Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 4
Með kökukefli, tannbursta og kíttisspaða að vopni Kristín Sveinsdóttir ræðir við Eydísi Lúðvíksdóttur leirlistakonu í tilefni sýningar hennar á Kjarvalsstöðum í sumar og lítur inn í Listasmiðju Glits Eydís Lúðvíksdóttir fædd- ist í austurbænum í Reykjavík og ólst þar upp. Nánar tiltekið í Hlíðun- um. Hún stundaði nám í Myndlistar- og handíða- skóla fslands og lauk það- an prófi úr kennaradeild vorið 1971. Eftir það stundaði hún kennslu í tvö ár, en tók sér síðan frí og helgaði sig barnauppeldi í nokkur ár. A þeim tíma vann hún þó töluvert við gluggaútstill- ingar í verslunum og við að setja upp sýn- ingar, s.s. bása á Heimilissýningum og öðrum slíkum. Einnig ferðaðist hún til út- landa á vegum Glits hf. og setti upp sýn- ingar fyrir fyrirtækið. Frá árinu 1979 hef- ur Eydís starfað sem listráðunautur hjá Gliti sér til mikils yndis. Stöðugt blundaði samt með henni löngun til að vinna ýmsar af hugmyndum sínum í postulínsleir, og þegar henni bauðst aðstaða í Listasmiðju Glits, tók hún henni tveim höndum. Hún byrjaði að vinna þar um síðustu áramót. Öll orka hennar og einbeiting fékk að njóta sín í þessu óskaverkefni og hún var útbrunnin eftir hvern einasta dag. Stund- um varð hún að taka sér frí því þá var kollurinn tómur, hugmyndirnar vildu ekki verða til. í júní siðastliðnum opnaði hún sýningu á 47 verkum sínum að Kjarvals- stöðum og hafði selt 26 þeirra fjórum dög- um síðar þegar þetta viðtal var tekið. Geri aðrir betur. En áður en ég hitti Eydísi að máli lang- aði mig til að skoða Listasmiðjuna í Gliti. Ég hafði að vísu haft óljósa hugmynd um tilvist hennar, en ekki gert mér grein fyrir því merkilega framtaki hjá forráða- mönnum iðnfyrirtækis að bjóða lista- mönnum afnot af húsakynnum sínum, tækjakosti og verkþekkingu. Flestir landsmenn þekkja vörurnar frá Gliti, en áreiðanlega er mörgum eins farið og mér að vita ekki, hvað framleiðslan er fjölbreytt og falleg. Einn þriðji hluti henn- ar er seldur til útflutnings, einn þriðji hluti erlendum ferðamönnum hérlendis og einn þriðji hluti á heimamarkaði, en sá þáttur vex jafnt og þétt. Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri, sagði þá samt ekki alltaf vera í lukkupottinum: — „Stundum kviknar góð hugmynd," sagði hann. „Hönnunin tekur skamman tíma, hluturinn er einfaldur í framleiðslu og selst vel. Handunna olíukolan okkar sem unnin er í steinleir er gott dæmi um stykki, sem notið hefur fádæma vinsælda. Hún hefur nú þegar selst í meira en Steinblómið — einnig unnið tyrir GliL hundrað þúsund eintökum og selst enn jafnt og þétt. í öðru tilviki teljum við okkur vera með ljómandi góða hugmynd. Hönnun og tilraunir með framleiðsluna tekur marga mánuöi en einhverra hluta vegna selst varan alls ekki og við sitjum uppi með birgðirnar og sárt ennið." Eg sagðist frá upphafi hafa verið óskaplega hrifin af Steinblóminu, þar sem þurrkaðar jurtir eru brenndar í leirinn. Frumlegir munir og fagrir. — „Eydís átti hugmyndina að Stein- blóminu og það varð strax mjög vinsælt. En því miður er það geysilega erfitt í vinnslu og af því verða mikil afföll. Eydís safnar plöntunum og svo ég sjálfur," sagði Orri. „Sú vinna þarfnast mikillar ná- kvæmni. Ég fer ekki svo úr borginni á sumrin að ég taki ekki með mér stafla af dagblöðum til að leggja plönturnar á milli." Orri segir að plöntusöfnunin sé skemmtilegt verk og lærdómsrikt og smátt og smátt hafi hann öðlast staðgóða þekk- ingu á íslensku flórunni. En stærsti hluti framleiðslu þeirra í Gliti telst til nytjalistar. Það eru hlutir Eydís Lúðvíksdóttir fyrir utan Kjarvalsstaði, þar sem hún sýndi í sumar. — „Ég gerði mér vonir um gagnrýni, sem éggæti haft gagn af, en sú von / brásL“ Að húsabaki — gamalkunnugt myndefni útfært í leir. sem samræma notagildi og fegurð. Sæl- keralínurnar eiga til dæmis sívaxandi vinsældum að fagna, en þar er um að ræða matar- og kaffistell, tesett og fleira í þeim dúr. Aðalerindi mitt með þessari heimsókn var að skoða Listasmiðjuna og forvitnast um hana. Orri hefur aftur orðið: — „Hugmyndin að Listamsmiðjunni kviknaði a\25 ára afmæli Glits fyrir nokkr- um árum. Ókkur datt í hug að leggja ein- um listamanni lið í senn með því að láta honum í té vinnuaðstöðu, afnot af brennsluofnum og svo verkþekkingu, æskti hann hennar. Á móti nytum við þekkingar listamannsins, reynslu hans og hugmynda. Okkur fannst að þessi samvinna gæti verið báðum aðilum í hag. Sex listamenn hafa nú þegar fengið aöstöðu í Listasmiöjunni, en það eru Ragnar Kjartansson, Ragnhild- ur Stefánsdóttir, Hringur Jóhannesson, Gunnar Örn, Magnea Hallmundsdóttir og svo Eydís Lúðvíksdóttir núna síðast. Lista- mennirnir hafa fengið alla ráðgjöf sem þeir hafa óskað eftir hér á staðnum, en við höfum á að skipa mjög færum sérfræðing- um í mótasmíð, glerjungsvinnu o.s.frv. Ekki alls fyrir löngu tókum við í notkun tölvustýrða ofna, þannig að listamannin- um er í sjálfsvald sett, hver hitaferillinn er meðan á brennslu stendur. Flestir lista- mennirnir hafa haldið sýningar að loknum starfstíma sínum í Listasmiðjunni, nú síð- ast einmitt Eydís Lúðvíkdsdóttir." Og ég lagði leið mína á Kjarvalsstaði til að hitta hana Eydísi að máli. Þegar ég tölti yfir Miklatúnið undir skínandi bláum himni og horfði á fegurðina í kring um mig, var ég að hugsa um, hvort Guð hefði nokkurn tíma gefið Reykvíkingum blíðara sumar. Mér fannst hann góður við okkur, og við líka eiga það skilið. Hún var líka falleg, hún Eydís, í buxna- dragt, svartri með íofnum gullþræði. Og með hæstmóðins hálstau, blátt við fann- hvíta skyrtu. — „Ég átti von á þér,“ sagði hún ljós- hærð og brosleit og þrýsti hönd mína. — „Aður en við byrjum að tala saman ætla ég að skoða postulínsbollana þína,“ sagði ég. Hún leit á míg, kímin, og rétti mér eintak af sýningarskránni, án orða. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.