Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 5
V- um höfundar, kann orðið „þoka“ að vera tvítekið í 35. kafla Njálu svo athugull les- andi fái skilið, að hér sé meira sagt en virðist við fyrstu sýn. Áður hafði orðið „þoka“ komið fyrir á mjög áberandi máta í frásögn 12. kafla Njálu, eins og nú skal rakið. í þeim kafla segir frá galdri, sem Svanur Bjamason á Svanshóli framdi, en hann var sagður móðurbróðir Hallgerðar. Er það upp- haf frásagnar, að Svanur mælir vísu af munni fram og er það í fyrsta sinn, sem Njáluhöfundur notar bundið mál. Vísan hljóðar svo: Verðiþoka ok verði skrípi ok undr öllum þeim er eptir þér sækja. Urðu þetta áhrínsorð, því hópur manna, sem sækja vildu í hendur Svani banamann Þorvaldar, fyrsta eiginmanns Hallgerðar, varð frá að hverfa. Skall á þá gemingaþoka mikil og fengu þeir ekki að gert, þótt þeir reyndu „þrim sinnum". Enn virðist þó vísan hálf-kveðin, að því er varðar hugsanleg tengsl frásagnar af galdri Svans í 12. kafla og orðaskipta Berg- þóm og Hallgerðar í 35. kafla. Höfundi hugkvæmdist því að kanna þann stað í frá- sögn Njálu — 91. kafla — þar sem orðið „homkerling" er öðm sinni tengt Hallgerði. Þar segir svo: „Skarphéðinn mælti: „Allir sé vér velkomnir." Hallgerðr stóð í anddyr- inu ok hafði talat hljótt við Hrapp. Hon mælti: „Þat mun engi mæla, sá er fyrir er, at þér séð velkomnir.“ Skarphéðinn mælti: „Ekki munu mega orð þín, því at þú ert annathvárt hornkerling eða púta.“ „Goldin skulu þér verða þessi orð,“ segir hon, „áðr þú ferr heim.““ Hallgerður hafði „talat hljótt við Hrapp:“ kann það innskot í frásögn af samtali þeirra Skarphéðins að vera vísbending þess, að ekki liggi hér allt í augum uppi. Orð Hall- gerðar máttu sín einskis í 35. kafla, og kunna því orð Skarphéðins, að ekki „munu mega orð“ hennar í 91. kafla, að undirstrika þau rittengsl kaflanna tveggja, sem orðið „hornkerling" kann að vísa til. Að auki kunna orð Skarphéðins að árétta einhvem gagngeran eðlismun með þeim Svani og Hallgerði, en orð hans máttu sín mjög í frásögn 12. kafla; verður síðar vikið nánar að þeirri hlið málsins. Ef vísan er nú fullkveðin í þeim frásagnar- brotum, sem „þrim sinnum" hafa verið valin samkvæmt lykilorðunum „þoka“ og „horn- kerling", þá er næst að ráða — sbr. orð Bergþóm: „Ek skal hér ráða“ — hvort hér sé hulið kveðið. Lausn þeirrar gátu virðist felast i óvenju- legum orðum Skarphéðins, er hann segir við Hallgerði, að hún sé „homkerling eða púta“. Annar ritháttur orðsins „púta“ á 13. öld var pýta. Ásamt með fyrstu tveimur bók- stöfunum, sem á eftir fara í beinni orðræðu Hallgerðar, GO, svo og þeim tveimur bók- stöfum öðmm, sem ljúka beinni orðræðu Hallgerðar í 35. kafla, er „homkerling" er lögð henni í munn, RA, þá birtist hér allt í einu út úr þoku stílbragða og hugjnynda- flugs nafnskrípið pýtagora. SVANURÁ SVANSHÓLI Ef vísa Svans Bjamasonar á Svanshóli felur í sér lykilinn að nafni Pýþagórasar í huldum kveðskap Njálu, þá vaknar sú spum- ing, hvers vegna Svani er fengið slíkt hlutverk, sem að mati höfundar hlýtur að hafa verið flestum öðmm mikilvægara. Hér verður ekki komizt að sannfærandi niðurstöðu, án þess að hverfa á vit þeirra launhelgu fræða, sem em sögusvið Njálu. Er þar fyrst til að nefna dulúðuga frásögn verksins af dauða Svans í 14. kafla. „Þau tíðendi spurðusk ór Bjamarfírði norðan,“ segir þar, „at Svanr hafði róit at veiðiskap um várit, ok kom at þeim austan- veðr mikit, ok rak þá upp at Veiðilausu ok týndusk þar. En fiskimenn þeir, er vám at Kaldbak, þóttusk sjá Svan ganga inn í fjallit Kaldbakshorn, ok var honum þar vel fagnat; en sumir mæltu því í móti ok kváðu engu gegna, en þat vissu allir at hann fannsk hvárki lífs ne dauðr. En er Hall- gerðr spurði þetta, þótti henni mikill skaði eptir móðurbróður sinn.“ Táknmál frásagnar er augljóst — fyöll opnast ekki dags daglega — en ekki liggur í augum uppi, hvemig það skal túlka, svo hugsun höfundar verði ljós. Einn þáttur þeirrar túlkunar er settur fram í 11. kafla Eyrbyggju, og virðast hugmyndatengsl við frásögn Njálu vera áréttuð með orðavali. Fyrst skal þó getið 4. kafla Eyrbyggju, en þar segir að Þórólfur landnámsmaður Mostrarskeggur hafi haft mikinn átrúnað á fjallinu Helgafell, sem stóð í Þórsnesi. Bauð hann „at þangat skyldi enginn maðr óþveg- inn líta ok engu skyldi tortíma í fjallinu, hvárki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott.“ Var það trú Þórólfs, „að hann myndi þangat fara, þá er hann dæi, ok allir á nesinu hans frændr." Ekki gekk „frændi" Hallgerðar „óþveg- inn“ í Kaldbakshom, og hliðstæð örlög biðu Þorsteins þorskabíts, sonar Þórólfs Mostar- skeggs. Hér sýnist því eitthvað vera kveðið undir rós og verður vikið að því síðar. 111. kafla Eyrbyggju segir, að Þorsteinn hafi dmkknað „í fiskiróðri", og hafði „sauðamaðr" áður orðið vitni að undri miklu. Var hann staddur „fyrir norðan Helgafell" og sá þá, „at fjallit laukst upp norðan" og heyrðust þaðan glaumur og „hornaskvöl". Var þar verið að fagna göngu Þorsteins Þorskabíts inn í fjallið, og var honum vísað þar til öndvegis. Kona hans, Þóra, „lét sér fátt um finnask," segir í sögunni, „ok kallar vera mega, at þetta væri fyrirboðan stærri tíðenda." Reyndust það orð að sönnu, því að „um morguninn eftir kómu menn útan úr Hös- kuldsey ok sögðu þau tíðendi, at Þorsteinn þorskabítr hafði dmkknat í fiskiróðri, ok þótti mönnum þat mikill skaði.“ Sauðmaður var „fyrir norðan" Helgafell, og fjallið „laukst upp norðan". Einnig er bærinn Kaldbakur „norðan" við Kaldbaks- hom, þótt ekki sé það tekið fram í frásögn Njálu; Kaldbakshom hefur því lfka „lokist upp norðan". Um mikilvægi norður-hug- taksins í táknrænni frásögn af fjöllunum tveimur skal nú gengið í smiðju til Einars Pálssonar. Fjallið Helgafell, segir Einar, er upphafs- depill heimssköpunar á landnámssvæði Ketils hængs í Rangárhverfi, og tengist það norðurodda þríhymings Pýþagórasar í þeirri hugmyndafræði. í fyrri skrifum höfundar var og ályktað á grandvelli kaflaskiptingar Njálu og ætlaðs táknmáls Egilssögu (Arfur íslendinga, Mbl. 14. febrúar 1987), að oddi sá væri snertipunktur hins skapaða heims við lind hins skapandi máttar á himni. Með ítrekun norður-hugtaksins við stað- setningu vitna að undrum þessum virðist því einsætt, að þar sé vísað til þeirrar „and- legu spektar", sem forfeður vorir töldu útvöldum mönnum gefa „norðan" við enda- mörk jarðar. Af líkum málsins má ráða, að þangað hafí Óðinn sótt Suttungamjöð, sem var drykkur skálda. Menn vom ekki á eitt sáttir um það, hvort „fískimenn“ — skáld — á Kaldbak hefðu sagt rétt frá göngu Svans inn í Kald- bakshom, en Þóra húsfreyja — var „skáldfífl" í frásögn Snorra Eddu af Sutt- ungamiði — lét sér fátt um finnast er „sauðamaðr" lýsti sýn sinni um hvarf Þor- steins þorskabíts inn í Helgafell. „Sauðamenn" urðu fyrstir til að vitna um fæðingu Krists — en hún tengist snerti- punkti jarðarmönduls við norðurhimin samkvæmt niðurstöðum Einars Pálssonar — og allir vom lærisveinar hans „fískimenn" að honum látnum. Má því túlka samræmda frásögn Eyrbyggju og Njálu — ef um slíkt er að ræða — sem áréttingu á tengslum Svans á Svanshóli við alfa og omega hugtak það, sem heilög ritning tengir við Krist. Aftur kann ýmsum að finnast djarflega túlkað, og skulu því enn nefnd til sögu at- riði úr Eddu Snorra Sturlusonar túlkun þessari til stuðnings. Um hinn skapaða heim í mynd heimstrés- ins, Asks Yggdrasils, segir svo í 15. kafla Gylfaginningar: „Þriðja rót asksins stendr á himni, ok undir þeiri rót er bmnnur sá, er mjök er heilagr, er heitir Urðarbrunnr. Þar eiga goðin dómstað sinn.“ í 16. kafla heldur frásögn áfram og lýkur þannig: „Sú dögg, er þaðan — þ.e. úr Urðar- bmnni — af fellr á jörðina, þat kalla menn hunangfall, ok þar af fæðast býflugur. Fugl- ar tveir fæðast í Urðarbranni. Þeir heita svanir, ok af þeim hefir komit þat fugla- kyn, er svá heitir." Svanur á Svanshóli gekk dauður í Kald- bakshom, og virðist hann þannig hafa horfíð aftur til upphafs síns í Urðarbmnni handan Helgafells. Vatn úr branni þeim baðar alla sköpun — sbr. 19. vísa Völuspár — og kann því vísvitandi tvíræðni að felast í því boði Þórólfs Mostrarskeggs, að „enginn maðr óþveginn" skyldi líta til Helgafells. Nú má einnig skoða í öðm ljósi þau orð Skarphéðins, er hann sagði „Hallgerði" — tákn veraldar — vera „annathvárt homkerl- ing eða púta.“ „Homkerling" er orð að sönnu um form þess heims, sem er kven- kenndur og skapaður í mynd Þríhymings. í frásögn Njálu virðist „Hallgerður" líka vera tákngervingur Jarðlegrar skilningar" en frændi hennar Svanur — staðgengill Pýþagórasar — tákn „andlegrar spektar". Virðast þar komnir þeir „tveir svanir", sem í Urðarbmnni fæðast og af er komið „fiigla- kyn“, þ.e.a.s., ættmenni Svans á Svanshóli. ' AlfaOgOmega í 6. kafla Skáldskaparmála segir Snorri Sturluson frá flugi Óðins í amarham með Suttungamjöð og elti hann Suttungur, sem einnig var í amarham. Ekki segir bemm orðum, að Óðinn hafí flutt mjöðinn úr Urðar- bmnni, en af öðmm þáttum frásagnar má ráða, að svo hafi verið; m.a. þurfti Óðinn að komast í gegnum bjarg nokkuð — vænt- anlega Helgafell/Kaldbakshom — til að nálgast skáldadrykkinn. „En er æsir sá, hvar Óðinn flaug, þá settu þeir út í garðinn ker sín, en er Oðinn kom inn of Ásgarð, þá spýtti hann upp miðinum í kerin, en honum vár þá svá nær komit at Suttungr myndi ná honum, at hann sendi aftr suman mjöðinn, ok var þess ekki gætt. Hafði þat hverr, er vildi, ok köll- um vér þat skáldfífla hlut. En Suttungamjöð gaf Óðinn ásunum ok þeim mönnum, er yrkja kunnu.“ Flug tveggja ama úr lind Suttungamjað- ar í heim ása og manna virðist hér vísa til þeirra tveggja svana, sem Snorri Sturluson segir fædda í Urðarbranni en auka kyn sitt í sköpuðum heimi. Ef „Hallgerður" er annar þessara svana og táknar jafnframt jarðlega skilningu", þá virðist einsætt að hún býr að þeim hluta Suttungamjaðar, sem Óðinn „sendi aftr“, og Snorri nefndi „skáldfífla hlut“. Því er hér vakið máls á frásögn þessari, að Snorri tengir Krist við ætlaða lind Sutt- ungamjaðar. „Hvemig skal Krist kenna? spyr hann í 65. kafla Skáldskaparmála. „Fom skáld hafa kennt hann við Urðar- brunn ok Róm ...“ er eitt svar Snorra og er annar sá staður á himni en hinn á jörðu. Höfundur hefur áður sýnt fram á líkleg tengsl mönduls jarðar við tölugildið 64. M.a. var innskot Kristniþáttar í Njálu skýrt með tilvísun til þessa tölugildis (Leikmanns- þankar um Njálu). Virðist það styðja þá túlkun, að Snorri Sturluson setur fram Kristskenningar sínar í þeim kafla Skáld- skaparmála, þeim 65., sem ætla má að samsvari að tölugildi upphafskafla Kristni- þáttar í Njálu. Áður var getið þeirrar niðurstöðu Einars Pálssonar, að Helgafell væri upphafsdepill heimssköpunar og jafngilti norðurodda þríhymings Pýþagórasar. Sjálfur hefur höf- undur þessara orða ályktað, að það hom Þríhymingsins sé tákn snertipunkts jarðar- mönduls við upphaf veraldar á himni. Um snertipunkt þann, Pólstjömuna, segir í síðustu bók Einars Pálssonar, Hvolfþak himins, að í honum felist „leiðin út úr tímanum", og em þau orð skrifuð stóm letri til áherzlu (bls. 33). Kann þá að skýrast það stflbragð höfund- ar Eyrbyggju að láta Þóra húsfreyju telja það merki „stærri tíðenda" að Helgafell „laukst upp norðan", auk þess sem „tíðendi" urðu daginn eftir. Áður hafði Þórólfur Mostrarskeggur boðið að engu skyldi „tortíma" í Helgafelli. í Njálu em það einnig sögð „tíðendi" að Svanur dmkknaði. Við Kaldbakshom/Helgafell virðast þannig hafa orðið þau aldahvörf, sem fom heimspeki táknar með orðunum alfa og omega. Þau orð tákna Krist, þann sem „fom skáld“ kenndu við Urðarbmnn, og virðist höfundur Njálu þannig jafna Svani á Svans- hóli við Krist og þeim báðum við Pýþagóras. Enn kann ýmsum að þykja djarflega ályktað, og er þó hvergi vikið frá ramma þeirra launhelgu fræða, sem kennd em við Pýþagóras. Hans er til dæmis getið í þrem- ur leikritum Shakespeares, og er þar ætíð vikið að kenningu hans um endurholdgun sálna, sem ætla má að endurspeglist í tákn- rænni frásögn Njáluhöfundar. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. Höfundurinn er hagfræðingur og starfar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum i Washington. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. SEPTEMBER 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.