Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 13
að segja Frans ekki sannleikann. Það var einungis af mannúð og skyldurækni sem hann heimsótti hana á hverju ári, maður átti nú bara þessa einu móður. En honum hafði aldrei þótt vænt um hana. Að loknum kvöldverði fékk Frans sér göngu. Hann sá unga hermenn á strætunum, þeir voru með byssur sem litu út eins og leikfangabyssur, en hann vissi að þær voru það ekki. f gluggum verslananna voru sjónvarps- tæki til sölu, föt og húsgögn, alveg eins og annars stað- ar. Hann sá kvikmyndaauglýsingu með mynd af tveim- ur allsnöktum konum sem engdust sundur og saman, slíkir hlutir voru óþekkt fyrirbæri í Tipperary-sýslu. „Vantar yður ekki eitthvað?" sagði stúlka með brotna framtönn og brosti til hans. Skammt frá vældi sírena á lögreglu- eða sjúkrabíl í ákafa. Hann hristi höfuðið við stúlkunni. „Nei, mig vantar ekki neitt," sagði hann og áttaði sig þá á því hvað hún var að fara. Hún var lítil og mjög dökk yfirlitum, aðeins barn að aldri. Hann flýtti sér burt og bað fyrir henni. Þegar hann kom aftur á hótelið, hitti hann bróður sinn í setustofunni með öðru fólki, tveimur karl- mönnum og tveimur konum. Faðir Páll var að panta eina umferð af drykkjarföngum og kallaði til barþjóns- ins að koma með einn viský í viðbót. „Nei, nei,“ and- mælti Frans, því að honum lá á að komast upp á her- bergi sitt og hugleiða viðburði dagsins, lesa í Nýja testamentinu og skrifa kannski fáein póstkort í viðbót. Tónlist barst að eyrum úr hátölurum sem voru hvergi sjáanlegir. „Þetta er Frans, bróðir minn,“ sagði faðir Páll við fólkið, sem hann sat hjá og fólkið sagði allt til nafns og gat þess að það væri frá New York. „Ég var að segja þeim frá gamla, góða Tipperary," sagði faðir Páll við bróður sinn og bauð öllum sígarettu. „Hvernig finnst þér Jerúsalem, Frans?" spurði ein bandarísku kvennanna og hann svaraði því til að hann væri varla enn farinn að átta sig. Eftir á að hyggja fannst honum slíkt svar full hrifningarsnautt og bætti því við að það væri ógleymanleg lífsreynsla að koma þangað. Faðir Páll hélt áfram að tala um Tipperary-sýslu og vék síðan talinu að sókninni sinni í San Fransisco, drengjaheimilinu, fótboltaköppunum efnilegu, kirkju- byggingaáformunum. Bandaríkjamennirnir hlustuðu á og brátt barst talið að ferðum þeirra um England, ferð- um þeirra til Istanbul og Aþenu og deilu sem þau höfðu lent í við tollgæsluna í Tel Aviv. Jiæja, nú ætla ég í háttinn," sagði annar karlmann- anna loksins og reis úr sæti. Hin stóðu einnig á fætur og slíkt hið sama gerði Frans. Faðir Páll sat kyrr og veifaði barþjóninum. „Fáðu þér eina nátthúfu," sagði hann við bróður sinn. „Æi, nei...“ byrjaði Frans. „Færðu okkur tvo til viðbótar af þessum," sagði prest- urinn og varð allt í einu hranalegur. Þjónninn hraðaði sér burt. „Heyrðu," sagði faðir Páll, „það er dálítið sem ég þarf að segja þér.“ A meðan Frans var úti á göngu eftir kvöldverðinn, áður en hann gaf sig á tal við Bandaríkjamennina, varð föður Páli Ijóst að álagið væri honum ofraun. Gamla konan vék ekki úr huga hans; hann sá hana stöðugt fyrir sér, þar sem hún lá á loftinu yfir járnvöruverslun- inni, stíf eins og planki, og litlu ljósin brunnu í herberg- inu hennar; það var engu líkara en hún væri sjálf þarna komin og sækti að honum. Hann var nauðbeygður að hverfa frá þeirri skemmtilegu hugmynd að segja bróður sínum fréttina þegar þeir væru komnir til Galíleu. Frans langaði ekki í meira að drekka. Hann langaði ekki í viskýið sem bróðir hans pantaði fyrir hann fyrr um kvöldið og ekki heldur í það sem Bandaríkjamenn- irnir höfðu pantað handa honum. Hann langaði ekki í viskýið sem barþjónninn kom með nú. Hann hugðist láta það eiga sig í von um að bróðir hans tæki ekki eftir því. Hann bar glasið upp að vörunum, en kom engu inn fyrir. „Það hefur soldið slæmt komið fyrir,“ sagði faðir Páll. „Slæmt? Hvað áttu við, Páll?“ „Geturðu tekið því?“ sagði faðir Páll. „Slæmt? Hvað áttu við, Páll?“ „Geturðu tekið því?“ Hann þagnaði. Svo sagði hann: „Hún er dáin.“ Frans skildi ekki hvað hann var að tala um. Hann vissi ekki hver átti að vera dáinn né hvers vegna bróðir hans hagaði sér svona undarlega. Honum fannst til- hugsunin að vísu óviðfelldin en fékk ekki hrundið henni frá sér: bróðir hans var ekki allsgáður. „Móðir okkar er dáin.“ sagði faðir Páll. „Ég er búinn að fá skeyti." Víðáttumikil setustofa Plaza-hótelsins, endalausar raðir borða og fólkið sem sat í kringum þau, þjónarnir sem liðu hratt og hljóðlaust um: allt í einu var þetta orðið líkast draumi. Frans var gripinn þeirri kennd að hann væri ekki þar sem hann virtist vera, sæti ekki hjá bróður sínum sem var að þurrka sér um munninn með vasaklút. Eitt andartak fannst honum hann aftur vera að troðast um í fólksmergðinni á Via Dolorosa og í Fæðingarbúðinni. „Vertu nú rólegur, drengur minn,“ sagði faðir Páll. „Fáðu þér sopa af viskýinu.“ Frans tók þá ráðleggingu ekki til greina. Hann bað bróður sinn um að endurtaka orð sín og faðir Páll endurtók að móðir þeirra væri dáin. Frans lokaði augunum og reyndi einnig að halda hin- um ytri hljóðum fjarri. Hann bað fyrir sál móður sinn- ar. „Blessaða jómfrú, verndaðu hana,“ sagði hann í hug- anum. „Elskaða María, sjáðu til þess að þessar fáu og smáu syndir hennar verði fyrirgefnar." Um leið og faðir Páll hafði losað sig við leyndarmál sitt var eins og fargi væri létt af honum. Þó að honum hefði gengið gott eitt til var heimskuleg hugmynd að liggja á fréttunum þar til þeir væru komnir á þann stað sem væri kannski flestum kjörnari til að frétta á lát náins ástvinar. Hann fékk sér vænan viskýsopa, og þurrkaði sér aftur um munninn með vasaklútnum. Hann leit á bróður sinn og beið þess að hann opnaði augun. „Hvenær gerðist það?“ spurði Frans að lokum. „í gær.“ „Og skeytið kom ekki fyrr en —“ „Það kom í gærkvöld, Frans. Ég vildi hlífa þér við sársaukanum." „Hlífa mér? Hvernig áttir þú að geta hlíft mér? Ég sendi henni póstkort, Páll.“ „Heyrðu mig nú, Frans ...“ „Hvernig áttir þú að geta hlíft mér við sársaukan- um?“ „Ég ætlaði að segja þér það þegar við værum komnir til Galíleu." Enn á ný fannst Frans eins og hann væri í miðjum draumi. Hann skildi ekki bróður sinn: skildi ekki hvað hann átti við með því að skeyti hefði komið í gærkvöld, hvers vegna hann væri að tala um Galíleu á stundu sem þessari. Hann vissi ekki hvað hann var að gera á þess- um háværa stað þegar hann átti að vera kominn til írlands. „Ég er búinn að ganga frá því að jarðarförin verður á mánudag," sagði faðir Páll. Frans kinkaði kolli án þess að skilja tilgang þeirrar tilhögunar. „Við verðum komnir þangað um þetta leyti annað kvöld," sagði hann. „Það er alveg óþarfi, Frans. Það er nóg að við séum komnir á sunnudagsmorgun." „En hún er dáin — “ „Við verðum komnir fyrir jarðarförina." „Við getum ekki verið hér, þegar hún er dáin.“ Föður Páli var vel ljóst að það var þetta sem hann hafði óttast þegar hann hugsaði upp áætlun sína. Ef hann hefði bankað upp á hjá Frans kvöldið áður hefði hann viljað fara heim samstundis án þess að sjá svo mikið sem steinvölu af landinu sem hann var kominn alla þessa leið til að verða snortinn af. „Við gætum farið til Galíleu strax í fyrramálið," sagði faðir Páll lágum rómi. „Þú munt finna huggun í Galíleu, Frans.“ Frans hristi aðeins höfuðið. „Ég vil vera hjá henni,“ sagði hann. Faðir Páll kveikti sér í annarri sígarettu. Hann gaf nálægum þjóni merki um að færa sér einn í viðbót. Hann sagði við sjálfan sig að nú yrði hann að halda andlitinu, eins og honum var tamt að taka til orða. „Vertu nú rólegur, Frans,“ sagði hann. „Er flugvél á morgun? Getum við gengið frá því núna?“ Frans litaðist um eins og hann ætti von á að sjá hótelstarfsmann sem væri tilbúinn að hjálpa þeim á stundinni. „Það er til einskis að fara að æða heim núna, Frans. Hvað er að sunnudagsmorgninum?" „Ég vil vera hjá henni." Reiðin var tekin að ólga innra með föður Páli. Færi hann að rífast nú myndi hann verða þvoglumæltur; það vissi hann af eigin reynslu. Hann varð að halda andlit- inu, tala hægt og skýrt og haga máli sínu mjög hnitmið- að. Það var alveg eftir henni, hugsaði hann, að fara að deyja þegar verst stóð á. „Þú ert kominn alla þessa leið,“ sagði hann eins hægt og unnt var án þess að tala ýkt. „Hvers vegna ættum við ekki að standa við eins lengi og við getum? Við töpum hvort sem er heilli viku. Hún myndi ekki vilja að við kæmum strax aftur.“ „Ég held að hún myndi vilja það.“ Það var rétt hjá honum. Drottnunargirni hennar í lifanda lífi var slík að Frans hefði ekki verið óhultur hinum megin á hnettinum. Hún vissi alveg hvað hún var að gera þegar hún dó. „Ég hefði ekki átt að fara,“ sagði Frans. „Hún vildi ekki að ég færi.“ „Þú ert þrjátíu og sjö ára gamall, Frans." „Það var rangt af mér að fara.“ „Þú gerðir alls ekkert rangt." Þegar hann fór með hana til Rómar var hún til vand- ræða alla vikuna, kvartaði yfir matnum, sá alls staðar óþrif. í hvert sinn sem hann eyddi einhverju var hún óánægð. Föður Páli fannst hann alltaf hafa sýnt henni fyllstu tillitssemi. Hann sagði henni fyrstri allra frá þvi að hann hefði ákveðið að ganga í þjónustu kirkjunnar. Hann þóttist þess fullviss að henni myndi líka sú ákvörðun, en þá hafði hún aðeins sagt: „Ég hélt að þú myndir taka við búðinni." „Hverju breytti það þó við biðum, Frans?“ „Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Frans vissi að hann ætti aldrei nokkurn tíma eftir að fyrirgefa sjálfum sér. Hann myndi alltaf eiga eftir að ásaka sjálfan sig fyrir að hafa ekki getað beðið í fáein ár þar til hún hefði liðið hægt og hljóðlega út af. Hann hefði jafnvel getað verið í herberginu hjá henni þegar það bar að höndum. „Það var hræðilegt að láta mig ekki vita af því,“ sagði hann. „Ég skrifaði henni póstkort, Páll. Ég keypti handa henni disk.“ „Þú varst búinn að segja það.“ „Þú drekkur of mikið af þessu viskýi." „Heyrðu mig nú, Frans, enga heimsku." „Þú ert hér fullur og hún liggur þar.“ „Hún kemur ekki aftur hvað sem við gerum.“ „Hún gerði engum mein.“ Faðir Páll bar ekki á móti því, þó að það væri ekki sannleikanum samkváemt. Hún hafði kvalið Kittýu systur þeirra með því að hamra látlaust á því hvers konar landeyðu hún væri gift og það löngu eftir að Kittý hafði sjálf horfst í augu við mistök sín. Hún hafði hrakið Ednu til Kanada eftir að Edna, sem var enn ólofuð, missti fóstur sem enginn vissi um nema fjöl- skyldan. Hún hafði sogið lífið úr Frans þó að Frans væri það ekki Ijóst sjálfum. Þegar henni tókst ekki að ráða yfir öðrum börnum sínum greip hún dauðahaldi í hið yngsta, eins og hún hefði fætt það til að eyðileggja það. „Það verður þú sem jarðsyngur hana?“ spurði Frans. „Já, auðvitað geri ég það.“ „Þú hefðir átt að segja mér það.“ Frans skildi nú af hverju allt hafði valdið honum vonbrigðum þennan dag. Allt frá því bíllinn sveigði inn í útskotið og bróðir hans benti þvert yfir dalinn á Gets- emanegarðinn var hann vonsvikinn án þess að viður- kenna það. Hann var vonsvikinn á Via Dolorosa og í Kirkju hinnar helgu grafar og í Betlehem. Honum varð hugsað til gleraugnamannsins sem var alltaf að segja að ekkert yrði vitað með vissu. Það var ómögulegt að hugsa nokkuð innan um allt þetta fólk með myndavélar, í öllum þessum hávaða og látum. Þegar hann sagðist ekki enn vera farinn að átta sig hafði annað búið undir. „Dauði hennar var fyrir," sagði hann. „Hvað áttu við, Frans?“ „Þetta var ekki eins og Jerúsalem, þetta var ekki eins og Betlehem." „En það er það, Frans, það er það.“ „Það eru hermenn með byssur út um allt. Og það kom til mín stúlka á götunni. Svo var það þessi maður með flís úr krossinum. Og þarna situr þú og reykir og drekk- ur hér á þessum stað — “ „Hægan, hægan, Frans.“ „Ég myndi verða fyrir vonbrigðum með Nasaret. Líka með Galíleuvatnið. Og líka með Kirkju brauðsins og fiskanna." Rödd hans var tekin að hækka. Hann lækk- aði róminn á ný. „í morgun trúði ég ekki á Píslaragöng- una. Ég sá hana ekki fyrir mér eins og ég geri heima." „Það kemur dauða hennar ekkert við, Frans. Þú ert með smásnert af þotuveikinni, þú jafnar þig alveg þegar við komum til Galíleu. Það er eitthvað svo sérstakt við Galíleu sem allir finna.“ „Ég ætla ekki að koma nálægt Galíleu." Hann sló í borðplötuna og faðir Páll sagði honum að hafa stjórn á sér. Fólk tók eftir því að fölleiti maðurinn hjá prestin- um var orðinn reiður og það leit í átt til þeirra. „Ekki þennan hávaða," sagði faðir Páll hvössum rómi, en Frans lét ekki segjast. „Ég vissi að ég hefði átt að vera heima," hrópaði hann skrækróma. „Hún vissi að ég hegðaði mér eins og asni, venjuleg búðarloka að þykjast vera eitthvað — “ „Viltu gjöra svo vel að tala ekki svona hátt. Þú varst alls ekkert að hegða þér eins og asni.“ „Viltu athuga með flugvélina á morgun?“ Faðir Páll sat kyrr stutta stund og þagði í von um að bróðir hans myndi sjá að sér. Auðvitað var þetta áfall fyrir hann, auðvitað þurftu tilfinningarnar að bera hann ofurliði og sjálfsásökun að gera vart við sig, en eftir svolitla stund myndi allt lagast. En það lagaöist ekki og Frans sá ekki að sér. í stað þess fór hann að gráta. „Við skulum koma upp á herbergið þitt,“ sagði faðir Páll, „og ég skal ganga frá fluginu." Fans kinkaði kolli en hreyfði sig hvergi. Hann hætti að gráta en sagði svo, „ég á alltaf eftir að hata Landið helga." „Það þarftu ekki að gera, Frans." VELG KOMMANDO: H,N,J,V,A,S En Frans vissi að hann myndi gera það og hann vissi einnig að hann ætti ekki síður eftir að hata bróðurinn sem hann hafði alla tíð litið upp til. Þar sem hann sat í setustofu Plaza- hótelsins sá hann háðslega afskræmingu hvert sem litið var. Blekkingar bróður hans, viskýið sem aldrei þraut í glasi hans, kæruleysisleg framkoma hans frammi fyrir dauðanum; allt leit þetta út eins og svívirðing við kirkj- una sem heiðraði móður leiðtoga síns af svo mikilli trúfestu. Augu móður hans stóðu honum skýrt fyrir hugskotssjónum og minntu hann á mistök hans og áfelldust hann fyrir að hafa ekki hlýðnast sér. Alls staðar blasti við háðuleg afskræming; í tréflísinni í plastboxinu, í hermönnunum með byssurnar sem voru ekki leikföng, í nektinni sem engdist í hinni helgu borg. Hann var sjálfur orðinn hluti af henni, maður sem sendi látnum póstkort. Hann sagði ekki orð meir við bróður sinn og hélt upp á herbergi sitt til að biðjast fyrir. - O- „Klukkan átta fyrir hádegi," sagði stúlkan í gesta- móttökunni og faðir Páll bað hana um að sjá til þess að tvö sæti yrðu bókuð í vélinni. Hann sagði að það væri mjög áríðandi, ástæðan væri dauðsfall. „Það verður allt í lagi, herra minn,“ fullvissaði stúlkan hann. Hann gekk hægum skrefum niður á barinn. Hann settist út í horn, kveikti sér í sígarettu og lét færa sér tvo viskýsjússa með ís, eins og hann ætti von á einhverj- um. Hann drakk þá báða sjálfur og pantaði meira. Frans færi heim í Tipperary-sýslu þar sem hann héldi áfram að lifa því lífi sem hún hafði búið honum. Hann ætti eftir að standa við búðarborðið í brúna baðmull- arsloppnum og afhenda viðskiptavinum nagla og hjarir og vírnet. Hann ætti eftir að fara reglulega til messu og skrifta og á fundi í Kristilega bræðrafélaginu. Hann ætti eftir að sitja aleinn i stofunni á bak við blúndu- gluggatjöldin og sakna konunnar sem hafði gert hann að því sem hann var, vígður minningu hennar um alla framtíð. Faðir Páll kveikti sér í nýrri sígarettu með stubbnum af þeirri á undan. Hann hélt áfram að panta viský í tveimur glösum. Hann fann hvernig hatrið, sem Frans hafði fyrr fundið til, var byrjað að ná á honum tökum. Hann spurði sjálfan sig hvort hann myndi nokkurn tíma snúa aftur til Tipperary-sýslu í júlímánuði og virtist ólíklegt að svo færi. Um miðnætti stóð hann upp til að fara í háttinn, reikull í spori. Fólk horfði á hann, hneykslað að sjá prest drukkinn í Jerúsalem með sígarettuösku út um öll fötin sem sýndu hver stétt hans var. Þýðandinn, Jón Viðar Jónsson, er leiklistarstjóri Rlkisútvarpsins. William Trevorf (f. 1928) er frægur Irskur rithöfundur. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 25. MAl 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.