Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 14
Kona vigtar matvæli & götu i Lanzhou. Myndirnar hefurgreinarhöfundurinn tekið. drukkin skál hans og hótelsins. Hótelstjórinn og leiðsögumennimir sögðu alltaf að ég líktist Kínveija. Þetta voru gullhamrar og ég held að ástæðan hafi verið sú, að ég var ekki með langt nef eins og flestir Vestur- landabúar. Einn af ferðafélögunum varð fyrir því óhappi, að gullfylling datt úr tönn hjá hon- um. A spítalanum var tannlæknir, sem fyllti tönnina aftur með gulli. Aðgerðin og fylling- in kostaði 48 krónur! Þama var miklu meira hreinlæti en á sjúkrahúsunum, sem við sáum í kommúnunni. Þó vom þarna hrákadallar í hverju homi, og smábömin, sem biðu þama með mæðmm sínum gerðu allar sínar þarfír í þá. En þama vom bændur að fá gullfylling- ar í tennur í stað þess að tennumar væm einfaldlega dregnar úr þeim. ÚGÚRAR ERU EINS OG Grikkir Og Tyrkir Frá Jiuquan ókum við til Dunhuang. Þetta er land Úgúra, þurrt og dreifbýlt. Úgúrar líkjast Grikkjum og Tyrkjum og tæki enginn sérstaklega eftir þeim í Miðjarðarhafslönd- um. Utan við þorpin em hjarðir sauðfjár sem böm í marglitum klæðum gæta. Þarna í grenndinni em rústir fomrar borgar, sem var mikill staður 1600 f. Kr. Fomleifafræð- ingar fínna þama margt til að skoða. Dunhuang telur 100.000 íbúa. Ársúrkoman er ekki nema 48 mm! Þurrkar em þama því miklir, og það virtist sama hve mikið við dmkkum, alltaf vomm við jafnþyrst. Við fómm til ijalla hinna syngjandi sanda eins og þau em kölluð, og fengum þar tæki- færi til þess að ríða á úlföldum. Þama urðum við vitni að því hve lítið er tekið tillit til öiyggis manna þama, hvort sem er í flugvél- um eða á landi niðri. Venjulega gerðu Kínveijar allt til þess að þóknast okkur. Þeir reyndu að svara ölium spumingum okkar, og breyttu ferðaáætlun til þess að þóknast okkur. í Sovétríkjunum fómm við þangað sem Rússar sögðu okkur að fara og hlýddum á það, sem Rússar vildu að við heyrðum. Kínveijar em hugsunarsamir og kurteisir og mér féll ákaflega vel við þá. En stöku sinnum gekk ekki allt eins og það átti að gera. Einn úr hópnum, rúmlega sjö- tugur jarðfræðingur og kona hans vom sett á úlfalda. En úlfaldar rísa á fætur á dálítið undarlegan hátt. Fyrst gerist ekki neitt. Svo rykkjast þeir til fram og aftur þegar maður síst býst við. Jarðfræðingurinn datt af baki og var með miklar þrautir í síðunni það sem eftir var ferðarinnar. Þegar heim kom sýndu röntgenmyndir, að hann hafði brotið mörg rifbein. Svipað kom fyrir síðar þegar við ókum inn í Úmmqi. Þijú okkar fóm út úr vagnin- um til að taka myndir. Þegar ég sté inn í vagninn lagði hann af stað, og tvö vom eftir. Leiðsögumaðurinn hrópaði á vagn- stjórann en hann nam ekki staðar fyrr en eftir hálfs kílómetra akstur. Hvað var hann að hugsa? Átti fólkið að bjarga sér sjálft í eyðimörkinni? í Dunguang skoðuðum við bamaheimili. Kennaramir virtust hæfír og bömin hlýðin og vel upp alin. Þau dönsuðu fyrir okkur, sérstaklega vom sex ára stúlkumar skemmtilegir dansarar. Einn drengjanna sló taktinn og öll sungu þau fullum hálsi. Böm- in vom í skrautlegum klæðum og sum vom með dásamlega fallegar grímur. Eg gaf ein- um kennaranna póstkort frá íslandi. Skammt utan Dunguang sáum við venju- legt sveitaþorp. Menn sem vom þar að reisa nýtt hús buðu mér te og leyfðu mér að taka myndir að vild. Vatn var sótt í fötum. Þama vom ræktaðar marijuana-plöntur. Kínveijar sögðu reyndar að þetta væri hampur, en nokkrir úr hópnum tóku nokkrar plöntur og þurrkuðu og reyktu síðan og sögðu að þetta væri ágætt marijuana. Heitasti Staður Kína Eftir nokkra viðdvöl var haldið með lest til Turfan. Þegar við komum til hótelsins var boðið upp á melónur og sátum við und- ir vínviði í garðinum og neyttum þeirra. Um kvöldið dönsuðu ungir Úgúgírar fyrir okkur. Þeir léku undir á þjóðleg hljóðfæri sem minntu mig á rússnesk hljóðfæri. I Turfan vomm við í lægð sem er 154 metra undir sjávarmáli. Aðeins Dauðahafið er lægra. Þama er mjög þurrt, ársúrkoman aðeins 16 mm. Þama er heitasti staður í Kína, og jafnframt er þama stormasamt. í héraðinu em þó 200.000 íbúar. Ástæðan fyrir þessum fólksflölda er áveitukerfíð. Úrkoma fellur í Tanshan-íjöllin og seitlar í sandinn. Um 2000 ára skeið hafa íbúarnir þama grafið neðanjarðargöng og safnað saman vatninu, sem leitt er langan veg til akra sem em 20.000 hektarar að stærð. Þama er því auðvelt að rækta vínvið og melónur. Þama em sandhólar sem em svo heitir að fólk með liðagikt grefur sig í þá til að draga úr sársaukanum. Hér máttum við fara um allt, heimsækja markaðstorgin og borða heitan mat úti undir bem lofti. Síðan ókum við til Logafjalla (svo nefnd vegna þess að þau em rauðleit í sólskin- inu). Þarna em svokallaðir Búddha-hellar höggnir í bergið. Byijað var á þessu verki 420 f. Kr. og því haldið áfram í 1400 ár. En þama hafa ræningjar farið um. Fyrst tóku Þjóðveijar (?) margar Búddha-myndir. Síðan komu múslímar og eyðilögðu heilmik- ið. Hin fjölmörgu Búddha-höfuð, sem máluð em í veggina em að mestu útmáð. Þjóðveij- amir björguðu því ýmsu frá eyðileggingu. Þeir fundu líka verðmæt handrit sem falin vom bak við eina myndina og opnað hafa skilning á þessum myndum. VIÐ RÚSSNESKU LANDAMÆRIN Frá Turfan fómm við með áætlunarbíl til Ummqi. Við vomm nú rétt hjá rússnesku landamærunum og nú fyrst sáum við her- búnað. Alls staðar í Kína höfðum við séð hermenn. Þeir vom í einkennisbúningum, sem líktust náttfötum. Þeir gættu safna og sögulegra staða. En hér vom þeir vopnaðir. Á einum stað vom þeir að grafa vamar- skurði þar sem farið var yfir skarð. í Ummqi fengum við leiðsögumann af kyni Uígúra. Hingað til hafði leiðsögufólkið verið af Han-kynþætti. Fólkið er í litskrúð- ugum klæðum. Konumar hafa gullbryddað- ar slæður um höfuðið og karlmenn em með skemmtilegar húfur, sem minna á Úsbeki. Um allt em böm. Han-fólkið er hvatt til þess að eiga ekki nema eitt barn, en minni- hlutahópamir mega eiga eins mörg börn og þeim sýnist, og reyndar er það eina leið- in til þess að drukku ekki alveg í Han- fólkinu. Han líta niður á minnihlutafólkið og í Xinkiang, þar sem Úígúrar ríktu, fá þeir bestu störfín. Á ámnum 1915—1916 fóm margir Úígúrar til Rússlands. Börn margra þeirra snem aftur, og foreldrarnir skrifa þeim og koma stundum í heimsóknir, en bömin heimsækja foreldra sína í Sov- étríkjunum. Sovétmenn útvarpa til minni- hlutahópanna í Kína. Þama er ódýrt að lifa en þægindi eru lítil. Leiðsögumaður okkar hafði 1600 krón- ur í mánaðarlaun eða 80 yuan. íbúðin, sem hann bjó í var 34 fermetrar og fyrir það greiddi hann 2 yuan á mánuði. I íbúðinni vom þijár 40 w ljósapemr. Við komum í sútunarverksmiðju í Umm- qi. Meirihluti starfsfólksins em konur. Starfsfólkið býr rétt hjá verksmiðjunni og getur því farið heim í þriggja stunda hádeg- ishléinu. Þama vom framleiddir afbragðs- skór og ieðuijakkar, sem fara til sölu í tískuhúsum Parísar. í fleiri fataverksmiðjum var margskonar fínn vamingur framleiddur. Launin vom líka um 130 yuan á mánuði. Kindakjöt Steikt á Teini í Suðurfjöllum heimsóttum við búðir Ka- saka. Hér var landslagið allt annað en niðri á sléttunni. Lækir féllu um flúðir með græn tré á bakkanum. Við fengum kindakjöt steikt á teini. Þetta var mjög gott og við borðuðum með fingmnum. Karlmennirnir útbjuggu matinn. Falleg ung hjón vom gest- gjafar okkar. Þau vom þarna með þriggja vikna gamalt barn sitt, fmmburð sinn. Kasakamir settu á svið hrossasýningu fyrir okkur. Þessi leikur er hugsanlega upp- haf póló-leiksins. Einn mannanna tekur geitarskrokk og setur á lær sér og yfir hnakknefíð. Hinir reyna að ná skrokknum af honum. Þeir ríða oft langan veg að elta þann sem er með geitina. Annar leikur þeirra er að kona og karl eigast við. Maður- inn segir eitthvað við konuna og líki henni ekki hvað hann segir slær hún hann með svipunni, stundum allfast, og allir hlæja. I Ummqi sáum við kvikmynd. Það er mesta furða hvað maður getur fylgst með þótt maður skilji ekki orð í kínversku. Hetj- an var klædd eins og Frakki, í dökkum fötum og með jakkann á öxlinni. Hann líktist Anthony Quinn. Okkur var sýnt hvernig hann hafði verið hrakinn úr forystu komm- únunnar af fjórmenningaklíkunni, sem var sýnd eins og fábjánar í Hollywood-mynd. Hetjumar tvær, hin yngri og eldri, vom settar í fangelsi en tvær konur þrauka áfram í kommúnunni. Eftir menningarbyltinguna koma mennimir til baka. Þarna virðist vera um að ræða að gefa tilfinningunum lausan tauminn og finna útás fyrir andúðina á aðgerðum fjórmenningaklíkunnar. Fyrir bandaríska áhorfendur var leitt að fá ekki að vita hvort elskendurnir næðu saman í lokin eða ekki. Síðustu stundir mínar í Beijing voru mér mjög kærar. Kínversk vinkona mín kom að kveðja mig. Við sátum í lúxus, sem áður var ætlaður keisaranum og hirð hans. Við gengum á tjamarbakka þar sem vatnaliljur prýddu vatnið og steinum var raðað svo listavel að það sýndist náttúrulegt. í hlýj- unni ræddum við saman í marga klukku- tíma. Hún sagði, að Kínveijum hefði tekist að fæða alla þjóðina og sjá öllum fyrir heil- brigðisþjónustu, en framundan væm mörg verkefni. Hún er læknir sem fæst við rann- sóknarstörf og henni ofbuðu óhreinindin. Hún sagði mér líka að húsin í kringum okkur hefðu verið reist á síðustu ámm og kæmu í staðinn fyrir skúrabyggingar. Öðm fremur vildi hún láta mig skilja hvað orðið hefði um hana í menningarbylt- ingunni. Hún fékk ekki að fást við rannsókn- ir. Boðskapurinn var: Það er engin þörf á rannsóknum, farið á sjúkrahúsin. Hún og . maður hennar vom skilin að og send út á land. Hún fékk þó að stunda lækningar. Henni var viss léttir að því að fást við al- mennar lækningar en tíu ára aðskilnaður frá manni og börnum var þungbær. Þegar heim var komið var léttir að sjá litskrúðug þökin í Reykjavík eftir litleysið í Kína, en Kína heldur áfram að vera mér umhugsunarefni. - Höfundurinn er kennari viö Háskóla Islands. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Skógardagur Móðuijörðu fatafáa fegrar góð og natin hönd. Fagnar lífí fræið smáa, fest er mold í gróðurbönd. Sjáum brattann beitargráa breytast um í frjósöm lönd. Setjum við í sólskinsdrögum söngrúm fyrir gróðurlag. Lengi sveltum landsjóðsflögum lífíð býður góðan dag. Jafnvel frið í heimahögum höfum við fyrir skógarbrag. Viður nýr og vaxtarbráður viðrar tímans landnámsþrá. Fær þá rýmri rétt en áður rót, sem kröftum þarf að ná. Þar er ekki hijóstrum háður hagur lands og þroskaspá. Dags og nætur dögg mun glóa. Drauma lands ég rætast sé. Friðað land, sem fékk að gróa, færir okkur vaxin tré. Lifnar jörð við lyng og skóga, laufsæl króna veitir hlé. Höfundurinn er bóndi og allsherjargoði á Draghálsi. BIANCA CLOTILDE LAJOLO Sunnudagur Steinn V. Árnason þýddi Dapur dagur, sunnudagur. Tilgangslaus. Síðdegið brann upp í bið eftir þeim sem ekki kemur. Kvöldið: Gamli heilaspuninn, hamslausir draumórar. Dapur dagur, sunnudagur. Tilgangslaus. Mánudagur á morgun. Til Tórínó Gamla sligaða borg af fargi háhýsanna. Nýja fólkið hefur jaskað þér út. Þú ert tærð og tuskuleg fegurðin fölnuð. Gamla borg sem hýstir konung og hirð reyndu að rísa upp. Bianca Clotilde Lajolo (fædd 1954 í Buenos Aires í Argentinu) er bókmenntakennari viö framhaldsskóla í Tórínó. Ljóðin eru valin úr nýlegri bók hennar sem heitir „Ubi ego Caia, tu Caio'' (Flórens 1986). 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.