Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 2
V 1 r S U R Fiskurinn hefur fögur hljóð t Bjami Jónsson, um 1560—1640, ólst upp á Húsafelli og var kallaður Borgfírðingaskáld, bóndi í Borgarfírði syðra, talinn með snjallari rímnaskáldum síns tíma. Hafa varðveist eftir hann skemmti- kvæði. En kunnastur er hann fyrir öfugmælavísur sínar, varla þó öruggt að allar séu hans, sem honum eru eignað- ar. Best er að vera bráður í raun og bíta illt við marga, véla aföllum veáalaun og voluðum lítið bjarga. Gott er að láta salt í sár og seila fisk með gijðti. Best er að róa einm' ár í ofsaveðri á móti. Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum. Æmar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn pijóna smábamssokk. Eld er best að ausa snjó, eykst hans log við þetta. Gott er að hafa gter I skó, þá gengið er í kletta. Nú hlaupum við langa leið í tímanum, frá fyrri hluta sautjándu aldar til vorra daga. Hagmæltur maður ræddi við dóttur sína. Hún var farin að vera með pilti, sem hann var óánægður með. Hún spurði hvað hann hefði út á hann að setja. Faðirinn svaraði: Ekki líst mér á þinn mann, ógeð hef á raftinum. Kistunaglann hefur hann hangandi í kjaftinum. Tveir kunningjar voru við skál og ræddu um þann þriðja, sem var sofnað- ur. Þeir höfðu og þulið vísur, því allir voru dálítið hagmæltir. Annar sagði: Ámi minn er einsog þú, á honum margur Ijóður, hressir oft mitt heilabú, hagur þess nú er góður. Næstu vísur eru af sömu slóðum, vest- an af landi. Bóndi hefur mikið misst, mjólkurdiýgstu kúna, hels í víti hann fær gist, hjálpi oss Drottinn núna Sá sem þessa vísu orti hafði í ölæði skipti á kú og hesti. En þegar rann af þeim, sem kom heim og teymdi kúna, sá hann eftir öllu saman, því þetta voru nágrannar og vinir. Hann sendi því kerl- ingu sína með kusu og kom hún velríð- andi til baka. Þetta sama gerðist oftar en einu sinni. Þessa stöku ortu þeir sam- an vinimir: Kona mín og kella þín kunna lagið á okkur, þekkja brekin þín og mín, þær tolla ennþá hjá okkur. Ónefndur maður, sem farinn var að reskjast, og orðinn gigtveikur, lýsti svo líðan sinni tvo daga í röð: Engan mun ég á mér finn, andskotinn hljóp niðrí Iær. Herðamar og hausinn minn heldur skárrí í dag en í gær. Lestina rekur að þessu sinni Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku. Hann mun vera úr Húnavatnssýslu, en þaðan eru nú um stundir margir hagmæltustu menn landsins, segja bragfróðir menn. Ásgrímur gaf út, þá kominn af léttasta skeiði og búsettur sunnanlands ljóðabók 1981. Hætt er við þú verðir mát í volki heimsins kynna, ef þú hefur brotið bát bestu vona þinna Eyðast heldur andans föng ellin veldur, bræður. Hér eru kveldin hljóð og löng, horft í eldsins gheður. Æskusporin muna má, margt í sömu skorðum. Gleðst ég við hin grænu strá, sem gióðursetti ég forðum. - J.G.H. E R L E N D A R B Æ K U R GRAHAM GREENJÉ COLLECTED SII0RTSI0Í®S AUTHOR’S CHOICE -----Kll K \0\ 11S K\ - GRAHAM GREENE Graham Greene: The tenth man. Getting to know the Generai. Collected Short Stories. Four Novels. Penguin Books. Tíundi maðurinn er rennandi saga en getur ekki talist til stórvirkja höfundar. Saga handritsins gefur tóninn. Það lá óhreyft { hirslum MGM-kvikmynaversins í 40 ár. Þessi bók kemur því eins og gestur úr allt öðrum tíma og sest upp undir vafa- sömu flaggi. Undir öðrum fána skrifaði Greene um kynni sín af hershöfðingjanum Omar Torri- jos Herrera. Greene var tilbúinn til að fara fímmtu för sína til Panama þar sem hers- höfðinginn stjómaði, þegar hann frétti af ótímabærum dauða vinar síns. Greene hafði haldið dagbækur og upp úr þeim vann hann þessa hjartfólgnu bók, Getting to know the General. Herrera var valdamesti maður Panama frá 1972—1981. Hann var ekki harðstjóri af því taginu sem slíkir verða jafnan þegar þeir ná æðstu völdum í þjóð- félögum. Hann stóð fyrir miklum umbótum og ekkert fékk hann stöðvað í viðleitni sinni til að ná fram félagslegu réttlæti í ríki sínu. Með athöfnum sínum bakaði Herrera sér óvild Bandaríkjastjómar en vingaðist aftur við menn sem hugsuðu annað. Sandinistar áttu vísan vin í hershöfðingjanum og Gra- ham Greene heillaðist af þessum manni. Getting to know the General er eitt af því besta sem Graham Greene hefur sent frá sér hin síðari ár. Þá skal þess getið í framhjáhlaupi að út eru komnar safnaðar smásögur Greenes og í aðra bók valdi hann sjálfur fjórar skáldsög- ur sínar til að gefa smjörþefínn af marg- breytileik sínum sem rithöfundar. DAGBÓK AÐ HAUSTI HAUST’87 að eru í fari mínu undarlegar andstæður, sem ég hugsa sjald- an um, en hef þó tekið eftir. Kannski mætti flokka sumt af þeim undir kölkun ellinnar, sem ég minnist stundum á en gleymi oftast, og nú í svipinn man ég ekki hvemig ég ætlaði að botna þessa setningu. Þá fer ég frá og byrja að raka mig að morgni dags. Og nú er ég kominn aftur með pennan á milli fíngranna eftir skamma töf, en þó Iitlu nær vangaveltum mínum en áð- an. En annað er komið í staðinn: tvö orð „fjarritari" og „nærritari". Hið síðara hef ég aldrei heyrt, hef ekki einu sinni látið það koma fram á varir mínar, ætli það sé ekki óbrúkanlegt nýyrði?, þó er það ekki merkingarlaust, en ekki not- hæft? Það er svo margt, sem bærist á öldum hugans í kyrrðinni, sem maður leyfír sér jafnvel ekki að tauta upphátt í rúmi sínu. Og svo er það hvergi skrifað heldur. Hvert fara slíkar hugsanir, sem eru eins og lifandi sæði mannsins, sem við höfum séð á myndum og verða aldrei neitt? Hvemig færi, ef öll efni í böm græfu sig inn í egg kvenna og yrðu að bömum? Undarleg er hugsun kaþólskunnar að öll fóstuur eigi að fæðast, og verða svo kannski að hungurmorða bömum. Hveiju væri skaparinn bættari, ef hann sjálfur væri þá ekki annað en eitt gam- alt og langlíft hugarfóstur, og væri í rauninni ekki öðruvísi til? Hvaða munur er á því, sem ekki verður staðreynd og hinu, sem verður einhverskonar þoka að eilffu, og aldrei raunverulega klófest af neinu lífi? HEIMSKAN Og Gáfan Stundum fínnst heimskum manni það stórviturlegt, sem hinum vitra virðist mgl og óhugsanleg vitleysa. En nú loks- ins kemur til mín endir setningarinnar, sem ég gat ekki botnað áðan, í upphafí þessa skrafs. Það er varðandi gleymsk- una og þennan daufa verk fyrir bijóstinu, sem kemur fyrirvaralaust síðan ég gerði mér fulla grein fyrir því að ég væri gam- all hjartasjúklingur, og gæti dáið í svefni eða vöku, án þess að ég sjálfur eða nokk- ur annar veitti því eftirtekt fyrr en seinna, þegar t.d. konan mín í öðm rúmi fengi ekkert svar við einföldustu spum- ingu sinni: Jón, ertu ennþá sofandi? En meðal annarra orða: hvemig færi nú, ef allar hugsanir okkar færðust yfír á ósýnilegan sjálfritara, jafnvel væri hægt að þrýsta á takka og spóla til baka, láta svo hljóma orðin í réttri röð á ný? Eða draumamir, maður, hver finnur upp tæki til að nema þá? Hvílík náma fyrir sálfræðinga, en jafnframt hættulegt apparat í einræðisríkjum eða vafasömum hjónaböndum? Nei, uppspretta mikils misskilnings, líkast ómm skálds eða hástemmds sljómmálamanns að spyija svona. Eða kynlífsbullara, sem veit ekki hvað hann vill í raun og vem, þegar kirtlastarfsemi fer að færa í tal, það sem aldrei átti að segjast Það er svo margt, sem enginn skilur eða myndi átta sig á, ef það kæmi á pappír eða höndlaðist á hljóðnema talfæranna. Þar yrðu aðeins mörg spumingarmerki. Hvað skyldu vísar klukkunnar hafa komist langa leið á morgungöngu sinni á meðan ég rita þetta áreynslulaust, eins og þegar regntaumar renna niður rúðu. Hver er hugsun slíkrar athafnar... Dropafallsins? AUt hefur sína merkingu. Hve mikið má stöðvast eða breytast án þess að allt fari úr skorðum? VIÐBÓT SÍÐAR Eftirmáli. Sumir menn virðast til þess dæmdir að vera að pára eitthvað á blað alla ævi. Ofanritað er morgunskammtur minn í dagbók. Sfðan ég fór að skrifa pistla í Lesbók hef ég hugsað sem svo: Ég ætti ekki að þurfa að hafa mikið fyrir þeim. Óprentað handritasafn, mitt, allt frá tólf ára aldri, er mikið að vöxt- um. Ég hef legið sjúkur á spítölum þrísvar sinnum á ári að meðaltali síðustu 25 árin. Þá hef ég ritað dagbók. Við hjón höfum dvalist flest ár erlendis einu sinni eða tvisvar síðustu áratugi og þá hef ég margt ritað í þær bækur. Vegna vaxandi heilsubrests, nýrra sjúkdóma, auk þeirra gömlu fostu, erum við nú mest heima. En reyndin hefur samt orð- ið sú, að mér hefur lítið orðið úr þessum skrifum öllum. Ég fínn efni í pistlana á nærtækari stöðum. Nú gríp ég aldrei þessu vant til dag- bókarinnar. Það var ekki ætlun mín, þegar þessar línur voru ritaðar. Ég hef með vilja varla breytt orði. Á einstaka stað bætt við eða strikað yfír hálfa set- ingu. En að lokum. Hversvegna skrifa menn svona dagbækur? Svo hef ég oft spurt. í mínu tilfelli held ég að það sé nokkurskonar flótti frá verkefnum, sem sífellt gera kröfur til mín. Það eru óskrif- uðu bækumar, um efni sem ég ævilangt hefði viljað gera nokkur skil, ekki skáld- skapur, en geta og óviðráðanleg atvik hafa meinað mér að skrifa, kannski kem- ur það í hlut annarra að rita þær, eða hafa þær þegar komið út? JÓN ÚR VÖR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.