Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 10
Sigurður Örn Brynjólfsson við vinnu í teiknistofu sinni. fáumst við allt er varðar undirbúning á prentuðu efni hvort sem er myndskreyting, leturval, útlitsteiknun bóka, blaða og tíma- rita, val á myndum og svo framvegis. Við erum hins vegar alls ekki einir að verki, þarna koma við sögu ljósmyndarar, prentarar, kvikmyndagerðarmenn, texta- höfundar og fleiri auk þeirra sem kaupa af okkur verkið. Við erum hins vegar sá aðili sem samræmir þessa vinnu, fáum upplýsing- ar frá auglýsanda eða útgefanda og köllum til aðra þá sem þarf til að vinna verkið. ElGIN TEIKNISTOFA Sigurður Örn Brynjólfsson útskrifaðist árið 1968 frá Myndlista og handíðaskóla íslands og við spyijum af hveiju hann valdi þá deild og nánar um ferilinn: — Á þeim árum var hægt að velja þijár deildir eftir tveggja ára forskóla; auglýs- ingadeild, kennaradeild og vefnaðarkenn- aradeild. Af þessum þremur fannst mér auglýsingadeildin ein koma til greina. Eftir að ég lauk námi vann ég í ár hjá Argus sem þá var nýstofnuð en síðan fór ég til Hol- lands. Ég fékk styrk til náms í Rotterdam og var þar veturinn 1969 til 1970 við Aca- demie van Beeldende Kunsten. — Þetta var góður vetur í Hollandi og ég vann þar við myndlist, sótti fyrirlestra og naut aðstoðar kennara en að öðru leyti var þama um alveg sjálfstæða akademíska vinnu mína að ræða. Það er mjög hollt og reyndar nauðsynlegt að mínu viti fyrir myndlistarmenn að dvelja um tíma erlendis til að stækka sjóndeildarhringinn og við sem vorum samferða í Myndlistaskólanum höf- um flest gert það. Þegar ég kom heim aftur fór ég að vinna á auglýsingastofu Kristínar og vann síðan á ýmsum stofum. Síðustu árin hef ég rekið eigin teiknistofu og vinn þar enn. Þú rekur þá ekki eiginlega auglýsinga- stofu? — Nei, ég rek ekki auglýsingastofu, þar sem ég sé ekki um að panta birtingar og önnur slík samskipti við fjölmiðla, heldur annast ég allt sem viðkemur framleiðslu myndefnis hvort sem það er fyrir bækur, bæklinga, auglýsingar eða annað og fæ til liðs við mig textagerðarmenn, ljósmyndara og aðra sem þar þurfa að koma við sögu. Mér fínnst gott að vinna þannig upp á eigin spýtur og ég hef ekki viljað fara út í mikinn stofurekstur. Margir auglýsinga- teiknarar í dag eru orðnir verkstjórar eða framkvæmdastjórar fyrir stofur en teikna ekki lengur, en ég hef þó haldið út þetta lengi og kann vel við það! Og þar sem ég vinn einn get ég líka snúið mér að öðrum verkefnum ef mér sýnist svo án þess að leggja niður eitthvert fyrirtæki sem alltaf hefur óþægindi í för með sér. Ég vinn núna að verkefnum fyrir nokkra stóra aðila, m.a. að námsbókahönnun og um þessar mundir er ég líka að vinna að gerð teiknimynda. TEIKNIMYNDIRNAR Þar nefnir Sigurður svið sem er ekki hvað fyrirferðarminnst í störfum hans, en hann segist hafa mikinn áhuga á gerð teikni- mynda. Hann gerði fyrstu íslensku teikni- myndina, Þrymskviðu, sem var frumsýnd árið 1980 í Regnboganum. Hún var einnig sýnd úti á landi og síðar í sjónvarpinu. Er þetta 15 mínútna löng mynd og fékk Sigurð- ur starfslaun listamanns til að vinna að myndinni en alls tók verkið nærri fimm ár. Núna vinnur hann að gerð mynda fyrir sænsku kvikmyndastofnunina. — Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir teiknimyndum og þegar ég vann til dæmis á Auglýsingastofu Kristínar gerði ég slíkar myndir sem sjónvarpsauglýsingar. Á sýningu í Svíþjóð eða eins konar teikni- myndahátíð fengu fulltrúar frá sænsku kvikmyndastofnuninni áhuga á mynd frá mér og fannst mér það mikil uppörvun. Þar hitti ég menn sem höfðu lengi reynt að koma myndum sínum að hjá þeim án árang- urs en þeir ákváðu að taka myndir frá mér og ég er nú að vinna að lokafrágangi. Ég fer síðan með myndimar til Svíþjóðar í næsta mánuði til kvikmyndunar og þær verða sýndar sem aukamyndir í kvikmynda- húsum. Verður eitthvert framhald á slíkum verk- efnum hjá þér? — Það er ekki gott að segja. Þetta eru núna þijár stuttar myndir sem sænska stofnunin framleiðir og dreifir en það er aldrei að vita hvað gerist í framhaldi af því. Áhuginn hjá mér er í það minnsta fyr- ir hendi. Þarf teiknari ekki einhveija sérhæfingu eða sérstaka kunnáttu til að framleiða teiknimynd? — Þetta er fyrst og fremst spuming um Dæmi um sérstakan stíl í auglýsinga- myndum, sem Sigurður hefur tileinkað sér. þolinmæði. Það þarf að sjálfsögðu að setja sig inn í ákveðin vinnubrögð en_ hjá mér hefur verið um sjálfsnám að ræða. Ég kynnt- ist þessu fyrst þegar ég vann á auglýsinga- stofu og jiað vantaði einhvem til að fara út í þetta. Ég hafði löngu áður eignast hand- bók eða leiðbeiningabók um teiknimynda- gerð, dró hana fram og fór að þreifa mig áfram og hef haft mjög gaman af þess konar verkefnum. Fjölbreytt Og Erfitt Nám Eins og áður segir hefur Sigurður Öm verið deildarstjóri grafísku hönnunardeildar- innar í Myndlista- og handíðaskólanum síðustu fimm árin en hann lætur nú af því starfi. Hann hyggst þó kenna áfram við skólann og við spyijum hann hvemig nám- inu sé háttað í dag? — Myndlista- og handíðaskólinn hefur tekið allmiklum breytingum og þar em nú mun fleiri deildir en þegar ég var við nám. Námið í grafískri hönnun, auglýsingateikn- un, er mjög fjölbreytt og erfitt. Við reynum að kynna nemendum það strax því þegar út í alvöruna kemur þurfa þeir að vinna af nákvæmni, hratt og skipulega og þess vegna kemur það fyrir að nemendur sem hefja nám í deildinni skipta yfir í aðra deild. Á hveiju námsári er farið yfir nokkur svið. Við kennum módelteikningu, typo- grafíu eða fræðin um letur og notkun þess, notkun ljósmynda, filmuvinnu og prent- tækni, litafræði, notkun myndbanda, markaðsfræði, myndskreytingu, plakatgerð, umbúðahönnun, gerð merkja, útlitsteiknun og skissuteikningar. Hver kennari tekur að sér eina eða fleiri annir og við leitum þess vegna til fagmanna utan skólans, grafískra hönnuða, prentara, ljósmyndara, viðskipta- fræðinga og annarra og við höfum fengið erlenda kennara til að taka einstakar annir. Þannig höfum við bæði fengið menn frá Ungveijalandi og Finnlandi. Sigurður Öm dvaldi sjálfur fyrir ári í Ungveijalandi, hélt þar sýningu á plakötum og teikningum og kom heim þaðan með fjölda mynda sem hann vann meðan á dvöl- inni þar stóð. Eru það olíu— og þurrpastel myndir og sýndi hann þær í Gallerí Borg á liðnu vori. Honum hefíir verið tíðrætt um grafíska hönnun en hann hefur einnig ýmis- legt að segja um aðra hönnun til dæmis iðnhönnun og sitthvað henni tengt: IÐNHÖNNUN — Iðnhönnun og grafísk hönnun eru ágæt dæmi um hugtak sem mikið er talað um á góðum stundum en síðan lítið meira gert með og á það einkum við iðnhönnun. Menn eru sammála um nauðsyn þess að við íslendingar eignumst iðnhönnuði og sjáum verkefni fyrir þá í hvetju horni. Við gerum hins vegar ekkert í því að mennta iðn- hönnuði en það tekur nokkum tíma, þeir detta ekki ofan úr skýjunum. Kemur þá til dæmis til greina að koma upp slíkri deild í Myndlista og handíðaskólanum. Finnar gerðu mikið átak í þessum málum hjá sér fyrir einum þijátíu ámm og veittu talsverðu fjármagni til að mennta iðnhönn- uði og aðra til að koma finnskri framleiðslu á framfæri við umheiminn. Þeir hafa síðustu árin verið að njóta uppskerunnar. Við emm hins vegar á hráefnisstiginu — margir út- lendingar líta einungis á Island sem hráefn- isframleiðanda og því þurfum við að breyta. Við þurfum líka að breyta þeim vinnubrögð- um að „hanna“ eða stela hlutum frá útlönd- um sem við framleiðum síðan sem íslenskt. Það gengur aldrei á heimsmarkaði. Við þurfum líka að gæta okkar í markaðs- málunum. Ullin hefur gengið vel, sauðalit- imir seldust vel og allir vom ánægðir. Nú hefur hins vegar orðið breyting á og menn vilja aðra liti en við ætlum bara að þrengja sauðalitunum upp á menn áfram. Við þurf- um að vera miklu sveigjanlegri og laða okkur að markaðnum miklu betur en við höfum gert. Að lokum minnumst við á sýningu Sigurð- ar sem hann opnar í dag, laugardaginn 19. september, í Listasafni ASÍ í Reykjavík. Hann sýnir þar ýmislegt af því sem hann hefur verið að fást við á undanförnum 20 ámm, bókarkápur, plaköt, auglýsingar og myndir. Má segja að þar fáist í einni svipan gott yfirlit yfir það sem heitir grafísk hönn- un og kemur þá vel í ljós hversu yfirgrips- mikið og flölbreytt svið hér er um að ræða. seætieitiraðRautamesi. við. ogrenút) Reri Skalla Grimur síðan til tands með steinínn og hót að smíða jám. H&mitíir; EgHs saga. Nafn; Bekkur: Kl. Mánudagur Þriðjudagur | Miövikudagur Fímmtudagur FÖstudagur Stundaskrá — eins og flest verk Sigurðar með áherzlu á gamansemi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.