Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 9
Grafísk hönnim er annað og meira en auglýsingateiknun Sigurður Örn Brynjólfsson teiknari, SÖB, hefur í nærri 20 ár unnið við grafíska hönnun hér á landi. Með grafískri hönnun er átt við hvaðeina er snertir gerð mynda, teikninga, merkja og skreytinga til margs konar notkunar: í auglýs- SIGURÐUR ÖRN BRYN J ÓLFSSON teiknari og myndlistarmaður tekinn tali í tilefni sýningar hans á grafískri hönnun í Listasafni ASÍ ingum í blöðum eða sjónvarpi, í bókum og bæklingum, bréfsefnum og matseðlum, pla- kötum, umbúðum og sýningum og þannig mætti lengi telja. Sigurður Om hefur feng- ist við þetta allt og meira til og um þessar mundir heldur hann upp á fertugsafmæli sitt með því að sýna í Listasafni ASÍ eitt og annað sem hann hefur sýslað við að undanfömu. Er þetta sjöunda einkasýning Sigurðar en hann hefur einnig tekið þátt í íjolda samsýninga hérlendis og erlendis. Þá hefur Sigurður einnig kennt við Myndlista og handíðaskóla íslands og síðustu fimm árin verið deildarstjóri auglýsingadeildar sem nú heitir grafísk hönnunardeild. Við fáum Sigurð fyrst til að greina nánar frá þessu hugtaki grafísk hönnun: Grafísk Hönnun - Auglýsingateiknun — Grafísk hönnun er það sem í daglegu tali hefur verið nefnt auglýsingateiknun en er miklu víðtækara. Auglýsingateiknari ger- ir í dag miklu meira en það að teikna auglýsingar og þess vegna höfum við viljað breyta þessari orðnotkun. Þar fyrir utan hefur mér oft fundist hálf neikvætt álit manna felast í orðum tengdum auglýsingum og auglýsingateiknun. Það hefur ekki verið talin merkileg atvinna — hvað þá listiðnaður. Enda hafa gagnrýnendur ekki mikið fjali- að um verk okkar og haft tilhneigingu til Forsíðuteikning á Samvinnuna. að setja þau í sérstakan flokk. Eitt atriði í þessu máli er kannski það að Félag íslenskra auglýsingateiknara, FÍT er utan allra sam- taka listamanna hérlendis og það er nú kannski okkur teiknurum að kenna líka en þess vegna gekk ég til dæmis í FÍM. Hvemig hefur auglýsingateiknun breyst í grafíska hönnun? — Mikil og hröð breyting hefur átt sér stað á þessu sviði undanfarin ár. Fyrir rúm- lega 25 ámm var auglýsingateiknun varla til sem slík hérlendis en seint á sjöunda áratugnum útskrifuðust fyrstu auglýsinga- teiknaramir frá Myndlista— og handíða- skólanum. Þeir unnu á þeim fáu auglýsinga- stofum sem til voru og verkefni þeirra vom aðallega að teikna og myndskreyta auglýs- ingar og bókarkápur en síðan gerast hlutim- ir mjög hratt: Auglýsingastofur em stofnaðar og þær taka að sér hvaðeina er snertir að kynna vömr og koma á framfæri, margskonar útgáfustarfsemi eykst og fyrirtæki keppast um að láta hanna fyrir sig merki, bréfsefni og skreytingar á umbúðir og alltaf em það auglýsingateiknarar sem vinna verkin. Hér er að vísu stiklað á mjög fáum og stómm atriðum en í stuttu máli er þróunin þessi og vissulega gengur þetta allt í bylgj- um. Oft hefur auglýsingateiknun ekki þótt merkileg eins og ég sagði áðan og jafnvel komu þeir tímar að nemendur í auglýsinga- deildinni læddust með veggjum og vildu sem minnst við það kannast að vera í þeirri deild. Og eins og er í öllum skólum geta nemendur verið bæði góðir og slæmir og stundum hafa mjög fáir útskrifast og verið hálfgerð lægð í þessu fagi. Það leiddi ósjálf- rátt til þess að kjörin versnuðu en með þessari miklu breytingu síðustu árin hafa þau batnað og nú em grafískir hönnuðir eftirsóttir starfskraftar. Það hefur því orðið nánast sprenging á þessu sviði á síðustu ámm og verkefni aug- lýsingateiknara hafa sífellt verið að aukast þannig að það nafn er orðið mjög villandi. Grafísk hönnun lýsir þessu betur — við Eftir JÓHANNES TÓMASSON bo r í m anuour Heyannir np ,' ÍISH iiiður S M Þ M F F L ;S M *Þ M F F I. 1 "5 A S M Þ M F F I. ■; 2 '■ 4 5 6 7 8 i L 5 4 !!> 6 7 8 9 10 ll 12 3 4 5 r> 9 10 11 12 B 14 15 13 14 15 16 l" )8 19 10 ll 12 13 14 15 16 16 r 18 19 29 21 22 20 21 22 23 24 25 26 , 17 18 19 20 21 22 V 13 24 25 26 27 28 29 JÚIÍ 27 28 29 30 31 AgÚSt 24 25 26 27 28 29 30 September i Tti \ \ Dagatal með mynd í tilefni árstíðarinnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. SEPTEMBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.