Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Blaðsíða 5
Blikur — „Leirinn er sro skyidur landslaginu að mér fannst liggja beint
rið að nota hann í lágmynd úr ríki náttúrunnar.
ílát — gamalt riðfangsefni leirlistamanna.
Heysáta — ein af lágmyndum Eydísar á sýningunni.
I
Gríma. Eitt af þrí, sem Eydís hef-
ur unnið fyrir GliL
Ég gekk einn hring í salnum, gaf mér góð-
an tíma, varð stöðugt meira og meira
hissa, kom aftur til sama staðar, orðlaus.
Á sýningunni hafði mætt auga mínu allt
annað en það sem ég hafði átt von á. Und-
urfagrar veggmyndir unnar í postulín.
Náttúruform í mildum, ljósum litum og
dimmur flísagrunnur á bak við. Eydís sá,
að sýningin hafði komið mér á óvart og
horfði á mig spyrjandi.
— „Postulín er í mínum huga hvítt og
glansandi, bollar og slíkt með bláum fugl-
um,“ sagði ég til skýringar. „Ég átti ekki
von á þessu. Eigum við ekki að fá okkur
kaffi mér til hressingar. Ég þarf að melta
smástund." Hún vildi að ég settist og sótti
kaffi handa okkur báðum.
— „Ér þér sama þótt ég reyki?“ spurði
ég og vildi vera tillitssöm.
— „Ég var að hugsa um að spyrja þig
þess sama,“ sagði hún. Við kveiktum í og
reyktum þegjandi nokkra stund.
— „Heyrðu," sagði ég svo. „Ég spyr
kannski eins og fávís kona, en mér finnst
engu líkara en þú notir kökukefli, þegar þú
fletur leirinn úr. Nei, mér datt þetta bara
si svona í hug, en auðvitað gerirðu það alls
ekki.“
Eydís varð svolítið prakkaraleg á svip-
inn. „Þú hittir einmitt naglann á höfuðið.
Kökukefli er nefnilega tii annarra hluta
nytsamlegt en fletja út deig og lumbra á
köllum."
Ég var víst enn efins á svipinn, því að
Eydís kinkaði kolli til að sannfæra mig. Ég
bað hana þá um að segja mér svolítið frá
þvi, hvernig hún ynni verk sín og frá und-
irbúningi sýningarinnar.
— „Það tók mig langan tíma að prófa
mig áfram með postulínsleirinn, eða einn
og hálfan mánuð. Hann er afar viðkvæmur
í meðferð og vinnslu, og nær ekki fullum
styrkleika fyrr en eftir aðra brennslu. Þess
vegna get ég ekki hreyft við honum fyrr en
hann er fullunninn. Eins og þú hefur
kannski tekið eftir eru myndirnar í tveim-
ur stærðum, en það ræðst af stærð
ofnplatnanna. En það var rétt til getið hjá
þér áðan, þegar þú nefndir kökukeflið.
Þegar ég flatti leirinn út á ákveðinn hátt
tók ég eftir því, að sprungur mynduðust í
hann. Eftir margvíslegar tilraunir tók ég
að nota leirinn sléttan í bakgrunninn, en
lagði sprungu hliðina ofan á. Þannig
myndar grófa hliðin andstæðu við þá
sléttu og þannig urðu mótíf mín til.“
— „En mynstrið," spurði ég. „Hvernig
vannstu það?“
— „Mynstrið gerði ég með alls konar
áhöldum, til dæmis kíttisspaða, gömlum
tannbursta og ýmsu öðru sem mér datt í
hug.“
— „Og litirnir. Mér sýnist þeir aðeins
vera tveir, en mismunandi mikið lýstir."
— „Litunun næ ég með því að blanda
oxýðum í vatn. Oxýð eru málmar," sagði
hún til skýringar, „og eg nota einungis tvo
kóbalt og kopar. Kóbaltið gefur þennan
milda, bláa lit sem þú sérð. Það er afar
vandmeðfarið efni, því að liturinn er svo
sterkur. Ég vildi ná fram mjúkum litum og
það heppnaðist eftir ótal tilraunir."
— Og varstu ánægð með árangurinn?"
— Ég held að ég verði að segja, að ég
hafi náð miklu betri árangri en ég nokkurn
tíma hafði þorað að vona.“
— „Heitin á myndunum þínum bera með
sér, að þú sækir yrkisefni þín í náttúruna."
— „Já, þetta er náttúran eins og hún
kemur mér fyrir sjónir. Þarna eru melar
og móar, uppblástur og skorningar, him-
inn og fjöll. Það eina sem ég geri, er að
útfæra náttúruna í leirinn eins og hún
kemur mér fyrir sjónir."
Ég hefði orð á því, hversu fallegur heild-
arsvipur sé á sýningunni og hversu vel hún
sé sett upp.
— „Það kom mér til góða að hafa unnið
við uppsetningar á sýningum áður. Eg
lagði geysilega vinnu í þetta. Rammana
utan um myndirnar smíðuðum við í sam-
einingu, maðurinn minn og ég. Svo tel ég
mig hafa verið heppna að hafa fengið
þennan sal hérna á Kjarvalsstöðum. Hann
er bjartur og hæfilega stór, og umhverfið á
vel við það sem ég hef verið að gera.“
—„Þú hefur selt meira en helming verka
þinna á aðeins fjórum dögum. Má það ekki
teljast góður árangur hjá listamanni sem
er að halda sína fyrstu sýningu?"
— „Ég er afskaplega ánægð. Þetta hefði
ekki getað verið betra.“
— „Hefur sýningin fengið umfjöllun í
dagblöðum?"
— „Ekki ennþá. Ég bæði hlakka til og
kvíði fyrir því. En fyrst fólk sýnir svona
mikinn áhuga og vill kaupa verkin mín er
ég alsæl."
Höfundur er húsmóðir í Reykjarík
og hefur oft skrifað greinar og rið-
töl í Lesbók.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTÖBER 1985 5