Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 2
Nýr leisir
hreinsar
kalkaða #
æðaveggi
Leysigeislar geta bjargað
lífi fjölda manna. Ör-
þunn slanga með leysi-
byssum mun brjóta sér
leið gegnum þrengdar æðar og
eyða hinum lífshættulegu
kalkmyndunum, sem loka fyrir
blóðstreymi.
Tæknin lofar svo góðu, að
sennilega geta sjúklingarnir, er
fram líða stundir, fengið æða-
hreinsun, sem tekur klukkutíma,
án þess að þurfa að leggjast inn
á sjúkrahús.
Leysivopnið er fundið upp og
hannað af bandarískum iæknum
og eðlisfræðingum við Sedars-
Sinai Medical Center í Los Ang-
eles og The Jet Propulsion Lab-
oratory í Pasadena.
Enn hafa þeir ekki beitt leysi-
tækinu við iifandi sjúklinga, en
tilraunir á þeim, sem látizt hafa
af völdum kransæðastíflu sem
og á tilraunadýrum, hafa gefið
mönnum ástæðu til mikillar
bjartsýni.
Æðakölkun og hinir alvarlegu
sjúkdómar, sem henni eru sam-
fara, fyrst og fremst hjarta-
sjúkdómar, er algengasta dánar-
orsökin í hinum vestræna, iðn-
vædda heimi. Hingað til hafa
kransæðaskurðlækningar verið
árangursríkasta leiðin til björg-
unar, en þær auka blóðflæði til
hjartans með því að veita blóði
framhjá kransæðaþrengslunum
í gegnum æðagræðlinga, sem
tengdir eru við kransæðarnar
neðan þrengslanna.
Fyrir hina nýju aðferð hefur
verið þróuð alveg ný gerð af
leysitæki, sem ekki framkallar
nærri því eins mikinn hita og
hinir venjuiegu leysar og skaða
því ekki nærliggjandi vefi.
Leysigeislarnir fara í gegnum
örmjóa glæra þræði í slöngunni.
Þessir þræðir eru einnig notaðir
til að lýsa upp kalkmyndanirnar
og til eins konar „myndbanda-
útsendingar", sem sýnir vefinn,
svo að sérfræðingarnir geti feng-
hægri
viðbeinsslagæð
vinstri
kransslagæð
leysipípa
slagæðarveggur
kalkmyndun
ið að sjá útfeilinguna, áður en
henni er eytt með ljósgeislunum.
Þræðirnir eru svo þunnir, að
hægt er að þræða þá gegnum
hinar smæstu æðar, þar sem út-
fellingin er oftast mest.
Tæknin getur með öðrum orð-
um leitt augu, hendur og skurð-
hníf hjartasérfræðingsins alla
leið inn í afkima sjúklingsins án
þess að til skurðaðgerða þurfi að
koma, segir forstöðumaður
hjartarannsóknadeildarinnar í
Los Angeles.
Þrátt fyrir ágætan árangur af
notkun nýja leysitækisins til
þessa er talið sennilegt, að líða
muni ár eða svo, áður en það
verður reynt á lifandi sjúklingi.
Enn er þörf nokkurra endurbóta
í átt til „fullkomnunar", og
margar ítarlegar prófanir verð-
ur enn að gera til þess að fá úr
því skorið með vissu, hvort með-
ferðin gæti valdið aukaverkun-
um. Auk allra annarra kosta við
leysinn er einnig sá, að hann er
ódýrari en uppskurður. Að vísu
mun tækjabúnaðurinn kosta um
4 milljónir króna, en hann má
nota á nokkra sjúklinga á dag,
og þeir sleppa mjög billega mið-
að við það, sem nú tíðkast, ef svo
fer sem horfir í þessari frásögn í
„Illustreret Videnskab".
SVÁ þýddi
Teikning Sigurjón Jóhannnnon
Kerlingin sagði
Góður viðbætir
Eitt sinn þjónustaði prestur kerlingu, en er því
var lokið biður hún hann að gefa sér tóbak upp
í sig. Prestur gjörir það og þykir kerlingu vænt
um og segir: „Þetta var nú góður viðbætir,
prestur minn.“
Pólski píanósnillingur-
inn Artur Rubinstein
lék oft inn á hljóm-
plötur á langri ævi.
Þær voru að sjálfsögðu misgóðar
og lengi vel allar hraðgengar
enda gerðar á árunum um og eft-
ir 1930. Nú hefir EMI hafið
endurútgáfu á þessum gömlu
plötum þar sem Rubinstein leik-
ur ýmis smærri verk og einnig
mikið af verkum Chopins sem
hann lék inn á hljómplötur um
þetta leyti og má þar nefna
marzurkana, næturljóðin og
scherzóin og pólónaisurnar.
Einnig eru píanókonsertarnir
komnir út sem leiknir voru inn
um svipað leyti og fleira mætti
telja. Rétt er að taka það fram
að tóngæðin eru engan veginn
sambærileg við það sem nú ger-
ist, en samt eru þau merkilega
góð miðað við gömlu plöturnar.
Þessar upptökur eru ekki sist
merkilegar vegna þess að hér er
hægt að kynnast ferli meistar-
ans, hvernig hann lék sömu
verkin á yngri árum miðað við
það sem síðar varð. Sjálfur taldi
hann að leikur sinn hafi aldrei
verið betri en undir það síðasta
en vissulega eru einhverjar und-
antekningar frá þeirri reglu og
píanóverk Brahms hafa verið
tekin sem dæmi um hið gagn-
stæða, en um það getur hver
dæmt fyrir sig.
En einnig er á boðstólum
endurútgáfa á hæggengum plöt-
um frá RCA — sem ber heitið
„The Chopin Collection", þar sem
plöturnar eru gerðar með hinni
svonefndu „digital“-tækni eftir
gömlu hljómböndunum og sum
verkin eru komin á „Compact
Discs" eins og næturljóðin, vals-
arnir og mazurkarnir. Þessar
hljóðritanir voru gerðar um og
eftir 1960, t.a.m. voru mazurk-
arnir hljóðritaðir milli jóla og
nýjárs 1965 og þeim lokið 3.
janúar 1966. Þeir sem með hon-
um unnu luku lofsorði á hve
gaman hafi verið að vinna með
honum og hvað hann hafi lagt
sig fram um að láta tónlistina
streyma fram eðlilega og á sem
einfaldastan hátt. Til að ná því
lék hann verkið aftur og aftur.
Með þessum nýju útgáfum má
segja að Rubinstein sé kominn í
sparifötin, því að fæstar af
gömlu hæggengu plötunum gátu
státað af því að standa tækni-
lega jafnfætis leik meistarans.
Þessar útgáfur gefa okkur fyrir-
heit um að list Rubinsteins geti
orðið tónlistarunnendum yndis-
auki um langa hríð, og ef menn
fýsir að kynnast öðrum fleti á
listamanninum má benda á
ævisögu hans í tveim stórum
bindum þar sem lífsnautnamað-
urinn og fagurkerinn segir frá
ævi sinni og ástum tæpitungu-
laust.
— A.K.
Rubinstein á ný
2