Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 9
García Lorca djúpt og hann reisti á henni harmleik sinn „Bodas de Sangre", sem frumsýndur var i Madrid í marsmánuði 1933. Þessi saga, sem varð skáldinu yrkisefni, verður i meðförum Saura og dansarans Antonios Gades túlkun ljóðrænu og skáld- skapar í dansi. Látbragð og dansspor koma i stað skáldlegra ljóðlínanna og dansinn einn, óstuddur leiktjöldum eða landslagi, er látinn túlka sólskinið, skjannahvít hús- in og tilfinningahita Andalúsíu. Þetta er stórkostleg kvikmynd, frjálsleg túlkun á frægu verki Lorca og ný tilraun til að dýpka skilning á því fólki sem suður þar býr, umhverfi þess og uppruna. „Los Zancos" (1984) er verk sem endur- speglar þroska leikstjórans, fulltiða manns, sem gerir sér grein fyrir því, sér til angurs, að hann á erfitt með að skilja og eiga samskipti við unga fólkið. „Los Zanc- os“ segir frá manni á miðjum aldri, sem gert hefur misheppnaða tilraun til sjálfs- morðs en kynnist nokkru síðar ungri og lífsglaðri stúlku, sem er bæði falleg og óspör á að láta í ljósi tilfinningar sínar og knýr hann til þess að horfast á ný í augu við eigið líf. Auðvitað er borin von að sam- búð þeirra blessist, en einna áhugaverðast við myndina er aðdáun söguhetjunnar á unga fólkinu, sem honum finnst hreykja sér á stultum og hafa af þeim sjónarhóli allt annað viðhorf til lífsins. Saura vill með mynd þessari koma því til skila að hverful umskipti í lífi fulltíða manns, sem langar að taka þátt í æskuglaðri útsýn yfir lífið, eru margræð og fánýt. Saura lýsir hér sem oftar sjálfum sér, af næmleik og natni, í vel gerðri mynd. „Carmen" (1982) er sú mynd Saura þessi síðustu ár sem vinsælust hefur orðið, eink- um utan Spánar, stórkostleg hylling til dansins og tónlistarinnar. Saura gengur út frá hugmynd, sem Merimée og Bizet höfðu áður unnið úr, sögunni um tókbaksverk- smiðjustúlkuna Carmen, ástríðufulla, hverflynda konu, sígauna, sem hegðar sér í samræmi við eðlislægar tilfinningr sínar. Þetta er saga um ást og afbrýðisemi, sem túlkuð er í stórkostlegum dansi, er kannski verður best lýst með orðum Carmenar þar sem hún segir við elskhuga sinn: „Þú hefur aldrei dansað af ást.“ Carmen er heillandi söng- og dansmynd og nægir þar að nefna atriðið sem kennt er við tóbaksverksmiðjustúlkuna, einvígi Don Josés og eiginmanns Carmenar, hinnar hægu hringferðar myndavélarinnar um sviðið með augað á fótaburði dansaranna — áður en að steðjar lokaharmleikurinn, óhjákvæmilegur þar sem Saura á í hlut. Eftir þetta verk þurfa spænskir söng- og dansmyndahöfundar ekki að leita annað um fyrirmyndir eða innblástur. Á Spáni er ærið efni, bæði ljóðrænt og gætt leikræn- um tilþrifum, er nota má í kvikmyndir af þessu tagi. Myndin um Carmen er tví- mælalaust einhver hin fallegasta sem komið hefur úr fullkomnunarsmiðju Saura og hefur að verðleikum lyft honum á stall sem hinum fremsta í flokki spænskra kvikmyndagerðarmanna. - O - Skrá yfir myndir úr smiðju Carlosar Saura: 1958 Cuenca 1959 Los Golfos (Pörupiltar) 1963 Llanto por un bandido (Erfiljóð um stiga- mann) 1965 La Caza (Veiðiferöin) 1967 Peppermint frappé (Myntulíkjör á muld- um ís) 1968 Stress es tres, tres 1969 La Madriguera (Fylgsnið) 1970 El Jardín de las Delicias (Sœlureitur) 1972 Ana y los Lobos (Anna og úlfarnir) 1973 La Prima Angélica (Angelica frsnka) 1975 Cría Cuervos (Hart er brafns brjóstið) 1976 Elisa, vida mía (Elísa, ástin mín) 1978 Los Ojos Vendados (Með bundið fyrír augun) 1979 Mamá cumple cien anos (Mamma verður bundrað ára) 1980 Deprisa, deprisa (Fijótt, fljótt) 1981 Bodas de Sangre (Blóðbrullaup) Dulce Horas (Sælustundir) 1982 Antonieta 1983 Carmen 1984 Los Zancos (Þeir sem ganga á stultum) Sjónvarpið hefur sýnt: Peppermint frappé La Prima Angélica Elisa, vida mfa Regnboginn hefur sýnt: Deprisa, deprisa Crfa cuervos Börn meo ellihrömun Börn með ellihrörnunarsjúkdóm eiga ævi skamma. Sjúkdómur- inn er meðfæddur og ólæknandi. Þau deyja úr elli um 15 ára að aldri, en líkjast þá skopmynd af tíræðu gamlmenni. Fæðingin var snögg eins og hnífsstunga. Bernsk- an var á braut á auga- bragði. Æskan var sem elding. Karlmennskan draumur, þroskinn goðsögn, ellin óhjá- kvæmilegur, skyndilegur veru- leiki og dauðinn skjót vissa. Þetta er tilvitnun úr bók am- eríska rithöfundarins Ray Brad- burys, „Frost og funi“. Höfund- urinn ímyndar sér reikistjörnu, þar sem gangur lífsins er mörg- um sinnum hraðari en á jörðu. Vesalings geimfararnir, sem hafa strandað á plánetunni, verða þess áskynja, að þeir hafa lent 1 veröld, þar sem öll ævi þeirra frá fæðingu til dauða líði aðeins á átta dögum. Þegar mað- ur er búinn að hafa gaman af þessari hugmynd dálítinn tíma og hefur dáðst að ímyndunarafli Bradburys, fer maður að spyrja sjálfan sig ýmissa spurninga. Okkur finnst hrynjandi lífs okkar ósköp eðlileg og teljum víst, að öðrum lifandi verum finnist hið sama, hvað þær snertir. Okkur virðist 70—80 ára ævi langur tími, en 8 dagar alltof stuttur. En hvernig skynjar gestaflugan átta daga, þegar há- marksaldur hennar er 17 dagar? Af hverju er svona mikill munur á því, hve lengi hin ýmsu dýr og plöntur lifa? En til eru foreldrar hér á jörð, sem gætu litið á hugmyndir Bradburys með óhugnanlegu raunsæi. Það eru foreldrar barna, sem haldin eru hinum mjög svo sjaldgæfa sjúkdómi „progeria". Orðið má þýða sem „ótímabær elli“, en hér er um ellihrörnun að ræða langt fyrir aldur fram. Sjúkdómurinn er meðfæddur og ólæknandi. KÖLKUN Á 4. aldursári Börn með þennan sjúkdóm virðast eðlileg við fæðingu, en þegar í frumbernsku kemur sjúkdómurinn í ljós. Börnin hætta að vaxa á fjórða ári. Fitu- vefir undir húðinni hverfa, og börnin fara að missa hárið. Æðakölkun gerir vart við sig og ellihrumleiki. í stuttu máli virð- ist svo sem um mjög hraðfara elli sé að ræða. Börnin deyja úr elli um 15 ára gömul, og þá eru þau eins og skopmyndir af tí- ræðum gamalmennum. Alls er vitað um 60 tilfelli þessa sjúkdóms eða þar um bil, því að hugsanlegt er, að sumar lýsingar eigi við börn, sem fæðst hafi með skaddaðan heiladingul. Fyrst er sjúkdómsins getið ár- ið 1754 í klausu i ensku blaði, St. James Gazette: „19. marz 1754 andaðist hinn 17 ára og 2 mán- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. MAl 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.