Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Síða 3
LESBOK
HDHSlSlllSBlAlliaBSIl]
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100.
Forsíðan
er mynd af málverki Tolla (Þorláks Krist-
inssonar) sem hann nefnir Strandir og er
af útsýni norður yfir Hornbjarg. Tolli er
einn af yngri kynslóðinni í myndlist og
má nú segja að sagan endurtaki sig, því
einmitt í árdaga íslenzkrar málaralistar
leituðust menn við að mála víðfeðmt útsýni
til fjalla — en þá var afstaðan rómantísk
og útkoman ólík. Þessi mynd er birt í til-
efni samtals við Tolla úm veru hans í
Berlín og sitthvað fleira.
Valsakóngurinn
Robert Stolz var sá síðasti í röðinni, en
var mikilvirkur og dó 95 ára. Kannski er
hann ekki mjög kunnur hér persónulega,
en íslendingar þekkja án efa fjölda hinna
skemmtilegu laga hans. Við segj um f rá
Robert Stolz í tilefni Vínarkvölds Sinfón-
íunnar, þar sem leikin verður tónlist eftir
hann.
heyra til hitabeltinu og eru mun öflugri
og hættulegri náttúrufyrirbæri en íslenzkt
fárviðri, þegar veðurhæð nær 12 vindstig-
um. Trausti Jónsson leiðir lesendur í allan
sannleika um þessa árlegu vágesti á heit-
um, suðlægum ströndum, þegar ósköpin
geta fárið upp í 17 vindstig.
Skjöldungar
eru meðal næstu nágranna okkar, en við
þekkjum næstalítið til þeirra. Skjöldungar
búa við Skjöldungsfjörðinn á austanverðu
Grænlandi, þar sem Guðni Þorsteinsson
og fleiri voru við tilraunaveiðar og er annar
hluti þeirrar frásagnar birtur hér.
Fellibyljir
JEVGÉNÍ JEVTÚSJENKO
Skilnaður
Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku
Fótspor írökum snjó,
breiðgata,
fannbarinn sporvagn,
lausleg snerting hanska
og síðan í flýti:
— Far vel!
Éggeng bein tafa ugum,
dofinn,
þaðerlogn,
og snjóflyksur svífa.
Núna beygt fyrir horn,
núna inngangurinn í neðanjarðarstöðina
skerandi birta,
og loðhúfan þiðnar.
Égstend í léttum dragsúgi,
horfi inn íjarðgöngin,
troðfull af myrkri,
snerti við marmarasúlu,
finn kuldann íhendinni.
Það erys,
og allskonar fólk að fara —
Og enn á égjafn erfitt með að skilja,
að ekki varð neitt úrneinu
oggat ekki orðið...
(1956)
Jevgéní Jevtúsjenko er fæddur 1933 og er einna þekktastur
hinna yngri Sovétskálda.
I hræöslubandalagi
við sjálfan sig
Að gefnu tilefni langar
mig að segja ykkur fal-
lega sögu, sem bráðum
er 40 ára gömul, en hefur
að vísu þann galla að hún
gerðist ekki, ekki í al-
vöru, nema bara fyrri
hlutinnaf henni.
Kosið var til Alþingis árið 1946. íslend-
ingar bjuggu þá að nýlegri kjördæmabreyt-
ingu. Hún hafði verið gerð fjórum árum
áður, jafnaði raunar ekki til neinnar hlítar
vægi atkvæða eftir kjördæmum, en með
11 uppbótarsætum dugði hún ennþá nokk-
urn veginn til þess að samræma þingstyrk
og kjörfylgi flokkanna yfir landið. Hinir
20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 19 kjör-
dæmakjörnir og einn til uppbótar, af 52
þingmönnum alls, voru t.d. í þokkalegu
samræmi við 39,4% kjörfylgi flokksins yfir
landið.
En skugga ber á sé nánar að gætt. Um
45% kjósenda bjuggu í þremur kjördæmum
suðvesturhornsins, Reykjavík, Hafnarfirði
og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Af þeim
kusu nálægt 45% Sjálfstæðisflokkinn.
Kjósendur hans í þessum landshluta voru
með öðrum orðum um 20% kjósenda á
landinu öllu og hefðu eftir réttum hlut-
föllum átt að hafa 10 þingmenn. En þeir
höfðu bara sex. Fjóra í Reykjavík, engan í
Hafnarfirði, Ólaf Thors í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og Bjarna Benediktsson upp-
bótarþingmann. Sæti Bjarna var meira að
segja allt annað en tryggt. Ef Alþýðuflokk-
urinn hefði verið búinn að glopra niður
meirihlutanum á ísafirði — eins og hann
gerði sjö árum síðar — þá hefði Sjálfstæð-
isflokkurinn bætt við sig kjördæmakjörn-
um manni og misst uppbótarsætið. Bjarni
hefði líka verið mjög naumlega inni ef
Lúðvík Jósepsson hefði ekki, aldrei slíku
vant, náð kjördæmakjöri í Suður-Múla-
sýslu. Þarna voru sem sagt 20% kjósenda
í gjörvöllu landinu, með raunverulegan rétt
til 10 þingsæta, fullt af hinum ágætustu
frambjóðendum, en ekki nema 5 þingsæti
örugg og hið sjötta ótryggt.
Allar stöfuðu þrengingar þessar og
óréttur af því meinlega ranglæti, að f lokks-
systkin þessara kjósenda í öðrum lands-
hlutum höfðu mjög góða atkvæðanýtingu,
mikið af þingsætum í fámennum ein-
menningskjördæmum og gulltryggt annað
sætið í fjórum tvímenningskjördæmum,
þótt Framsókn ætti þar miklu meira fylgi.
Hér lýkur sögunni eins og hún gerðist,
en hitt tekur við sem gerðist ekki. Auðvitað
hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki þurft að
una þessum örlögum. Hann hefði getað
gert „hræðslubandalag við sjálfan sig“ eins
og það er kallað nú um stundir, boðiö fram
undir sérstöku nafni og bókstaf í umrædd-
um þremur kjördæmum. T.d. kallað sig
Sjálfstæðisflokkinn (kenndan við þingsæti
handa sjálfum sér) og boðið fram undir
listabókstafnum Þ (sem í hljóðfræðinni
hefur sömu afstöðu til D og F hefur til
B). Sjálfsætisflokkurinn hefði þá átt rétt
til uppbótarsæta án tillits til atkvæðanýt-
ingar Sjálfstæðisflokksins úti á landi. Og
sjá, hann hefði umsvifalaust átt rétt á fjór-
um uppbótarsætum í stað eins. (Kannski
hefði þurft lagabreytingu til að hljóta fleiri
en eitt í sama kjördæminu.) Alþýðuflokk-
urinn hefði misst eitt og Sósíalistaflokkur-
inn tvö. Sjálfstæðisflokkurinn úti á landi
hefði einskis í misst. Hann hefði verið
búinn að leysa sín vandamál á kostnað
andstæðinganna (og réttlætisins, hvað
varðar hlutföll flokkanna á þingi, en rétt-
lætið er ekki til umræðu rétt í bili).
Raunar hefði að sumu leyti verið klókast
fyrir Sjálfsætisflokkinn að bjóða ekki að-
eins fram á sínu eigin landshorni, heldur
hefði hann átt að bjóða fram í stað gamla
Sjálfstæðisflokksins í nokkrum öðrum kjör-
dæmum þar sem lítil von var um þingsæti
hvort eð var. T.d. Þingeyjarsýslum, Múla-
sýslum, Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-
ísafjarðarsýslu, Mýrasýslu. Slík lánskjör-
dæmi hefðu ekki þurft að færa honum
nema rétt liðlega 1000 atkvæði alls til þess
að fella annan uppbótarmann af Alþýðu-
flokknum og ná fullum kvóta, tíu þingsæt-
um. Sjálfstæðisflokkurinn úti á landi hefðu
engu að síður haldið sínum 14 sætum (277o
þingsæta út á 16 eða 17% atkvæða, en sú
tegund af ranglæti er ekki til umræðu í
þessum pistli).
Ég hef spurst fyrir, en ekki getaö komist
að því að neitt í þessa_átt hafi svo mikið
sem hvarflað að forráðamönnum Sjálf-
stæðisflokksins. Ekki einu sinni ungum
sjálfstæðismönnum. Já, tíminn breytist og
mennirnir með.
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
LESBOK MORGUNBLAOSINS 11. JANÚAR 1986 3