Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 4
"1 yuuu^r- '** 95 Ek skal hér ráða" Gengið á vit Njálu og fleiri fornrita til að rekja margslunginn hugmyndavef sem virðist fela í sér ákveðna tilvísun þess snillings, sem „setti saman" Njálu. M Eftir GUNNAR TÓMASSON örgum hefur verið það umhugsunarefni, hvers vegna höfundar þeir, sem rituðu Njálu og önnur öndvegisverk sögubókmennta ís- lendinga, létu nafns síns ekki getið að nútímahætti. Er þá gengið út frá því sem vísu að nafn, sem ekki má lesa berum orð- um, sé hvergi að finna undir sléttu yfírborði listrænnar frásagnar. Njálurannsóknir Einars Pálssonar benda þó ótvírætt til þess, að kjarni sögunnar sé sagður á táknmáli, sem svo vandlega er fellt inn í ytra byrði hennar, að mestu gaum- gæfni þarf til að greina hann. Um alllangan aldur hefur það og verið skoðun höfundar þessara orða, að likt sé farið með nafn þess, sem þar stýrði penna. Vel skal vanda það sem Iengi skal standa. Þessi gamalkunnu sannindi virðast hafa verið Njáluhöfundi leiðarljós, sem gleggst má sjá af dul þeirri, sem hvfldi yfir tákn- máli verksins um sjö alda skeið. Völundar- hús þess táknmáls er ekki auðratað, þótt áratuga vinna Einars Pálssonar lýsti veg- inn. Skulu því lesendur þessara orða beðnir velvirðingar á því, þótt vandrataður sé sá vegur að ætluðu nafni Njáluhöfundar, sem hér skal fetaður. iupphafiskal EndinnSkoða Menning vor og tunga standa í ómældri þakkarskuld við höfunda þeirra ritverka, sem eru arfleifð vor frá gullöld hins íslenzka þjóðveldis. „Orðstír deyr aldrei, þeim sem sér góðan getur" var haft að sönnu á dögum Njáluhöfundar. Verður því að telja með ólík- indum, að hann hafi gengið svo frá dags- verki sínu, að nafn hans myndi hverfa þjóð þeirri, sem Njála var skrifuð. „Undravert hve skjótt gullöld okkar kom — og var horfin. Hún stóð ekki við nema þessa smástund meðan borgarastríð geisaði í landinu og íslenzka þjóðveldið var að falla. Eins og vindur um nótt, segir skáldið. Flest hinna miklu verka voru samin rétt rúmlega á ævi einnar kynslóðar, broti úr öld. Enginn veit hver samdi þau." Orð þessi lét Halldór Laxness falla í bók sinni Þjóðhátíðarrollu (bls. 130). Halldór hélt áfram: „En séu þessar bókmenntir skoð- aðar vandlega í heild er samt erfitt að verjast þeirri hugmynd að um sé að ræða sagnaflokk sem hafi verið skipulagður af hópi skálda" (bls. 131). I grein þessari skal gengið á vit Njálu, ásamt Eyrbyggju, Snorra Eddu og annarra fornrita til þess að rekja margslunginn hug- myndavef, sem virðist fela í sér ákveðna tilvísun til þess snillings, sem „setti saman" Njálu, svo notuð séu orð Sturlu Þórðarsonar og Uppsalabókar um ritstörf Snorra Sturlu- sonar. í framhaldsgrein munu síðan sett fram rök til stuðnings þeirri tilgátu, að þeir frændur Snorri og Sturla hafi tveir einir fyllt þann „hóp skálda" sem setti saman og ritaði Njálu, Egilssögu, Eyrbyggju, Grettissögu og Laxdælu. Er það forsenda þess verks, sem nú skal vinna, að orðið „ek" í lokasetningu Njálu — sum handrit hafa „vér" — sé vísvitandi stflbragð höfundar og feli í sér ögrun jafht sem hvatningu viðkomandi kynslóðum að leita nafns hans og finna. Stílbrögð Launhelgi Niðurstöður Einars Pálssonar eru þær, að í Njálu sé sett fram á hnitmiðuðu tákn- máli það safn hugmynda um sköpun heims og lögmál heimsrásar, sem kennt er við gríska spekinginn Pýþagóras. Þótt vísindi tuttugustu aldar telji hugmyndir þessar bábiljur einar, þá voru þær forfeðrum vorum launhelgar. Til forna virðist Óðinn hafa verið tengilið- ur þess sem Snorri Sturluson nefndi „and- lega spekt" í formála Eddu, og þess, er hann kallaði „jarðlega skilningu". Sá þorri alls mannkyns sem alla hluti skildi „jarð- legri skilningu", átti líka sinn merkisbera og var sá Þór. Um vísindamenn tuttugustu aldar myndi Snorri Sturluson hafa talið ein- sætt, hvar í flokki þeir ættu heima. Um andlega spekt Snorra sjálfs bera verk hans glöggt vitni, en mynd Sturlu Þórðar- sonar í hugum nútíma íslendinga er mun óljósari. Samtíðarmenn Sturlu töldu hann þó vera „alvitrastan og hófsamastan" alla manna, og væru það orð að sönnu, ef hlut- deild hans í sagnaritun er jafn umfangsmikil og höfundur þessara orða telur hana vera. I bók sinni Sagnameistarinn Sturla, sem út var gefin 1961, komst Gunnar Benedikts- son að mjög hliðstæðri niðurstöðu. Að vel athuguðu máli taldi hann Sturlu hafa verið „hið fjölbreytilegasta sambland af hetjulund og lítilþægni, djúphygli og hjátru, þurri fræðimennsku og dramatísku hugmynda- flugi og ritsnilld" (bls. 11). Ymsum kann að þykja djarflega túlkað í leit þeirri að höfundi Njálu, sem hér skal hafin. Við því verður ekki gert, en velviljuð- um lesendum skal bent á, að öll túlkun táknmáls, er Iýtur að launhelgi, hlýtur ætíð að koma flatt upp á þá, sem slíku eru óvanir. Þess ber einnig að gæta, að þeir frændur Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson gnæfa sem himinháir fjallstindar yfir flatneskju meðalmennskunnar í andlegum efnum ef rétt er skilið, að Njála sé verk þeirra. Lærisveinum Pýþagórasar, en í hópi þeirra hafa verið margir fremstu rithöfund- ar og tónskáld allra tíma, er gert að beita viðeigandi stílbrögðum í þeim verkum sínum, sem flytja launhelg fræði undir sléttu yfirboði listrænnar túlkunar. Tónskáldið Verdi var einn þessara lærisveina, en ætla má að ópera hans, Aida, sem flutt var sl. vetur í Reykjavík, sé glæsilegt dæmi þess tjáningarmáta. Stflbrögð launhelgi virðast hafa verið Snorra Sturlusyni vel kunn, og af orðum 8. kafla Skáldskaparmála virðist mega ráða að hann hafi sjálfur beitt þeim í listsköpun sinni. „En þetta er nú at segja ungum skáld- um," segir þar, „þeim er girnast at nema mál skáldskapar ok heyja sér orðfjölða með fomum heitum eða girnast þeir at kunna skilja þat, er hulit er kveðit, þá skili hann þessa bók til fróðleiks ok skemmtunar." Ef kjarni Njálu er frasögn af heimssköp- un og lögmálum heimsrásar, sem fram er sett á umfangsmiklu en hnitmiðuðu tákn- máli, þá hlýtur meistari á sviði launhelgra fræða að hafa verið þar að verki. Skal því fyrst kannað, hvort í Njálu sé hulið kveðið um nafh þess spekings, sem þau fræði hafa verið kennd við um aldaraðir. NAFN PÝÞAGÓRASAR Höfundur hefur áður sett fram þá til- gátu, að orðaskipti Bergþóru og Hallgerðar í 35. kafla Njálu, þar sem orðið „hornkerl- ing" er lagt Hallgerði í munn, tákni ákveðin hugmyndafræðileg tímamót í heimssköpun (Leikmannsþankar um Njálu, Mbl. 10. jan- úar 1987). Má ætla, að þar sé komið að grunnlínuhomi Þríhymings Pýþagórasar, þaðan sem möndull hins skapaða heims — lóðrétt hlið þríhymingsins — rís af grunni til himins. Frásögn Njálu er sem hér segir: „Þá gekk Bergþóra að pallinum ok Þórhalla með henni, ok mælti Bergþóratil Hallgerðar: „Þú skalt þoka fyrir konu þessi." Hallgerðr mælti: „Hvergi mun ek þoka, því at engi homkerling vil ek vera." „Ek skal hér ráða," sagði Bergþóra. Síðan settist Þórhalla niðr." Hér má geta þess, að guðinn Þór virðist vera tákngervingur mönduls veraldar, er hann rís af grunni fyrir Ragnarök, en í hugmyndaheimi forfeðra vorra var grunnur sá „steinn" eða „hallur". Nafn „Þórhöllu" virðist þvf árétta þá túlkun á orðaskiptum Bergþóru og „Hallgerðar" — tákn hins skap- aða heim8 — sem áður er vikið að: „Hallgerð- ur" hlaut því að láta Bergþóru raða því, að „Þórhalla" settist þar niður á pallinn — grann veraldar — sem henni bar, svo mönd- ull heims gæti risið af grunni. Með hliðsjón af öðrum ætluðum stflbrögð- -F

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.