Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 14
Citroen-bragginn var fundinn upp i steinöld. Það var að sjilfsögðu maðurinn, sem fann upp bjólið, sem lét það verða sitt fyrsta verk eftir þi merku uppgötvun að smíða sér Citr- oen-bragga úr steini. Ekki voru tök í því að bafa bann bolan að innan. Flintstone átti einn svona. Snemma á járnöld urðu þau merku tímamót, að jirn var í fyrsta sinn notað í Citroen-bragga. Maðurinn sem fann upp fykilinn og útfærði þá uppgötvun íjím, sá að bann bafði allt sem til þurfti og árangurinn varð glæsilegur. í ítölsku endur- reisninni varð Citroen-bragginn ótrúlega fágaður, sérstaklega eftir að Leonardo da Vinci endurhann- aði bann úr gób- elíni. Miðaldamenn böfðu síðar eig- iii hugmyndir um það, bvern- ig Citroen- braggi ætti að líta út og ekk- ert efni var nærtækara en trjágreinar. Hjólin höfðu þami kost að geta snúist. Napoleon lét sérbanna Citroön- bragga fyrir berförina til Rússlands; þetta var þá mesti glæsi- vagn sinnar tíðar með skreytingum í empire-stíl, Neyzluþjóðfélagið hefur sína eigin hugmynd um það, hvernig Citroen- braggi eigi að vera og líta út: Að sjálfsögðu opnast bann eins og dós og er fleygt eftir notkun. iVcY-V- • • • A\ tfyne'Cyoýfr w 7/ Bragginn varð til í alvöru 1935. Citroen-forstjórinn, sem þá var, Boulanger, sendi aðalteiknaranum svofelld boð: „Teiknaðu handa mér bíl, sem ber tvo menn og 50 kg af kartöflum með 60 km hraða og eyðir ekki meiru en 3 lítrum á bundraðið. í stuttu máli: Sæti á bjólum með regnhlíf yfir.“ Citroen-hragginn eins og hann lít- ur út á tölvuöld, tölvulaus að sjálfsögðu og æði frumslædur, þótt sitt hvað hafi bætzt við frá 1935. Hann hefur verið notaður mikið í löndum Afríku og í eyðimerkur- ferðum hefur hann þótt standa sig næst sjálfu skipi eyðimerkurinnar, úlfaldanum. Citroén- bragginn Citroén-bragginn, sem svo er nefndur, er fimmtugur um þessar mundir. Raunar heitir hann Citroén 2cv, sem merkir tvö hestöfl. En ekki er það nú svo slæmt, aft bragginn sé afteins tveggja hestafla, heldur mun hér átt við eitthvað sem nefnist skattahestöfl í Frakklandi. Óhætt er að segja, að bragginn hafi alla tíð verið umdeildur. Til eru þeir, sem elska hann umfram aðra bíla, og þeir, sem snobba niður á við, hafa fundið í honum ákjósanlegt farar- tæki, svona yndislega fátæklegt. Hann hefur lengi verið bíll unga fólksins í Frakklandi og skip eyðimerkurinnar í Afríkulöndum. í aug- um meirihlutans, sem kaupir sér venjulega bíla, sem allir eru nú orðnir svo að segja eins, er Citroén-bragginn sjálf táknmynd ljótleik- ans. Fimmtugur að aldri hefur hann þróazt aðeins og er engan veginn eins frumstæður og framan af. En hann hefur alltaf sinn eigin persónuleika. Vélin er tveggja strokka, sem liggja láréttir, og samkvæmt venjulegum út- reikningi afkastar vélin 29 hestöflum. Há- markshraðinn er 115 km á klst og eyðslan er 5—7 lítrar á hundraðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.