Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 12
mátt þola og stappa í hana stálinu á kvöldin þegar Kittý og Myles og yngstu börnin þeirra sátu frammi í eldhúsi og horfðu á sjónvarp. í tíu ár hafði móðir hans látið sem hún sæi Myles ekki, allt frá þeim degi er. hann hirti peningana úr búðarborðinu til að veðja á Léttfeta í Phoenix Park. Og enda þótt vel færi á með þeim Myles var Frans fullljóst að sá dagur myndi draga á eftir sér langan slóða. Það varð ægilegt rifrildi í eldhúsinu, Kittý öskraði á Myles og Myles reyndi að ljúga sig út úr klípunni og Frans reyndi að róa þau bæði og sagði að gamla konan myndi fá hjartaáfall. Henni var illa við allt rask og þess vegna bjó Frans hana undir það sem var í vændum með því að lesa Nýja testamentið fyrir hana allt árið áður en lagt skyldi af stað til Landsins helga. Hann talaði við hana um Betle- hem og Nazaret og kraftaverkið með brauðið og fiskana og öll hin kraftaverkin. Hún kinkaði ævinlega kolli, en það hvarflaði oft að honum að hún héldi að hann væri aðeins að spjalla vítt og breitt um sögurnar í Biblíunni. Þegar hann var drengur hlustaði hann sjálfur á þess konar spjall, fullur hrifningar og óttablandinnar lotn- ingar, og sá fyrir sér gönguna á vatninu og freistingarn- ar í eyðimörkinni. Hann sá fyrir sér krossinn borinn upp á Hauskúpustað, steininum velt frá grafarmunnan- um og upprisuna frá dauðum á þriðja degi. Honum fannst það ótrúlegt að hann ætti nú sjálfur eftir að ganga um þessa staði og hann óskaði þess að móðir hans væri yngri og gæti samglaðst honum þegar hún fengi póstkortin sem hann myndi senda henni á hverj- um degi. Gn augu hennar virtust alltaf segja að þetta yrðu mistök, að hann myndi aðeins gera sig sekan um hlægilega sýndarmennsku með því að fara til Landsins helga. „Ég er búinn að skipuleggja alla ferðina," skrif- aði bróðir hans frá San Fransisco. „Við missum ekki af neinu." Þetta var í fyrsta skipti sem Frans ferðaðist í flugvél. Hann flaug með Air Lingus frá Dublin til London og tók þar flugvél frá E1 A1 til Tel Aviv. Hann var tauga- óstyrkur og þreyttist fljótt. Honum fannst hann alltaf vera að borða og hann kunni illa við sig innan um allt þetta fólk sem hann þekkti ekki. „Þér fáið þar besta hunang sem þér hafið bragðað á ævi yðar,“ sagði ís- raelskur kaupsýslumaður sem sat við hliðina á honum. „Og fíkjur frá Galíleu. Þér verði að smakka á fikjunum frá Galíleu." Þér verðið líka, lét kaupsýslumaðurinn móðan mása, að kynnast Jerúsalem að nóttu til og í dögun. Hann hvatti Frans til að koma á staði sem hann hafði aldrei heyrt minnst á, Yad Va-Shem, og skoða dýrgripi Sáttmálaarkarinnar. Hann hvatti hann til að heiðra minningu píslarvottanna i Massada og læra nokkur orð í hebresku í virðingarskyni. Hann sagði honum frá verslun þar sem hann gæti keypt minjagripi og varaði hann við arabískum sölumönnum. „Jæja kallinn, hvað segirðu þá?“ sagði faðir Páll á flugvellinum í Tel Aviv, en þangað hafði hann flogið frá San Fransisco daginn áður. Hann var búinn að fá sér eitt eða tvö glös og stakk upp á því að þeir fengju sér annað þegar þeir komu á Plaza-hótelið í Jerúsalem. Klukkan var hálf tíu að kvöldi. „Bara smá nátthúfu," lagði faðir Páll að honum „og svo beint i bólið, Frans." Þeir sátu í risastórri setustofu hótelsins með lágum kringlóttum borðum og nútímalegum hægindastólum sem voru í lögun eins og kubbar. Faðir Páll sagði að þetta væri barinn. Þeir höfðu sagt það sem segja þurfti í bilnum frá Tel Aviv til Jerúsalem. Faðir Páll spurði um móður þeirra, Kittý og Myles. Hann spurði um hitt fólkið í bænum, Mahon gamla kanúka og Malone undirforingja. Hann rakti hversu stórkostlega allt hafði gengið hjá þeim Föður Steigmuller: ofan á allt annað hafði drengja- heimilið skilað af sér tveimur úrvals fótboltamönnum. „Við byrjum klukkan hálf níu í fyrramálið," sagði hann. „Ég verð kominn til morgunverðar klukkan átta.“ Frans fór í háttinn og faðir Páll pantaði annan viský með ís. Honum til sárra vonbrigða var ekkert írskt viský til i hótelinu svo að hann varð að láta sér Haig nægja. Hann gaf sig á tal við bandarisk hjón og tók af þeim loforð um að fara ekki framhjá Tipperary-sýslu ef þau ættu einhvern tíma eftir að koma til írlands. Klukkan ellefu sagði barþjónninn að spurt væri eftir honum í móttökunni og þegar faðir Páll gaf sig þar fram voru honum afhent skilaboð í umslagi. Stúlkan sagði á bágborinni ensku að þetta væri símskeyti, en hristi svo höfuðið og sagði að það væri telex. Hann opnaði umslagið og las að frú Daly væri dáin. - O- Frans sofnaði samstundis og dreymdi að hann væri orðinn drengur á ný, úti að fiska með vini sem hann vissi ekki hver var. Faðir Páll pantaði viský og ís símleiðis upp á herbergi til sín. Áður en hann drakk það fór hann úr jakkanum, kraup á kné við rúm sitt og bað fyrir sál móður sinnar. Þegar hann hafði lokið bæninni tók hann að ganga hægum skrefum fram og aftur um herbergið og dreypti um leið öðru hvoru á viskýinu. Hann bræddi málið með sér og gerði að lokum upp hug sinn. Þeir fengu eggjahræru sem leit út eins og gulur ís í morgunverð og appelsinusafa sem bragðaðist frábær- lega. Frans spurði hvort það væri hægt að fá steikt flesk, en faðir Páll sagði að það væri almennt ekki á boðstólum í ísrael. „Svafstu vel?“ spurði faðir Páll. „Fékkstu nokkuð þotuveikina?“ „Þotuveikina?" „Það er slappleiki sem kemur stundum eftir langar flugferðir. Menn eru stundum eftir sig í marga daga.“ „Nei, ég svaf ágætlega, Páll.“ „Gott hjá þér.“ Þeim dvaldist við morgunverðarborðið. Faðir Páll bætti svolitlu við frásagnir sínar af því sem hafði gerst i sókninni hans síðastliöið ár, einkum af fótboltamönn- unum tveimur frá drengjaheimilinu. Frans lýsti því hve matseldinni í matsölu frú Shea færi aftur, að því er Kristsmunkarnir þrír fullyrtu. „Ég er búinn að útvega okkur bíl,“ sagði faðir Páll, og tuttugu mínútum síðar gengu þeir út í sólbjarta Jerúsalemborg. Bíllinn, sem þeir höfðu tekið á leigu, nam staðar á leiðinni til gömlu borgarmúranna. Faðir Páll bað hann um að stoppa í útskoti og þeir stigu út og sáu yfir víðan dal með húsum og olífutrjám á stangli. Vegur hlykkjað- ist í fjarska upp eftir hlíðinni fyrir handan. „Olífufjall- ið,“ sagði faðir Páll „og þetta er vegurinn til Jeríkó." Hann benti með enn meiri nákvæmni. „Sérðu þessi átta stóru olífutré sem standa saman í þyrpingu? Rétt fyrir utan veginn, þar sem kirkjan er?“ Frans hélt hann gerði það, en var ekki viss. Það var svo mikið af olífutrjám og fleiri kirkja en ein. Hann horfði á fingur bróður síns og leit í sömu stefnu og hann visaði. „Getsemane-garðurinn," sagði faðir Páll. Frans sagði ekki neitt. Hann hafði ekki augun af kirkjunni langt í fjarska þar sem olífuviðarlundurinn stóð. Breiðar flesjur villiblóma uxu í hlíðum dalsins, appelsínugular og bláar litaskellur á beru og hrjóstrugu landi. Tvær arabakonur ráku á undan sér geitur. „Gætum við komið nær?“ spurði hann og bróðir hans sagði að það myndu þeir svo sannarlega gera. Þeir sneru aftur til bílsins og faðir Páll sagði honum að aka með þá að Stefánshliðinu. Ferðamenn klyfjaðir myndavélum tróðust eftir Via Dolorosa. Berfætt börn, dökk á hörund, sniktu ölmusu. Götusalar otuðu varningi sínum að vegfarendum, bað- mullarflíkum, gripum úr málmi, minjagripum og helg- um hlutum. „Burt með ykkur,“ sagði faðir Páll og hló vingjarnlega til að sýnast ekki fruntalegur. Frans lang- aði til að standa kyrr og sjá fyrir sér krossburðinn með lokuðum augum. Én einstakir atburðir Píslargöngunn- “'pl'r'' '1?' itj ■/ *■ i 1i'rr tílft'i rl'n * i •sJjSi’i ar, sem hann þekkti frá því hann fyrst mundi eftir, voru óraunverulegir. Það var sama hvað hann reyndi, honum var ógerlegt að ímynda sér för Krists, og hin fábrotna kirkja hans sjálfs virtist nær kjarna málsins en þessi hávaðasama gata sem honum var ýtt eftir. „Fjandinn hafi það, auðvitað er hún ekta,“ glumdi hvell bandarísk rödd reiðilega og reifst við aðra skrækari sem fullyrti að brögð væru í tafli. Raddirnar deildu um trjábút sem lá snyrtilega í litlu glæru plastboxi og átti að vera sýnishorn af krossinum sem eitt sinn var borinn eftir þessari götu. Þeir komu í Kirkju hinnar helgu grafar og Krossnegl- ingarkapelluna, þar sem þeir báðust fyrir. Þeir gengu í gegnum Kapellu engilsins að gröf Krists. Enginn sagði orð í litla marmaraklefanum, en þegar þeir gengu út úr kirkjunni heyrði Frans lágróma mann með gleraugu segja að það væri ólíklegt að lík hefði verið grafið innan borgarmúranna. Þeir gengu til tjarnar Hiskía og út úr gömlu borginni um Jaffa-hliðið, þar sem bíllinn beið þeirra. „Viltu eitthvað í gogginn?" spurði faðir Páll og þó að Frans segðist ekki vera svangur sneru þeir aftur til hótelsins. „Frestið útförinni til mánudags." Þannig hljóðaði skeytið sem faðir Páll hafði sent. Snemma á sunnu- dagsmorgun var flug og það kæmi nógu tímanlega fyrir vélina frá London til Dublin síðar um daginn. Ef heppn- in væri með yrði kvöldlestin ófarin, annars myndu þeir verða sér úti um bíl. í dag var þriðjudagur. Það voru því fjórir og hálfur dagur til stefnu. „Jarðarför ellefu mánudagsmorgun," staðfesti skeytið sem beið hans í móttökunni. „Er þetta ekki frábært?" sagði hann við sjálfan sig og kuðlaði skeytinu saman. „Eigum við að fá okkur einn lítinn?" spurði hann á stóra svæðinu sem var barinn. „Eða öllu heldur einn stóran." Hann hló. Hann var í besta skapi þrátt fyrir dauðsfallið. Hann veifaði barþjóninum, vaggaði höfðinu og brosti glaðlega. Andlit hans hafði tekið lit í morgunsólinni; á nefi hans og enni voru svitadropar. „Betlehem núna seinni- partinn," tilkynnti hann. „Nema þotuveikin .. ?“ „Ég er ekki með þotuveiki." I Fæðingarbúðinni keypti Frans lítinn járndisk með fiskmynd handa móður sinni. Hann nam staðar stutta stund á blettinum þar sem jatan hafði staðið í Fæð- ingarkirkjunni og átti erfitt með að trúa. Umhverfi nútímans þvældist ekki síður fyrir hugarflugi hans hér en á Via Dolorosa, framandlegt skraut hinnar grísku rétttrúnaðarkirkju, útlendingslegir prestarnir, hinn austræni ilmur. Gull, reykelsi og myrra, kom sífellt upp í huga hans, því að einhvern veginn fannst honum sem þessi kirkja tilheyrði fremur konungunum en Jósef, Maríu og barni þeirra. Á eftir héldu þeir aftur til Jerú- salem og komu að Legstað Meyjarinnar og í Getsem- ane-garðinn. „Hann getur hafa verið hvar sem er,“ heyrði hann gleraugnaprýdda efahyggjumanninn með lágu röddina segja í Getsemanegarðinum. „Þetta eru allt tómar getgátur." — O- Það var liðið á daginn þegar faðir Páll hvíldi sig, fór úr jakkanum og hallaði sér út af. Hann svaf frá hálf sex til korter yfir sjö og vaknaði endurnærður. Hann tók símtólið, bað um viský og ís og þegar það var komið afklæddist hann og fór í bað, þar sem hann lét líða úr sér með glasið á lítilli syllu í flísalögðum veggnum. Það væri nógur timi til að sjá Nasaret og Galíleu. Honum var einkum umhugað að bróðir hans kæmi til Galíleu, af því það var eitthvað sérstakt við Galíleu og fallegt þar. Nasaret var að hans áliti ekki mjög merkilegur staður, en samt væri synd að fara ekki þar um. Á strönd Galíleuvatns hugðist hann skýra bróður sínum frá and- láti móður þeirra. „Þetta hefur verið stórkostlegur dagur," skrifaði Frans á póstkort með loftmynd af Jerúsalem. „Kirkja hinnar helgu grafar, þar sem Frelsarinn okkar er graf- inn og Getsemane og Betlehem. Páll er mjög vel upp- lagður." Hann ritaði á kortið heimilisfang móður sinnar og skrifaði síðan á fleiri kort, til Kittýar og Myles og Kristsmunkanna þriggja hjá frú Shea og Mahons kan- úka. Hann færði þakkir fyrir að fá að vera í Jerúsalem. Hann las Markúsarguðspjallið og dálítið í Matthe- usarguðspjalli. Hann baðst fyrir með talnabandinu. „Eigum við að prufa vínið?" sagði faðir Páll við kvöld- verðarborðið, ekki það að hann væri mikið fyrir léttvín, en þjónn hafði birst með mikinn vínlista og afhent honum. „Nei, nei,“ andæfði Frans, en faðir Páll var strax tekinn að renna augunum yfir listann. „Eigið þið vín héðan?" spurði hann þjóninn. „Eitt- hvað gott rauðvín?" Þjónninn kinkaði kolli og gekk burt hröðum skrefum. Frans vonaði að hann yrði ekki drukkinn af því að drekka rauðvín ofan í viskýið sem hann drakk á barnum á undan matnum. Hann var ekki mjög vanur viskýi og treindi sér einn sjúss á meðan bróðir hans skolaði niður þremur. „Það voru einhverjir náungar á barnum," sagði faðir Páll, „sem voru alveg í skýjunum yfir rauðvíninu héð- an.“ Vín minnti Frans á heilaga kvöldmáltíð, en hann lét þess ógetið. Hann sagði að súpan væri frábær, og hann beindi athygli bróður síns að þeim sið hótelsins að senda um hótelþjón með bjöllu og stöng með lítilli töflu sem nöfn manna voru skrifuð á með krít. „Þetta er gert til að kalla menn upp,“ skýrði faðir Páll fyrir honum. „Ætli það sé ekki ólikt huggulegra en vera að öskra upp einhver nöfn.“ Hann brosti á sinn eðlilega hátt, orðinn voteygur af áfenginu sem hann var búinn að láta í sig. Hánn var tekinn að finna til óþæginda: hann hugsaði sífellt um móður þeirra þar sem hún lá á börunum, hvað hún myndi segja ef hún vissi hvað hann hefði gert, skammirnar sem hann fengi hjá henni fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.