Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 7
magasári". Hann hefur alltaf lagt ríka
áherzlu á að vinna og viðhalda hylli fjöld-
ans með leikrænum tilburðum. Með báðar
hendur hátt á lofti er hann alltaf með á
myndinni, ekki sízt fyrir framan sjón-
varpstökumyndavélina, hvort sem um er
að ræða skrúðgöngur um götur borgarinn-
ar og við hátíðleg tækifæri af ýmsu tagi
eða þegar eitthvað hefur farið verulega
úrskeiðis í stórborginni, eins og þegar
víðtæk verkföll lömuðu allt samgöngukerfi
borgarinnar fyrir nokkrum árum. Þá geng-
ur borgarstjórinn um göturnar í fylgd
fjölmiðlamanna og spyr íbúana í borginni
sinni: „Hvernig lízt þér á þetta hjá mér?“
og þeir svara með viðeigandi brosi á vör:
„Bara vel“.
Edward Koch er sonur gyðingahjóna,
sem fluttust til Bandaríkjanna frá Pól-
landi. Á unga aldri vann hann fyrir sér
sem skósali, áður en hann tók að hafa
afskipti af stjórnmálum. Þegar hann var
kjörinn borgarstjóri var hann þegar orðinn
þingmaður í Washington fyrir demókrata
og í þeirri stöðu fékk hann orð á sig fyrir
að vera frjálslyndur í skoðunum á flestum
málefnum.
Sem borgarstjóri hefur hann gerzt
greinilega hægrisinnaður og sparar ekki
púðrið í orðatiltækjum sínum þegar hann
til dæmis segir í sjálfsævisögunni (1984)
álit sitt á „hinum róttækari armi“ innan
Demókrataflokksins: „Þeir eru langflestir
bara fávísir, illa uppfræddir, gjörsamlega
bernskir að þroska, hugsunarsnauðir eða
blátt áfram nautheimskir — reglulega
„stúpíde“.“
í kosningunum til borgarstjórnar fyrir
fjórum árum var Koch frambjóðandi bæði
Demókrataflokksins og repúblikana, og
gefur það nokkra hugmynd um, hve víð-
tækt fylgi hans er og pólitísk ítök margvís-
leg í borginni. Langminnstra vinsælda
nýtur Koch meðal blökkumanna í New
York, en sú óánægja hefur þó enn ekki náð
að verða svo sterkt pólitískt afl, að hún
sé nokkur veruleg ógnun við styrka stöðu
hans. í þetta skipti hefur Edward Koch
þó ekki leitað eftir því að verða einnig
útnefndur frambjóðandi repúblikana til
embættis borgarstjóra og á hann að
minnsta kosti þremur mótframbjóðendum
að mæta í kosningunum. Einn þessara
frambjóðenda er forseti borgarráðs, frú
Carol Bellamy, sem lengi hefur verið póli-
tískur keppinautur Kochs. í bók sinni
„Borgarstjórinn" lýsir hann á sinn ljúf-
mannlega hátt áliti sínu á hæfileikum
hennar og atgervi sem „alveg einstakri
hörmung" og „skelfingar-fyrirbrigði".
300 ÞÚSUND NÝIR
VlNNUSTAÐIR
Þrátt fyrir góða útkomu í skoðanakönn-
unum að undanförnu hefur Edward Koch
eins og hans er jafnan vandi, haldið uppi
harðvítugri og umfangsmikilli kosninga-
baráttu. Hann leggur auðvitað framar öllu
áherzlu á þann árangur, sem náðst hefur
á ýmsum sviðum á því nær átta ára tíma-
bili, sem hann hefur verið við völd í New
York-borg.
Hann bendir á þá staðreynd, að í hans
stjórnartíð hafí bætzt við 300.000 nýir
vinnustaðir í New York. Nýir skýjakljúfar
rísa upp á Manhattan-eyju svo ótt og títt,
að margir hafa áhyggjur af því síaukna
álagi, sem þessi nýju háhýsi valda á
samgöngukerfí miðborgarinnar, og á raf-
magns- og vatnsveituna. Borgarstjórinn
lítur hins vegar á þessi nýju stórhýsi, sem
að mestu hafa skrifstofur og gifurlega
íburðarmiklar einkaíbúðir innan sinna
veggja, sem staðfestingu á þeim nýja lífs-
þrótti, sem gripið hafí um sig í New York
á síðustu árum. Innan byggingariðnaðar-
ins nýtur Koch að sjálfsögðu hinna mestu
vinsælda.
I framboðsræðum sínum hefur Koch
jafnan bent á, að ibúatala New York er
aftur tekin að vaxa eftir langvarandi
fækkun á árunum 1970 og fram til 1980,
þegar um ein milljón New York-búa flutti
búferlum úr borginni. Það sem mestu máli
skiptir er þó sú staðreynd, að efnahagur
borgarinnar stendur nú með meiri blóma
og fastari fótum en verið hefur um langt
skeið.
„Okkur hefur tekizt að koma á jafnvægi
í fjárhagsáætlunum borgarinnar um það
bil einu og hálfu ári fyrr en við höfðum
áður gert okkur vonir um og áætlað, og
siðastliðin fimm ár hefur fjárhagsáætlunin
staðizt ár hvert," segir einn af samstarfs-
mönnum Kochs í borgarstjórn.
„New York er orðin ein af fjárhagslega
styrkustu borgunum í Bandaríkjunum eða
ef til vill í öllum heiminum," bendir Koch
borgarstjóri gjarnan á; og þegar kosningar
standa fyrir dyrum bætir hann fúslega
við: „Og við ætlum okkur að verða ennþá
öflugri á fjárhagssviðinu."
Nýjar aðferðir við
lyfjagjafir
Vísindamenn á sviði
fjölliða efnafræði og
lyfjafræði hafa tekið
höndum saman til að
reyna að leysa meiri-
háttar vandamál varð-
andi lyfjagjafir:
Hvernig hægt sé að
hafa ákveðið, fast magn af lyfi í líkam-
anum, án þess að það sé gefið með vissu
millibili í ákveðnu magni. Árangurinn
hefur orðið vaxandi fjölbreytni, hvað
snertir aðferðir við lyfjagjafir með
plasttöflum, ígræðslu og plástrum, en
með þeim er hægt að auka áhrifamátt
lyfs, um leið og óæskilegar hliðar-
verkanir minnka eða hverfa.
Lyfjaframleiðendur hafa tekið hin-
um nýju aðferðum með opnum örmum.
Varanlega verkandi eða sívirk lyf við
ferðaveiki, hjartakveisu og augnsjúk-
dómnum gláku eru þegar á markaði og
mörg önnur hafa verið reynd. „Ég hef
aldrei vitað nýrri tækni fagnað jafn-
innilega og þessari,“ segir Bonnie
Burdett, talsmaður Alza í Kaliforníu,
eins fyrsta fyrirtækisins, sem fram-
leiddi slík lyf.
Ein ástæðan til þessarar hrifningar
er sú, að öruggar aðferðir við lyfjagjaf-
ir af þessu tagi hafa verið lengi á leið-
inni. Þeirra hefur verið beðið með
óþreyju. Á meira en hundrað árum
hafa litlar breytingar orðið á því,
hvernig lyf hafa verið gefin. Sjúklingi
hefur verið gefin skammtur af lyfi með
reglulegu millibili, til dæmis á fjögurra
tíma fresti. Hvað flest lyf varðar, er
þessi tilhögun fullnægjandi. En í öðr-
um tilfellum koma aftur á móti upp
alvarleg vandamál. Skömmu eftir
lyfjagjöfina eru áhrifin í hámarki, en
dvína svo niður í núll. Við hámarks-
áhrif geta sum lyf verið hættuleg, en
skömmu síðar eru þau orðin of dauf til
að gagn sé að.
Hinum nýju aðferðum, sem byggðar
eru á fjölliðum, er ætlað að útiloka hin-
ar miklu sveiflur, sem bundnar eru við
tímasettar meðalagjafir í formi taflna,
hylkja, sprauta eða nefúðunar. Þannig
ættu þær að draga mjög úr hliðarverk-
unum ýmissa lyfja eða jafnvel að koma
með öllu í veg fyrir þær. Ennfremur
munu hinar nýju aðferðir koma sér-
staklega vel að haldi viö inntöku lyfja,
sem framleidd eru með erfðatækni.
„Án þessara aðferða myndi líkaminn
draga of fljótt úr áhrifamætti þessara
lyfja til þess að hægt væri að nota þau
fyrir sakir of mikils kostnaðar," segir
Robert Langer, lífefnafræðingur hjá
MIT.
nálarlaus Sprautun
Þó að ekki séu liðin nema um 15 ár,
síðan hinar varanlegu eða sívirku með-
alagjafir komu til sögunnar, hafa yfir
tíu aðferðir verið reyndar og teknar í
notkun, og sumum þeirra hefur þegar
verið beitt við lyf, sem nú eru á mark-
aði. Ein af hinum fyrstu var „Trans-
derm system" frá fyrirtækinu Alza, en
þar er um að ræða lyfjagjöf gegnum
húðina án sprautu með þeim ókostum,
sem henni fylgja, sársaukanum og
sveiflukenndri verkun lyfsins.
Transderm plásturinn er samsettur
af ógegndræpu yzta borði, lyfjahylki,
hálfgegndræpri himnu og sérstöku
lími, sem ekki á að valda ofnæmi, til að
festa plásturinn við húðina. Plásturinn
gefur frá sér stöðugan skammt af lyfi
gegnum heila húðina og beint inn í
blóðrásina.
Það er mikilvægur kostur við slíka
aðferð sem þessa, að lyfið fer framhjá
meltingarkerfinu og eina ferð um lík-
amann, áður en það kemur I lifrina.
Lifrin gerir mörg lyf efnafræðilega
óvirk, og þess vegna verður að gefa þau
í nægilega stórum skömmtum til að
tryggja lækningamátt þeirra.
Talsmaður Alza segir, að hina innri
hálfgegndræpu himnu, sem gerð er úr
fjölliða efni og bundin einkaleyfi, sé
hægt að framleiða eftir þörfum, þannig
að hún hleypi í gegn tilskyldu magni af
hvaða lyfi sem væri stöðugt og örugg-
lega. En aðrir eru ekki eins vissir um
það, og sumir vísindamenn telja víst,
að hvað sum lyf snerti, ráði húðin sjálf
mestu um lyfjagjöfina, en ekki himnan.
Deilurnar um mikilvægi hinnar hálf-
gegndræpu himnu hafa þó ekki komið í
veg fyrir það, að lyfjaframleiðandi,
Ciba-Geigy, beitti aðferð Alza við lyf,
sem nú eru á markaði, gegn hjarta-
kveisu og ferðaveiki (sjó-, bíl- og flug-
veiki). Transderm-Scop inniheldur
scopolamine, lyf, sem lengi hefur verið
þekkt sem vörn gegn ferðaveiki. í
venjulegu formi getur þetta lyf haft
alvarlegar hliðarverkanir, valdið áköf-
um hjartslætti, rugli og ofskynjunum.
En engar óhagstæðar aukaverkanir
hafa komið í ljós við læknisfræðilegar
tilraunir, þegar lyfið hefur verið gefið
gegnum húðina með ofangreindri að-
ferð.
Frekari tilraunir við Stanford-
háskóla í Bandaríkjunum og Ríkisspít-
alann í Osló leiddu í ljós, að Trans-
derm-Scop, sem aðeins fæst gegn lyf-
seðli, væri áhrifameira en lyfin Dram-
amine og Bonine, sem frjáls sala er á.
Að auki dugar plástur bak við eyrað í
þrjá daga. Áhafnir geimferjunnar nota
lyfið reglulega. Sami lyfjaframleiðandi
er nú að gera tilraunir m.a. méð plást-
ur, sem hefur að geyma lyf gegn of
háum blóðþrýtingi.
Lyfjagjöf
Með Ígræðslu
Þar sem öll lyf komast ekki gegnum
húðina, hafa R. Langer og samstarfs-
menn hans við MIT og Barnaspítalann
í Boston þróað töflur með varanlegri
..............
verkun, sem komið er fyrir undan húð-
inni, þar sem þær geta gefið frá sér
ýmis lyf, svo sem insúlín, vaxtarhor-
móna, interferon, blóðstorkunarlyf,
hvata og jafnvel mótefni og bóluefni, í
meira en ár.
Það var fyrir tíu árum að R. Langer
og Judah Folkman uppgötvuðu, hvernig
hægt væri að nota fjölliðaefni í þessu
skyni. Fjölliða (polymer) er heiti ým-
issa gerviefna úr stórsameindum, sem
myndazt hafa við samröðun smásam-
einda af einni eða fleiri gerðum. Hinir
tveir vísindamenn hafa síðan unnið að
því að hagnýta þessa uppgötvun og náð
svo góðum árangri, að þeir búast við, að
lyfjagjafir með þessum hætti fyrir
menn muni hefjast innan örfárra ára.
Töflur, sem þeir hafa notað við tilraun-
ir á dýrum, hafa aðeins verið á stærð
við hálfa matarbaun, en getað sinnt
lyfjagjöf reglulega og stöðugt um langt
skeið.
VENJULEG Inntaka
Þótt lyfjagjafir gegnum húðina og
undir henni hafi sína kosti, hafa þó
flestar rannsóknir á þessu sviði miðazt
við það, að hin varanlega verkandi lyf
yrðu tekin inn á venjulegan hátt gegn-
um munninn. Sú aðferð hefur þann
kost fram yfir allar aðrar, að sjúkling-
um er hún eðlilegust og þeir fella sig
bezt við hana. En meginvandamál vís-
indamanna, sem halda sig við þennan
kost, er það, að innihald meltingarfær-
anna getur haft mjög mikil áhrif á
lyfjagjöfina. En vísindamenn virðast
þó hafa fundið lausn á því máli, sem er
mjög sérstök. Hún er byggð á þeirri
staðreynd, að þótt innihald maga og
þarma sé mismunandi, þá er heildar-
safn jóna (fareinda) merkilega stöðugt.
Telja vísindamenn því, að með tiltölu-
lega einföldum jónskiptum megi
byggja upp kerfi, sem tryggi stöðuga
lyfjagjöf.
En í hinni víðtæku og margþættu leit
vísindamanna að öruggari og áhrifa-
meiri lyfjum og aðferðum við lyfjagjaf-
ir eru fjölliða kerfin, sem að framan
hefur verið lítillega lýst, aðeins lítill
kafli i mikilli sögu. Allt öðruvísi að-
ferðum verður sennilega beitt gagnvart
ýmsum sjúkdómum, og til að mynda
má búast við ígræðanlegri insúlíndælu
að minnsta kosti í sumum sykursýkis-
tilfellum.
En fjölliða lyfin munu vafalaust eiga
stóra hlutdeild í markaðnum á næstu
árum og út þennan áratug vegna þess
hve þau eru einföld, ódýr og líkleg til
vinsælda meðal sjúklinga. Því er spáð
að væntanlega muni gífurlegur fjöldil
nýrra lyfja koma á markaðinn á næstu
fjórum til fimm árum. En þótt þau
muni verða mismunandi áhrifamikil og
útbreiðsla sumra verði takmörkuð, þá
boða þau nýja áfanga á réttri leið til
léttis fyrir hrjáð mannkyn. (l»ýö. SVÁ)
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. NÖVEMBER 1985