Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 12
eða losna við slíkt
Tvennt er það, sem margir telja hættulegast
heilsu manna á vinnustöðum í Bandaríkjun-
um. Asbest? Kolaryk? Nei. Skrifborð og
snúningsstóll.Ef menn þurfa að sitja við
skrifborð meginhluta starfsævinnar, geta
SVÁ ÞÝDDI
þeir reiknað með því fyrr eða síðar (venju-
lega fyrr) að fá ístru, verða framsettir eða
magamiklir eða hvað menn vilja kalla það,
nema þeir sýni sérstaka gát.
Menn þurfa ekki að vera feitir eða feit-
lagnir. Þvengjalengjur geta líka fengið
ístru. Og jafnvel þótt menn ástundi
göngur, skokk, sund og hjólreiðar og hvað
eina. Slíkar athafnir geta stuðlað mjög að
því að viðhalda heilsunni og bæta hana.
Þær eru hollar fyrir hjartað og lungun.
En Um Miðhlutann
Gegnir Öðru MÁLI
Það sem menn þurfa að gera til að kom-
ast hjá því að fá ístru — eða til að losna
við hana, ef hún er þegar fyrir hendi — eru
nokkrar sérstakar æfingar. Ekki margar.
Aöeins örfáar æfingar munu leysa vandann.
En þaö verða að vera hinar réttu. Og menn
skyldi ekki undra, þótt niargar hinna gömlu
hugmynda sem haldið hefur verið að þeim —
um það hverjar séu hinar réttu æfingar —
reynist vera rangar.
ElNN KOSTUR: „FlTUSOG“
Sagt hefur verið, að miður aldur byrji á
mönnum miðju. Það er skiljanleg fordild
hjá mörgum manninum á fimmtugsaldri
að óska þess, að hann væri aftur kominn
með sama vöxt og hann hafði 20 árum
áður eða svo. Þessi fordild, ef nota má það
orð í þessu sambandi, hefur komið sumum
til að reyna nýlega aðferð sem kalla mætti
„fitusog", í von um að geta grennt sig á
auðveldan hátt. Og áður en við snúum
okkur að því að lýsa þeim ráðum, sem við
erum sannfærðir um að sé hin rétta leið til
að losna við bumbuna eða koma í veg fyrir
hana, er ekki úr vegi að fara örfáum orð-
um um „hinn nýja fituskurð".
Aðferöin er fólgin í því, að fita er bók-
staflega soguð burt úr vissum hlutum lík-
amans. Læknir sker fyrst rúmlega tíu
sentimetra langan skurð á þeim bletti, þar
sem sog á aö fara fram, og síðan er pípu
stungið þar inn. Pípan er tengd við dælu
og fita er svo soguð út. Eftir endurteknar
aðgerðir með sogpípunni er fitukeppurinn
kominn með mynstur sem minnir á svissn-
‘eskan ost. Læknirinn þrýstir síðan saman
þeirri fitu, sem eftir er, svo að holurnar
eða göngin leggist saman, og umbúðir
koma í veg fyrir að þau fyllist af vökva.
Þessari aðferð er hægt að beita við vissa
hluta líkamans svo sem læri, þjóhnappa,
brjóst og kvið. Nokkur tími verður að líða,
áður en fullnaðarreynsla er fengin af fitu-
sogsaðferðinni. Ein helzta spurningin er,
hvort fita muni myndast aftur í stað þeirr-
ar, sem fjarlægð var. En auk þess er hætt
við ýmsum aukaverkunum fyrir utan sviða
og sársauka í viðkomandi líkamshluta sem
kann að vera mánuðum saman.
Hið Eiginlega Vandamál
Eins og áður sagði, þurfa menn ekki að
vera feitlagnir til að fá ístru eða verða
magamiklir. Sökin er hjá magavöðvunum.
Vissulega getur fita aukið á vandamálið,
og ef menn þjást af offitu, þá þarf það
sérstakrar athugunar við einnig.
En hvort sem er um of mikla fitu að
ræða eða ekki, þá er það slökum maga-
vöðvum að kenna fyrst og fremst, að menn
fá ístru.
Og það er einnig meginatriöi annars al-
gengs vandamáls. Bakverkir, sem eru næst-
um eins algengir og kvef, valda miklu böli
meðal raanna. En þeir stafa oftast af öðru
en því, að brjóskplötur hafi haronað eða
bein pressast saman.
í könnun, sem gerð var á vegum tveggja
háskóla í Bandaríkjunum á 5000 sjúkling-
um, sem þjáðust af langvinnum bakverkj-
um, kom í ljós, að í 8 af' hundraði tilfella
var ekkert að í sambandi við brjósk eða
bein. Hjá 4000 af þessum 5000 mátti rekja
bakverkina einfaldlega til þess, að maga-
vöðvarnir voru of slakir.
Önnur könnun á vegum Iowa-háskóla
leiddi í ljós, að hjá sjúklingum með lang-
vinna bakverki var styrkur magavöðvanna
oft innan við þriðjung af styrkleika bak-
vöðvanna, og í þeirri könnun og fleirum
reyndist ráðið við bakverkjunum vera í því
einu fólgið að styrkja magavöðvana.
Hlutverk magavöðvanna er mjög mikil-
vægt fyrir margra hluta sakir.
Hryggurinn, eða hryggsúlan, er samsett
úr sérstökum beinum eða hryggjarliðum.
En þeim er ekki raðað hverjum ofan á
annan eins og leikfangakubbum. Til að
halda líkamanum í jafnvægi er þeim raðað
í S-laga bugðu. Vöðvar verða að styðja súl-
una.
Það eru 140 vöðvar tengdir við hrygginn
og þeir vinna feikiverk samanlagt. Þeir
halda uppi hryggjarsúlunni á svipaðan
hátt og stög símastaur.
Samiíkingin við stög á við að vissu
marki. Sé eitt af stögunum sem heldur
staur uppi, skorið í sundur, hallast eða
feliur staurinn í áttina til óslitins stags.
En þegar magavöðvar manna eru slakir,
detta þeir ekki aftur á bak. Til að vega upp
á móti veikleikanum færa þeir líkams-
þungann til, halla sér lítilsháttar fram á
við og treysta á bakvöðvana, sem meiri
stuðningur er af.
En þetta reynir óhóflega á bakvöðvana.
Að því kemur aö þeir þreytast og valda
sársauka — því aö þeir verða að gera það,
sem magavöðvarnir ættu að gera.
Af meira en einni ástæðu er það því
styrking magavöðvanna, sem máli skiptir
— og meira en nokkurt fitusog eða því um
líkt, sem skilur magavöðvana eftir engu
bættari.
Hinar Gagnslausu
Æfingar
(Gegn Ístru)
Ef menn hafa reynt líkamsæfingar og
jafnvel stundað þær af kostgæfni til að
losna við ístru og ekki náð neinum árangri,
þá skulu þeir þó ekki örvænta. Það gæti
nefnilega verið, að æfingarnar hafi ekki
verið hinar réttu í þessu augnamiði.
Göngur, skokk, sund, hjólreiðar og þess
háttar athafnir eru góðar fyrir hjartað og
æðakerfið, eins og áður sagði, en þær eru
til lítis gagns, ef nokkurs, fyrir magavöðv-
ana.
Og sömu sögu er að segja um algengustu
æfingarnar, sem stundaðar eru til að styrkja
magavöðvana. Menn geta þjálfað sig lengi
og vel með æfingum eins og að lyfta báðum
fótum og setjast á ýmsá vegu án þess að
verða varir við nokkrar breytingar til hins
grennra um miðjuna. Og það af góðum og
gildum ástæðum, sem menn hafa ekki gert
sér nægilega grein fyrir.
Þegar menn lyfta samtímis báðum fót-
um til dæmis, liggja þeir á bakinu og lyfta
fótunum, unz þeir mynda rétt horn við
gólfið, og láta þá síðan síga. Æfing fyrir
magavöðvana? Tæplega.
Um þessar æfingar fjallar Judy Alter,
prófessor við Wisconsin-háskóla, í bók
sinni „Surviving Exercise". Hún segir, að
fótalyftingar séu oft meðal verkefna í æf-
ingum og þá sérstaklega mælt með þeim
til að styrkja magavöðvana. En í rauninni
eru það fyrst og fremst mjaðmarvöðvar,
sem lyfta fótunum frá gólfinu í fyrri hluta
æfingarinnar, en ekki magavöðvarnir. En
svo þegar kemur til þeirra kasta, vinna
þeir eins konar björgunarstörf til að koma
í veg fyrir að bakið bogni. Það getur svo
haft allt annað en æskileg áhrif á maga-
vöðvana.
Varðandi þá æfingu að setjast upp varar
prófessor Alter eindregið við fjórum atrið-
um: Það á ekki að setjast upp snögglega,
ekki með fæturna beina, ekki að krækja
fótunum undir innanstokksmuni eða neitt
annað og ekki hafa handleggina bak við
höfuðið — en allt eru þetta algengar að-
ferðir.
Og hún færir gild rök fyrir viðvörunum
sínum:
Sérhver æfing, sem gerð er snögglega,
byggist að verulegu leyti á viðbragðsflýti
fremur en á vöðvastyrk — og það að setj-
ast snögglega upp styrkir í raun og réttu
ekki magavöðvana.
Þegar ménn setjast upp með beina fæt-
ur, geta þeir lyft líkamanum nærri því án
þess að reyna nokkuö á magavöðvana. Þegar
fæturnir eru beinir, eru það vöðvarnir efst
og á hliðum læranna, beygivöðvar mjaðm-
ar, sem vinna störfin við lyftinguna.
Ef fótunum er krækt undir eitthvað,
verður enn minna um styrkingu maga-
vöðvanna að ræða, því að fæturnir hjálpa
mjaðmarvöðvunum lyftinguna og sigið.
Og séu hendurnar hafðar bak við höfuð-
ið, reynir enn minna á magavöðvana, því
hægt að er nota handafl og snögga lyft-
12