Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Side 11
Heima
Helga Krabbe í gamla herberginu sínu á efri hæð bússins Tjarnargötu 40.
Ókuferð í hestvagni sem tekinn var á leigu hjá Nikolai Bjarnasyni sumarið
1913. Helga Krabbe situr við blið ekils. A myndinni eru líka frú Anna Kirk
og sonurhennar.
Útreiðatúr sumarið 1913. Á myndinni eru frá vinstri: Anna Kirk, Knut Zim-
sen, Margarethe Krabbe, N.P. Kirk verkfræðingur (bann vann við byggingu
Reykjavíkurhafnar), Flora Zimsen og Georgia Björnsson.
t
var töluð danska
Besti leikvöllur okkar krakkanna var á stóru
túni á milli okkar og Ráðherrabústaðarins,
milli Tjarnargötu og Suðurgötu. Það var
dálítið mishæðótt og því vel fallið til vetrar-
leikja, á skíðum og sleða. Betri skíðabrekka
var þó á milli Ráðherrabústaðarins og
Tjarnargötu 28, en þeir sem æfðastir voru
á skíðum fóru upp á Hólavallatún eða suður
í Öskjuhlíð. Á túninu miðju var stór og
mikill timburstafli, þar sem við gátum
klifrað um allt og hreiðrað um okkur með
„dótið" okkar og dúkkur. Timburstaflinn
stóð þar til Laxdalshús var byggt, en þá
fengum við að leika okkur þar á meðan á
byggingunni stóð. Við sníktum meðal
annars kítti hjá málurunum og bjuggum
til allskonar „fígúrur" úr því, en ekki er
mér kunnugt um að nein listamennska
hafi sprottið upp úr þeim tilraunum.
Stóru krakkarnir voru oft í boltaleik á
túninu eða á götunni á kvöldin, þegar ég
fékk loks að vera með (en ég var þeirra
yngst) var ég látin vera „stikkfrí" til að
byrja með, þ.e.a.s. allt var talið ómark sem
ég gerði og þótti mér hin mesta smán að
því. Hart þótti mér líka að vera kölluð
inn, að dönskum sið, á vissum tíma til að
fara að hátta, en hinir krakkarnir fengu
að vera eins lengi og þeir vildu. Leikfélagar
mínir hófu skólagöngu á undan mér og þá
leiddist mér að vera ein, en þegar þar að
kom fór ég í Landakotsskólann. Það þótti
manni nokkrum hin mesta óráðsía og sagði
við pabba: „Hvernig dettur yður í hug að
senda barnið í Landakot og borga fjórar
krónur á mánuði þegar hægt er að fá
ókeypis kennslu í Barnaskólanum?" Ég var
í 8 ár í Landakotsskóla og var afskaplega
ánægð þar og þótti vænt um nunnurnar.
Ég hef fram á þennan dag haldið sambandi
við skólasystur úr Landakoti, þær voru
Æskuár
í upphafi aldar
Helga Krabbe
rifjar upp gamlar
Reykjavikurminningar
Eftir
Bergljótu Ingólfsdóttur
Síðari hluti
Tvær konur —
tvennskonar brott-
för: Helga Krabbe,
ung að árum, með
stúdentshúfuna
sína og komin um
borð í Gullfoss á
leið til Kaupmanna-
hafnar 28. ágúst
1924. Viðbliðhenn-
ar stendur fremur
sorgbitin kona, sem
raunar er þarna að
kveðja ísland og
halda utan alfarin:
ToveKjarval, eigin-
kona Jóhannesar
S. Kjarval. Undir
handriðinu sér í
ungan svein. Það
er Sveinn Kjarval,
sonur þeirra.
flestar danskar eða norskar í að minnsta
kosti aðra ættina, nú búsettar hérlendis, í
Danmörku og Noregi.
Pabbi lagði mikla áherslu á að ég lærði
vel bæði íslensku og dönsku og blandaði
ekki málunum saman. Ég hafði þó fyrst
framan af dálítið takmarkaðan orðaforða
á íslensku, eins og glöggt kom fram daginn
sem bárust fréttir um að heimsstyrjöldin
fyrri væri skollin á. Jón frændi minn, kona
hans og tvö börn voru í heimsókn hjá okkur
þegar þetta var, þau hjónin ásamt foreldr-
um mínum voru í boði hjá Klemens Jóns-
syni landritara í Tjarnargötu 22 þegar
fréttatilkynning frá Morgunblaðinu var
borin í hús. Á tilkynningunni voru orð eins
og fregnmiði, styrjöld, safna liði o.s.frv.
og ég skildi alls ekki hvað þar stóð, frænd-
systkinum mínum til mikillar undrunar.
Við urðum því að bíða í óþreyju eftir full-
orðna fólkinu til að fá skýringu á þessu,
en þau komu snemma heim vegna þessarar
fréttar. Það er svo af Jóni frænda að segja,
að hann flýtti för sinni heim til Danmerkur
með fjölskylduna vegna stríðsins.
Heima fyrir var töluð danska og áður
en ég varð læs var lesið upphátt á kvöldin
ýmsar sögur, amma las á dönsku og
mamma á sænsku, á meðan við sátum með
handavinnu. í frístundum sínum batt
mamma inn bækur.
Á sunnudögum fórum við oft í heimsókn-
ir eða gestir komu með börn sín til okkar.
Alltaf þótti mér hátíð að koma til, eða fá
í heimsókn, Knud Zimsen í Gimli og leika
mér við Ingibjörgu dóttur hans. Hún fór
því miður í Barnaskólann en ég í Landakot,
en vinskpurinn hélst alla tíð þar til hún
lést skyndilega á heimili dóttur minnar í
Englandi, þegar viði vorum þar í heimsókn
árið 1979.
Vinafólk foreldra minna bjó í Gróðrar-
stöðinni við Laufásveg og það þótti heil-
mikið ferðalag fyrir krakka að fara þangað
í heimsókn, enda ekki komin Tjarnarbrú.
Stelpur voru allar klæddar kjólum á
þessum tíma og í heimaprjónaða sokka,
gráa, svarta eða brúna. Skórnir voru reim-
aðir eða hnepptir. Annar skófatnaður voru
gúmmístígvél, sem keypt voru í Skóverslun
Lárusar G. Lúðvígssonar.
Ég var tvö sumur í sveit að Kiðjabergi
í Grímsnesi og hafði mikla ánægju af.
Landsvitarnir áttu 5-10 hesta, sem voru
1 sveit á veturna en geymdir inn við Rauð-
arárstíg á sumrin hjá manni sem hét
Gunnlaugur. Hann kom með hestana til
okkar á sunnudögum og þeim var hleypt í
túnið þangað til við fórum í reiðtúr út á
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. NÖVEMBER 1985 11