Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 7
William James, prófessor rið Harrard-háskólann í Banda- ríkjunum, rar órenju fjölhæfur íistamaður, lagði m.a. grundröll að nútíma sálarfræði. Hann fékkst einnig rið silarrannsóknir. Frumkröðlar silarrannsókna i íslandi litu mjög upp til þessa manns. Nokkrar greinar eftir hann birtust i Skírni, tímariti Bókmenntafélagsins rétt eftir alda- mót Breski milfræðingurinn F.H. Mjers, höfundur bókar þeirr- ar er rarð kreikjan að silarrannsóknum í íslandi. Einai H. Kvaran, rithötundui. (anómía). Hefðbundin viðmið og hegðunarreglur misstu gildi sitt, en nýtt verðmætamat, lífsviðhorf og boðkerfi (normsýstem) fjölþættara þjóðfélags hafði ekki enn mótast. Þetta hafði áhrif á „einstaklinginn". Fyrri lífs- viðhorf og viðmið misstu gildi sitt til skilgreiningar á einstaklingnum sem félagsveru, uppruna hans, tilgangi og takmarki. Hér átti dultrúarhreyfingin sínu hlutverki að gegna, enda hafði hún sínar forsendur í einstaklingn- um og „mikilvægi persónuleikans". í framhaldi af þessu hlutverki varð hún einnig þáttur í mótun hins nýja þjóðfélags, að svo miklu leyti sem félagsform hennar og þeir umgengnishættir, sem þróuðust innan hennar, samtvinnuðust hinni fjölbreyttu félagsgerð (plúral- isma), sem þá var í deiglunni. Áður hefur verið nefnt, að innan hreyfingarinnar þróaðist ákveðið umburðarlyndi í garð annarra skoð- ana, að því leyti að það var viðurkennt, að einstakling- urinn væri „leitandi" og að samgangur var á milli félag- anna. Þetta viðhorf féll betur að forsendum fjölþættrar samfélagsgerðar en t.d. þau viðhorf, sem einkenna sér- trúarflokka. Innan þeirra þróast allt annað viðhorf til félagslegs taumhalds og mikilvægis einstaklingsins sem leitanda. Sértrúarflokkar byggjast á því, að s'annleikur- inn sé fundinn, og eiga sér forsendur í allt öðru frelsun- arhugtaki en því, sem þróaðist innan dultrúarhreyf- ingarinnar. NÝJAR STÉTTIR — NÝJAR STÆRÐIR En úr þessu „siðrofi” reis sjálfstætt íslenskt ríki 1918, sem var að berjast við að koma undir sig fótunum, og hinar nýju stéttir voru að sjálfsögðu þær stoðir, sem byggt var á. Sjálfstæðið fól í sér, að Reykjavík varð miðstöð þjóðlífsins, og dultrúarhreyfingin gegndi því tvíþætta hlutverki að efla samstöðu og samkennd inn á við og skilgreina stöðu samfélagsins út á við. Áður hefur verið bent á, að Guðspekifélagið og Frí- múrarareglan eru alþjóðafélög, og þátttaka í þeim hafði í för með sér, að frammámenn íslensks þjóðfélags voru komnir í samband við stéttarbræður sína í fjölmörgum löndum hins menntaða heims. Ekki er ólíklegt, að þessi tengsl hafi komið íslensku „bræðrunum" að notum í alþjóðaviðskiptum. Hér að framan var einnig minnst á „sjálfstæðisbaráttu" íslendinga innan þessara félaga, baráttu sem lauk með því, að sérstök íslandsdeild hinn- ar alþjóðlegu guðspekihreyfingar var stofnuð 1920, og árið áður varð Frímúrarareglan á Islandi sjálfstæð ein- ing, óháð dönsku stórstúkunni. Meðal spíritista má einnig sjá ákveðna viðleitni til þess að skilgreina sér- stöðu gagnvart Danmörku, og létu þeir ekkert tækifæri ónotað til þess að taka fram, að fyrirmyndir sínar hefðu þeir frá Englandi. í þessu sambandi er athyglisvert, hve margir íslenskir verslunarfulltrúar og ræðismenn ann- arra ríkja voru starfandi í félögunum. Hugmyndafræði dulspekinnar felst i því „að styðja sameiginlega viðleitni félaga til andlegs þroska og tím- anlegrar velgengni", og þessar nýju stefnur vildu efla anda kærleika og bræðralags meðal félagsmanna. Ætla má, að í þessu andrúmslofti hafi þátttaka í félögunum stuðlað að því, að menn reyndu að kynnast sjónarmið- um og viðhorfum hvers annars. Einnig má ætla, að hún hafi aukið vilja þeirra til að leita sátta og málamiðlun- ar, er „félagsbróðir" átti í hlut. Leynd Frímúrararegl- unnar og háleit markmið Guðspekifélagsins hafa án efa skapað jákvætt umhverfi að þessu leyti og þannig eflt samstöðu og samkennd inn á við. Þessi samstaða var á þjóðríkisgrundvelli (national brotherhood), en um leið var hún einnig skilgreind í víðara samhengi. Þessir menn voru hluti af bræðralagi allra manna og ísland viðurkennt meðal ríkja heims (universal brotherhood). Nýalisminn, sem kallaður hefur verið íslensk heim- speki, sameinar þessi tvö ólíku viðhorf, hlutverk íslend- inga og íslenskrar menningar í alheiminum. Pétur Pétursson kennir trúarlltstélagsfræði viö guðfræöideild há- skólans I Lundi I Svlþjóð. Greinin er hluti úr ritgerð hans .Trúar- legar hreyfingar ( Reykjavik", sem birtist i Sögu 1984. 1. Brynleifur Tobíasson, Hver er maöurirm? Islendingaævir I. Rvlk 1944. bls. 16. 2. Agúst H. Bjarnason, Drauma-Jói. Sannar sagnir al Jóhannesi Jóns- syni Irá Arseli, Rvlk 1915. 3. Pál Sárlén, William James och parapsykologin. I William James dá och nu, útg. O. Pettersson og H. Akerberg, Lundi 1980. bls. 182. 4. F.W.H. Myers. Human Personality and ils Survival of Bodily Death I, bls, 16. W. James viröist hala halt svipaða tilgátu um samband hins ytirmannlega (higher spiritual agencies) og dulvitundarinnar (subcons- ciousness). Það kemur Iram I bók hans Varieties ol Religious Expe- rience. A Study in Human Nature, Longman's, London og II. stöðum 1904. bls. 242. 5. F.W.H. Myers op. cit., bls. 70 og áfram. 6. Ibid.. bls. 219. 7. Pál Sárlén op. cit., bls. 157. 8. Ibid., bls. 170. 9. Sjá ritdóm um bók Einars H. Kvarans I Sklrni 1920, bls. 53—58; einnig ettirmála við bók Hermanns Jónassonar, Drauma. Rvlk 1912, bls. 169. 10. Pétur Pétursson, Spiritism och mystik, bls. 5 og álram. 11. Frækorn 1.2. 1906; Fjallkonan 19.1. 1906; Nýtt kirkjublaó 1906. 6, 20. mars. 12. Fjölda tilvitnana mætti telja hér fram úr ritum splritista. Hér verður látið nægja að benda á ritgerð Einars H. Kvarans, sem tekin var upp I bókina Eitt veit ég. bls. 151 og áfram. 13. Siguröur Nordal, Forspjall. i Þjóösagnabókinni, flýnisbók Islenskra pjóósagnasatna II. Almenna bókatélagið, Rvlk 1972, bls. xvii. 14. i þessu sambandi má benda á tvær ritgerðir, sem Ijalla um hugmyndir um annað III I þjóðsögunum: Jakob Jónsson, Annað llf I Islenskri þjóðtrú. í Morgni XIII 1932. Jónas Jónasson, Údauðleiki og annaö IIII þjóðtrú islendinga að fornu og nýju. I Sklrni LXXXIX 1915. 15. Sjá ritdóm eftir Einar H. Kvaran I Sklrni LXXXII 1908, bls. 89; Stefán Einarsson, History ot lcelandic Prose Writers. bls. 92. 16. Hermann Jónasson. Draumar, Isafoldarprentsmiðja. Rvlk 1912 og Dulrúnir, Rvlk 1914. 17. Sjá aftanmálsgreln 4. 18. Sjá nánar um þetta I Pétur Pétursson. Spiritualism och mystik, bls. 5-10. 19. Colin Campell, The Cult, the Cultic Milieu and Secularization. I A Sociological Yearbook ol Religion in Britain V 1972. bls. .119 og átram. 20. G.K. Nelson, Spiritualism and Society. Schocken Books, New York 1969, bls. 143 og áfram. 21. Morgunn VIII 1927. bls. 239—40. INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON GEISLAR Brjósthol / myrkum kærleiksklefa kvalið hjarta grætur; í angist slær og efa endalausar nætur því guð er þó að gefa geislabaugsins rætur. Lögmálslausn Þó felldi hverja fjöður fuglinn ei hneig; í höndum himnaföður hærra upp steig. Og lögmál þyngdar lýtur Ijósum á fold; þar birtan uppleið brýtur blómum í mold. Það líf sem lífskennd missti, lifnar á ný; það kennir til í Kristi, Kristur í því. Himnafesting Geislabaugur guðs er ógnarþungur; dýrlingshöfuð djúpar bera sprungur stjörnuljósa stungur. Ingimar Erlendur Sigurðsson er skáld I Reykjavik. KRISTÍN BJARNADÓTTIR Meinið að sigra það er bara að geta elskað því engum er fært að sigra annan en sig meinið er að þurfa á öðrum að halda til að njóta sigursins Saman ég veit að augnablikin mín og þín eru óendanleg svo langt sem þau ná saman Kristln Bjarnadóttir er leikkona og skáld I Reykjavlk. I j LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. MAi 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.