Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 6
Finch leið eins og vofa
gegnum kirkjugarðinn,
fótatak hans kafnaði í
mjúkum jarðveginum.
Mjósleginn, álútur líkami
hans rann nánast saman
við gráa morgunþokuna
sem sveimaði milli leg-
steinanna. Við gafl grafhvelfingarinnar
stansaði Finch og rýndi gegnum móðuna.
Snyrtilegur, ungur maður í bílstjórabún-
ingi var að bauka við dyr grafhýsisins.
Finch stóð andartak og dáðist að glans-
andi stígvélum unga mannsins, þráðbein-
um líningum á jakkanum og rólegum, ör-
uggum handtökunum þegar hann smurði
ryðgaðar læsingarnar á hurðinni með lít-
illi olíukönnu.
„Þú ert heppinn, Gerald Stander, hugs-
aði Finch. Gott, hreinlegt.starf, einkenn-
isbúningur, glæsilegur bíll til að aka og
bóna, aðlaðandi andlit sem útvegaði þér
þessa litlu, sætu konu þína og meira að
segja hús með öllum innanstokksmunum
til að geyma hana í. Já, þú ert heppinn.
Það ertu. Heppnari en ég sem verð að
kúldrast hér hér niðurfrá í þokunni í fé-
lagsskap hinna dauðu. Búa í þessum for-
ljóta varðmannskofa og tala við sjálfan
mig. En hvað um það, hugsaði hann. Hann
leið framhjá hvelfingunni að legsteinun-
um sem stóðu næst. Þar enduðu göng
hans. Nú liði ekki á löngu.
Ungi maðurinn, Gerald Stander, snéri
sér við og Finch haltraði samstundis af
stað til hans svo Gerald grunaði ekki að
hann hefði verið að horfa á hann.
„Góðan daginn Finch," heilsaði Stander
kumpánlega. „Mér datt í hug að ég fyndi
þig hér,“ sagði Finch, án þess að svara
kveðjunni. Hann gekk að hvelfingunni og
virti fyrir sér ryðgaðar læsingarnar sem
drukku i sig oliuna. „Svo hans hágöfgi, Sir
Tyron Murfee, er loksins dauður, ha?“
„Ó já, það er hann,“ svaraði Stander.
„Jæja þaö munu víst andskoti fáir gráta
þann hrokafulla skratta," hreytti Finch út
úr sér. „Hvað gerðist." „Flogaveikin gerði
útaf við hann, seint um nóttina. Kafnaði
vegna eigin tungu." „Þetta var líka bann-
sett eiturtunga," muldraði Finch. Hann
gekk með Stander að stálgrárri lúxuskerru
Murfee-óðalsins. Þokunni hafði létt aðeins
og Finch horfði upp á hæðina þar sem
Murfee-setrið trónaði. „Hvenær koma þeir
meö hann niður,“ spurði hann. „Seinni
partinn í dag, hugsa ég. Það eru engir
erfingjar eins og þú veist, ekki einu sinni
fjarskyldir. Lögfræðingurinn kemur í dag
frá London með lykilinn að grafhýsinu. Ég
hugsa að hann hafi athöfnina bæði stutta
og skorinorða."
„Loka þeir hvelfingunni í kvöld, eða
hvað?“ spurði Finch eins og af hendingu.
„Þeir verða að gera það,“ svaraði ungi
bílstjórinn. Þeir sem ekki eru smurðir
verða settir í loftþéttar kistur innan 24
klst.“ Stander leit forvitnislega á Finch.
„Þú ættir að vita það, gamli minn, kirkju-
garðsvörðurinn sjálfur. Er það ekki lögum
samkvæmt?" „Jú, jú, það er það víst. Eg
var alveg búinn að gleyma því.“
Hann snéri sér aftur að hvelfingunni og
strauk sér hugsandi um kjálkann. „Veistu
nokkuð hvað þau eru mörg þarna inni?“
„Mér er sagt að þau séu fimm. Elsti sonur-
inn sem framdi sjálfsmorð, bróðir jarlsins
og var víst dálítið sérvitur og giftist aldr-
ei, Lady Murfee sem drakk úr sér líftóruna
og svo sonurinn og dóttirin sem fórust
saman í bílslysi."
„Svo gamli maðurinn fyllir sjálfur tylft-
ina,“ mælti Finch annars hugar. „Ójá, og
þar með verður hvelfingin lokuð til eilífð-
ar. „Já,“ sagði Finch hljóðlega, „já hún
verður lokuð uppfrá því.“ Hann dró djúpt
andann í svölu morgunloftinu. „Jæja, það
er víst best að koma sér heim í kofa. Nóg
er að gera.“
Gerald Stander fylgdist með lotna graf-
arverðinum þegar hann fjarlægðist. Leið-
inlegur, heimskur bjáni, hugsaði bílstjór-
inn með sjálfum sér. Hann læðist áfram
eins og draugur bara af því að hann býr
hér niðurfrá. Ég gæfi mikið fyrir að vera í
hans sporum, svo sannarlega. Komast úr
þessum óþægilegum fötum, burt fá þessari
sínöldrandi konu minni, eignast afskekkt
lítið hús hérna fyrir mig og litlu þjónustu-
stúlkuna á kránni, o jæja, þess er ekki
langt að bíða. Um leið og búið er að koma
hágöfginni fyrir í grafhýsinu þá fer ég
mína leið, svo sannarlega.
Lögfræðingurinn, hár, rykfallinn maður
með ójafnt yfirvaraskegg, hafði greinilega
andstyggð á kirkjugörðum yfirleitt og þó
sérstaklega grafhýsum. Þennan eftirmið-
dag stóð hann við opnar stáldyrnar með
skjalatösku undir annarri hendinni, út-
flúrað skartgripaskrín undir hinni og
horfði skyldurækinn, ef ekki óþolinmóður,
á burðarmennina sex bera líkkistu síðasta
jarslins af Sheel inn í grafhvelfinguna.
Við hlið lögfræðingsins stóðu læknir
jarlsins heitins, fulltrúi Lloyds frá London
og útibússtjóri Dover Bank í Evanshire,
þar sem Murfee-auðæfin voru geymd. Að
baki þessa virðulega hóps, í hæfilegri fjar-
lægð þó, voru þjónar, garðyrkjumenn og
hestasveinar ásamt öðru starfsfólki
Murfee-óðalsins, sextán að tölu, og í farar-
broddi stóð Gerald Stander, óaðfinnanleg-
ur í dökkgráum einkennisbúningi. Hinum
megin stóð Finch, aleinn. Þegar burðar-
mennirnir höfðu komið kistunni fyrir á
líkbörunum benti lögfræðingurinn við-
stöddum að koma inn í grafhýsið. Hópur-
inn þokaðist inn og safnaðist saman kring-
um börurnar í þögulli auðmýkt. Allra
augu beindust forvitnislega að loftþéttu
kistunum fimm sem stóðu í beinni röð
meðfram einum veggnum. í nálægð hinna
dauðu setti kuldahroll að viðstöddum.
Lögfræðingurinn tók sér stöðu við hlið
kistunnar. Hann ræskti sig vandræðalega
því honum var ómótt inni í þessari loft-
lausu, litlu byggingu.
„f formála þessarar erfðaskrár jarlsins
af Sheel,“ byrjaði lögmaðurinn, „segir að
skjal þetta skuli opnað og lesið hér á
hinsta hvílustað hans heittelskuðu, horfnu
fjölskyldu."
„Heittelskuðu, ekki nema það þó,“ hvísl-
aði einn þjónanna spottandi að félaga sín-
um. „Það var hann sjálfur sem kom þeim
öllum í gröfina."
„Fulltrúar Dover Bank og Lloyds-
tryggingafélagsins eru viðstaddir," hélt
lögmaðurinn áfram, „og sömu sögu er að
segja um lækninn sem síðast stundaði
hinn látna. Hr. Finch er hér fyrir hönd
kirkjugarðsyfirvalda og mun votta inn-
siglun hvelfingarinnar að lokinni þessari
athöfn."
Lögfræðingurinn hikaði andartak, lét
tunguna óafvitandi renna yfir varirnar,
áttaði sig á hvað hann var að gera og lok-
aði munninum snarlega. „Enn er tveimur
skilyrðum ófullnægt," sagði hann með
óbeit. Hann opnaði skartgripaskrínið sem
hann hafði lagt á börurnar og sýndi við-
stöddum innihald þess.
„Samkvæmt áragamalli hefð í fjöl-
skyldu jarlsins eru persónulegir skartgrip-
ir hins látna grafnir með honum. Eins og
nú er málum háttað lést jarlinn án afkom-
enda og því munu allir hringir, innsigli,
armbönd og önnur djásn verða sett í kist-
una hjá hinum látna. Allir skartgripirnir
eru í þessu skríni eins og tryggingafulltrú-
inn frá Lloyds staðfestir. Ég vil nú biðja
ykkur að vera vottar mínir er ég set áður-
nefndar gersemar í likkistuna." Lögfræð-
ingurinn tók upp úr vasanum rúskinns-
hanska sem hann dró á hendur sér. Hann
greip um horn kistuloksins og reyndi að
opna hana. Lokið þokaðist um þumlung en
síðan ekki söguna meir. Lögmaðurinn
stundi og barðist árangurslaust við kistu-
lokið. Gerald Stander steig fram. „Leyfið
mér að hjálpa yður herra." Hann þvingaði
lokið alveg upp. „Þakka þér.“ Lögmaður-
inn var dálítið móður. Hann rétti úr sér og
horfði niður á Tyron Murfee. Fulltrúar
Dover Bank og Lloyds teygðu fram álkurn-
ar til að líta þennan mann augum sem þeir
höfðu aldrei séð í lifanda lífi. Er þeir sáu
hann sperrtu þeir brýrnar í undrun sinni
yfir risavöxnum manninum, því jarlinn af
Sheel hafði vegið yfir 130 kg.
„Rosaskrokkur ha,“ hvíslaði Lloyds-
maðurinn. „Hefurðu nokkurn tíma séð
þvílíka vömb?“ „Svona eru ríkisbubbarn-
ir,“ ansaði Dover Bank-maðurinn í lágum
hljóðum. „Éta alltaf eins og svín. Lög-
fræðingurinn er í stökustu vandræðum
með að finna pláss fyrir skartgripina."
Lögfræðingurinn fór að koma hinum
ýmsu skartgripum fyrir í kistunni. Hring-
ur hér, eyrnalokkar þar, armband, annar
hringur, innsiglisspenna, nokkrir óunnir
demantar, fleiri hringir. Þegar hann hafði
tæmt skartgripaskrínið lagði hann það til
hliðar og beindi máli sínu til Finch. „Síð-
asta skilyrðið er að líkkista jarlsins skuli
skilin eftir opin, þar eð hann var síðasta
afsprengi ættar sinnar og fyrirmælum
samkvæmt á grafhýsið að vera innsiglað
að eilífu. Hefur þú, sem fulltrúi kirkju-
garðsins, nokkuð við þetta að athuga,
herra Finch?“
„Nei, herra," svaraði Finch, „svo fram-
arlega sem grafhýsið sjálft er vandlega
innsiglað." „Gott og vel,“ mælti lögfræð-
ingurinn, „öllum skilyrðum hefur nú verið
fullnægt svo við getum snúið okkur að
erfðaskránni sjálfri." Lögmaðurinn opnaði
skjalatöskuna, tók upp erfðaskrána og
braut innsiglið. Þetta var ótrúlega einfalt
skjal. Hestasveinarnir fengu 50 pund hver,
tamningamaðurinn 100 pund, þjónarnir
50, matreiöslumaðurinn 100 og svo fram-
vegis. Gerald Stander, sem hafði verið bíl-