Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Blaðsíða 13
Þessi móðir og böm hennar em af Han-þjóðflokknum, sem er geysilega fjölmennur í Kína. Myndin er tekin í hrísgijónakommúnu í Suðaustur-Kína. Viðskiptahættir. Gamla konan brosir vegna þess að hún vill ekki gefa til baka. voru reist 171 nýtt hús. Meðlimum kommún- unnar er leyft að leggja kaupið inn á sparisjóðsreikning, og árinu áður var nær helmingur kaupsins settur á reikning. Nem- endur eiu 13.000 í hinum ýmsu skólum. Þarna eru þrjú sjúkrahús, heilsugæslustöð fyrir hvert fylki og 109 læknar. Hver og einn greiðir sem svarar 6 krónum á mánuði í tryggingar og kostnað. Kommúnan sem heild annast aldraða ef þeir eiga ekki fjöl- skyldu sem sér um þá. 70 af hundraði nemenda fer í miðskóla, og 25 af hundraði fara í æðri skóla eftir að hafa gengist und- ir hæfnispróf. Hver nemandi vinnur erfiðis- vinnu eina og hálfa stund á viku. Vilji piltur kvænast stúlku úr annarri kommúnu verður hann að fá stúlku úr sinni kommúnu til að fara í kommúnu hinnar til- vonandi eiginkonu. Það er ætíð þörf fyrir vinnandi hendur og engan má missa. Að þessu leyti eru bændurnir bundnir við skik- ann sinn eins og áður var. Það er erfitt að fá leyfi til að flytjast til borganna, en samt yfirgefa margir sveitina. Frá 1978 hefir 17 af hundraði verkafólks í sveitum flust buit. Hið nýja launakerfi (laun miðuð við afköst) hefír þýtt hærri laun í sveitum, en þeir sem við landbúnað starfa hafa enn lægri laun en þeir, sem vinna í borgunum. Munurinn skín út úr andlitunum. Verkafólkið í land- búnaði þyrfti að búa við betri kjör. Eg hitti enskukennara í kommúnunni, ákaflega elskulegan mann og ræddi lengi við hann. Enska er kennd þarna í efri bekkj- um skólanna, svo allir geti lesið tæknimál, t.d. þeir, sem læra um vélar og tækni. Ég reyndi að fá hann til að kalla mig Terry, en hann sagðist bara vera kennari en ég væri háskólakennari. Ekki er nú jafnréttið meira í þessari kommúnu. Kennarinn fór með mig til nokkurra kvenna, sem voru að flétta bambusmottur og körfur til að hafa í blómapotta. Þær höfðu heyrt, að á Vesturlöndum væri fólk svo ríkt, að það notaði svona hluti aðeins einu sinni og fleygði þeim síðan. Ein kvenn- anna spurði mig hvað það væri, sem hún hélt á. Það var karfa undir blómapott. Það gladdi þær allar þegar ég sagði þeim, að á Islandi keyptu menn þennan varning og ættu lengi. Frumstæð Hýbýli Við vorum nokkra hríð á markaði bænd- anna. Allt frá 1979 hafa bændur verið á samningi um jarðnæði þar sem tekið er fram hve mikið þeir eiga að framleiða og hvaða leigu þeir eigi að borga. Það sem þeir fram- leiða fram yfir það mega þeir selja á ftjálsum markaði. Markaðssvæðið var óhijálegt og illa þefjandi, en grænmetið leit mjög vel út. Okkur gafst einnig kostur á að koma á venjulegt heimili í kommúnunni. Ibúðin var eign íbúanna. Hún var fimm herbergi. í tveimur herbergjanna var aðstaða til að búa til múrsteina. Gólfin voru rykug og hús- búnaður fátæklegur, en sjónvarp var í húsinu. Köppur var á bak við hengi í einu hominu, og það, sem í hann kom, var notað sem áburður á akrana. Konan eldaði úti á kolaofni, hlöðnum ur múrsteini. Næsti áfangi var Xian. Þangað, flugum við í skrúfuvél. Um 8000 ára skeið hefir Xian verið í brennipunkti kínverskrar sögu, höfuðborg margra konungsætta og þaðan lögðu upp úlfaldalestir hlaðnar silki. Árið 1974 fundust þar 6000 styttur í fullri líkamsstærð. Þær eru úr terra cotta og eru frá tímum fyrsta keisarans, Qin Shi Huang (221—206 f. Kr.). Þarna standa þessar stytt- ur undir þaki, sem skýlir fyrir veðrum, færðar úr rústunum og gert við þar sem þess þurfti með. Þær em í röðum, herfor- ingjar og óbreyttir hermenn, í einkennis- búningum og með hesta sína, reiðubúnir að fara til orrustu. Það er eitthvað hlýlegt við þessar styttur og undarleg tilfinning kyrrð- ar. Það er eins og fortíð og nútíð fallist í faðma. Það er mikill munur á Xian og þröngum og leiðinlegum götunum í Guangzhou. Þarna eru breið stræti, þurrviðri eru ríkjandi og merkilega vel varðveittir borgarmúrar setja svip' á borgina (borgarmúrar Bejing eru hins vegar að falli komnir og þeim ekki haldið við: En þróunin virðist færast frá suðri til vesturs. Vestan við Xian var fólkið enn í Maó-fötum, bláum eða grænleitum. í Bejing og á austurströndinni var fólk í nútímaleg- um klæðnaði. Þar voru konur í pilsum og margar með fallega lagt hár. Andlit fólksins eru líka frábrugðin. í Xian er talsverð fólks- blöndun eins og vænta má eftir allar þær byltingar og pólitísku hræringar sem þar hafa gengið yfir á liðnum öldum. Skammt frá Xian eru heitar laugar, sem nefnast Huaqing. Þar hafa verið böð í 3000 ár. Þangað flúði Chiang Kai Shek undan kommúnistum, en þeir höfðu upp á honum. Þegar hann reyndi að koma sér undan þeim yfir fjöllin lá honum svo mikið á, að hann skyldi fölsku tennurnar sínar eftir. Þær eru enn til sýnis. Reirðir Fætur Þóttu Kynæsandi Skemmtilegt var þegar gömul og falleg kona sat fyrir myndatökufólkinu. Hún var með reirða fætur. Venjulega er ekki hægt að taka mynd af kínverskum konum nema þær séu með barn í fangi, sem hægt er að dáðst að. Þessi gamla kona brosti hins veg- Kazakh-drengir. Þeir munu líkt og forfeður þeirra verða reiðmenn og rollukallar. ar. Mér varð hugsað til þess hvernig lífi hún hefði lifað á þessum örsmáu fótum. Ég sá nokkrar slíkar konur. Þær voru lágvaxnar og gengu við staf, og sýndust þolinmóðar. Höfðu þær verið af aðalsættum? Ekki allar. í Kína var talið að reirðir fætur væru kyn- ferðislega æsandi. Enn fann ég fyrir því hvernig fortíð og nútíð fléttuðust saman. En þar sem terra eotta-hersveitirnar standa hreyfíngarlausar með leyndarmál sín, þá ganga gömlu konurnar hæglátlega á burt með sín. í grennd við Xian gerðist einn skemmti- legasti atburður ferðarinnar. Sveitakonur birtust þar og veifuðu varningi sínum, lit- skrúðugumm heimasaumuðum jökkum úr rauðu bómullarefni, með alls konar út- saumi, og svo voru þær einnig með marglit tuskudýr. Þetta var sannarlega kapitalismi í kommúnunni og þarna fengu konurnar tækifæri til þess að vinna sér inn svolítið af peningum. Þær voru glaðlegar og hróp- uðu „halló“ og sveifluðu jökkunum yfír höfði sér til að vekja athygli. Ef farið var að skoða jakkann hjá einni drógu hinar sig hógværlega í hlé. Flugvélin flaug yfir gífurlegar víðáttur foksanda á leið til Silkivegarins. Síðan tók við 70 kílómetra ferð í áætlunarbíl til Lanz- hou. Þar beið okkar mikil máltíð. Við sátum alltaf við hringborð og maturinn var borinn fram í skálum. Borðað var með ptjónum af litlum skálum, venjulega tólf réttir, og súpan einhvern tíma í miðri máltíð. í Lanz- hou fengum við kamelþófa og þang. Á Ferð í Járnbrautarlest Þá hófst mikið ævintýri. Við fórum með lestinni í vestur. Við vorum með Kínvetjum í svefnvagni, en þeir borðuðu líka í matsaln- um í lestinni. Maturinn var ákaflega góður, en lestin var talsveit óhrein. Salernin voru, eins og annars staðar í Kína, nýjung fyrir okkur. Mér finnst kínverska postulínsholan hafa ýmsa kosti fram yfir óhrein salerni á Vesturlöndum. Úti um sveitir er algengast að fjöl er lögð yfir gryfju. Innan húss er lítið gert til að viðhalda hreinlæti og ólyktin er kæfandi. í þessari lestarferð opnaðist okkur Kína. íbúðarhúsin voru oft fyrir neð- an okkur svo við sáum húsagarð með herbergi á eina hlið, stundum var maís ræktaður í garðinum eða grænmeti, eldivið- arhlaði var þar, og alls staðar var fólk. Við fórum um fjalllendi og foksandssléttur. Liðnar kynslóðir höfðu sléttað dreifarnar og veitt vatni á akrana. Eitt sinn stansaði lestin þar sem engin merki sáust um mannabyggð. En þar komu allt í einu börn sem reyndu að selja okkur egg. Flestir farþeganna voru með mat með sér. Þarna voru heilar fjölskyldur í þröngum klefa í tvo daga og tvær nætur. Áfangastað- ur okkar var Zinkiang, eitt af fimm sjálf- stjórnarsvæðum í Kína. Þar búa Úgírar. í Kína eru 56 þjóðflokkar, en Han, eða hinir eiginlegu Kínveijar, eru 94 af hundraði íbú- anna. Minnihlutahópum eru tryggð ákveðin réttindi, meðal annars réttur til að rækja trú sína og eignast eins mörg börn og þeim sýnist. Han vilja þó fara með æðstu stjóm- ina. í samræmi við þá stefnu hafa Han á síðari árum flust í auknum mæli til Xink- iang eru þar nú fjölmennari en Úgíamir. Líklega voru margir í lestinni á leið til að setjast þarna að í samræmi við þessa stefnu stjómarinnar. Við fórum úr lestinni og settumst upp í áætlunarbíla sem fluttu okkur tikl Jiuquan þar sem við bjuggum á nýju hóteli. Það var einfalt að gerð með sementssúlum í forsaln- um. Hér var öll þjónusta með ágætum. Grannvaxnar stúlkur buðu okkur heit hand- klæði til þess að mýkja hendur okkar. Þær bám með sér austurlenskan þokka og sið- fágun. Einn morguninn vaknaði ég dálítið lasin, og ein stúlknanna annaðist mig af nærgætni og þótt ég skildi ekki orð, sem hún sagði var mér ljóst, að hún vildi allt fyrir mig gera. Um kvöldið kom leiðsögumaður okkar með flöskur af kínversku víni, dálítið sætu en ekki slæmu. Hann bauð hótelstjóranum með okkur upp á þak hótelsins og þar var Þessi kona bauð greinarhöfundinum til tedrykkju. Hún á heima í Urumqui. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. SEPTEMBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.