Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Qupperneq 11
ið sjáumst,“ sagði faðir Páll og hallaði sér út um lestar-
gluggann, „við sjáumst í Jerúsalem, Frans.“
„Ef Guð lofar, Páll.“ í sama mund tók lestin til Dublin að
síga af stað, bróðir hans veifaði honum úr glugganum og
hann veifaði á móti; hann lét lítið yfir sér þar sem hann stóð
á brautarpallinum. Allir sögðu að Frans hefði ekki síð-
ur getað orðið prestur og varð þá hugsað til íhygli hans
og hljóðlátrar framkomu sem bar með sér andblæ
klaustursins. En Frans lét sér nægja að annast rekstur-
inn á járnvöruverslun Dalys sem móðir hans hafði rekið
á meðan kraftar leyfðu. „Eigum við að skella okkur til
Landsins helga á næsta ári?“ spurði faðir Páll hann í
þessari sumarheimsókn. „Eigum við ekki að fara sam-
an, Frans?" Hann lét viðbárur Frans sem vind um eyru
þjóta, allt tal hans um að ekki væri hægt að fara frá
íbúðinni og móður þeirra sem myndi verða ringluð ef
Frans væri að heiman. Það hvein í föður Páli þegar
hann minnti á að Kittý systir þeirra yrði þó alltaf á
staðnum, hún sem hélt heimili fyrir Frans og móður
þeirra, börn sín og eiginmanninn Myles sem ætti vænt-
anlega að vera treystandi fyrir búðinni í tvær vikur.
Frans var búinn að óska þess að komast til Landsins
helga í þrjátíu ár, allt frá því hann var sjö ára gamall.
Hann hafði sparað saman fé og ekki hreyft við eyri af
því; hann færi ekki með það með sér, eins og faðir Páll
margtók fram við hann að þessu sinni.
Frans horfði á eftir lestinni þar til hún var komin úr
sjónmáli og hugsaði til bróður síns. Á ný brosti við
honum í gegnum sígarettureykinn ásjóna prestsins með
rauðar kinnar; sver líkaminn var tilkomumikill í bún-
ingi stéttar hans, þröngur kragi hertur að holdugum
hálsi, svartir skórnir gljáfægðir af nákvæmri snyrti-
mennsku. Á bökum stórra, sterklegra handa hans mátti
sjá freknur, grásprengt hárið var mikið og fagurliðað.
Eftir einn og hálfan klukkutíma yrði lestin komin til
Dublin og þar myndi hann taka leigubíl. Síðan myndi
hann eyða kvöldinu á Gresham-hóteli, trúlega í félags-
skap annars prests, fá sér eitt eða tvö glös og kannski
taka einn slag í bridds eftir kvöldmatinn. Þannig hafði
Saga eftir
WILLIAM TREVOR
JÓN VIÐAR JÓNSSON
þýddi
bróðir hans alltaf verið: óþvingaður og elskulegur, ör-
látur á alla hluti, síbrosandi og skapgóður. Þess vegna
lenti hann i Ameríku þar sem honum gekk allt í haginn.
Hann og faðir Steigmuller ætluðu sér að reisa kirkju
fyrir 1980 og í þeim tilgangi að fjármagna bygginguna
fór faðir Páll með efnafólk frá San Fransisco í hópferð-
ir til Rómar og Flórens, til Chartres og Sevilla og
Landsins helga. Hann var góður fjáraflamaður, ekki
aðeins fyrir kirkjuna, heldur einnig drengjaheimilið
sem hann var forseti fyrir, og Sjúkrahús lausn-
ara vors og Elliheimili Maríu meyjar í vestanverðri
borginni. En í hverjum júlímánuði flaug hann heim til
írlands, til bæjarins í Tipperary-sýslu þar sem móðir
hans, bróðir og systir bjuggu enn. Hann bjó þá á hæð-
inni fyrir ofan búðina sem hann hefði getað erft sjálfur
þegar faðir hans dó en sem hann afsalaði sér til að geta
rækt trúarlega köllun sina. Nú var frú Daly orðin átt-
ræð. Hún sat þögul á bak við búðarborðið, í horninu hjá
hænsnavírnetinu, einungis klædd í svört föt. Á kvöldin
sat hún hjá Frans í dagstofunni með blúnduglugga-
tjöldunum, á meðan aðrir í fjölskyldunni voru í eldhús-
inu. Það var einkum hennar vegna sem faðir Páll kom á
hverju sumri; honum fannst það skylda sín.
Á göngu sinni frá brautarstöðinni til bæjarins fann
Frans að hann saknaði bróður síns. Faðir Páll var fjórt-
án árum eldri en hann og þegar Frans var drengur gekk
hann honum oft í föður stað, en faðir þeirra dó þegar
Frans var fimm ára. Hann öfundaði bróður sinn af
styrkleik hans og visku; dáði hann eins og hetju, sá í
honum ímynd allrar velgengni. Síðar á ævinni varð
hann ekki síður ímynd örlætisins; fyrir tíu árum fór
hann með móður þeirra til Rómar og Kittý og mann
hennar tveimur árum síðar; hann greiddi kostnaðinn af
ferð Ednu systur þeirra til Kanada; hann hjálpaði
tveimur frændum þeirra að koma undir sig fótunum í
Ameríku. 1 barnæsku var Frans ekki hraustlegur og
freknóttur í framan eins og bróðir hans og eftir að þeir
komust á miðjan aldur var hann ekki heldur rjóður
yfirlitum, gildvaxinn og hress í bragði eins og faðir Páll.
Frans var grannholda, með fölleitt andlit og rauðbirkið
hár sem var tekið að þynnast. Honum var stundum
þungt fyrir brjósti og þá snörlaði í honum þegar hann
dró andann. I járnvörubúðinni gekk hann í brúnum
slopp úr baðmull.
„Sælir, herra Daly,“ sagði kona nokkur við hann á
aðalstræti bæjarins. „Faðir Páll er farinn, er það ekki?“
„Jú, hann er farinn aftur."
„Ég skal biðja fyrir ferð hans,“ sagði konan og Frans
þakkaði henni fyrir.
Ár leið. í San Fransisco var lokið við eina álmu
drengjaheimilisins í viðbót og enn einum áfanga náð í
söfnun fjár til kirkjunnar sem Faðir Páll og Faðir
Steigmuller ætluðu að reisa fyrir 1980. í bænum í Tipp-
erary-sýslu var skírt og jarðað og fermt. Loughlin
gamli, bóndi frá Bansha, andaðist í veitingabúð Flynns
þar sem hann var að halda upp á sölu kvigu sem hann
hafði fengið gott verð fyrir. Clancy, sem stóð við búð-
arborðið í vefnaðarvöruverslun Dorans, kvæntist Maur-
een Talbot; fjölskyldan neyddi Johneen Lynch til að
giftast Seamusi í hamborgarasjoppunni. Sagt var að
hestur þarna í nágrenninu, úr hesthúsunum við þjóð-
veginn til Limerick, myndi komast í landskeppni veð-
reiðahesta í Fairyhouse, en það reyndist ekki vera satt.
Öll kvöld ársins sat Frans hjá móður sinni á bak við
blúndugluggatjöldin í dagstofunni fyrir ofan búðina.
Alla rúmhelga daga sat hún í horninu hjá hænsnavír-
netinu og horfði á hann telja fram skrúfur og lykkjur og
gefa viðskiptavinum ráð. Stöku sinnum fór hann á
laugardagskvöldum í heimsókn til Kristsmunkanna
þriggja sem leigðu hjá Frú Shea og þegar heim kom
lýsti hann því fyrir móður sinni hvernig Kristsmunkar
og nunnur væru að glata öllum ítökum og hversu erfitt
Agnes, gamla eldabuskan hjá Frú Shea, ætti orðið með
að elda sökum sjóndepru. Móðir hans kinkaði kolli og
sagði vart nokkurn tíma orð. Þegar hann sagði brand-
ara — það sem Hogan ungi sagði þegar hann fann nagla
í egginu sínu eða þegar Agnes hellti myntusósu í fulla
mjólkurkönnu — hló hún ekki og leit undrandi á hann
þegar hann hló sjálfur. En Grady læknir sagði að það
væri best að porra hana upp.
Allt þetta ár talaði Frans við hana um væntanlega
ferð sína til Landsins helga og reyndi að koma henni í
skilning um að næsta vor yrði hann frá húsinu og
búðinni í hálfan mánuð. Hann hafði áður farið burt dag
og dag, en það var þegar móðir hans var yngri. Hann
heimsótti alltaf frænku sem hann átti í í Tralee, en
frænkan var dáin fyrir þremur árum og síðan hafði
hann ekki farið úr bænum.
Það hafði ætíð verið náið samband milli Frans og
móður hans. Tvær dætur hennar dóu í vöggu áður en
Frans fæddist og henni fannst það oft vera sérstök náð
að hann skyldi fá að lifa. Hann hafði alltaf verið auga-
steinninn hennar, það barna hennar sem hún treysti
síst til að standa á eigin fótum. Það var alveg eftir Páli
að fara að rjúka til San Fransisco í stað þess að vera um
kyrrt í Tipperary-sýslu. Það var alveg eftir Kittý að
giftast ónytjungi. „Engin stúlka í bænum myndi líta við
honum,“ sagði hún við dóttur sína þegar það stóð til, en
Kittý lét engan bilbug á sér finna og nú sat hún uppi
með Myles sem aldrei gerði handtak utan hvað hann
þvoði glugga annars fólks fyrir smávægilega þóknun og
veðjaði á hesta. Það var búðin og heimilishaldið fyrir
Frans og móður þeirra sem hélt Kittý og börnum henn-
ar á floti, en þrjú þeirra voru þegar farin úr bænum,
sem þau hefðu örugglega ekki gert ef þau hefðu átt
almennilegan föður, að því er frú Daly taldi víst. Frú
Daly leiddi oft hugann að því hvað myndi hafa orðið úr
börnunum tveimur sem dóu og ímyndaði sér að þau
hefðu orðið eins og Frans sem hún hafði aldrei haft
nokkrar minnstu áhyggjur af. Það var gjörsamlega
óhugsandi að manni fyndist hann fullmikill á lofti eins
og Páll gat stundum verið þegar hann eyddi á báða bóga
og lét sem mest yfir Ameríku. Hann var ekki kjáni eins
og Kittý eða syndugur eins og Edna sem engin leið var
að fyrirgefa, jafnvel þótt hún hefði borið beinin í Tor-
onto.
Frans skildi tilfinningar móður sinnar í garð fjöl-
skyldunnar. Lífið hafði verið henni erfitt, hún missti
manninn snemma og reyndi að gera það sem hún gat
fyrir alla. Hann gerði það sem í hans valdi stóð til að
bæta henni upp raunirnar og vonbrigðin sem hún hafði
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 25. MAl 1985 11