Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 10
aða gamli Hopkins Hopkins úr elli í Glamorganshire. Hinn litli Walesbúi, sem nýlega hafði verið hafður til sýnis í London, vó 12 pund, er hann lézt.“ Hinar fyrstu eiginlegu lýs- ingar á sjúkdómnum birtust 1886 og 1904, hin fyrri eftir Hutchinson og hin síðari eftir Gilford, sem nefndi sjúkdóminn „progeria". Öllu réttara er þó að tala um Hutchinson-Gilford- sjúkdómsmyndina (syndrome). Hin eiginlega orsök sjúkdómsins er ókunn. Ef til vill er um stór- felldan litningsgalla að ræða. í því tilfelli getur það verið stökk- breyting, sem orðið hafi hjá öðru foreldranna og gengið að erfðum til barnsins. Sumt bendir nefni- lega til þess, að hár aldur for- eldranna skipti máli. Þar sem tíðni stökkbreytinga í kynfrumum eykst með aldrinum, mun hættan á fæðingu barna með litningsgalla einnig aukast, eftir því sem foreldrarnir eru eldri. SÖMU Einkenni Og Hjá Ellihrumum En að hve miklu leyti líkjast hinar sjúklegu breytingar hjá börnum með þennan sjúkdóm gangi öldrunar hjá heilbrigðu fólki? Fljótt á litið virðast lík- indin vera mikil: Hárleysi, meg- urð, hrukkur og bogið bak. En það eru nokkur einkenni, sem ekki fylgja venjulegri þróun með aldrinum: Vexti höfuðkúpu og andlitsbeina er ábótavant, og sérstaklega á það við um kjálka- beinin, en það veldu hinum dæmigerða fuglssvip, sem börn með þennan sjúkdóm hafa. Mjaðmarbein og hryggjarliðir þróast ekki eðlilega, og fingur- kögglar og viðbein rýrna. Brjóst- kassinn verður minni en eðlilegt er í hlutfalli við hinn hluta lík- amans. Það eru nokkur lífeðlis- fræðileg líkindi með öldrun og þessum sjúkdómi: Æðakölkun er mjög hraðfara hjá sjúklingun- um. Blóðtappi í hjarta er þess vegna algeng dánarorsök þess- ara sjúklinga. Æðakölkuninni fylgir einnig ellihrörnun alveg eins og hjá venjulegu gömlu fólki. En í þess- um tilvikum hefst hún þegar í bernsku eða snemma í æsku. Nýlega fundu menn enn ein lík- indi með gömlu fólki og börnum með þennan sjúkdóm: Báðir hóp- arnir höfðu aukið magn af litar- efninu lipofuksin í hjarta, lifur, nýrum og heila. Síðasta sjúkdómstilfellið, sem vitað er um, er í Suður-Afríku. Um er að ræða dreng, Francie Geringer, sem fæddist á gaml- ársdag 1972. Við fæðingu vó hann 2440 g. Það er í lægra lagi við hið venjulega, en það er eitt af einkennum þessara barna. Hann virtist annars eðlilegur, en sjúkdómurinn kom brátt í ljós og þróaðist hratt. Þegar hann var árs gamall, voru fitu- vefirnir nær horfnir. Síðan hafa einkennin verið hin venjulegu fyrir þessa sjúklinga. Hann er búinn að missa hárið, og hinn ófullkomni vöxtur kjálkabein- anna hefur sett greinilegan svip á andlitsfall og höfuðlag. Hann hætti að vaxa þriggja ára gamall. Francie Geringer hefur eðlilegar gáfur. Sjúkdómn- um fylgir ekki fávitaskapur. Hann lifir eins venjulegu lífi og tök eru á, þó að hann þreytist fyrr en önnur börn. Aldur Og Erfðir Læknar rannsaka þessi sjúk- dómstilfelli, því að þau geta ef til vill frætt okkur eitthvað um gang öldrunar. Takmark þessara rannsókna er bæði að verða slíkum sjúkl- ingum að liði í framtíðinni og að hamla gegn ellinni og milda hana hjá þeim, sem eru að öðru leyti heilbrigðir. Einn af fyrstu áföngunum á þeirri leíð var kannski uppgötvun þess, að lækningalyfið meklofenoxat dregur úr magni lipofuksins í vefjunum. En það eru ekki að- eins rannsóknir á fólki og sjúk- dómum þess, sem geta veitt okkur aukinn skilning á gangi öldrunar. Menn reyna einnig að. fræðast meira með því að rannsaka æviskeið dýra og plantna. Menn leita skýringa á því, hers vegna svo mikill munur sé á ævilengd hinna ýmsu dýra og plantna. Af hverju getur maður orðið allt að 115 ára, snjáldurmús aðeins eins árs og köngulfura 4.900 ára? Það fer aðallega eftir tveimur hlutum, hversu gamall maður verður: Erfðaeiginleikunum og umhverfinu. Vísindamenn greina auk þess á milli meðal- aldurs og hámarksaldurs. Á Norðurlöndum er meðalald- ur um 75 ár, en hámarksaldur- inn er 115 ár. Villt dýr hafa mjög lágan meðalaldur. Hjá stokkönd- inni er hann t.d. aðeins 14 mán- uðir, en af merkingum fugla vit- um við, að stokkendur geta orðið yfir 20 ára gamlar. Mismunur- inn á þessum tölum byggist á miklum dauða andarunga. Séu stokkendur látnar lifa við tryggar aðstæður, hækkar með- alaldur þeirra mjög mikið. Eftir allmörg ár fara svo ellimörkin að gera vart við sig, og endurnar nálgast hámarksaldur stokk- anda. Meirihluti andanna deyr á skömmu tímabili. Sé þetta reynt við aðrar dýrategundir, skeður hið sama, en hámarksaldurinn er mismunandi milli tegunda. Það er sem sagt erfðaþáttur, sem á hlut að máli, hvað ævi- lengd varðar. Sumar tegundir lifa skýrt af- mörkuð æviskeið. Þær verða kynþroska, æxlast og deyja. Þetta á við um margar tegundir plantna, skordýra og fiska. í sambandi við kynþroskann breytast dýrin líffræðilega, svo að þau geta ekki tekið til sín fæðu. Það á til dæmis við um dægur- flugur, sem lifa sem púpur í ósöltu vatni. Þegar þær hafa náð vissri stærð, breytast þær í full- orðin skordýr, verpa og deyja. Flugur Sem Lifa Fáa Daga Hin fullorðna dægurfluga lifir aðeins í nokkra daga, hún hefur engan munn og engin meltingar- færi. Hversu gömul dægurflugan getur orðið, fer eftir því, hve lengi hún var að ná þeirri stærð, sem hún þurfti að hafa við um- breytinguna. Það fer aftur eftir fæðumagni og hitastigi vatnsins í uppvextinum. Öllu lífsskeiði dægurflugunnar er stjórnað með erfðum gegnum vaka og hvata. Hjá mörgum öðrum tegundum er erfitt að sjá, hvaða eiginleikar ákvarði ævilengdina. En það virðist vera samhengi milli ævilengdar, líkamsþunga, þyngdar heila og hraða efna- skipta. Stór dýr lifa yfirleitt lengri ævi og hafa hærri há- marksaldur en lítil dýr, og dýr með stóra heila geta orðið eldri en dýr með litla heila. Dýr með hæg efnaskipti lifa yfirleitt lengur en dýr með hröð efnaskipti. Stórt spendýr mun því oftar geta orðið eldra en lít- ið, en skriðdýr getur orðið eldra en spendýr sömu stærðar, því að efnaskipti skriðdýrsins eru hæg- ari. -svá— þýddi Hámarksaldur: Gestafluga 17 dagar Snjáldurmús lár Hæna 14 ár Tígrisdýr 22 ár Ljón 24 ár Hundur 27 ár Gullfiskur 28 ár Köttur 36 ár Selur 43 ár Björn 47 ár Humar 50 ár Górilla ~ 52 ár Sæskjaldbaka 58 ár Hrafn 69 ár Fíll 70 ár Maður 115 ár Landskjaldbaka 152 ár Köngulfura 4900 ár Álfheiöur Bjarnadóttir Sumir dagar Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Sumir dagar eru nær óþolandi. Sumir dagar eru eins og skapaðir til að gefast upp á. Suma daga er maður endalaust að: Klæða — hugga sneypa — snýta þvo — mata banna — leyfa hlaupa — gá að horfa á og leika við yngstu stjórnendur heimilisins. Suma daga strýkur kettlingskjáninn út um garðshliðið og við förum í villtan eltingaleik um nærliggjand götur. Suma daga er ég kalla á yndið mitt inn að borða strunsar hún eftir gagnstéttinni og hverfur sæl í ímynduðum feluleik bak við húshorn. Ég set andlítið í dimmar fellingar — lyfti henni upp með þreyttum handleggjum. Þá strjúka litlir lófar kinnar og enni. Má út dimmu hrukkurnar. Mjóróma spyr hún. Amma ertu reið? Þá gefst ég endanlega upp slétti úr andlitinu og allt verður harla gott. Höfundur er húsmóðir ( Reykja- vik. Anna María Þórisdóttir Þetta syfjaða kvöldhorn Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 24. mars 1983. í Háskólabíói hlýddum við prúðbúin á Alexander Oliver syngja serenöður Brittens við Ijóð Blakes, Keats, Tennysons ... En síðasta orðið átti ventlalaust náttúruhorn að tjaldabaki. Dumbir tónar þess færðu mér aftur kyrra sumarkvöldið, þegar við keyrðum út í sveit í drossíu símstjórans og á vegi okkar varð kúasmali í mórauðri peysu, syngjandi í lyngbrekku fyrir rólyndar kýr, roðagyllt haf í baksýn og framundan bláir þúfnaskuggar á heiði. Þetta syfjaða kvöldhorn að tjaldabaki gaf mér aftur þessa gömlu mynd. Höfundur er húsmóðir I Breiðholti og hefur oft skrifaö I Lesbók. VISUR Jón Gunnar Jónsson tók saman Eftirfarandi vísa er eftir hinn kunna aldamótamann Þingey- inga og eitt helsta skáld þeirra, Indriða Þórkelsson á Fjalli: Allir hafa einhvern brest, öllu fylgir galli. Öllum getur yfirsést, einnig þeim á Fjalli. Við höfum að undanförnu verið að rifja upp vísur hlustenda frá fyrstu ár- um Ríkisútvarpsins, sem þeir sendu að- alstjörnum þess á þeirri tíð. Hér bæt- ast nokkrar við: Á vorri grundu guma og sprund gleður tal úr útvarpssal. Hýrgar lund og styttir stund stofuhjal í bæ og dal. Til Þorsteins Ö. Stephensen — Vor- vísur 1939. Góð er lund og göfug sál glaður í hópi vina, flytur létt og lipurt mál laus við tilgerðina. Væri ég átján ára nú með æskufegurð bjarta, kveikti enginn utan þú eld í mínu hjarta. Út er kulnuð andans glóð, þótt eitthvað segja vildi, enda líka fimmtugt fljóð fallin úr heimsins gildi. Um Helga Hjörvar: Besta hrós og hylli vann Hjörvar drósa og sveina. Allir kjósa að heyra hann hugsun Ijósa greina. Hér er hringhend braghenda um Jón Eyþórsson: Feiknalaginn fróðleik Jón í fólkið treður, um þjóðarhagi, vísur, veður, veginn, daginn, allt sem skeður. Á hvítasunnu 1943 þakkaði Bragi í Hoftúnum Pétri Péturssyni fyrir liðinn vetur með þessum stökum: Þegar hamast hörð og grá hríð um dimman vetur, hressir margra hjörtu þá að heyra til þín, Pétur. Vel þú greinir flestu frá, fæstir lesa betur. Virðum jafnt sem vífum hjá vinsæll ertu, Pétur. Næturdimman dettur á, dofnar sálartetur. Læt ég falla Ijóðaskrá. Leiði þig gæfan, Pétur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.