Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Qupperneq 3
TMW H S1 Sl ® lal ® ® E S ® B [E ® 11 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjamason. Ritstjómarfulltr.: Gísli SigurÓ8Son. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aöalstrœti 6. Sími 691100. Sjónvarpið er 20 ára í þessum mánuði og af því tilefni hefur Emil Bjömsson, fréttastjóri þar í 19 ár, rifjað upp ýmislegt frá fyrstu dögunum, þegar allt var nýtt og spennandi og „eins og að stökkva fram af klettum". Forsíðan í tilefni sýningar í Norræna húsinu á verk- um eftir Edvard Munch, birtir Lesbók á forsíðu mynd af málverki, sem verður á sýningunni og telst dæmigert fyrir Munch, bæði hvað snertir stíl og myndefni. Myndin heitir Fyrirsæta við ruggustól. Af þessu til- efni hefur Bragi Asgeirsson skrifað grein um Munch og list hans, en hróður þessa norræna stórmeistara hefur heldur aukizt upp á síðkastið í sambandi við tilkomu ný- bylgjunnar í myndlist. ALEXANDER BLOK HAUST Hægfara ganga haustsins dagar yfir, hægfara fellur laufið gult og skært, hressandi svali, heiðskírt loft og tært — en hrörnun sína flýr ei neitt sem lifir. Svo eldist með hveijum degi, einnig þú! Og ár hvert, þegar gulnuð blöðin sveima — þú hugsar og manst, þú heldur þig ekki dreyma, að haustin hér áður, þau voru ei jafn döpur og nú. Geir Kristjénsson þýddi úr rússnesku. Alexander Blok (1880—1921) er höfuöskáld rússnesku symbólistanna. Snilldarverk hans, Tólfmenningamir, hefur komið út á íslensku í þýöingu Magnúsar Ás- geirssonar. ENN EINN KASSINN Litlir kassar á lækjarbakka, litlir kassar og allir eins“ — segir í texta, sem stund- um heyrist sunginn í útvarpið. Á teikningum ferðamanna af Reyjavík á 18. og 19. öld má sjá, að þessi vísir að bæ í Kvosinni er líkastur sam- safni af stökum kössum. Svo stækkuðu kassamir þegar efni og ástæður leyfðu og við fengum alþingiskassa, pósthúskassa og nokkra misjafnlega ljóta bankakassa, sem mynda líkt og múrvegg við Austurstræti og tryggja það endanlega, að þessi aðalgata miðbæjarins geti ekki orðið annað en leiðin- leg. Við megum þakka fyrir að nýjasti kassinn, sem á að hýsa Seðlabankann, var ekki settur niður þama líka. Milli kassanna eru svo götumar eins og gjár eða storm- gljúfur eins og mig minnir að einn starfs- bróðir minn á DV hafi nefnt þær. Meiripart ársins æðir vindurinn um þessi manngerðu fjallaskörð; enginn vill vera á svona götum lengur en nauðsyn ber til. Það bíður næstu aldar og framsýnni manna en þeirra er nú lifa að endurbyggja borgina eins og með þarf á þessari norð- lægu breiddargráðu — endurbyggja hana samkvæmt hygmyndum, sem fram hafa komið, til dæmis hjá Þórði Ben Sveinssyni hér í Lesbók og víðar og felast í yfírbyggð- um ylstrætum og því, að borgin sé að vemlegu leyti samfella en ekki samansafn einstakra kassa. Það er ekkert tæknilegt vandamál að framkvæma þetta; það þarf aðeins stórhug og skilning til þess. Ekki örlar á þeim skilningi á þessari stundu, en skrefið verður stigið í smáum stíl í nýja Hagkaupshúsinu í Kringlu, þar sem verður einskonar yfirbyggð gata og torg með alls- konar starfsemi annarri en verzlun Hag- kaups. Eftir því sem séð verður á þessari stundu, er Hagkaupshúsið fjarri því að líta út eins og kassi og það eitt út af fyrir sig þykir mér kostur. Hitt er svo annað mál, að menn hafa ákaflega skiptar skoðanir á því, hvort þetta verði fallegt hús. Eg held að það verði að minnsta kosti ólíkt skárra en mörg önn- ur, sem risið hafa á þessum síðustu bygg- ingatímum. Hvað sem líður fagurfræðilegum um- þenkingum, er hitt ekki síður þungt á metunum, að Hagkaupshúsið verður vísir að því sem koma skal sem einhverskonar yfirbyggt torg. Fyrir þá framsýni skal for- ráðamönnum þessa fyrirtækis þakkað; alltaf skulu það vera skapandi einstaklingar sem standa að merkilegri nýbreytni en ekki ráð og nefndir á vegum hins opinbera. Landsfeðrunum með nefndir sínar og ráð verður minna hægt að þakka, ef þeir ætla að láta verða af því að byggja nýjan al- þingiskassa samkvæmt nýlega verðlaunaðri lausn. Fram hefur komið, að þessi verð- launatillaga gerir ráð fyrir ennþá stærri kassa en forsögnin bauð, en það þótti.bara betra. I Kirkjustræti eigum við sem sagt að fá einn kassann til viðbótar með langri og ömurlegri hlið, sem minnir á bankana í Austurstræti. Forsögnin hefur gert ráð fyr- ir einhverri líkingu eða framhaldi af Al- þingishúsinu, en með þessari hrikalegu og trúlega mjög svo óþörfu stærð, fer sú líking öll úr böndunum og eftir stendur kassi, sem eftir teikningunni að dæma gæti eins verið gosdrykkjaverksmiðja eða eitthvað ámóta. Líklegt má þó telja, að forsögnin eigi eins mikla sök á því og höfundur tillögunnar; auk þess var tíminn talinn vera alltof skammur, sem þátttakendur í samkeppninni fengu. Ég held að Geirharður Þorsteinsson arkitekt hafi komið að kjarna málsins, þeg- ar hann var spurður um álit og svaraði því til, að skáldskapinn skorti í tillöguna. Hann sagði einnig: Útlit hússins er meinlaust, kunnáttusamlega útfært, en óþarflega hversdagslegt." Undir þá lýsingu virðist vera hægt að taka með góðri samvisku og í framhaldi af því má spyija: Er það eitthvað slíkt, sem bráðliggur á að byggja við sjálfan Austur- völl? Er það skáldskaparlaus kassi og fremur hversdagslegur, sem við þurfum helzt af öllu þar? Þurfum við eitthvað sem alls enga athygli vekur nema fyrir þennan þunglama- lega langvegg. Það er ekki einleikið með þennan miðbæ okkar; óhamingju hans virð- ist verða flest að vopni. Margir hafa fundið verðlaunateikning- unni það til foráttu, að þrátt fyrir allt verði gamla Alþingishúsið eins og annexía við blið þess nýja. Það er alveg rétt og sama hvemig að væri farið með svo stórt hús. Með órofa hlið, sem virðist þrefalt lengri en Alþingishúsið, hlýtur það í krafti stærðar sinnar að stela senunni; það verður höfuð- bólið, það gamla hjáleigan. En gerir það svo mikið til? Gamla Al- þingishúsið er bam síns tíma og vitnar um upphaf varanlegra bygginga á Islandi. Það stendur áreiðanlega alltaf fyrir sínu, þótt eitthvað ólíkt og djarflegt rísi við hliðina á því. Svo mjög er hægt að taka tillit til gamla hússins, að menn verði um of með bundnar hendur og einmitt það hefur gerzt. Þess- vegna fáum við hús, sem skortir virðuleika og töfra þess gamla — en skortir einnig þá töfra, sem nást með dálitlu hömluleysi og skapandi ímyndunarafli; með öðmm orðum skáldskap. Tillitssemi við gamalt er nauðsynleg, þeg- ar nýtt er byggt við hliðina; til dæmis em víst flestir sammála um, að háhýsi væri ekki heppilegt við hliðina á Alþingishúsinu. En of mikil varfærni leiðir einatt til þess, að við fáum eitthvað sem sálina vantar í. Framtíðin mun ekki fyrirgefa okkur þenn- an þjakandi bankalangvegg, ef hann rís. Þessvegna skulum við strax og án nokkurr- ar eftirsjár stinga þessum tillögum undir stól og efna til nýrrar samkeppni; gefa arki- tektum rúman tíma. Höfum húsið þriðjungi minna en verðlaunatillagan gerir ráð fyrir, jafnhátt, en umfram allt: Innblásið af frum- leika, skáldskap og virðuleika, allt í senn, svo engum komi til hugar að þar sé gos- drykkjaverksmiðja. Að fara að eltast of mikið við útlit gamla Alþingishússins lendir bara í andlausum vandræðagangi eins og dæmin sanna. GÍSLl SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27, SEPTEMBER 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.