Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 9
ónleikar.
Þrír arkitektar úr hópi heimamanna,
Buzzi, Bernaseoni og Babtiste, voru ráðnir
til að teikna húsið að lokinni hugmynda-
samkeppni og sú lausn varð ofaná, að
byggja það sem á ensku er kallað „multi-
purpose auditorium", þ.e. áheyrendasal
fyrir margskonar hljómleikahald og óperu-
flutning. Firna glæsilegur forsalur með
opnanlegu glerþaki skiptir í rauninni hús-
inu í tvennt. Annarsvegar við hann er stóri
konsertsalurinn ásamt einskonar turni eða
upphækkun sem heyrir til sviðinu. Hins-
vegar við forsalinn er minni konsertsalur-
inn, veitingasalur, aðstaða fyrir ráðstefn-
ur, sýningaraðstaða fyrir myndlist og
keiluspil i kjallara.
Allar borgir á Vesturlöndum eru fullar
af hryggilegum dæmum um sálarlausar
byggingar í anda modernismans, en innan
og samanvið leysast perlur sem bera vott
um andríki og sköpunargáfu. Þar á meðal
er Acropolis í Nice. í fyrsta lagi er húsið
stórkostlegt að ytra útlit, líkt og fjall sem
breytir ásýnd sinni þegar breytt er um
sjónarhorn; samröðun tingnarlegra stein-
steypuforma, sem skreytt eru með lóðrétt-
um línum — og glers, sem á forsalnum er
látið rjúfa steinsteypuna og skilur þannig
tónlistarhlutann frá ráðstefnuhlutanum.
Gylltur þumalfingur, hálf önnur mann-
hæð á stærð, stendur uppúr marmaragólf-
inu í forsalnum; verk myndhöggvarans
Césars og annað stórverk myndhöggvarans
Armans: samröðun kontrabassa, stendur
utan dyra. Risastórt málverk eftir Vasar-
ely virðist hafa orðið höfundum hússins
fyrirmynd í sambandi við litanotkun, sem
byggist á samröðun úr fjólubláu, rauðu og
svörtu til móts við ljósan marmara. Það
er sjónrænt ævintýri og upplifun sem ekki
gleymist að ganga um forsalinn og uppá
svalirnar á tveimur hæðum, þar sem að-
staða er til myndlistarsýninga. Að sjálf-
íslenzkir tónlistarunnendur vinna nú aö því aö koma upp Húsi
tónlistarinnar í Reykjavfk, enda er tónlistin heimilisiaus f höfuö-
borg íslands. Raunar er þaö ekki eingöngu af þvf tilefni, aö
Lesbókin hefur litiö á Tónlistar- og ráöstefnuhöllina í Nice. Þetta
hús er í hæsta máta athyglisvert dæmi um frábæran nútfma
arkitektúr, en auk þess hefur svo vel til tekizt, aö hljómburöur-
inn f konsertsalnum er á borö viö þaö bezta sem þekkist. Sföast
en ekki sízt: Hér hefur þótt sjálfsagt aö byggja á einu bretti yfir
hljómleikahald og óperuflutning.
GETUM VlÐ TEKIÐ MlÐ af
AKROPOLIS?
Að sjálfsögðu er ólíku saman að jafna
um það, hverjjí íslenzkir tónlistarunnendur
geta fengið áorkað í sinni væntanlegu hús-
byggingu, fáir fátækir og smáir sem þeir
eru á móti forríku borgarsamfélagi eins
og Nice. Það var samt aldrei á dagskrá
hjá þeim í Nice að byggja sérstakt hús
fyrir tónleikahald og annað fyrir óperu.
Hin sjálfsagða lausn nútímans er alhliða
tónlistarhús með óperusviði.
Ef eitthvað annað verður uppi á teningn-
um hér, hlýtur að verða að líta á það sem
stórslys.
Eitt af því sem verður að taka með í
reikninginn er rekstrarafkoma tónlistar-
húss og hér í fámenningu verður hún að
minnsta kosti ekki tryggð nema allir helztu
notendur sameinist. Þeir hafa þó viljað
ganga feti lengra í Nice og byggt yfir
myndlistarsýningar og ráðstefnuhald jafn-
framt tónlistinni.
Að öllu saman teknu er kannski ekki ýkja
margt, sem við getum tekið mið af með
því að gaumgæfa aðra eins höll og þá, sem
hér hefur verið lýst. Að sjálsögðu dettur
engum í hug að 2500 manna áheyrendasal-
ur sé nauðsynlegur hér. En gerð salarins
gæti verið verð eftirbreytni, þótt í minni
mæli væri. Til þessa hefur verið talið að
innréttingar úr timbri skiluðu hinum eina
og sanna hljómurði. í Akropolis hafa hinir
vísu menn veðjað á plðtur úr gerfiefni og
stein og náð jafn góðum árangri. Sjálfur
er salurinn skeifulaga og í stórum dráttum
með svipað form og mannsgómur, sem
talinn hefur verið æskilegur til viðmiðunar
í þessu efni. Það er líka athugunarvert,
hvernig hljómburðurinn er brotinn upp
með lágum veggjum svo sem áður er lýst
og ýmist snúa þvert við sviðinu, eða á ská
við það. Athyglisvert er það einnig, að
loftið sem allt er úr sveigðum plötum
og minnir á tjaldhiminn, er stallað þegar
nær dregur sviðinu og ljósbúnaðinum er
hugvitssamlega komið fyrir í þessum stöll-
um. Eitt er víst: Þegar færustu sérfræðing-
ar í hljómburði hafa hitt naglann á höfuð-
ið, hlýtur slíkt hús að vera vert eftir-
breytni. Því þegar öllu er á botninn hvolft,
verður það hljómburðurinn sem á síðasta
orðið um ágæti tónleikahúss, en ekki lita-
notkun eða formrænar kúnstir. Hitt er svo
annað mál, að þegar þetta grundvallar-
atriði er í lagi, verður húsið ólíkt ánægju-
legra sem heimili tónlistarinnar, ef það er
bæði fagurt og listrænt.
Einmitt það hefur tekizt í Nice.
GfSLI SIGURÐSSON
sögðu er þar bar og fínt veitingahús, þar
sem allur litaskalinn er í dimmrauðu og
fjólubláu.
Appolon — Hjarta Hússins
Tónlistarhúsið var vígt 31. marz síðast-
liðinn með glæsilegri efniskrá í Appolon,
stóra salnum, sem er hjarta hússins og
stolt borgarinnar. Við vígsluathöfn flutti
Sinfónían í Nice 9. sinfóníu Beethovens,
en margskonar önnur tónlist var flutt þar;
jass þar á meðal og stórstjörnur heiðruðu
Nicebúa og Acropolis með söng sínum. Þar
á meðal var sú hollenska Elly Ameling og
sjálfur Placido Domingo kom og söng í
Samson og Dalila.
Þegar Lesbókarskrifarinn var á ferð í
Nice í júlíbyrjun, var allur tónlistarflutn-
ingur um garð genginn til haustsins og
má kallast all furðulegt að nota ekki annað
eins hús yfir sumarið, þegar túristar fjöl-
menna á Frönsku Riveríuna.
Við fengum engu að síður að skoða
Appollo-salinn og það var mikilfenglegt.
Það er fullyrt og haft eftir tónlistarmönn-
um og öðrum sérfræðingum, að hér hafi
svo vel tekizt, að hljómburðurinn sé á borð
við það albezta sam þekkist í heiminum.
Það virðist aldrei vera á vísan að róa í
þessu efni, jafnvel þótt ekkert sé til sparað
og eru til dæmi um að hljómburður hafi
misheppnast þrátt fyrir góða viðleitni.
Hér var ekki látið duga neitt minna en
tveir færustu sérfræðingar í hljómburði,
sem völ er á. Annar þeirra er franskur og
heitir Roger Lamoral, en hinn er Þjóðverji
og ennþá frægari: Lothar Cremer, sem
talinn er hafa unnið stórvirki hjá Fíl-
harmoníunni í Berlín. Hér andar sagan
ekki til manns af veggjunum, en engu að
síður þótti mér svipuð kennd að koma í
þennan sal og þann fræga Musikvereinsal
í Vínarborg sem íslenzkir sjónvarpsáhorf-
endur ættu að þekkja frá árlegum útsend-
ingum á áramótatónleikum.
Munurinn er þó sá, að það er ennþá
áhrifameiri sjónræn upplifun að koma í
Apollon-salinn. Hann var svo framúr-
stefnulegur í útliti, að manni flýgur í hug
geimstöð einhverntíma í framtiðinni. Því-
líkt tónaflóð i litum. Dúnmjúk áheyrenda-
sætin standa í verulegum halla á 15 að-
skildum svæðum og með aðskildum litum:
Ljósbrúnu, rauðu, fjólubláu og sægrænu.
Veggir eru klæddir plötum úr einhverju
gerfiefni og einnig þar er fagurlega spilað
á liti. Séð frá sviðinu er hallandi áheyr-
endasvæðið líkast fjárrétt, þar sem skipt
er niður í dilka, en réttarveggirnir liðlega
mannhæðarháir og hallast allir inn undir
sig. í öllu þessu felst leyndardómur hljóm-
burðarins og breytir engu, hvort spilað er
fyrir tómu húsi eða fullu, því áklæðið á
sætunum er þess eðlis, að hljómburður
verður ævinlega eins, hvort sem salurinn
er tómur eða fullur af fólki. Loftið á sinn
þátt í hljómburðinum einnig; allt þakið
laustengdum plötum, en ljós á bak við og
vísast að öðru leyti til myndarinnar af
salnum, sem hér er birt. Að einu leyti gefur
hún þó ranga hugmynd: Réttarveggirnir,
sem ég hef nefnt svo í gamni og hluta
áheyrendasvæðið í aðskilda reiti, eru ekki
gulir á litinn eins og myndin sýnir. Hér
er einhverju um að kenna í ljósabúnaði
þess er myndina tók; veggirnir eru hvítir
eða ljósgráir.
Byggingarlist í stjörnu-
flokki. Arkitektúr hússins
er framúrskarandi og birt-
ist sá glæsileiki ekki brað
sízt í forsalnum, sem er
með opnanlegu glerþaki.
Vppúr marmaragólfinu
stendur gylltur þumalfing-
ur, skúlptúr eftir mynd-
höggrarann César.
Acropolis í Nke. Glerþak er ytir aðalinnganginum og forsalnum, sem skiptir húsinu í trennt: Til rinstri er stóri konsertsalurinn, en smærri
salur og aðstaða fyrir ráðstefnur hægra megin.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTÓBER 1965