Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 16
Hausinn horfir til fjalls. Við Litiu Streytur. Kletturinn sem skagar fram úr Þórólfsfelli. Til hægri á myndinni sést hellirinn, sem Markarfljót hefur nagað innan úr móberginu. Páskaeyj arhaus og álfakirkja við Þórólfsfell INjálu er þess getið, að Njáll og synir hans á Bergþórshvoli höfðu í seli í Þórólfsfelli. Þetta fell rís inn af Fljótshlíðinni og er skammt þangað frá Fljótsdal og öðrum innstu bæjum í Fljótshlíð. Ekki er þesslegt í hlíðum Þórólfs- fells núna, að vænlegt þætti að hafa þar í seli. Fyrir utan einstaka torfur er fellið berangurslegt og fellur Markarfljót á kafla uppað því, svo vegurinn sem þama liggur innúr á Emstrur og raunar á fjalla- baksleið syðri, er grafínn inn í bratta fjalls- hlíðina og liggur hann víða tæpt. Neðantil í Þórólfsfelli eru móbergsmynd- anir, sem skera sig nokkuð úr og eru nefndar Litlu Streytur. Lengst fram skagar sér- kennilegur klettur eða höfði, sem liggur beint við að álykta að hljóti að vera álfa- kirkja, kannski meira að segja dómkirkja. Ekki kannast Fljótshlíðingar þó við neinar slíkar sagnir tengdar klettinum. Markarfljót hefur runnið þama uppað, þar til sá straum- ur var stöðvaður með fyrirhleðslu og hefur vatnið grafið helli, sem er talsvert rúmgóð- ur og sést á myndinni. Þessi hellir var fyrr meir notaður sem sauðahús frá Fljótsdal og ef að líkum lætur hafa sauðimir átt sinn þátt í því, að landið er nú tötmm klætt eins og víðar. Það tíðkaðist að halda sauðum stíft til beitar og þeir vom ákaflega að- gangsharðir við beitiland. Þama er nú afréttarland Fljótshlíðinga. Spölkom ofar í brekkunni er annar mó- bergsklettur litlu minni, sorfinn mjög af veðmm og sérkennilegur fyrir þá sök, að frá einni hlið kemur fram mannsmynd í prófíl og minnir hún vemlega á hinar sér- stæðu risa-höggmyndir á Páskaeyjunni, sem enginn veit hver gerði. Höfundurinn annað- hvort gat ekki eða hirti ekki um að merkja sér verkið fremur en höfundur Njálu. Ekki þyrfti nema smávægilega aðgerð til þess að fullgera þá andlitsmynd, sem náttúran sjálf hefur í stómm dráttum mótað þama. GS. • 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.