Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 6
VEGATOLLUR SMÁSAGA EFTIR HELGA KRIST JÁNSSON lokksstjórinn ýtti þéttingsfast við piltinum, öðru sinni. Vaknaðu, Glói minn, og fáðu þér kaffi. Við byijum eftir tuttugu mínútur. Pilturinn reis upp við dogg, grútsyfjaður. Hvernig er veðrið, sagði hann, eins og til að gefa til kynna að hann væri vaknaður. Þú þarft ekki að spyrja, sagði flokksstjór- inn. Það rignir og svo er þoka til að punta upp á allt saman. Með það var hann farinn. Pilturinn tók snöggt á kvið sér. Það var bleyta við naflann. Og þá mundi hann allt. Hann hafði dreymt mikið í nótt. Nú vaknaði hann að fullu, og fylltist ánægju, jafnvel sælukennd við að rifja upp drauminn. Skrítið, hugsaði hann. Þessi draummær hafði ekki farið of fljótt eins og þær gerðu oftast. Þetta hafði verið ákaft og umfram allt eðlilegt. Hann hafði líka verið sterkur og sjálfsörugg- ur, þó allur gangur væri á því í vöku. Hún hafði verið svo einkennilega seiðandi og henni fylgdi mikil uppörvun, engin feimni eða vand- ræði. Þetta kom allt af sjálfu sér. Nú setti pilturinn í sig ákveðni og dreif sig í leppana. Bflstjóramir höfðu flestir ekið heim til sín í þorpið kvöldið áður til þess að sofa. Þeir voru nú komnir aftur og allt var að fara í gang. Skóflumaðurinn hljóp bölvandi að tæk- inu því flokksstjórinn hafði haft lög að mæla; það var bæði rok og rigning. Þessi morgunn var því afar grár eins og fleiri á fjallinu þetta síðsumar. Vatnsveðrið kembdi hlíðamar og hvarvetna spmttu fram lækir. Fáeinar kindur hímdu þijóskulega í skjóli kletta. Þetta var ekki gott tíðarfar fyrir vegavinnu. Hann fór með fyrsta hlaðna bíl á teig. Bflstjóri hans var Ámi, ungur, knálegur maður úr þorpinu. Ámi var galgopi hinn mesti og einn sá stríðnasti í hópnum. Hann dró þegjandi niður í veðurspánni og segul- bandið flutti dynjandi negratónlist. Djöfuls rigning, sagði hann. Það verður ekki vöðvasýning hjá þér í dag. Það var líka rétt. Gallaveður og fátt sem var lífgandi. Umferð hafði stöðugt minnkað eftir því sem á leið sumarið. í þessu veðri yrðu engin stúlkuandlit innan við bílrúðumar brosandi framan í líflð. Vinnubflamir komu og fóm. Hefíllinn dró úr hlössunum en pilturinn sagði til og fjar- lægði staksteina. Enn fann hann fyrir klístrinu við naflann. Hann hafði ekki getað þurrkað sig nema fljótfæmislega. Allt svona hlaut að vera hið mesta pukursmál innan um þessi stríðnu dýr. — Nei, annars, hann hafði verið þrælheppinn að fá þessa sumarvinnu. Útiveran var holl fyrir átökin við skólabæk- umar. Stríðuin var líka í raun og vem sárameinlaus. Það vom mest annairar gráðu jrfírheyrslur eftir helgar, föðurlegar lífsráð- leggingar í vafasömum tón og svo uppnefnið, Glói. Það var orðið gróið við hann og notað eingöngu. Flokksstjórinn var gæðaspýta. Hann var piltinum góður og sagðist hafa gert í því um árin að efla borgarbömin til síðari átaka fyrir þjóðina. Kvaðst hann geta vitnað til þess að margir bestu menn þjóðar- innar hefðu kynnst blóðrás þjóðlífsins gegnum vegavinnu, nú eða sjómennsku. Þannig súrefnisgjöf entist borgarblóðinu ævilangt. Mamma hafði ráðlagt að hann tæki þessa vinnu frekar en að fara í hvalinn eins og sumir vina hans gerðu. Hún sagði að þar kenndi of margra grasa og hún talaði um að hún ætti hann einan og að það reipi yrði að halda. Á útihátíðum hafði hann svo hitt mörg skólasystkina sinna. Þau vom hálfblönk þá og yrðu líka þegar menntaskólinn byijaði aftur eftir viku. Þú ferð ekkert í skólann, vertu bara með mér, hafði hún sagt í nótt. Ég hef beðið þín lengi, Glókollur litli. Ég hef aldrei séð þig fyrr, hafði hann sagt. Ekki það, gullkroppur, ekki það. Komdu bara, komdu, stælti foli. Nei, þetta gat hann engum sagt, en allt í lagi að hafa það með aumum og rigning- unni. Þeir stigu út úr bílunum við skúrana til þess að fara í mat. Enn glumdi negratónlist út úr bíl Áma. Þeir sögðu hinir að hann vær sjúkur í svertingjastelpur og væri eins og fjólublátt ljós við barinn í utanlandsferðum. Ráðskonan var að leggja síðustu hönd á matseldina. Ámi vék sér að henni og strauk fast niður mjaðmir henni. Alltaf ertu nú hlýleg, elskan, sagði hann. Ráðskonan á heiðvirðum sjötugsaldri, gaf honum olnbogaskot. Hana, farðu þama með kmmlumar, hreytti hún út úr sér. Svipur hennar var stað- fastur og pilturinn áleit að svo hefði jafnan verið. Þeir tóku hraustlega í heitan matinn. Fréttir greindu frá að kjaraviðræður væm að hefjast og þeir tókust á um þjóðmálin, sá elsti og komminn. Þeir vom orðnir hávær- ir þegar flokksstjórinn greip inn í og kvað upp úr með að þeir skyldu flytja tækin eftir hádegið. Við fömm að hækka veginn í Hjallabeygj- unni. Hann er sennilega lygnari þar og skaplegra að vinna. A ekki að flytja veginn úr þeim slysastað, sagði sá elsti. Ekki í ár, sagði flokksstjórinn og komminn fékk meðbyr: Þeir skera allt niður úti á landi þessi íhalds- kvikindi, sagði hann án þess að vera svarað. Gleðikonan getur þá húkkað áfram, sagði Ámi glottandi. Gleðikonan, hváði pilturinn. Það fórst þama stúlka fyrir um þijátíu ámm, sagði flokksstjórinn. Ráðskonan sem var að taka af borðinu sneri sér að piltinum: Hvort hún var gleðikona, stúlkustráið, skal ég láta ósagt, sagði hún, en hún lifði hratt svo að snemma hlaut hún að fara. Keyrði hratt, meinarðu, sagði pilturinn. Nei, lifði hratt sagði ég, vildi taka lífið með áhlaupi, heiminn í stómm stökkum. Það kalla ég að lifa hratt. Það á að gæta að sér í gleðinnar dymm, það er gæfulegra. Hver var þessi stúlka, spurði pilturinn. Hún hét Ósk og var að sunnan, sagði flokksstjórinn. Hún lagði hér allt karlkyns að fótum sér; það er jafnvel hvíslað að hún sjáist þama stundum ennþá. Töffað, sagði pilturinn. Þegar ég verð búinn með verkfræðina kem ég hingað á þennan fjallrass og reisi henni minnisvarða. Já, og reyndu þá að láta verkfræðina tala, sagði Ami. Gat verið, heyrðu þeir ráðskonuna muldra yfír vaskinum. Þeir hlógu. • Honum fannst þetta allt miklu skaplegra þama í Hjallabeygjunni. Það var að vísu hellirigning en lygnara. Það var lengra fyrir bílana að aka með hlössin og hann hafði það rólegra. Þama sá hann vel suður yfír flóann og í björtu veðri mætti sjá alla leið heim. Honum fannst hann geta séð mömmu koma úr búðinni og fara inn í bankann í vinnuna eftir hádegishléið. Þannig höfðu þau oft hist, snöggvast niðri í bæ ... Aætlunarbíllinn tmflaði hugrenningar hans. Bílstjórinn veifaði honum. Eftir suma- rið hafði skapast samkennd með þeim. Umferðin fór nú smám saman vaxandi. Þeir vom með nokkum spöl í takinu. Það var bleyta í nýja laginu og það þurfti að hleypa bílunum yfír það í hópum svo friður gæfist við hækkun vegarins. Bflstjórar tóku þessu misjafnlega og pilturinn þurfti að skýra málið fyrir þeim og fá þá til að doka við. Þá var það að hann hitti eina skólasystur sína, hnátu úr þorpinu, tveim bekkjum á eft- ir honum í skólanum. Hún var þama á bíl föður síns. Pilturinn hafði eitt sinn átt snöggt bað með henni og hún var alltaf jafnfijáls- leg. Þau töluðust við gegnum bflgluggann meðan hefillinn lagaði teiginn. Hann sagðist hætta á föstudaginn vegna skólans og hún sagði brosandi að kannski gætu þau orðið samferða í bæinn. Án þess að svara, starði hann á þetta bros og hvemig það breyttist og hvemig hún breyttist. Þetta var ekki leng- ur hnátan. Þetta var draummærin með tælandi brosið — en aðeins augnablik. Þá breyttist allt aftur og pilturinn áttaði sig þegar stór flutningabíll með tengivagni flaut- aði fyrir aftan hina bílana og myndaðist til að böðlast framhjá. Sé þig, sagði hann fljótmæltur og hentist aftur með bílnum til að róa flutningabílstjó- rann. Þá varð allt í senn. Stóri bíllinn ruddist fram með og kanturinn sveik. í flýtinum festi pilturinn fót í aumum utan við veg- kantinn. Tengivagninn fékk snarhalla og dráttarvél rann ofan af honum og slengdist yfír piltinn. Með ógnarkrafti skall höfuð hans í urðina handan við vegskurðinn. Flokksstjór- inn sem komið hafði aðvífandi varð fyrstur að. í örvæntingu tók hann undir höfuð pilts- ins. Niður í gegnum greipar hans streymdi blóð unga mannsins ört og heitt og síðan með regnvatninu í vegskurðinn. Andlit flokksstjórans afmyndaðist er honum varð ljóst að þetta rennsli fengi hvorki hann né nokkur annar mannlegur máttur stöðvað. Höfundur er fréttaritari Morgunblaösins ( Ólafsvík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.