Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 3
JÓHANNJÓNSSON
IKMT
® í®] ® @ ® ® d] E ® S [D [1] ® H!
Útgefandi: Ht. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Svelnsson. Ritstjórar: Matthias Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fuiltr.: Gísli Sigurösson. Augiýsingar: Baldvln
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100.
Þetta málverk Þorvaldar Skúlasonar
hefur ekki komið fyrir augu lands-
manna fyrr og er ástæðan sú, að það
ílentist í Danmörku, en nú hefur Sverr-
ir Sigurðsson eignast það og er það í
hans vörzlu. Myndina málaði Þorvald-
ur 1931 og er hún frá Reykjavíkurhöfn,
en Þorvaldur málaði allmargar myndir
þaðan á kreppuárunum. Þessi er þeirra
stærst, 95x110 cm.
Húsameistarinn
ólafur Ólafsson frá Þverá í Akra-
hreppi er að öllum líkindum fyrsti ís-
lendingurinn, sem teiknar hús. Hann
var fjölhæfur gáfumaður, lærði lög við
Hafnarháskóla, orti á latínu og settist
að í Kóngsbergi í Noregi, þar sem hann
komst til metorða og varð m.a. stór-
þingsmaður.
Tónlistin
hefur fengið glæsilegt heimili í Nice í
Suður-Frakklandi, en Lesbókin var þar
nýlega á ferð. Húsið er dæmi um nútíma
arkitektúr eins og hann verður beztur og
hljómburðurinn í konsertsalnum er eins
og best verður á kosið. Undir sama þaki
eru einnig ráðstefnusalir, veitingahús og
fleira.
Eydís
Lúðvíksdóttir er ein þeirra, sem lagt hafa
stund á leirlist og lítur á leirinn sem efni
til frjálsrar myndsköpunar. Eydís sýndi á
Kjarvalsstöðum í sumar og af því tilefni
ræddi Kristín Sveinsdóttir við hana.
Forsíðan
HVAÐ ER
KLUKKAN?
Dagur var kominn að kvöldi,
kyrrð og svefnró í bænum,
lognöldusöngvar frá sænum,
sumar í blænum ...
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var ljúfmál sem lognið,
létt og flögrandi bros
um varanna rósreifað flos ...
Hárið blakaði í blænum,
bjart eins og vorið á sænum ...
í augunum hillti undir ungan dag,
þar sem allt var fætt — nema sorgin.
Og enn var komið að kvöldi
og koldimmt í bænum —
og náhljóð frá niðmyrkum sænum ...
Gott kvöld, hvað er klukkan?
Röddin var grátklökk, sem hálfstilltur strengur,
steingjörður íshlátur svall
um varanna grástorknað gjall ...
Sem vængur með flugslitnum fjöðrum
flökti strý undir höfuðdúks-jöðrum ...
í augunum drottnaði alvöld nótt,
þar sem allt var dautt — nema sorgin.
Jóhann Jónsson fæddist á Staðastaö á Snæfellsnesi 1896,
en lézt fyrir aldur fram úti í Þýzkalandi 1932. Hann var
stúdent frá Reykjavík 1920, en las bókmenntir viö háskóla í
Berlín og Leipzig og telst meöal formbyltingarmanna í ís-
lenzkri Ijóöagerö.
Er Island
á útsölu?
Isamskiptum okkar við útlend-
inga gætir oft undarlegrar sein-
heppni og ætlar þetta lengi við
okkur að loða. Ástæðan gæti
verið djúpstæð vanmetakennd,
sem birtist til dæmis á íþrótta-
sviðinu í því að við látum æði oft
vinna okkur í knattspyrnu og
handbolta á síðustu mínútunni. Þau sam-
skipti okkar við útlendinga, sem lúta að
atvinnulífi og þjóðarafkomu eru þó þyngri
á metunum, en einnig þar stingur van-
metakenndin upp kollinum. Við höfum
reynt að skjóta nýjum stoðum undir efna-
hagslífið með samstarfi við útlendinga í
stóriðju og ekki hefur það verið einber
dans á rósum. Við höfum einnig reynt að
skapa gjaldeyristekjur með.því að laða
erlenda ferðamenn til landsins og ekki er
hægt að neita því að það hafi borið nokkurn
árangur, sem mælanlegur er í beinhörðum
peningum.
En þegar betur er að gáð er ekki laust
við að einnig þarna sé vanmetakenndin í
för með okkur. Að vísu þykjumst við full-
viss um, að ísland sé alveg sérstakt og svo
undursamlega fagurt og tilbreytingarríkt,
að á móti því verði landslag víðast hvar í
útlöndum sem hver annar hégómi. Við
erum ekki ein um þessa skoðun og nægir
að benda á, að sumir erlendir ferðamenn
koma hingað ár eftir ár. Einkum og sér í
lagi er það hálendið sem heillar. Ef til vill
er einmitt þetta okkar verðmætasti höfuð-
stóll ásamt fiskinum í sjónum.
Samt álíta sumir þeir sem gerst þekkja
til, að við séum svo væg í gjaldtöku fyrir
aðgang að þessum einstæðu náttúrufyrir-
bærum, að fsland sé nánast á útsölu. Nú
er sá hópur allstór orðinn, sem hefur at-
vinnu af því yfir sumarið að vera til leið-
sögu og þetta fólk veit afskaplega vel af
fenginni reynslu hvar skórinn kreppir og
hvar og hvernig mistök eiga sér stað.
Heimildarmenn mínir í þeim hópi telja að
tryppin séu vægast sagt illa rekin og að
alltof mikið sé einblínt á höfðatölu í stað
þess að leggja áherzlu á að hafa sem mest
uppúr hverjum og einum. Það gerir okkur
öngva stoð og aðeins bölvun og átroðning
að beina hingað vaxandi mannfjölda, sem
kemst upp með að fótumtroða lög og reglur
í þá veru að matarforði er tekinn með til
ferðarinnar; þar á meðal ósoðið kjöt og
úrganginum fleygt hvar sem vera skal.
Ekki eru áhyggjurnar af gin- og klaufa-
veiki alvarlegar á meðan það er látið við-
gangast. Einum úr hópi leiðsögumanna
blöskraði svo þessi kjötflutningur þegar
hann tók á móti ferðamannahópi í Keflavík
að hann gerði tollurum viðvart, en fékk
þau svör, að hann ætti ekki að vera að
skipta séraf þessu.
Hjá íslenzkum ferðaskrifstofum kostar
dagurinn í öræfaferðum 1385 krónur og
þá er allt innifalið: Fullt fæði, bílferðin,
leiðsögumaður og gisting í tjaldi. Þetta
verða ferðir, sem ferðalangurinn minnist
allt sitt líf og fyrir aðgang að slíkfi nátt-
úruparadís er þetta beinlínis hlægilegt
verð og undirstrikar það sem áður var á
minnst, að ísland er á útsölu.
Á Vesturlöndum er sandur af efnuðu
fólki, sem búið er að fara um víða veröld
og leitar fyrst og fremst að því sérstæða.
Illviðri, erfiðleikar og dálítil vosbúð þykja
jafnvel spennandi og nú er vaxandi eftir-
spurn eftir vélsleðaferðum uppá hálendi í
skammdeginu. Meðal þeirra, sem þykir
þetta eftirsóknarverð tilbreyting, er út-
lendur auðmaður, sem búinn er að koma
hingað hvað eftir annað í svartasta
skammdeginu og lætur aka sér á bíl svo
langt sem komizt verður í átt til Land-
mannalauga og síðan er haldið áfram á
vélsleðum.
Viðmælendur mínir úr hópi leiðsögu-
manna töldu að taka þyrfti upp strangara
aðhald varðandi umgengni ferðamanna við
gróður á hálendinu. Þeim bar saman um,
að Þjóðverjar skildu þetta manna bezt;
þeir bæru virðingu fyrir viðkvæmum ör-
æfagróðri og litu ekki niður á allt og alla
eins og því miður ætti sér stað, þegar
sumir aðrir væru á ferðinni. Leiðsögumenn
telja einnig, að verulegt sinnuleysi ríki í
því efni, að ferðamönnum sé gefinn kostur
á því að verzla og að margur fari með
aurana sína heim með sér vegna þess að
tækifæri gafst ekki til að komast í búð.
Stundum er skipulagningu á þann veg hátt-
að, að engin smuga er til þess arna. í annan
stað ber það við, að tekið er á móti útlend-
ingum úr skemmtiferðaskipum og ekið með
þá rakleiðis austur að Geysi og Gullfossi.
Þetta fólk er oft með fullar hendur fjár
og lætur í ljósi óskir um að komast i verzl-
anir, en þegar tækifærið gefst er kannski
búið að loka, eða þá að þetta ber uppá
helgi og enginn virðist nenna að sinna því
að selja þessu fólki minjagripi, listmuni
og fatnað, nema kannski Eden í Hvera-
gerði, þar sem því gefst kostur á að kaupa
fallega hannaðan ullarvarning en einnig
því miður svo vanþróaða og ósmekklega
keramikgripi að þeir eru til skammar.
Væri ekki ráð að stokka spilin og taka
upp aðra stefnu: Líta á ísland sem sérstak-
an lúxus og verðleggja aðgang að íslenzkri
náttúru samkvæmt því. Taka gersamlega
fyrir matvælaflutning ferðafólks til lands-
ins, en gefa því alltaf kost á að verzla og
síðast en ekki sízt: Að verulegur og vaxandi
ferðamannafjöldi sem kaupir ferðir á
tombóluverði en enga aðra þjónustu og
engar vörur er ekki nokkurt keppikefli.
GÍSLISIGIJRÐSSON
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTOBER 1985 3