Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 11
Síðan setið var um Tróju
hafa austrið og vestrið
átt í baráttu
g. var hér síðast árið 1979, en á þeirri heim-
sókn var nokkur fiaustursbragur þareð henni
var skotið inn á milli fyrirlestrar á Helsingja-
eyri og fundar í Jóhannesarborg. Á Helsingja-
eyri gerðist ekkert í líkingu við það sem
CYRIL NORTHCOTE
PARKINSON, sá frægi
maður, sem
Parkinsonslögmálið er
kennt við, hélt þessa
ræðuá
hádegisverðarfundi á
Hótel Sögu 14. júní sl.
Fundurinn var haldinn á
vegum Verzlunarráðs
íslands og Almenna
bókafélagsins, en
Parkinson kom hingað
til lands til viðræðna
vegna útgáfu á
yfirlitsverki yfir rit sín.
Shakespeare fjallar um í Hamlet. (Ég hef
ævinlega litið á það verk sem nærfærna
lýsingu á dönsku fjölskyldulífí.) Meðan ég
var á Helsingjaeyri var þar allt með kyrrum
kjörum og enginn ráðinn af dögum. I þetta
sinn er minna óðagot á mér og ég hef haft
tóm til að velta fyrir mér, hvað ég ætti að
segja.
Fyrst hlýt ég að óska ykkur til hamingju
með hagsæld þessa eylands. Það leiðir okk-
ur fýrir sjónir sögusvið velmegunar, frið-
sældar og menningar, sem hefur síðan 1874
lotið stjóm elsta löggjafarþings Evrópu.
Landið er einstætt að því leyti að það full-
nægir þörfum landsmanna fyrir heitt og
kalt vatn, einnig til húshitunar, býður uppá
gjöful fiskimið og á óþrotleg föng fagurra
stúlkna, einsog við höáim áþreifanlega orð-
ið vör við í dag. í þessu felast að mínu
mati yfirburðir norrænna þjóða og þá ekki
sist þessarar þjóðar. í mörgu tilliti (þó ekki
öllu) mætti virðast sem þetta eyland væri
fyrirheitna landið, staðurinn þangað sem
menn streyma í stríðum straumum frá sínum
fyrri heimkynnum. Ég er hæstánægður með
að vera kominn hingað og ákaflega hreyk-
inn af að hafa verið beðinn að flytja hér
fyrirlestur öðru sinni. Það er miklu fátíðara
að ég sé beðinn að koma í annað sinn en
í fyrsta sinn, og því hlýt ég að vera hreyk-
inn af að vera beðinn að tala aftur þarsem
ég hef talað áður.
Svo tekið sé dæmi af öðru lánsömu landi,
þá hefur gagntýnandi nokkur látið svo
ummælt, að Sviss hafi notið friðar og vel-
megunar síðan 1848. Og hvemig höfðu
Svisslendingar hagnýtt sér þá blessun? Þeir
höfðu fundið upp gauksklukkuna. Þetta er
þeirra helsta afrek og öllum er okkur það
ljóst. Hvaða hliðstæðu afreki geta íslending-
ar státað af? Hvað hafa þeir gert? Tveir
sögulegir viðburðir virðast vera sérstaklega
umtalsverðir. I fyrsta lagi var landið í önd-
verðu byggt Irum, sem voru hraktir burt í
öðrum þætti leiksins. Þeim var umsvifalaust
og endanlega rutt útaf sviðinu. Þetta virðist
mér vera fyrsta afrek hinna norrænu land-
námsmanna á íslandi: þeir hreinsuðu þilfarið
áður en þeir tóku til við verkefnin sem fyr-
ir lágu. I öðru lagi var nafnið á íslandi vel
til þess fallið að draga úr löngun til landvinn-
inga útífrá. Nafnið ísland vekur hugrenn-
ingar um eilífan kulda, sem landið er
blessunarlega laust við. Það hlýtur að hafa
dregið kjark úr mörgum landvinningamönn-
um, sem hugsuðu sem svo að landið væri
óbyggilegt og sigldu burt. Grænlandi var
gefið villandi nafn í þvi skyni að örva að-
flutning fólks.
Mörg lönd hafa ekki átt því láni að fagna.
Ég kem frá Manneyju ', nafngift sem verð-
ur að teljast bera vitni kynjamisrétti,
þjóðrembu, og ósæmilegum hugsunarhætti.
Einsog þið munið er líka til Hvíteyja 2 Nafn-
giftin ber keim af kynþáttamisrétti og
fordómum varðandi litarhátt. Þetta er vitan-
lega skelfilegt í augum frjálslyndra manna
um víða veröld. Auðvitað hefði átt að nefna
hana Kvenneyju til mótvægis við Manneyju.
Það hefði verið þolanlegra, því þá hefði
báðum kynjum verið gert jafnt undir höfði.
Þarvið bætist að Hvíteyja var uppgötvuð
af Viktoríu drottningu, sem sannarlega rétt-
lætir að hún sé nefnd Kvenneyja. Ég hef
borið fram tillögu þaraðlútandi, en er orðinn
því vanastur að tillögur mínar séu virtar
að vettugi.
Nú langar mig til að þið gerið ykkur í
hugarlund, að ísland hafi náð stigi fullkomn-
unar eða sé í þann veginn að ná því:
landsmenn séu heilbrigðir, vel menntaðir,
velmegandi, lausir við yfirvinnu og áhyggj-
ur. Dýrlegt ástand. Hvað svo? Hvert höldum
við þaðan? Nú, hinir sælu íslendingar munu
að öllum líkindum ganga í hjónaband (ann-
að væri óhugsandi með hliðsjón af hinum
Qölmörgu fögru konum í þessu landi og
raunar í þessum sal), og afleiðingin yrði
sennilega böm, sem væru eins heilbrigð, vel
menntuð og sæl einsog foreldramir. Þvílík
endurtekning kynslóð eftir kynslóð kynni
að virðast tilgangslítil. Ef viðfangsefni einn-
ar sællar kynslóðar er það eitt að ala aðra
sæla kynslóð, mætti spyrja hvert það leiði
að lokum. Auðvitað yrðu framfarir, bama-
skólinn fengi nýjan kennara, ný álma yrði
byggð við sjúkrahúsið, bærinn fengi nýjan
fótboltavöll. Allt væri þetta fyrirsjáanlegt,
en hvað gerum við síðan? Á öðrum tíma og
í öðru landij sem væri kannski alveg eins
norrænt og Island, hefðum við kannski uppi
ráðagerðir um að gera innrás í Orkneyjar
eða Suðureyjar. Ýmsum kynni að þykja það
snjöll hugmynd, herferð í suðurveg. En setj-
um svo að hugmyndin ætti ekki fylgi að
fagna. Það er vel hugsanlegt. Kannski fynd-
ist mönnum ekki ómaksins vert að leggja
undir sig Orkneyjar; þær væm ekki slíkt
gósenland. Ég held þær séu það ekki. Nú,
ef hugmyndin ætti ekki fylgi að fagna, þá
mundum við halda áfram sem fyrr, hvorki
leggja í áhættu né lenda í ógöngum. Þá
kynnum við að líkjast herafla sem væri
þrautþjálfaður og þrælskipulagður, vel bú-
inn vopnum og vistum, hefði gert nauðsyn-
legar ráðstafanir til að annast særða og
sjúka, en ætti sér engan áfangastað. Hvað
Parkinson með Ragnari Halldórssyni, forstfóra ÍSAL.
Parkinson talar í hádegisverðarboði á
vegum Verzlunarráðs fslands og Al-
menna Bókafélagsins.
ættum við að gera? I hvaða átt ættum við
að stefna? Hvaða minnisvarða gætum við
skilið eftir handa næstu kynslóð? Ættum
við að vera um kyrrt þarsem við erum niður
komin, en endurskipuleggja og endurreisa
höfuðstaðinn? Ættum við að reisa nýja
hæstaréttarbyggingu, nýja dómkirkju, nýtt
óperuhús? Við þörfnumst áreiðanlega mark-
miðs sem liggur handanvið lífsþægindi
okkar og velferð. Aðrar borgir hafa þyngd-
arpunkt eða miðdepil, virki eða brú. Áþena
hefur Meyjahofið, Edinborg kastalann,
Washington alríkisþinghúsið. Þið kunnið að
koma með þá mótbáru, að ísland þarfnist
ekki minnismerkja og hafi ekkert fjármagn
aflögu til að sóa í hreint bruðl. Kannski ekki.
Og þá er kominn tími til að segja ykkur
frá eyjunni Gozo, sem er örsmár depill á
landabréfínu rétt hjá Möltu, sem oftsinnis
hefur mátt sæta umsátrum og varð fyrir
um tvöþúsund loftárásum í seinni heims-
styijöld. Á Gozo hefur lengi verið biskup
og dómkirkja og að auki basilika eða kirkja
á stærð við dómkirkju. í fiskimannaþorpi á
Gozo afréðu íbúamir að leggja af þorpskirkj-
una og reisa aðra á stærð við dómkirkju.
Árangurinn varð klassísk bygging sem hef-
ur þriðja hæsta kirkjutum í Evrópu, næst
á eftir Péturskirkjunni í Rómaborg og Páls-
kirkjunni í Lundúnum. Þetta er stórkostlegt
afrek. Ég hef ekki hugmynd um hvemig
þeir fjármögnuðu bygginguna. Ég get ekki
heldur gert grein fyrir hversvegna þeir
ákváðu að gera það sem þeir gerðu. Það
nægir að þeir (umþaðbil sexhundmð tals-
ins) vildu fá tröllaukna kirkju og reistu
hana á tæpum_ áratug. Ég er ekki að gera
því skóna að íslendingar ættu að fara að
dæmi þeirra. Ég hef einungis viljað benda
á hvað hægt er að gera. Ef eyjarskeggjar
á Mön, þarsem ég á heima, skyldu vilja
láta muna eftir sér á ókomnum öldum,
gætu þeir gert það sama og Gozobúar. Þeir
hafa ekki gert neitt í líkingu við það. Eng-
inn mun álasa þeim fyrir þessa vanrækslu. r
Enginn mun hugsa illa til þeirra fyrir vikið.
En eiaðsíður hafa þeir látið undir höfuð
leggjast að vinna sögulegt afrek. Þegar ég
fór frá Guemsey og fluttist á aðra eyju sem
liggur nær íslandi, þá skildi ég eftir tvö
verk sem kynnu að valda því að örfáar
manneskjur minnist mín. Annað var kapella
heilags Tómasar (sem myrtur var í Kantara-
borg): hún var hmnin til gmnna og ég
endurreisti hana. Hitt var vindhani úr kopar
í líki skips með rá og reiða, sem snýr stefninu
í vindinn hvaðan sem hann blæs. Hér var
ekki um stórvirki að ræða, en ég get samt
sagt að ég hafí gert eitthvað. Hinar miklu
norrænu hetjur gerðu meira, hefur mér ski- f
list, og skildu eftir sig ódauðlegan orðstír
og minnisverðar sögur, sem nú em gjama
notaðar til að greiða fyrir almannatengslum.
Við lifum í veraldlegri heimi þarsem ekki
verður til lengdar staðið gegn framfömm.
ísland er eða á eftir að verða skotmark sjálf-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1987 1 1