Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 8
Carlos Saura í vinnustofu sinni
Skelfing leiðast
mér annars þessar
kvikmyndir
Um spænska kvikmyndaleikstjórann
Carlos Saura
Eftir AITOR YRAOLA
Meöan Franco var við völd skildu menn
oft myndir Saura pólitískum skilningi og
víst var þaö á þeim tíma nær óhjákvæmi-
legt fyrir listamenn að skírskota á einn
eða annan hátt til þess þrúgandi and-
rúmslofts er þeir lifðu og hrærðust í. En
Saura lætur sér ekki nægja að gagnrýna
stjórnvöld í verkum sínum, heldur beinir
hann spjótum sínum að spilltu og ógnvekj-
andi samfélagi, að einstaklingum og stofn-
unum innan þess er að gera mönnum lífið
óbærilegt, að uppeldi við valdboð, trúarlífi
við sjálfspíslir, ófullnægjandi ástarsam-
böndum, sjúklegri ásókn í veraldleg gæði,
að mannlegum samskiptum þar sem annar
aðilinn sætir kúgun af hálfu hins, í stuttu
máli sagt, að vanmætti og vonleysi á öllum
sviðum.
Sægur verðlauna, sem Saura hefur fallið
í skaut, staðfestir að hann á skilinn þann
sess sem hann hefur hlotið í spænskri
kvikmyndagerðarlist. Hvorki skiptir hann
þó höfuðmáli framinn erlendis né verð-
launin heldur hitt að hann lítur á kvik-
myndagerð sem tjáningarmáta en ekki
starf eða lífsmáta. Saura gerir kvikmyndir
vegna þess að hann hefur eitthvað að segja
og vegna þess að þær eru sá miðill sem
hann kýs að nota til þess að tjá það sem
honum liggur á hjarta, bæði sem manni og
listamanni.
SÍÐUSTU VERK SAURA
„Mamá cumple cien anos“ (1979) setur
fram hugmyndir sem áður höfðu komið
fram í öðru verki Saura, „Ana y los lobos",
Móðurmyndin í „Marná" er ímynd móður
sem veit allt og fyrirgefur, sem vegur allt
og metur á mælikvarða efnalegra gæða og
lætur sig allt skipta þar sem hún liggur
farlama á sjúkrabeði og kveður upp dóma
sína um allt og alla. Þetta er ein fallegasta
mynd Saura í seinni tíð en hefur ekki hlot-
ið hylli áhorfenda og ekki orðið honum til
fjár svo hætt er við að hann eigi erfiðara
með það á næstunni að láta eftir sér þá
íhugun á veröld vorra daga sem hann hef-
ur ástundað í kvikmyndum sinum. Þetta
verk er hið síðasta í röð leikja hans með
tákn og lykilhlutverk, sem svo mjög hafa
sett svip sinn á kvikmyndir hans.
„Deprisa, deprisa" (1980) — „La loca
carrera de E1 Mini“ — er sorgleg saga, sem
Hárflókinn er gisinn nokkuð og maðurinn
hærugrár, stendur á fimmtugu, nærsýnn,
1,70 á hæð, hefur hornspangagleraugun í
keðju, menntamaður og framkvæmda-
maður í senn, jafnan með tösku úttroðna
Atriði úr kvikmyndinni Carmen eftir Saura
af ótal skriffærum, rissblokkum og snæld-
um, sem hann skilur ekki við sig, vill hafa
við höndina þegar hann vinnur við mynda-
töku.
Saura er viðmótsljúfur, síbrosandi, jafn-
vel þótt eitthvað gangi úrskeiðis við
kvikmyndatökuna, alltaf rólegur, kurteis
við allt samstarfsfólk sitt, missir aldrei
stjórn á skapi sínu, heilsar öllum með
handabandi á vinnustað og þegar eitthvað
ber útaf er hann vanur að segja: „Ég skil
þetta ekki, ég bara botna ekkert í þessu."
Þrennt er það sem einkum einkennir Carl-
os Saura við kvikmyndatöku: hve gaman
hann hefur af því sem er óvænt, óundirbú-
ið, fullkomnunarárátta hans og ánægjan
af starfinu. Hann gengur ákaflega upp í
starfi sínu, svo mjög að hann á til að gant-
ast með það og segja: „Mikið skelfing leið-
ast mér annars þessar kvikmyndir, þetta
er ekki starf fyrir heilvita menn.“
Á tökustað ríkir andrúmsloft hörku-
vinnu og vinnugleði í jafnvægri blöndu og
spaugsyrðin ganga á víxl. Saura viður-
kennir að það sem heilli hann mest við
kvikmyndirnar séu leikararnir og á ferli
sínum hefur hann þráfaldlega valið sömu
leikarana til starfa í hverri myndinni eftir
aðra. Hann er líka smámunasamur varð-
andi klæðaburð, hárgreiðslu og útlit og af-
stöðu hluta og segir hreinskilnislega: „Mér
þykir gaman að gera eins tæknilega vand-
aðar, slípaðar myndir og mér er unnt. Ég
vil að myndirnar mínar séu eins nálægt
því að vera fullkomnar og framast er
hægt.“
Þótt heita megi að vinnan eigi hug
Saura á hann sér tvö veruleg áhugamál
utan hennar, ljósmyndun og tónlist. Tón-
listarsmekkur hans spannar vítt svið, eins
og myndir hans staðfesta, allt frá nýjustu
diskólögunum til flamenco — að ógleymdri
sígildri tónlist. Stundum endurtekur hann
sama tónlistarstefið eða fær til sama
söngvarann í fleiri myndum, eins og t.d.
var um „Recordar" með Imperio Argentina
í „Ducles Horas“, sem áður hafði heyrst í
„É1 Jardín de las Delicias" og einnig í „La
Prima Angélica" og „Cría cuervos".
Saura viðurkennir að hann hafi ekki
mikinn áhuga á kvikmyndum og segir: „Ég
sé fáar kvikmyndir. Þegar ég fer í kvik-
myndahús verð ég fljótt leiður. Fimm mín-
útum eftir að ég er sestur sé ég fyrir
hvernig allt muni fara í myndinni og missi
áhugann." Sé litið yfir viðtöl, sem birst
hafa síðustu árin, sést að Saura minnist
sárasjaldan á aðra leikstjóra eða aðrar
myndir en sínar eigin. Þó er vitað að hann
kann vel að meta Luis Bunuel, einkum þó
myndir hans „El“ og „Tierra sin pan“, svo
og leikstjórana Bergman og Resnais og
leikarann J.L. Vásquez, sem hann hefur
mikið dálæti á og hefur kallað besta leik-
ara á Spáni (þegar Charles Chaplin sá
Vásquez leika í myndinni „Peppermint
frappé", varð hann einnig mjög hrifinn af
leik hans og sendi honum heillaóska-
skeyti).
Meginstefin í Kvikmynd-
UM SAURA: ÍHYGLI OG GAGN-
RÝNI Á BORGARASTÉTTINA
Oftast fjalla kvikmyndir Saura um
borgarastéttina, einkum um borgarastétt-
ina á Spáni, og mjög oft um kynslóðina
sem fæddist rétt eftir borgarastríðið —
menn á fimmtugsaldri — sem Saura teflir
fram til þess að sýna fram á hvernig mót-
sagnir þær sem borgarastéttin hefur sjálf
skapað tortima að lokum bæði einstakling-
um og hópum innan hennar.
Segja má að fjögur meginstef setji jafn-
an svip sinn á verk Saura: innilokun, aft-
urhvarf í tíma, kynlíf og dauðinn. Sögu-
hetjur hans birtast okkur lokaðar inni ein-
hvers staðar og komast ekki burtu, á af-
girtu svæði („La Caza“), í afmörkuðu borg-
arhverfi („Deprisa, deprisa"), í eigin far-
lama líkama („El Jardín de las Delicias").
í „fangelsi" þessu er fullt af hlutum eða
fólki, sem minna á það sem liðið er og
þessi fortíð birtist okkur í svipmyndum í
nútíð kvikmyndarinnar, sem varpa ljósi á
fyrra líf söguhetjanna. Það eru áhrif þessa
afturhvarfs í tíma, upprifjananna (flash-
backs), sem skipta sköpum fyrir gang
myndarinnar, hvernig allt fer. í myndinni
„La Prima Angélica" (1973) beitir Saura
því stilbragði að láta leikarann J. López
Vásquez, fullorðinn mann, koma fram í
hlutverki lítils drengs til þess að sýna að
allt sé óbreytt frá því 40 árum áður og enn
sé komið fram við fullorðið fólk eins og
börn.
Kynlif birtist í myndum Saura sem þrá-
byggja er leiðir til togstreitu og ofbeldis,
kynlíf borgarastéttarinnar er eyðileggj-
andi afl, sem aldrei virðist geta orðið ann-
að né meira en líkamlegt samband, aldrei
geta haslað sér völl á sviði tilfinninganna.
(Öfgafyllstu dæmin um þetta eru læknir-
inn í „Peppermint frappé" og eiginmaður-
inn í myndinni „Elisa, vida mía“ (1977).)
Dauðinn er óhjákvæmilegur endir í
myndum Saura. „Ég drep þau ekki,“ segir
hann sér til réttlætingar, „þau deyja
(sjálf).“ Hvort um er að ræða raunveru-
legan dauða eða siðferðilegan dauða skipt-
ir ekki máli. Saman ljá þessir þættir
kvikmyndum Saura sérstæðan og fastmót-
aðan svip, bera ótvírætt mark hans.
vann til fyrstu verðlauna í Berlín, saga um
líf ungra bankaræningja. Saura hverfur
þarna aftur til efnis, sem hann fjallaði um
í fyrstu mynd sinni, „Los Golfos" (1959).
Aðalsöguhetjan, el Mini, kallaður það
vegna þess hvað lágur vexti hann er, gerði
síðar alvöru úr því að ræna bankaútibú
eitt í Madrid, þannig að þessi saga um
ástir og ofbeldi í stórborginni reyndist svo
raunsönn að endalyktirnar urðu fangels-
isvist höfuðpaurs ungbófaflokksins í
myndinni. Þetta fékk mjög á Saura, sem
orðið var hlýtt til leikarans og hafði m.a.
verið viðstaddur brúðkaup hans.
„Bodas de Sangre" (1981) er byggð á
raunverulegum atburðum sem áttu sér
stað í þorpi einu í Granada um mitt ár
1928. Stúlka ein fer frá unnusta sínum
skömmu fyrir ráðgert brúðkaup þeirra og
flýr á brott með frænda sínum á hestbaki.
Á flóttanum ræður ókunnur maður piltin-
um bana. Frétt þessi snerti Federico