Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 13
Fílahjörð Ieitar sér að náttstað í Ambroseli. Ung fílakýr ásamt afkvæmi sínu í hlíðum Mount Kenya. landsvæðum, en ekki beit hún á fílana frem- ur en nautgripapestin og gátu þeir því lifað á þessum svæðum óáreittir um langt skeið og byggt upp stofn sinn. Ekki eru til nákvæmar tölur yfír fjölda afrískra fíla, en árið 1986 var giskað á að heildarfjöldinn væri 700.000—1.000.000. Kann mörgum að fínnast það mikill fjöldi, en það horfír öðru vísi við, sé þess minnst að árið 1985 er talið að amk. 60 þúsund fílar hafí verið drepnir, en viðkoma hjá fílum er ekki mikil. Er nokkuð stórkostlegra en að fara á fætur fyrir birtingu í Amboseli, einum af þjóðgörðum Kenya og fylgjast með er dýrin vakna til nýs dags? Auk fjölmargra dýrateg- unda svo sem ljóna, blettatígra, buffalóa og antilópa lifa þar fjölmargar hjarðir fíla. í Amboseli er talið að séu um 600 fílar, sem þó fer ört fækkandi, eins og annars staðar. Yfirleitt lifa fílar í misstórum hjörðum og eru um 15—25 fílar í hverri hjörð. Hjörð- inni er stjómað af ættmóður, sem hefur með sér eina eða tvær systur sínar, dætur þeirra og svo bamaböm á ýmsum aldri. Má sjá svo til alla aldursflokka kvenffla í hverri hjörð, en karlfíla aðeins upp að kyn- þroskaaldri, t em hefst um 20—25 ára aldur. Þá er karlfílunum komið út úr hópnum og eftir það verða þeir að láta sér lynda að lifa einir sér, en þó oftast í nálægð hjarðar- innar. Viðkoma hjá fílum er ekki mikil, því þeir verða seint kynþroska, meðgöngutíminn er 22 mánuðir og 3—4 ár líða áður en getn- aður getur átt sér stað á ný. Þannig er ólíklegt að fílakýr geti af sér fleiri en 10—12 kálfa um ævina. Kálfamir fæðast án skögul- tanna, en þær birtast á öðru ári, og stækka alla ævi fílsins. Nú á dögum er sjaldgæft að sjá fíla með stórar skögultennur, því þeir eru eftirsóknarverðari í augum veiði- manna og veiðiþjófa. Stærstu skögultennur sem vitað er um era af svonefndum Kili- manjaro-fíl og vógu tennumar samtals 462,5 pund, eða sú þyngri 237,5 og hin 225 pund. Talið er að Kilimanjaro-fíllinn hafí dáið árið 1898 og verið um það bil 62 ára gamall. Tennur hans era geymdar í breska náttúragripasafninu í London. Annar fíll, sem nefndur var Ahmed, lifði í Marsabit í Kenya og var einnig með gífurlega stórar tennur, þótt þær vegi aðeins hálft á við tennur Kilimanjaro-fílsins, eða 148 pund (67 kg) hvor. Ahmed var svo eftirsóttur af veiði- þjófum, að forseti Kenya gaf út sérstaka tilskipan þess efnis, að Ahmed skyldi hafa sérstakan lífvörð síðustu æviárin. Ahmed dó 1974 úr elli, um það bil 60 ára að aldri. Bein hans era nú varðveitt í þjóðminjasafn- inu í Nairobi. Fækkun fíla er orðin mörgum náttúra- vemdarsamtökum áhyggjuefni. Jafnvel þótt tölur frá hinum ýmsu löndum séu ekki ná- kvæmar, þá virðist allt stefna í sömu átt, þ.e.a.s. mikla og hraða fækkun fíla, eins og raunar allra villtra dýra. Fflum hefur t.d. fækkað á síðastliðnum áratugum, svo sem hér segir: Zaire 60% fækkun, Kenya 80% fækkun, Súdan 90% fækkun, Sómalía nálægt 100% fækkun, Uganda 85—90% fækkun. í Uganda fækkaði fílum úr 20 þúsund í 3 þúsund (85%) undir stjóm Idis Amin og víst er að ekki hefur þeim fjölgað í átökum undanfarinna ára, því fréttir þaðan herma að nánast öllum villtum dýram hafí verið útrýmt. Svo virðist sem hermenn hinna stríðandi afla hafí hreinlega slátrað þeim dýram sem urðu á vegi þeirra, og t.d. hafí heilu herdeildimar lifað á villibráð í Murchi- son Falls-þjóðgarðinum í Uganda, er þær vora í þjálfun fyrir síðustu byltingu. Þessi þjóðgarður var eitt helsta griðland ffla í byijun aldarinnar. Jafnvel Fflabeinsströndin getur ekki lengur borið nafn sitt með rentu, því þar era fflar nánast útdauðir, og aðeins fáeinar hjarðir reika þar um á afskekktum stöðum. í Tanzaníu hefur fílum fækkað gífurlega sem annars staðar. Sem dæmi má nefna, að fyrir fáeinum áram var vitað um a.m.k. 100 þúsund fíla í Selous-griðlandinu, sem var talinn mesti fyöldi fíla á einum stað í Afríku. Á þessum fáeinu áram hefur þeim verið fækkað um tugi þúsunda. Þar hafa verið að verki sportveiðimenn og veiðiþjóf- ar. Það var ekki fyrr en í desember 1986 að Tanzaníustjóm setti lög sem banna sölu á fílabeini á fíjálsum markaði og nú hefur Tanzaníustjóm einkaleyfí á sölu á fílabeini. Þess má geta að í Kenya vora nýlega gerð- ar upptækar rúmlega 200 fílatennur sem verið var að smygla út úr Tanzaníu. Fflabein virðist vera eftirsótt vara um allan heim eftir verðinu að dæma. Verðið á óunnu fflabeini á heimsmarkaði er allt að 120 Bandaríkjadalir kflóið (tæplega 5 þús- und íslenskar krónur). Hver tönn getur vegið frá fáeinum kflóum og upp í 15—20 kg. Þótt stærri tönnum fækki sífellt, er það ljóst að góður hagnaður er af fflabeinsviðskipt- um, ekki síst fyrir veiðiþjófa, þótt þeir fái sennilega minnst í sinn hlut. í Kenya er bannað að selja fílabein og hluti sem gerðir era úr fflabeini eða húð villtra dýra. Oft má heyra ferðamenn falast eftir þessum hlutum í verslunum og á götu- mörkuðum, og oft má sjá götusala draga laumulega upp úr vasa sínum smáhluti, margvafða inn í óhreint bréf, og bjóða kúnn- anum þessa forláta muni á „alveg sérstak- lega“ góðu verði. Ósjaldan era þessir gripir gerðir úr úlfaldabeini eða kúabeini og ef sölumanninum tekst vel upp hefur hann góð mánaðarlaun, ef ekki meira, upp úr krafs- inu. Ólöglegur markaður fínnst sjálfsagt í Kenya eins og annars staðar og era ferða- menn oft naskir á að fínna hann. Því miður era upplýsingar til ferðamanna um þessi mál af skomum skammti, og fæstir gera sér grein fyrir hvílíkar hörmungar mörg dýrin hafa mátt þola til að verða að þessum fánýta skrautvamingi. Það era ekki einung- is efnishyggjumenn, veiðimenn, veiðiþjófar og hermenn sem ógna lífí fflsins, heldur einnig bændur og ferðamenn. Það þrengir sífellt að fílunum og öðram dýram, því stöð- ugt er þörf fyrir aukið ræktunarland til að geta mætt fæðuþörf þessara vanþróuðu þjóða Afríku með sína gífurlegu fólksfjölg- un. Því meira land sem er tekið til ræktunar þeim mun minna svæði er fyrir hin villtu dýr. Fflar eru svæðisbundnir, þ.e. halda sér á ákveðnum svæðum, eins og mörg önnur dýr. Fílahjarðir eiga því til að sækja reglu- lega inn á nýræktir, traðka allt niður og éta stóran hluta uppskerannar, hafí það svæði áður verið hluti af „konungsdæmi" viðkomandi hjarðar. Því miður verður þetta oft til þess að gripið er til byssunnar, því ekki sættir bóndinn sig við að horfa á eftir hverri uppskeranni á fætur annarri ofan í maga fflanna. Hættan af ferðamönnum stafar ekki ein- göngu af græðgi þeirra í skrautmuni úr fflabeini, heldur einnig af átroðningi þeirra í þjóðgörðunum. Sífellt fleiri hótel era byggð í og við þjóðgarðana og bflaumferð eykst stöðugt. Álgengt er að ferðamenn sem eiga skamma viðdvöl fljúgi til þjóðgarðanna, staldri við í stundarkom og brani þá um garðana í smárútum. Þetta er mörgum áhugamönnum um vemdun villtra dýra áhyggjuefni. Til dæmis á blettatígurinn (cheetah) oft í erfiðleikum með að veiða sér til matar vegna umferðar. Það er að sjálf- sögðu spennandi og eftirsóknarvert að sjá kattardýr veiða, og ef eitthvert dýr er í veiðihug má oft sjá fjölda bfla (oft allt að 15—20) aka í humátt á eftir því og eyði- leggja þannig tilraunir dýrsins til að veiða ofan í sig. Aðferðir veiðiþjófa era misjafnar eftir löndum, en þó era skotvopn algengustu veiðitækin. Sums staðar era veiðiþjófar mjög vel búnir vopnum og hafa til umráða mun kraftmeiri byssur en þjóðgarðsverðimir, sem mega sín því lítils þótt þeir standi veiðiþjófa að verki. Annars staðar era notaðar eitur- örvar til að drepa fflana og fer það eftir hversu ferskt eitrið er, hvenær fíllinn deyr, en dauðastríðið getur tekið margar vikur, sé eitrið orðið gamalt. Einnig era notaðar ýmsar gerðir af gildram, t.d. er ein gerðin þannig að vírlykkja festist um fót fflsins en við vírinn er festur stór trjádrambur. Því meir sem fíllinn berst um þeim mun meira herðist á vimum, sem skerst inn í hold fflsins og veldur slæmum sáram. Lirfur og flugur sækja í þau og valda sýkingu og kvalir dýrsins verða miklar, en að lokum valda sárin dauða fflsins. Þegar ffllinn deyr losnar um skögultennumar innan stundar og þarf lítið átak til að ná þeim. Áður fyrr var fílshræið nýtt til hins ýtr- asta, kjötið þótti herramannsmatur, skinnið sútað og notað í töskur o.fl., úr skögultönn- unum vora unnir ýmsir skrautmunir. Jafnvel fílsfætumir vora stoppaðir upp og búnir til úr þeim borðfætur, lampastandar, regnhlífa- standar eða önnur viðlíka ósmekkleg húsgögn. Nú til dags era fflshræin ekkert nýtt, heldur skilin eftir handa hræætunum til að gæða sér á. Þegar fflar fínna látinn félaga verða þeir mjög órólegir, safnast kringum hann, og þukla hann með rönum sínum eins og þeir séu að stijúka honum. Ef hann er nýlátinn reyna þeir að reisa hann við, en ef það tekst ekki taka þeir til við að dysja félaga sinn. Sækja þeir greinar, sprek og gras og reyna að hylja hann. Ef beinagrindin ein er eftir bera þeir stundum beinin burt. Þessir greftr- unarsiðir fílanna era mjög merkilegir og hafa verið mikið rannsakaðir af dýrafræð- ingum í þjóðgörðum Tanzaníu og Kenya. Ýmsar tylliástæður hafa verið notaðar til þess að geta drepið fíla. Menn hafa talað um nauðsyn þess að „grisja“ stofninn, einn- ig hafa veiðar í „vísindaskyni" verið stund- aðar. Mönnum hefur jafnvel þótt skynsamlegast að eyða heilu hjörðunum í „vísindaskyni", því þá er enginn eftirlifandi fíll „til að kjafta frá“, en fflar hafa gott minni og geta miðlað ungum sínum og félög- um af reynslu sinni. Þær hjarðir sem hafa orðið fyrir áföllum af mannavöldum era því styggari og illskeyttari í návist manna. Margar sögur era til af fílum sem fela sig í þéttum skógum á daginn, og voga sér ekki út nema á nóttunni og hafa þannig breytt lífsstfl sínum jrfír í lífsstíl næturdýra. Þótt fflar séu ekki í bráðri útrýmingar- hættu, eins og t.d. nashymingurinn, er augljóst hvert stefnir ef ekkert er að gert til að hindra hið látlausa fíladráp. Maðurinn er skæðasti óvinur fílsins og meðan sóst er eftir landi til ræktunar og skrautmunum úr fflabeini er hætta á að innan fárra ára verði eins ástatt fyrir fílnum og nú er fyrir nashymingnum. Hvað getur almenningur gert til að koma í veg fyrir fækkun fíla? Eitt ráð er fyrir hendi og teija margir umhverfísvemdar- menn að það muni vera hvað áhrifarikast. Það er einfaldlega að vekja athygli ferða- manna og annarra á vandamálinu og hvetja alla til að hætta að kaupa fflatennur og skrautmuni úr fflabeini. Framboð á fílabeini er háð eftirspum, og því færri ferðamenn sem láta glepjast af þessum ólöglega sölu- vamingi, þeim mun fleiri fílar sleppa við að þola hörmulegan dauðdaga. Sé unnt að fá fólk til að hætta að kaupa glingur úr fflabeini er einhver von til þess að fleiri fflar fái að lifa og þessum stórkostlegu dýram verði ekki útrýmt af jörðinni. Ella B. Bjarnarson er sjúkraþjálfari við Nairobi Hospital í Kenya, en er nýflutt heim. Myndir tók Helgi Torfason. Heimildir: SWARA árg. 1985-1987. Rit East African Wildlife Society. THE LAST SAFARI. Newsweek, ágúst 11 1986. NATION, Kenyanskt dagblað, — ýmsar greinar — 1986 og 1987. AMONG THE ELEPHANTS. Ian og Oria Douglas Hamilton. THE ORPHANS OF TSAVO. Daphne Sheldrick. ' J LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.