Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 12
I Kína virðist allt í sama lit og líf allra virðist líkt TERRY G. LACY, sem búið hefur á íslandi um árabil og er kennari við Háskóla íslands, lýsir því hér hvemig Kína og Kínverjar komu henni fyrir sjónir Ikennslubókunum segir, að Kína sé óralangt í burtu og Marco Polo hafi fyrstur Evrópumanna farið þangað og flutt löndum sínum fregnir af því á 12. öld. En á 8. og 9. öld, áður en ísland byggðist, og 500 árum áður en Marco Polo fór austur, yrkir kínverska skáldið Han Shan um bláeygða íbúa Norður-Evrópu. „Forðum tíð er ég var fátækur, taldi ég fé annarra, nótt eftir nótt. Þá fór ég að hugsa eitt og annað, og ákvað að hefja sjálfur verslun. Ég gróf í blettinn minn og fann leyndan fjársjóð, hnöttóttan safír — hvorki meira né minna. Hópur bláeygðra kaupmanna kom úr vestri. Þeir ætluðu að kaupa hann og fara með hann. Þessum kaupmönnum svaraði ég af ein- urð: — Þessi gimstcinn verður ekki kcyptuur neinu verði“. Svo virðist sem sambandsleysið við Kína hafi ekki verið svo algert sem okkur er for- talið. Langt er liðið síðan verslunarleiðirnar til Kína opnuðust, svo erfiðar sem þær voru. Ef til vill eigum við öll gleymda frændur, sem fóru til Kína fyrir óralöngu? Fyrir um það bil tvö þúsund árum voni famar verslunarferðir um Silkileiðina svo- kölluðu. Hún var aðalleiðin til fram á síðari hluta 15. aldar er menn hófu að fara sjóleið- ina austUr. Silki var einkum framleitt í suðausturhéruðum Kína. Því og öðrum kínverskum munaðarviirum var safnað sam- an í Xian-héraði, og flutt þaðan til Vestur- landa. Ég var einmitt á leið til þeirra svæða í Kína, sem Silkileiðin liggur um. MlKIÐ STARAÐ Á OKKUR Þrátt fyrir samskii>ti austrænna þjóða og vestrænna á liðnum iildum eru Kínveijar nútímans dálítið hissa á að sjá okkur. Hvar sem við fórum hnappaðist fólk saman, mjiig Himneska vatnið í fjalllendi nærri Urumqi, vinsæll sumarleyfadvalarstaður Kínverja. Uppdráttur af silkileiðinni, sem svo hefur verið nefnd og lá frá Rússlandi austur tíl Lanzhou og Xilan í Kína. kurteist, hljóðlátt og vingjarnlegt. Enginn reyndi að olnboga sig áfram eða ýta öðmm frá. Fólkið stóð þarna rólegt og horfði á okkur. Það var alveg óhætt að horfa á það á móti. Ég hafði á tilfinningunni, að því vestar sem dró hafi meira verið starað á okkur. Til Sinkiangs-héraðs hefir ekki verið leyft að ferðast nema frá 1980. Eða var það kannski svo, að þarna í vesturhéruðum Kína er fólk ekki eins mongólskt og annars staðar og þar af leiðandi þyki því forvitni- legt að sjá Vesturlandabúa, sem em líkir því sjálfu. Það finnur að það er ekki eitt í heiminum! Mér er sérstaklega minnisstæð kona af rússnesku kyni, með gullið hár, sem starði í fomndran á okkur þegar við stigum út úr lestinni. Ferðahópurinn, sem ég var í, hittist í Hong Kong. Þar fékk ég mér að borða á kínverskum veitingastað. Það virðist ein- kenni á kínverskum matsölustöðum, að þeir em óþrifalegir en maturinn afbragðsgóður. Meðan ég var að snæða heyrði ég glamrið í mah jong-plötunum í næsta herbergi og upphrópanir þegar ljóst var hvernig veðmál- in höfðu farið. Rautt er hamingjulitur Kínveija. Eftir matinn fékk ég heitt vatn og setti í það poka af „hibiscus-tei“, sem ég hafði með mér. Drykkurinn var auðvitað rauður og allt þjónustuliðið þusti að borðinu mínu og starði á þetta og gerði athugasemd- ir á kínversku. Frá Hong Kong var farið í lest til Guangz- hou. í lestinni var hægt að kaupa ýmsar vömr, einkum þó áfengi, á lágu verði eins og tíðkast í flugvélum. Kínveiji, búsettur utan Kína, keypti 6 koníaksflöskur til að hafa með sér. Það var fyrst í Gangzou að við sáum hið raunvemlega Kína. Borgin er full af reið- hjólum og ómi frá reiðhjólabjöllum. Á umferðargötum í Kína sést vart annað en strætisvagnar og vömbílar, og svo reiðhjól. Margir Kínvetjar telja alltof hættulegt að ferðast um á reiðhjóli um borgarstrætin. Mér líður ekki úr minni er ég sá unga telpu, um það bil ellefu ára, liggja látna á göt- unni. Hún hafði orðið fyrir vömbíl. Hjólið hennar lá skammt frá. Litlaust Land Tvennt vakti einkum og sérílagi athygli mína í Kína, hvorttveggja vegna þess að ég bjóst við öðru. Hið fyrra var, að Kína er ákaflega litlaust land. Ég minntist hinna litklæddu brúða, sem móðurbróðir minn gaf mér og myndanna af keisarahöllinni. En frá austri til vesturs er jörðin brúnleit eða grá, þess vegna em múrsteinar og leirflögur alls staðar grábrúnar, sami litur um þúsund kílómetra leið. Fatnaður karla og kvenna er einfaldur, fölgráar eða brúnleitar buxur eða Maó-jakkar. Það er ekki fyrr en komið er lengst í vestur, þar sem búa Úgírar og Kírgísar að loksins bregður fyrir lit, en þar er litskrúð í fatnaði, slæðum, veggtjöldum og veggir í herbergjum eru málaðir. Stöku sinnum bregður þó fyrir lit í Kína, einkum er rautt vinsæll litur. Stóru te-hitabrúsarnir þar em rauðir. Rauðar nærskyrtur karl- manna sjást stundum undir hvítu skyrtun- um, og þegar hermennirnir bretta upp buxnaskálmunum til að svala sér, glittir í rauðar síðar nærbuxurnar. Þeir em í þessum nærbuxum í mestu sumarhitum. Eitt eða tvö rauð veggteppi sá ég í kommúnu í Gu- angdong. Gamla keisarahöllin er lökkuð með rauðum, grænum, bláum og gullnum lit. En víðast hvar er Kína litlaust svo undrum sætir. Mér var sagt, að giftar konur ættu að klæðast fötum í hlutlausum litum. Þá hljóta allar konur í Kína að vera giftar. Hitt sem sem vakti sérstaka athygli mína var hve líf allra virtist líkt. Það er nánast kraftaverk, að milljarður manna skuli hafa komist á þolanlegt stig hvað snertir heil- brigði, næringu og læknisþjónustu. Ég varð hvergi vör við þau heilbrigðisvandamál, sem blasa við t.d. í Indónesíu. En þar sem ég bjóst við að finna verulegan mun á menn- ingu sá ég þess í stað sams konar lifnaðar- hætti og svipuð lífskjör. Kíkt Á Kommmúnu Við fórum frá Guangzhou til Guangdong til að heimsækja Da Li-kommúnuna. Oddvit- inn tók á móti okkur og bauð upp á hið skylduga te sem borið var fram í stórum krúsum með mismunandi skreyttum lokum. í kommúnunni eru 82.700 manns. Hún nær yfir 72 ferkílómetra svæði. Fólkið skiptist í 19 framleiðslufylki og 230 framleiðslu- hópa. Kommúnan var stofnuð 1958 og var landið þá jafnan til að auðvelda áveitur. Þarna eru einkum ræktuð hrísgijón en einn- ig jarðhnetur, grænmeti og appelsínur. Éiskrækt er í tjörnum, og þarna eru líka svín, endur, gæsir og hænsni. Unnið er sex daga vikunnar, 8 stundir á dag. Á árinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.