Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Page 8
Fimm í Perú Hér hefst frásögn meö myndum, sem halda mun áfram í tölublöð- um Lesbókar og segir frá ævintýraferð fimm íslendinga til Perú, þeirra erinda að klífa hæstu fjöll þar, öll um 6 þús. m há. Þau fimm sem fóru og standa að frásögninni, eru Jón Geirsson, Anna Lára Friðriksdóttir, Kristinn Rúnarsson, Þorsteinn Guðjónsson og Torfi Hjaltason. / Amsterdam á útleið og allir í toppformi. Fri vinstri: Þorsteinn, Kristinn, Torfi, Anna Lára ogJón. Blessuð börnin voru reyndar ekki með í ferðinni til Perú. örum til Perú!“ sagði einhver. „Hvenær?“ — Næsta vor til dæmis.“ Svona einfalt var það. Búið var að ákveða langt og strangt ferðalag suður í álfu. Þau sem um ræðir í þessari grein og þrem- Af leiðangri fimm félaga úr íslenzka alpaklúbbnum á hæstu fjallatinda í Perú Fyrsti hluti eftir TORFA HJALTASON ur öðrum síðar eru: Kristinn Rúnarsson, Jón Geirsson, Anna Lára Friðriksdóttir, Þorsteinn Guðjónsson og Torfi Hjaltason. Síðastnefndur ber ábyrgð á þessari grein ásamt Önnu Láru. Við fimm erum öll gagntekin af fjöllun- um og höfum lengi verið. Hvers vegna er oft spurt, þegar skilning vantar á þessu brölti. Það er alltént ekki í æfingaskyni en menn tala gjarnan um að fara suður í Alpa í æfingaferðir. Það er ódýr lausn á þessu eilífa vandamáli. Æfingar, nei, það sem máli skiptir er að upplifa fjallgönguna, fjallið og sjálfa sig. Það lærist margt. Fjöllin kalla og við svörum, nú barst kallið langt að. Um veturinn unnum við af kappi við undirbúning ferðarinnar. Mikið var grúsk- að í bókum og kortum, því engan var hægt að rabba við, sem hafði farið héðan til Perú í sömu erindagjörðum. Hópurinn skipti með sér verkum. Þor- steinn, með sína reynslu frá Argentínu ár- inu áður, útbjó fæðulista. Kiddi gerði ferðaáætlun á hina ýmsu tinda. Jón sá um klifurbúnað, Anna Lára týndist í far- gjaldafrumskóginum og ég, Torfi, var á lyfjum, þ.e.a.s. sá um fyrstu hjálpargögn og iyf. Margir fundir voru haldnir. Niðurstaðan Heila línan i kortinu sýnir leiðina, sem flogið var utan, en brotna línan sýnir leiðina til baka. varð sú að við vildum stefna á að klífa 3—4 fjöll, þeirra á meðal hið fallega Alpamayo (5945 m), Huandoy (6395 m) og hæsta fjallið, sem er Huscarán (6768 m). Við gerðum okkur grein fyrir því að áætlunin var mjög bjartsýnisleg, en hvað þýðir ann- að? „Marga tinda“-ferð á há fjöll, var eitthvað alveg nýtt. Erfiðleikarnir voru margvíslegir, í mik- illi hæð (2500 m og uppúr) minnkar súr- efnið í andrúmsloftinu mjög ört. Meiri hæð — minna súrefni. Hver einstaklingur getur aðlagast minnkandi súrefni en það tekur tíma. Lík- aminn fjölgar rauðum blóðkornum sem flytja súrefnið um æðakerfið, þannig eykst afkastageta blóðrásarinnar i þessu tilliti. Enginn veit fyrirfram hve lengi tekur að aðlagast eða hvort það hreinlega takist. Refsingin við því að flýta sér og ana beint upp í mikla hæð getur verið alvarleg fjallaveiki sem getur jafnvel dregið menn til dauða. Vörnin felst í aðgát og þekkingu á vandanum. Við lásum okkur til og ræddum málin, allir voru sammála um að gæta sín vel. Brottför í Maí Þegar dró að brottfarartíma í maílok ’85 kom skrekkur í okkur. Á Perú var sjaldn- ast minnst í fréttum nema ef eitthvað slæmt kom til, pólitísk uppþot, verkföll, róstusamar kosningar, sprengjutilræði, eiturlyfjaspilling ... Veruleikinn, eins og blöð og útvarp skynja hann, var farinn að gera okkur lífið leitt. Þorsteinn skrifaði vini sínum, Kana,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.