Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 6
Spíritisminn á Islandi Síðari hluti Hugmyndafræði borgara- og millistéttar Eftir dr. PÉTUR PÉTURSSON að sem einkenndi þróun spíritismans á öðrum áratug þess- arar aldar var, að hann var ekki lengur einkaeign fámenns, innvígðs hóps, svo sem yfirleitt er, þegar um æðri þekkingu dulræns eðlis (esóterísk) er að ræða, sem þróast í skjóli leyndar. Leiðtogar íslenskra spíritista vildu gera spírit- ismann að almenningseign, eins og best sést á prédikun- arstarfi Haralds Níelssonar og markmiðum SRFÍ. Ann- ars staðar á Norðurlöndum var spíritisminn áfram eins konar menningarkimi (súbkúltúr), framandi almenn- ingsálitinu, án opinberrar viðurkenningar og með nán- ast alla fjölmiðla á móti sér. Á öðrum áratug aldarinnar urðu spíritismi og ýmiss konar dultrúarhugmyndir snar þáttur í „borgaralegri hugmyndafræði" Reykvíkinga. Það var „fínt“ að vera í Sálarrannsóknafélaginu og Guðspekifélaginu. Þessi þróun hefur í sér fólgna vissa mótsögn, hvað varðar hugmyndir af þessu tagi, eins og kemur fram í orðum Einars, er hann á stofnfundinum talar um „opnar dyr að auðsæjum leyndardómi". Félagsleg forsenda þessarar hugmyndafræði er ein- staklingshyggjan, sem birtist skýrast í áherslunni á „sönnunargildi" reynslu einstaklingsins, mikilvægi persónuleikans og sambands hans við hinn æðri veru- leika. Einstaklingurinn varð miðpunktur tilverunnar, það var hans að þroskast, leita að sannleikanum og finna hann.18 Sálarrannsóknafélagið leit á sig fyrst og fremst sem upplýsinga- og leiðbeiningastofnun, en ekki sem trúfélag, og er það almennt viðhorf í hinum ýmsu samtökum og félögum, sem starfa í tengslum við dul- trúar- eða dulspekihreyfingar yfirleitt.19 Sálarrannsóknafélagið var í raun og veru fyrst og fremst spíritistafélag, en hin vísindalega nafngift og fræðilegt yfirbragð hélt aftur af því sem trúboðsfélagi. Erlendis hafa spíritistafélög meira eða minna fengið á sig trúarlegan blæ. Þar höfðu miðlarnir völdin og boð- skapurinn að handan varð „heilagur sannleikur" frá upphafi til enda.20 En miðlarnir sjálfir höfðu lítið að segja um málefni SRFf, og reynt var að hafa ætíð fleiri en einn háskólamenntaðan mann í stjórninni til þess að tryggj a, að hið vísindalega viðhorf kæmi fram í starf- semi félagsins. Þetta varð trygging fyrir því, að starf- semin bryti ekki í bága við „borgaralegt velsæmi", þ.e.a.s. boðskapnum að handan væri tekið með vissri gagnrýni og „almennri skynsemi". Boðskapurinn að handan varð Einari og öðrum spiritistum „mikilvæg- asta málið í heimi" og opinberun um hinstu rök mann- lífsins og tilverunnar; en samt varð að gæta varúðar. Einar tekur oft fram í Morgni, að það sé ... ástœöa til að brýna þaðfyrir mönnunum aðfara aldrei eftir neinum ráðleggingum, sem þeir telja komnar úr öðrum heimi, nema þœr samrýmist fyUi- lega skynsemi þeirra og samvisku ... Vér verðum ávaUt að hafa það hugfast, að vér berum sjálfir ábyrgð á gjörðum vorum og megum ekki varpa þeirri ábyrgð á neinn annan, hvort sem hann er þessa heims eða annars.21 En hvar bar að setja mörkin? Hvaða anda átti að taka trúanlega og hverja ekki? Hvað var ósvikinn boð- skapur, og hvað var vitleysa eða á einn eða annan hátt komið frá miðlinum sjálfum? Það er einmitt í þessu atriði, sem hið mikla leiðtogahlutverk manna eins og Einars og Haralds kemur fram; þeir lögu línurnar að þessu leyti. Oft er talað um mikil áhrif þessara manna á trúarskoðanir og lífsviðhorf fólksins í landinu almennt, en ekki er síður athyglisvert, hvílíkt áhrifavald þeir höfðu yfir spíritistum sjálfum. Þeim var annt um „álitið á spíritismanum út á við“, enda var það forsenda fyrir framgangi spíritismans sem fjöldahreyfingar, og allt of miklir árekstrar við grundvallarstofnanir samfélagsins, svo sem heilbrigðiskerfið (læknavísindin), lög og rétt og kirkjuna, gátu þvingað spíritismann til að lifa því neð- anjarðarlífi, sem hann varð að sætta sig við annars staðar á Norðurlöndum. Innan félagsins og hreyfingar- innar í heild voru þeir til, sem áttu erfitt með að sætta sig við þær hömlur, sem rannsóknarhyggjan og „borg- aralegt velsæmi" setti þeim, en ekki bar á þessum rödd- um opinberlega, á meðan Haralds og Einars naut við, og sú stefna, sem þeir mörkuðu var ríkjandi í félaginu löngu eftir að þeir féllu frá. Þó ber að hafa í huga, að SRFÍ var ekki hið sama og spíritistahreyfingin, þó fé- lagið gegndi lykilhlutverki fyrir hreyfinguna sem slíka allt frá því það var stofnað. Bæði í Reykjavík og úti um allt land voru starfandi óformlegir hópar fólks, sem lengur eða skemur kom saman á miðilsfundum, og oft- ast virðist einhver úr þessum hópum hafa verið félagi í SRFÍ eða á annan hátt kunnugur því og stefnu þess. Á þessari starfsemi bar félagið ekki ábyrgð nema þá óbeint. MILLIBILSÁSTAND í ÍS- LENSKU ÞJÓÐFÉLAGI Eins og bent var á í fyrsta hluta þessarar ritgerðar, varð til stétt innlendra kaupmanna og stóratvinnurek- enda á fyrsta áratug þessarar aldar. Utanríkisviðskipti og samband við útlönd var þó enn að miklu leyti um Kaupmannahöfn, en þetta breyttist í fyrri heimsstyrj- öldinni, sérstaklega í kjölfar þess, að Islendingar tóku þessa málaflokka i auknum mæli í sínar hendur og stofnuðu til sjálfstæðra verslunarsambanda við önnur ríki, einkum Bretland og Bandaríki Norður-Ameríku. Þessi þróun á efnahags- og stjórnmálasviði, samfara vaxandi þéttbýlismyndun, hafði í för með sér gjörbylt- ingu á íslensku samfélagi. Aldagamlar undirstöður og forsendur bændaþjóðfélagsins brustu, en Reykjavik varð miðstöð hins nýja þjóðfélags. Þessar grundvall- arbreytingar birtust ekki síst í hinni „andlegu yfirbygg- ingu“, þ.e.a.s. trúarlífi þjóðarinnar. Sá þáttur, sem hér er til umræðu, dultrúarhreyfingin, er eitt skýrasta dæmið um þessa byltingu í andlegu lífi þjóðarinnar. í þessu ljósi verður að skoða hugmyndafræðilegan grund- völl nýju stéttanna í Reykjavík og hlutverk dultrúar- hreyfingarinnar. Stjórnmálaþróun áranna, sem hér um ræðir, sýnir það best, hversu hugmyndafræðilegur grundvöllur þess- ara stétta var óljós. Sem stjórnmálaafl gátu þær ekki skapað sér eigin ímynd í krafti sameiginlegra hags- muna eða skipað sér í einn stjórnmálaflokk. Að þessu leyti er annar áratugur aldarinnar eins konar millibils- ástand í íslenskri stjórnmálasögu, ástand sem einkenn- ir í raun fyrstu þrjá áratugina meira eða minna. Sú tilgáta skal sett fram hér, að á þessu tímabili hafi dultrúarhreyfingin gegnt ákveðnu hugmyndafræðilegu hlutverki fyrir borgara- og millistéttina. Það millibilsástand, sem einkennir þessar stéttir sér- staklega, er, að þær voru þessi ár að brjóta af sér gamlar viðjar og um leið að skapa sér tilverurétt og forsendur í íslensku samfélagi. Sá vísir, sem til var að þessum stéttum á 19. öld, var algerlega háður dönskum hagsmunum og menningu yfirleitt. Hin nýja stétt var hinsvegar orðin sér þess meðvituð í upphafi aldarinnar, að hún átti sérstakra íslenskra hagsmuna að gæta, þótt hún væri enn of háð Danmörku til þess að geta sagt skilið við það gamla að fullu og öllu. Það hefði þess vegna verið andstætt hagsmunum hennar að sameinast um beinskeytta þjóðernispólitík, en hitt, að taka upp óþjóðlega íhaldsstefnu, hefði hins vegar gert henni óvært í landinu, þegar þjóðernisvakning var í hámarki. Dulspekin gat hér orðið sameiningargrundvöllur, þar eð hún var „ópólitísk" í þessu samhengi. Borgarastéttin hafði heldur ekki efni á því að ganga í bandalag gegn alþýðunni og egna gegn sér harðsnúna verkalýðshreyf- ingu, enda var dulspekin ekki pólitísk í því samhengi heldur, og nokkrir áhrifamenn í samtökum verkalýðs og sósíalista löðuðust að dultrúarhreyfingunni. En þetta „millibilsástand" einkenndi ekki bara stjórnmálalífið. Fyrstu tvo áratugi aldarinnar ein- kenndist íslenskt borgarasamfélag að mörgu leyti af því, sem í félagsfræðinni hefur verið kallað „siðrof" Ljósmynd a/ útfrymi hj£ Einer Nielsen. Próf. Haraldur Níelsson heldur um vinstri hönd miðiísins. (Gaman væri að f£ að vita hver er þriðji maðurinn á myndinni. E.Lr. getur einhver upplýst um það.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.