Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 7
bréfí 28. nóvember 1927 vikið Einari M. Jónassyni frá embætti um stundarsakir og jafnframt sett Berg Jónsson fulltrúa lög- reglustjórans í Reykjavík til að gegna embættinu. Einar sýslumaður hafði gegnt embætti í Barðastrandarsýslu frá því 1918 og vildi ekki una þessum úrskurði; taldi hann pólitíska ofsókn dómsmálaráðherrans Jón- asar Jónssonar á hendur sér. Þegar Bergur kom vestur gerðust þau tíðindi að hinn af- setti sýslumaður neitaði að víkja. Brá þá stjómarráðið skjótt við og sendi Hermann Jónasson bæjarfógetafulltrúa til að fram- kvæma fýrirmæli dómsmálaráðherra með fógetavaldi. Varðskipið Óðinn var látið sigla vestur með Hermann. Vakti það ekki litla athygli í litlu plássi eins og Patreksfirði, þegar Óðinn lagðist að bryggju um hádegis- bil og Hermann Jónasson gekk á land með vottum sínum. Skunduðu þeir heim til frá- farandi sýslumanns, en hann neitaði enn að láta af störfum fríviljuglega. Var þá hinn nýi sýslumaður settur í embætti með fógeta- valdi. Þetta var 2. desember 1927. Bergur Jónsson var þá 29 ára. Ekki virtist það draga úr vinsældum Bergs þótt hann tæki við embætti sínu á þennan hátt. Vinsældir hans voru ekki síst sprottnar af því, að hann tamdi sér ekki hefðbundna framkomu valdsmanna. Hann talaði ekki niður til nokkurs manns, heldur leit á fólkið sem jafningja sína. Ekki spillti að afí hans, Jens Sigurðsson rektor, var bróðir Jóns Sigurðssonar forseta, sem var auðvitað stolt amfírskrar byggðar. Þegar hér var komið þótti það aftur á móti veikja nokkuð stöðu Bergs, að hann hafði sleppt Barðastrandarsýslu og tekið við embætti bæjarfógeta í Hafnarfírði og sýslu- manns í Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1935. „HANN Er Nú Hjá HlTLER“ Gísli Jónsson frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins hafði ekki verið áður í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn var lamaður í Barða- strandarsýslu eftir ósigurinn mikla 1931. Frambjóðendum hans, Sigurði Kristjánssyni 1933 og Jónasi Magnússyni 1934, hafði ekki tekist að rétta flokkinn við og einnig hafði það veikt stöðuna, að fýrrverandi þing- maður hans, Hákon í Haga, hafði boðið sig fram fyrir Bændaflokkinn 1934 og fengið 140 atkvæði. Hér var því mikið verk fyrir Gísla Jónsson að vinna, og hann lét hendur standa fram úr ermum. Það styrkti hann strax, að nú hafði Hákon í Haga gengið aftur til íiðs við sinn gamla flokk. Á þessum árum margfölduðust umsvif Gísla Jónssonar í Barðastrandarsýslu. Árið 1938 keypti hann Bíldudal og hóf þar mikl- ar framkvæmdir. Hann reisti niðursuðuverk- smiðju, smíðaði hafskipabryggju, lagði vatnsveitu um þorpið o.fl. o.fl. Það var ekki að undra þótt Bílddælingar syngju: Við eigum bíl og bragga og bryggju, sem er ný. Og fabrikkumar frægu, sem framleiða reyk og ský. En okkur á svo Maron og aftur Gísli hann. En hann er nú hjá Hitler og hyllir foringjann. Þetta var sungið um allan Amarfjörð árið 1939, en þá var Gísli á ferðalagi erlend- is og varð innlyksa í Danmörku vegna heimstyijaldarinnar. 0g sannarlega stóð sól hans í suðri, þegar sú frétt spurðist vestur, að hann væri kominn til Reykjavíkur, hefði siglt Frekjunni, litlum mótorbát, yfir Atl- antsála. Árið 1941 g&f hann út bók um ferðalagið og nefndi hana Frekjuna. Hún var mikið lesin í Amarfirði og gaf Gísla byr undir vængi. En þetta var innskot. Við vomm þar stödd, sem Gísli Jónsson er að hefja pólitíska sókn á „vesturvígstöðv- um“, hasla sér völl á nýju sviði. Hann hafði þegar árið 1937, i sinni fyrstu kosningabar- áttu, safnað um sig harðsnúnu liði fylgis- manna. Meðal þeirra minnist ég ungs manns, sem lést fyrir aldur fram, Elíasar Jónssonar frá Hvestu í Ketildalahreppi. Hann hafði þá fyrir skömmu verið í mælsku- skóla Sjálfstæðisflokksins, var harðskeyttur ræðumaður og oddviti ungs fólks í barátt- unni fyrir kosningu Gísla Jónssonar. Lét Ekki Hlut Sinn Fyrir Nokkrum Manni Gísli átti líka sterk tengsl í amfirskum byggðum. Hann fluttist með foreldmm sínum 15 ára gamall að Bakka í Ketildölum, þegar faðir hans, Jón Hallgrímsson frá Litlabæ á Álftanesi, keypti Bakka árið 1901. Þar gerðist Jón brátt umsvifamikill útvegs- bóndi og athafnasamur brautryðjandi í útgerð og verslun. Telja má hann föður þeirrar miðstöðvar, sem Bakki skipaði í Ketildalahreppi um áratuga skeið. Böm Jóns Hallgrímssonar urðu mjög landskunn. Þau vom m.a. auk Gísla, Guðmundur Kamb- an rithöfundur, Bjöm Blöndal og Jón Maron, en hann var sá eini bamanna, sem búsettist í Amarfírði, átti heima á Bíldudal til dauða- dags. Þótt ekki væri auður í garði Jóns Hallgrímssonar bmtust böm hans til manns, þar á meðal Gísli, sem fór ungur á sjóinn og var einn af fyrstu nemendunum, sem útskrifuðust úr Vélskóla íslands. Hann var um árabil vélstjóri á togumm og millilanda- skipum, en þegar hér var komið var hann umsjónarmaður skipa og véla og fram- kvæmdastjóri ýmissa fyrirtækja, hinn mesti fjárafla- og framkvæmdamaður. Hann dró ekki dul á velgengni sína, var nokkuð mik- ill á lofti og óvæginn í stjómmálabaráttu sinni. Hann lét ekki hlut sinn fyrir nokkmm manni. Á Bíldudal átti hann ötula stuðnings- menn, sem sóttu kosningu hans af ofur- kappi. Framsóknarmönnum var ljóst, að Gísli var hættulegur andstæðingur. Þótt stuðningsmenn hans ynnu kappsamlega lét hann ekki þar við sitja og hafði fyrir kosn- ingamar heimsótt nær hvert einasta heimili í Barðastrandarsýslu. Þannig Mátti Fram- SÓKNARMAÐUR EKKITALA Frambjóðandi Alþýðuflokksins, séra Sig- urður Einarsson, var landskunnur útvarps- maður og fyrirlesari. Hann naut almennrar hylli sem frábær ræðumaður. Á framboðs- fundinum á Bakka, sem hér hefur verið minnst á, varð Magnúsi Sveinssyni bónda á Neðrabæ í Selárdal á munni eftir að séra Sigurður hafði talað. „Þetta er nú einhver albesta ræðan, sem hér hefur verið flutt“. Magnús var Framsóknarmaður, greindur og gegn, en svona mátti hann ekki tala. Flokksbræður hans atyrtu hann fyrir tiltæk- ið: „Segja þetta svo margir heyrðu", eins og einn þeirra komst að orði. Þá hló Magn- ús á Neðrabæ, sem ekki var vanur að láta segja sér fyrir verkum. Það styrkti einnig stöðu séra Sigurðar, að hann var öllum hnútum kunnugur í Flatey og við Breiðafjörð frá þeim ámm, er hann var sóknarprestur í Flateyjarpresta- kalli. í minni sveit átti hann þó ekki márga kjósendur, en með honum og einum helsta bóka- og ljóðaunnanda sveitarinnar, Þór- halli Guðmundssyni í Laufási var traust vinátta og skírði séra Sigurður eitt bama hans. Þórhallur, sem nú er 87 ára hefur sagt mér að jafnan hefði það verið svo eft- ir framboðsfundina í ungmennafélagshúsinu á Bakka, að frambjóðendur Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks færu heim í kaffi með sínum kjósendum, sjálfstæðismað- urinn alltaf til Böðvars Pálssonar á Bakka, framsóknarmaðurinn oftast til Finnboga Jónssonar á Hóli. Alþýðuflokksmaðurinn og komminn voru því hálf vegalausir hefði Þórhallur ekki boðið þeim heim til sín. I kaffínu í Laufási var ekkert talað um pólitík, en með þeim Þórhalli og séra Sigurði hófst vinátta sem ekki fymtist meðan rækt var. „Þegar ég var að fara á vertíð og kom til Reykjavíkur stóð hús hans mér alltaf opið. Þar gisti ég oft. Og stundum lánaði hann mér peninga, svo að ég kæmist áfram til Vestmannaeyja, Sandgerðis eða eitthvað annað, þar sem ég átti pláss. Þetta var á kreppuárunum og peningar lágu ekki á lausu. Stundum hafði Samvinnufélagið lán- að okkur fyrir farmiðanum til Reykjavíkur og þá var gott að eiga þar vísan stað. Svo greiddi maður skuldir sínar í vertíðarlok. Séra Sigurður var einstaklega traustur og greiðugur maður, fyrir nú utan hinar leiftr- andi gáfur og hrífandi mælsku", sagði Þórhallur og minntist þessara daga. Fleiri aldnir Amfirðingar minnast góðra samskipta við hann og hvernig hann reyndi að greiða þeirra veg. Jón Kristófersson frá Klúku sagði svo frá: „Ég held það hafi verið árið 1937. Við vomm nokkrir ungir menn úr Ketildölum á leið suður í atvinnuleit. Sumir áttu víst ver- tíðarpláss á Suðumesjum. Við voram með Súðinni. Skipið var yfirfullt af farþegum, flest vermenn frá Vestfjörðum. Það var drepið í hveija smugu, sofíð í hveiju homi og á hveijum bekk. Þegar Súðin lagðist að hafnarbakkanum í Reykjavík snemma morguns stóð séra Sigurður á hafnarbakk- anum. Um leið og hann kom auga á okkur Amfirðingana flýtti hann sér um borð að heilsa okkur. Svo bauð hann allri trossunni heim í kaffi og lagði sig fram að hjálpa okkur, svo að enginn væri vegalaus. í okk- ar hópi átti hann víst varla nokkum kjós- anda, svo ekki var það af pólitískum ástæðum, sem hann sýndi okkur þetta vin- áttubragð. Ég minnist þess enn hvað var gott að koma í kaffi inn á heimili eftir irengslin og ólyktina i skipinu", sagði Jón Kristófersson. En það var löngu seinna, að Þórhallur Guðmundsson kenndi mér ljóð hans og margra annarra skálda. Þá réram við saman úr Bakkavörinni og hann fór með kvæðin iar sem við stóðum við bjóðin í beitinga- skúmum, þreyttir eftir langa töm, hann fullorðinn og lífsreyndur með ljóð skáldanna á vör, ég rétt fermdur, fölur og fár. Ritstjóri Rauða Fánans Hallgrímur Hallgrímsson frambjóðandi kommúnista bauð sig nú fram í annað sinn í Barðastrandarsýslu. Hann þótti hafa ótrú- lega mikið fylgi meðal ungs fólks. Hallgrím- ur var einn helsti forystumaður ungra kommúnista ogritstjóri blaðs þeirra, Rauða fánans. Nokkra eftir þessar kosningar hélt hann til Spánar þar sem hann barðist undir merkjum lýðveldishersins og jók það ekki lítið hróður hans í pólitísku andrúmslofti þessara ára. Eftir að hann kom heim frá Spáni skrifaði hann bók um þátttöku sína í styijöldinni og nefndi hana Undir fána lýðveldisins. Hún var mikið lesin í Amar- fírði eins og Frekjan, ferðabók Gísla Jónssonar, en svo vildi til, að báðar þessar bækur komu út árið 1941, sama árið. í minni sveit átti Hallgrímur nokkra fylg- ismenn. Það vora ungir menn, sem höfðu verið á vertíð fyrir sunnan og bára svo eitt vorið óminn frá riissnesku byltingunni heim í þessa afskekktu sveit. Mér er minnisstætt að í litlum bæ, sem hjúfraði sig upp að grænni fjallshlíð, var allt í einu búið að festa hamar og sigð upp á vegg, og Rauði fáninn, þetta byltingarrit ungra kommúnista lá á eldhúsborðinu við hliðina á Tímanum og ísafold og Verði. Mér stóð nokkur ógn af þessu blaði, en þó hafði hinn nýi tónn þess eitthvert seiðmagn, ekki síst vegna þess, að hér áttu hlut að máli þeir ágætu, ungu menn, sem þeystu um sveitina með Hall- grími, nýkomnir heim af vertíðinni; höfðu sumir keypt sér nýjan hnakk eða nýtt beisli — og sólin glampaði á svartar glansóders- húfurnar, sem þeir höfðu líka keypt fyrir sunnan. KOMIÐ VIÐ Á BÆJUNUM Þótt ég hefði ekki verið á framboðs- fundinum á Bakka hafði ég séð alla frambjóðenduma. Bergi Jónssjmi hafði verið fagnað á hlaðinu, en foreldrar mínir voru miklir stuðningsmenn hans. Hann var varla sestur í stofunni, þegar húsið fylltist af kaffi- og pönnukökulykt. Gísli Jónsson kom til okkar þar sem við voram að setja niður kartöflur frammi á túni. Við höfðum fylgst með því þegar flokk- ur manna birtist í Kirkjubólshrauninu, eins og það var nefnt, og reið heim að Kirkju- bóli, bænum hinum megin í dalnum. Við sáum hvar húsbóndinn hljóp á móti flokkn- um. Svo féllust þeir Gísli í faðma og kysstust að amfírskum hætti. Síðan hurfu allir í bæinn, en hestamir rásuðu um túnið í gró- andanum, óáreittir um nýræktina, þar sem ekki mátti maður stíga um þetta leyti árs. í kálgarðinum hjá okkur hafði Gísli stutt- an stans og talast var við í fullri vinsemd, en fylgdarmennimir biðu hans niðri við hlið- ið. Svo slógu þeir undir nára og riðu út í Selárdal. Séra Sigurður Einarsson var einn daginn að drekka kaffí í stofunni hjá okkur, og var mjög ræðinn við mig krakkann, sem var því óvanur, að fullorðnir menn beindu orðum til mín. Ég man, að mér þótti svolítið skrítið, að ég þekkti rödd hans úr útvarpinu, en hafði gert mér í hugarlund, að hann væri miklu stærri og meiri á velli. Einn daginn reið ungur heimilisvinur með Hallgrími Hallgrímssyni í hlað. Ég man að mamma sneypti hann fyrir að vera að fara á bæi með þennan kommúnista, og kannski stóð mér svolítill stuggur af honum þar sem hann sat og drakk kaffíð, glaðbeittur, ung- ur maður. „ ALLT í lagi, báðir fullir Svo er uppranninn kosningadagurinn á Fífustöðum, 20. júní 1937. Kjörstjórnin hef- ur komið sér fyrir í stofunni, grónir bændur undir forsæti hreppstjórans, Bjarna Árna- sonar. Kjörfundur er settur, umboðsmenn listanna hafa lagt fram plögg sín. Á vegg í forstofunni hafa verið festar auglýsingar fyrir kjósendur. Þar má lesa nöfn frambjóð- endanna. Strákar hafa fljótlega sett krossa við nafn Hallgríms Hallgrímssonar og frændi minn og nafni, 16 ára gamall heldur uppi „áróðri á kjörstað". Hann var mikið rauður þetta vor, nýkominn heim norðan frá Akureyri, hafði verið við nám í MA. Galgopar eru sestir við kaffídrykkju í eld- húsinu og segja enn einu sinni söguna um skeytið, sem Gísli Jónsson átti að hafa sent höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins á leiðinni vestur. Frambjóðendumir vora á vesturleið með Súðinni. Hún var sein í förum, hæggeng og sleikti hveija höfn. Skeytið átti að hafa hljóðað á þessa leið: „Allt í lagi, báðir full- ir“. Átti Gísli þá við mótframbjóðendur sína, Berg og séra Sigurð, sem báðir þóttu nokkr- ir lífsnautnamenn, enda leið tíminn hægt um borð í gömlu Súðinni. Eftir hádegið tók fólk að flykkjast á kjör- stað. Allir vora uppábúnir, enginn að flýta sér. Sumir komu ríðandi, aðrir sjóleiðina. Menn vora á rölti út um túnið, snusandi og spjallandi í sumarblíðunni. Kosningamar vora kærkomin tilbreyting í fásinni dal- anna. í borðstofunni á Fífustöðum stóð öllum kaffi til boða og var auðvitað kærkom- in hressing, því margir vora komnir langan veg. Við krakkamir höfðum auga á hveijum fíngri og fylgdumst grannt með hverri hreyfíngu. Bátur klauf lognkyrran fjörðinn. Hópur fólks kom labbandi heim frá sjónum. Menn tóku hlaðsprett á sveittum gæðingum. í nátthaganum fyrir utan bæinn, í Dælunni eins og hún var nefnd, fjölgaði hestum og ókunnugir hundar flugust á heima í hlaði. Þannig leið dagurinn fram að nóni, en þá fór stemmningin að breytast. Það var engu lfkara en óvæntur stormsveipur hefði allt í einu brotið spegil þessa lognkyrra dags. Frænkur mínar innan úr sveit, ungar og fallegar, leiddu vinnukarl föður síns heim túnið. Þær slepptu ekki af honum hendi fyrr en hann hafði kosið. Hann var mikið uppveðraður í fyrstu, en eftir að hann hafði neytt kjörréttar síns var engu líkara en hann skryppi allur saman þar sem hann sat og sötraði kaffíð, en ungar dætur hús- bóndans umkringdar strákafans fyrir utan gluggann. Tveir bændur úr Selárdal gengu heim sjávargötu og leiddu tvær gamlar konur. Þær tautuðu hvor upp í aðra þar sem þær stóðu í svörtum síðpilsum sínum í forstof- unni: „Ég kýs Berg, ég kýs Berg“. Svo hjálpaði réttur maður þeim að kjósa. En þá var frænda mínum og nágranna nóg boðið enda kjörstjómarmaður og harður sjálfstæðismaður. Enn sé ég hann fyrir mér þar sem hann snarast út úr stofunni, uppá- búinn og dálítið ijóður í sumarhitanum og segir um leið og hann kemur fram á gang- inn: „Fyrst Framsóknarmenn era famir að hafa það svona, þá er ég farinn að sækja hana tengdamóður mína. Ég get sem best komið með hana í kerranni". Svo skundaði hann niður túnið og bar hvolpana. Þannig færðist hiti í leikinn, þegar á daginn leið. En um það bil sem móður minni tókst að mjaka mér af stað að sækja kým- ar vora flestir hestar horfnir úr Dælunni og hundar hættir að slást á hlaðinu. Þegar ég kom heim með beljumar sat kjörstjómin við kaffidrykkju í stofunni. Kjörkassinn innsiglaður. Lakklykt í öllu húsinu. Kjörfundi slitið. Svo kvaddist kjörstjómin með kossi á hlaðinu og sumamóttin ríkti ein yfír landi og sjó. Höfundur er sóknarprestur á Kirkjubæjar- klaustri LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. SEPTEMBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.