Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 5
Ungmennafélagshúsið i Keflavík, „Ungó“, samkomuhús Keflvíkinga um langt árabil. Pétursson, umboðsmaður Eimskips í Ham- borg, og fleiri sem síðar komu við sögu knattspymunnar í Keflavík. Einar Magnús- son, tannlæknir, hafði þá ásamt Hólmbert Friðjónssyni hóað saman knattspymuliði sem hét íþróttafélag Keflavíkur, skamm- stafað ÍK, og var lengi ósigrandi í yngri aldursflokkum knttspymuáhugamanna. Hápunktur í Tilverunni Félagar og helstu fomstumenn í Svanin- um náðu aftur umtalsverðum árangri í ójálsum íþróttum, í köstum sérstaklega og man ég að Einar Norðfjörð, þá tíu til tólf ára, þeytti kringlunni yfír allt túnið á móts við sjúkrahúsið í Keflavík og sýndi veruleg tilþrif í kúluvarpi. Jólatrésskemmtanir kaup- félagsins í Ungó á milli jóla og nýárs vom hápunkturinn í tilveranni og árlega troð- fullt út úr dymm. Þar lék Baldur Júlfusson á harmonikku fyrir dansi í kringum jóla- tréð, faðir Þóris Baldurssonar og systur hans, Maríu, og Þórir var ekki hár í loftinu þegar hann vár farinn að þenja harmonikk- una upp á sviði og þótti snemma efnilegur eins og hefur líka komið á daginn. Gott ef Einar Júliusson byijaði ekki sinn söngferil á jólatrésskemmtunum kaupfélagsins snemma á sjötta áratugnum í Ungó. Á þeim Þau gerðu garðinn frægan: Hljónmr frá Keflavík. Frá vinstri: Erling Bjömsson, Engilbert Jensen, Shady Owens, Rúnar Júliusson og Gunnar Þórðarson. út, og einnig man ég að um tíma var eitt- hvað um þær í húsnæði við Túngötu þar sem nú er Félagsbíó. Eitt sinn vomm við nokkrir ungir drengir að leik þar þegar við urðum þess varir að innan dyra var gleð- skapur. Við komum að útidymnum og í því er hún opnuð. Bandarískur hermaður er að kveðja og á ganginum sáum við hvar nokkr- ar konur hlupu um og vom þær berrassaðar og á eftir þeim umsjónarmaður eða húsvörð- ur með stóran vönd f hendi og ekki álitlegri en svo að hann var trylltur og hrópaði hvað eftir annað — burt með herinn, burt með herinn. Maður á sjötugsaldri á hvítum nær- bol og terelín-buxum og ef til vill úr hinum fámenna hópi fylgismanna Sósíalistaflokks í Keflavík er laut forystu Sigurðar Brynj- ólfssonar, umboðsmanns Olíuverslunar íslands á staðnum. Enginn var Sigurði fremri á kappræðufundum og best naut hann sín síðan þegar sótt var að honum úr öllum áttum og Sovétríkin og sósíalisminn urðu fyrir mikilli gagnrýni. Grimmilegir Bardagar Æskufólk í Keflavík lifði sig inn í hug- myndaheim kvikmyndanna í Nýja Bíói sem flestar vom bandarískar, spennumyndir, hasarmyndir, glæpamyndir. Ur þeim jarð- vegi varð til félagsskapur drengja á aldrin- um sex til fjórtán ára, „Blóðdropinn" sem átti í útistöðum við annan óaldarflokk í bænum sem var uppmnninn í byggðinni við Túngötu, Aðalgötu, Vesturgötu og allt út undir slippinn. Blóðdropann mynduðu æsku- menn við Hafnargötu, Suðurgötu, Faxa- braut, Ásabraut og Vatnsnesveg. Þetta var á þeim ámm þegar Helgi Hjörvar las út- varpssöguna um Bör Börsson og spennusag- an Hver er Gregorý? var lesin í útvarpi. Framarlega í flokki æskumanna í Blóðdrop- anum vom Valdimar Óli Einarsson Söring, kallaður „Kúddi“, og piltur sem gekk undir nafninu „Jói í Hreppskassanum“ eða „Jói í Bmnahúsinu". Yfirráðasvæði Blóðdropans var eiginlega allur bærinn og oft var blásið til omstu þegar reyna þurfti með hópunum og þá stundum slegist í fiskhjalla upp af byggðinni við Hringbrautina. Þar vom háð- ir grimmilegir bardagar og man ég að Eggert Kristinsson, síðar trommuleikari í hljómsveitinni vinsælu, Hljómum, en hann bjó við Sólvallagötuna, gekk rösklega fram og mun hafa hlotið einhver meiðsli, þó ekki alvarleg. Reiðhjólastuldur var algengur meðal fé- laga í Blóðdropanum og svo söfnuðu þeir að sér luktum og bögglabemm. Það sakar ekki að riQ'a það upp svona þrjátíu ámm síðar, það verður varla lögreglumál úr þessu og í sjálfu sér ekki stór glæpur. Olafur Sveinsson, núverandi hómapati og hrossa- bóndi, fyrmm æskufélagi og fermingarbróð- ir, hafði feikn gaman af hjólum og safnaði þeim saman í bflskúr við æskuheimili for- ingja Blóðdropans, „Kúdda“. Þar fóm fram á þeim ýmsar tilraunir og skoðanir, þar til þeim var flestum skilað aftur til réttra eig- enda. Annar félagsskapur og mun stilltari ríkti á Suðurgötunni og næsta nágrenni á ámnum upp úr 1950. Það vora eingöngu prúðir drengir, létu þó stundum gamminn geisa ef svo bar undir og vom hávaðasamir þegar þeir vom með óvirkar leikfangabyssur í belti og skutu í allar áttir að lokinni þijú- sýningu í Nýja Bíói á sunnudögum. Þeir héldu sig einkum á Suðurgötunni og í hópn- um vom drengir fæddir á ámnum 1943—45. Öm Bergsteinsson, húsasmiður, Friðrik Georgsson, tollvörður, Einar Nórðfjörð, byggingartæknifræðingur, Eiríkur Guðna- son, aðstoðarseðlabankastjóri, Guðni Skúla- son, loftskeytamaður, Sigurður Baldursson, (Diddi bfladella), stórkaupmaður í Coloradó í Bandaríkjunum, Lúðvík Friðriksson, stýri- maður, Geirmundur Kristinsson, aðstoðar- sparisjóðsstjóri, Róbert Ólafsson og greinarhöfundur. LeikhúsiðBrann í geymsluhúsnæði í kjallara á Suðurgötu 35 man ég að Eiríkur Guðnason stóð stund- um innan búðar, þar sem gluggi var og stundaði viðskipti með heimabakaðar kökur eða eitthvað þvíumlíkt og hefur sjálfsagt þar fengið reynslu sem síðar hefur komið að góðum notum þegar stærri verkefni komu til sögunnar í peningamálum þjóðarinnar. í þá daga vom dúfnakofar á blettum við ann- að hvort hús í Keflavík. Geirmundur Kristinsson átti t.d. mikið af dúfum af ýmsum tegundum. Þeir sem ekki vom með dúfnarækt höfðu þá ýmislegt annað fyrir stafni. Á lóðinni við æskuheim- ili Einars Norðfjörð, á Mánagötu 1, reistu félagamir stóran skúr undir leiklistarstarf- semi. Þar átti að setja upp ýmis stórverk heimsbókmenntanna og ekki vantaði svo sem áhugann. Þegar skúrinn var vígður vildi ekki betur til en svo að „Diddi bfla- della“, sem var eins konar kynnir á hátíðar- fundi í tilefni af opnun leikhússins og sá um að bera eld að kertum, var næstum farinn á taugum og bar eld í sjálfan kof- ann, sjálft leikhúsið, og tugir gesta sem vom á staðnum komust út úr leikhúsinu við illan leik og minnstu munaði að slys yrðu á leikhúsgestum. Kofínn stóð þó af sér bmnann, ekki var þó gerð tilraun til að hefja þar leikhússtarfsemi að nýju. Einar Norðfjörð og greinarhöfundur stofnuðu knattspymufélagið Svaninn einhvem tímann um miðjan sjötta áratuginn. Nafnið var ekki beint tilvalið fyrir knattspymufé- lag. Svanurinn er fugl sem hefur sig ekki mikið í frammi og syndir yfirleitt afslappað- ur á lygnu vatninu. Svo mikið er víst að knattspymufélagið Svanurinn er ekki skráð fyrir stóram afrekum. Það var segin saga að þegar Svanurinn háði kappleiki við önnur áhugamannafélög ungra knattspymumanna í Keflavík þá beið það herfilegan ósigur og vom þó í liðinu einstaklingar sem sýndu góð tilþrif, t.d. Kjartan Sigtryggsson, núver- andi öryggismálafulltrúi í Hafnarfirði, Rúnar Júlíusson, hljómlistarmaður, Sveinn ámm var skemmtanalífið í Keflavík sérlega fjölbreytt. Auk ungmennafélagshússins vom reknir skemmtistaðir eins og Bíókjallarinn í kjallara Nýja Bíós og svo auðvitað Kross- inn og enn síðar kom Aðalver á efstu hæð í húsnæði Aðalstöðvarinnar við Hafnargöt- una. Bíókjallarinn var sukkstaður sem margs konar undirheimalýður sótti og stúlk- ur sem vora að spá í Kanann. Við inngang- inn stóðum við leikfélagamir og reyktum stundum körfustrá til að sýnast nú ekki vera minni menn en þeir sem innfyrir fóm og vom vægast sagt óstöðugir á fótum. Skemmtanalífíð á Keflavíkurflugvelli var sjálfsagt ekki síður_ fjölbreytt. Þar vom ýmsir klúbbar sem íslendingar fengu að- gang að og íslenskar danshljómsveitir spiluðu á flugvellinum, t.d. KK-sextettinn og hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar sem eingöngu var skipuð Suðumesjamönnum og Engilbert Jensen og Einar Júlíusson sungu með um árabil. Ég held að ég hafi fyrst komið uppá Keflavíkurflugvöll átta eða níu ára og þá í vömflutningabifreið Sigurbjam- ar Ámasonar sem lengi keyrði á vömbfla- stöðinni. Vömbflstjóramir höfðu allnokkra vinnu við flutninga á Keflavíkurflugvöll. Mest var um að vera þegar íslensk og er- lend flutningaskip lögðust að bryggju í Keflavík með vaming til herliðsins. Mynduð- ust þá langar raðir flutningabifreiða við höfnina, t.d. þegar verið að var að afferma skip sem komu með áfengan bjór. Hamilton var þá einn helsti verktakinn á Keflavíkur- flugvelli og miklir flutningar á vegum fyrirtækisins. Við æskufélagamir í Keflavík fengum stundum að sitja í vörabílunum upp á flugvöll og líklega hefur okkur þótt það vera eitthvað svipað og að vera komnir hálfa leiðina til Bandaríkjanna sem óneitan- lega var í hugum ýmsra þá fyrirheitna landið. HeillaðurAf VeröldHersins Einn er sá æskufélagi sem öðmm fremur þekkti til á Keflavíkurflugvelli í þá daga. Hann er fæddur og uppalinn á Austurgötu 18, gegnt æskuheimili mínu í Keflavík, og heitir Guðmundur Bjamason. Hann fór að venja komur sínar upp á flugvöll átta eða níu ára og heillaðist svo mjög af þeirri ver- öld sem hann kynntist að hann vildi helst hvergi annars staðar vera. Meira að segja held ég að hann hafi komið sér upp sfnum eigin einkennisbúningi og skreytt hann með strípum eða merkimiðum. Hann þekkti hveija þúfu á Keflavíkurflugvelli og var eins konar lóðs um staðinn þegar vinir og jafn- aldrar fengu að koma með til að líta á dýrðina. Hann sýndi okkur verslanir, klúbba, kvikmyndahús, hótelið og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Hann var persónulegur kunn- ingi ýmsra hermanna og naut góðs af. Alltaf nóg til af tyggigúmmíi og sælgæti og kvik- myndahúsin stóðu opin þegar Guðmundur Bjamason var á ferð og man ég að eitt sinn sáum við þar hörkustríðsmynd og vomm þá komnir á fermingaraldur. Guðmundur flutti af landi brott strax og hann hafði aldur til og gerðist bandarískur ríkisborg- ari. Barðist síðar við heimskommúnismann í Víet Nam og mun hafa hlotið viðurkenn- ingu fyrir vasklega framgöngu í frumskóg- arfeninu í Suðaustur-Asíu. Annars var það mesta furða hvað dvöl bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli hafði lítil menningarleg áhrif á Keflavík lengi vel. Það var helst að hlustað væri á Keflavíkurútvarpið sem út- varpaði meira eða minna allan sólarhringinn. Við þá uppsprettulind mótuðust tónlistar- menn í Keflavík sem síðar urðu landsþekktir, nægir þar að nefna framúrskarandi tónlist- armenn eins og Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Magnús Þór Sigmundsson, Einar Júlíusson, Magnús Kjartansson, Rúnar Júlí- usson og Þóri Baldursson. Helgi S. Var Driffjöður í þá daga var leikfélag í Keflavík sem stóð reglulega fyrir sýningum á gamanleikj- um sem alvarlegri verkum. Driffjöðurin þar sem annars staðar var Helgi S. Jónsson, skátahöfðingi og þúsundþjalasmiður. Þá vom Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason og Gfsli Alfreðsson ekki lengur í Keflavík, vom famir til starfa í leikhúsum í Reykjavík og samt komst leikfélagið yfir þann mikla missi og efndi til minnisstæðra sýninga þar sem Sverrir Jóhannsson, Eggert Olafsson og ýmsir fleiri innfæddir Keflvíkingar fóm á kostum í grátbroslegum gervum. Helgi S. og Arinbjöm Þorvarðarson, sundkennari, sömdu fjölmargar revíur sem fluttar vora í ungmennafélagshúsinu. Blaða- og tímarita- útgáfa var nokkur. Bæjar- og héraðsbóka- safnið dafnaði er Hilmar Jónsson kom þar til starfa sem bókavörður síðari hluta sjötta áratugarins. Kristinn Reyr var þá með bóka- búð við Hafnargötuna. Mikið snyrtimenni og glæsilegur á velli. Gekk teinréttur um götur, virðulegur á svip og eins og andinn væri þegar að koma yfir hann, enda sendi hann frá sér fjölmargar ljóðabækur einmitt á þeim ámm þegar hann var bóksali í Keflavík. Þorsteinn Eggertsson og Erlingur Jóns- son, handavinnukennari, vom eitthvað að fást við myndlistina og héldu sýningar. Guðmundur Norðdahl settist að í Keflavík á fyrstu ámm sjötta áratugarins. Með hon- um kom ferskur blær í tóniistarlífið. Hann gerðist stjómandi Karlakórs Keflavíkur og einn helsti forystumaður og síðar stjómandi lúðrsveitarinnar í bænum sem lék opinber- lega við ýmis hátíðleg tækifæri. Bjami J. Gíslason, lögregluþjónn, sá um tónsmíðar og sendi stundum lög í danslagakeppni SKT í Gúttó í Reykjavík er síðar vom gefín út á hljómplötum. GvendurÞrybbi Þá var sérkennilegur fugl á ferð um göt- ur Keflavíkur og lék á munnhörpu, Guðmundur Snæland, kallaður „Gvendur þiybbi". Ekki gerði hann flugu mein, þó oft væri Bakkus með í för. Hann fór hratt um stræti og torg, kom kannski skyndilega inn í einhveija verslunina, vel til hafður, í nýjum fötum, dró upp munnhörpuna og lék fmms- amið lag eða þekktan slagara. Hann vann í bæjarvinnunni, verkamaður alla tíð, ein- hleypur að ég best veit, að mestu óskóla- genginn og þrátt fyrir drykkju og mikið slark meira eða minna allt sitt líf lifði hann fram á fullorðinsár, dvaldi síðustu árin á elliheimili í Keflavík. Árni Bergmann, rit- stjóri og rithöfundur, hefur einhvers staðar í endurminningum sagt frá Kristjáni heitn- um Helgasyni, píanóleikara, sem bjó við Hafnargötuna. Það er fyrir mína tíð, þó er eins og mig rámi eitthvað í manninn, afar óljóst þó. I beinu framhaldi af því að ég minnist á Áma Bergmann sakar ekki að geta þess að þegar ég vann á unglingsámm í bæjarvinnunni kom Ámi heim frá námi í Moskvu og vann nokkur sumur í Keflavík, hjá bænum, við smíðar á bamaleikvöllum og við ýmislegt er til féll og bauð okkur strákunum þá stundum rautt neftóbak, rússneskt ættað, í nösina og rétt á meðan við vomm að velta því fyrir okkur hvort við ættum að þiggja það, söng hann rússnesk þjóðlög af svo mikilli innlifun að unun var á að hlusta. Niðurlag í næsta blaði. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.