Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 3
T-EgBtHT ®®S][a][a][N][lB[*l®[Il[í][S]ll] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rit8tjórn: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Táknmál Njálu, svo og spumingin um höfund þessa mikla lista- verks heldur áfram að vera mönnum íhugunarefni og kemur á óvart, að miklu fleiri en sérhæfðir fræðimenn á þessu sviði rannsaka málið og setja fram kenningar. Þar á meðal er Gunnar Tómasson hagfræðingur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington. Það er fyrri hluti greinar hans, sem hér birtist. Hönnun er gífurlega þýðingarmikil í nútíma samfélagi sölu- mennsku og auglýsinga, en grafísk hönnun, áður nefnd auglýsingateikning, á í vök að veijast og er ekki metin til jafns við annan listiðnað, segir Sigurður Öm Biynj- ólfsson, forstöðumaður grafísku hönnunardeildarinnar í Myndlista- og handíðaskóla íslands, en hann stendur nú að sýningu á grafískri hönnun, sem er nýlunda hér. Jóhannes Tómasson ræddi við hann. Forsíðan Á myndinni er Sigurður Örlygsson listmálari með eitt af verkum sínum og er myndin birt í tilefni sýningar, sem hann opnar í Galleríi Svörtu á hvítu 22. þ.m. Sigurð- ur er mikilvirkur listamaður og hefur oft þann hátt á' að endurtaka eitthvert atriði úr málverkinu í skúlptúr, sem hann tengir siðan við myndina. Hér hefur hann fundið gamla teikningu af púðurkvöm, sem hann notar á þennan hátt og lætur það ganga eins og rauðan þráð í gegnum margar myndir. Sigurði lætur vel að vinna stórt, en húsrýmið við Óðinstorgið býður ekki uppá slíkt og því sýnir Sigurður nú myndir, sem segja má að séu meðalstórar. Kíha þykir forvitnilegt land og nokkuð ólíkt afganginum af heimsbyggðinni. Þangað brá sér Terry G. Lacy, kennari við Háskóla íslands og segir hún frá því sem fýrir augu bar. MIROSLAV HOLUB: Stutt hugleiðing um nafnorðið þjáning Þýðing: Þorgeir Þorgeirsson. Wittgenstein fullyrðir að sögnin að „þjást“ hafí komið í stað gráts og kveinstafa. Nafnorðið „þjáning" greinir þannig ekki frá kvöl hins þjáða en kemur í stað hennar. Kemur í stað hennar og bægir henni burt. Þannig breytir orðið viðbrögðum okkar gagnvart þjáningu. Þetta orð verður einsog þagnarslíður utanum þjáningamar í okkur. Það er sefinn. Það er nálin sem rekur upp saumana milli blóðs og jarðar. Orðið er fyrsta skrefið í frelsisátt burt frá okkur sjálfum. Ef fleiri skyldu nú vera þar viðstaddir. Skálda- ölmusan egar við íslendingar tök- um á hyggindunum, höldum við því fram í al- vöra, að hinn sameigin- legi búskapur okkar allra, sem við köllum ýmist „hið opinbera" eða „kerfið“, eigi fyrir hvem mun að hrista af sér öll þau umsvif í þjóðlífínu, sem með nokkra móti verði undan ekizt, að minnsta kosti allt það, sem við, hagsýnir athafnamenn, gætum grætt á. Þá segjum við með myndugum hneykslunarsvip, að hið opinbera eigi ekki að „vera að vasast í“ hinu og þessu, sem því komi ekki við. En þó að þeim fari fjölgandi, sem skilja nauðsyn þess að losna við afskipti kerfísins á sem flestum sviðum, ber það við, að kerf- isútilokunarskráin hlaupi í baklás. Til dæmis getur það dottið í okkur að vilja endilega að hið opinbera vasist í því, hveijir fást við yrkingar og hvemig. Þá stofnum við opin- bera sjóði og fáum þeim það hlutverk að leggja sprek á glóð andagiftarinnar í landinu. Síðan skipum við opinbera skálda- matsnefnd og látum hana reikna út, hvers konar andlegir tilburðir skuli öðra fremur teljast til fyrirmyndar. Og loks er þeim, sem þar ná máli að opinbera mati, veitt glóðar- sprekið með viðhöfn í formi svo margra bankaseðla, sem talið er að duga megi skáldi til viðurværis tiltekinn fjölda mánaða. Er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að skáldið hafí verið atvinnulaust, eins og skáldi sæmir, og skuli verða það að nýju um leið og náðarskeiðið er á enda rannið og glóðarsprekið til ösku brannið. Hvað annað? Enginn getur ætlazt til þess, að manneskja í fostu starfi geti allt í einu hlaupizt frá færibandinu mánuðum saman til að yrkja, og síðan farið aftur í legið sitt foma og tekið til þar sem frá var horfíð eins og ekkert hafí í skorizt. Ef öll skáld, sem geta ekki lifað á skáld- skap sínum, hefðu atvinnu, og þá að sjálf- sögðu laun, sem nægðu til eðlilegra þarfa, svo sem hver þjóðfélagsþegn á að minnsta kosti siðferðilega ef ekki lagalega kröfu á, þá væri öll bókmenntaleg góðgerðastarfsemi óþörf, nema ef vera skyldi til þess að stað- festa ósmekklegan slettirekuskap hins opinbera og gerræði í málum sem engin leið er um að dæma á boðlegan hátt. Sumir halda, að þessi afskiptasemi við skáldskapariðjuna sé sniðug aðferð til að stugga skáldahjörðinni inn á þóknanlegan afrétt, þar sem hún megi eiga sér beitar von. Aðrir sjá þar markvísa viðleitni til að kæfa skáldagrillufaraldurinn með öllu með því að láta hið opinbera „vasast" í þessu, því allir viti hvemig það muni gefast. En sjónarmiðin era margvísleg. Kunningi minn, Hrólfur Sveinsson, heldur því fram, að skáldgáfa stafí af B-vítamínskorti, og eigi öll viðbrögð við þeim vágesti að vera á snæram landlæknisembættisins, sem vænt- anlega sé nógu vel í smokk búið til að takast á við vandann af myndarskap. Fyrir fáeinum áram varð hér nokkurt blaðarabb um opinber afskipti af bókmennt- um í formi styrkja og verðlauna. Þá var sú skoðun rökstudd, að rithöfundum væri ekki aðeins lífsnauðsyn, eins og öðram, að hafa fasta atvinnu, heldur væri það hollast hveiju skáldi, sem vildi kenna særok samtímans í eigin skeggi, að stunda að nokkra marki ærlega vinnu í samstarfí við annað fólk, fremur en einangrast frá mannlífínu sf og æ hálfvegis utan gátta. Sýnt var fram á það með talnarökum, að með þeim skaplega vinnutíma, sem nú á dögum telst eðlilegur, gefst yfrið tóm til að sinna hvaða ritstörf- um, sem vera skal, af svo sleitulausri elju sem nokkurt vit er í. Ef rithöfundi er gefínn kostur á slíkri atvinnu, verður ekki betur við hann gert í þeim efnum. Sá ölmusu-peðringur, sem nefndur er skáldastyrkur, heiðursverðlaun eða öðram skrípanöfnum, er engum til sóma, hvorki veitendum né þiggjendum. En þessu er jafn- vel þröngvað upp á fólk án þess um sé sótt. Og fæstir kunna við að hafna slíku, heldur þykir skylt að þakka með bugti fyrir kurt- eisi sakir. Enda kynni annað að vera túlkað sem derringur, eða að öðrum kosti jafnvel kallað „lítillæti", sem sjaldnast er annað en ranghverfan á gikkshættinum. Örlæti af þessu tagi er fyrst og síðast ætlað veitanda til dýrðar, og fer þá bezt á því, að þiggjandinn sé þess utan látinn lepja dauðann, svo hann geti með krafti sannfær- ingar lýst því yfír, klökkur af þakklæti, að þessi höfðinglega rausn geri sér fært að vinna bókmenntalegt afrek svo um muni. HELGI HÁLFDANARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. SEPTEMBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.