Gislason myndhöggvari vinnur baki brotnu að því að lengja hann. Altaristafla í ÞORLÁKSHÖFN Gunnsteinn er Vestmanneyingur eins og fleira gott fólk og myndlistarfólk og Barðstrendingur i hina ættina, en nú býr hann ásamt konu sinni, Eddu Farestveit, og þremur börnum norðan Kópavogs- hryggjar, þar sem sér yfir Fossvogsdalinn og kirkjugarðinn og til sólar á kvöldin. Á morgnana þegar flestir puðast við að koma bílum sínum í gang eða hlaupa eftir al- menningsvögnum gengur hann niður tröppurnar í raðhúsinu sínu, niður í kjall- ara, þar sem altaristaflan í nýju kirkjuna í Þorlákshöfn liggur á gólfinu eins og púsla: Herra, bjarga þú mér. Söfnuðurinn í Þor- lákshöfn þar sem brimið urrar við hafnar- kjaftinn í svefni fólks og vöku hefur valið altaristöflunni að myndefni þá sögu Nýja Testamentisins sem engir skilja bókstaf- legar en sjómenn: Jesús sá sem hastað get- ur á alla vinda og vötn bjargar lífi þeirra sem ákalla hann. Að skapa þetta verk í huganum og að vinna það síðan tekur tvö ár í lífi Gunnsteins Gíslasonar, og hvert handtak við þessa mynd breytir honum á hátt sem ekki er hægt að lýsa hér og menn skilja oft ekki fyrr en síðar. Gunnsteinn kallar þetta dómsdags- vinnu. Og í hversdagslegum skilningi þess orðs eftilvill eins og í bókstaflegum er það rétt. Myndin er tuttugu fermetrar að flat- armáli og Gunnsteinn, hefðinni trúr, steypir hana í einingum sem hann rifur síðan upp lag af lagi þar til hann er kom- inn að endanlega forminu. Sjálf handa- vinnan er æði tímafrek og æði erfið. Eftir tillögugerðina býr hann til módel í réttum skala, stækkar síðan verkið í endanlega stærð, vinnur lita- og steypusýni, gerir skapalónin og mótin og kalkteikningarnar. Hver fermetri verksins liggur í allt að fimm múrlögum sem Gunnsteinn skefur upp til að ná réttu litunum. Þegar steinn- inn er búinn að taka sig, hreinsar hann upp múrinn og vaxber með bývaxi sem hann bræðir inn í hann til að verja hann. Þá loks er verkið tilbúið og ekki annað eftir en að festa það með stálfleinum í vegginn. „Stundum óska ég þess að hafa „stucca- teura“ (sérmenntaða múrara, listiðnað- armenn) eins og gömlu meistararnir höfðu * — / 'w ■ '' ' M / ! ; Þetta myndverk, byggt á múrristu, nær yfir heiian vegg í Fjölbrautaskólanum í Breiðbolti. Það er meöai þess, sem liggur eftir Gunnstein uppi síðkastið og sjálfur stendur bann framan rið myndina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.