Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 8
-t eryfirburða sigurvegari í stigagjöfinni með samtals 12stig, þar af9 ífyrsta sæti. Þetta er nýgerð, sem kom fyrst á markað íár, lítið eitt styttri en sjöan frá BMW, eða 4,74m. Þessigerð hefur fengið geysilega góðar viðtökur, enda hefur hönnuðum Benz tekizt vel upp. Hinu sérstæða svipmóti erhaldið til fulls, en kílformið aukiðfrá 230-260gerðinni ogáherzlan á straumlínu er meiri en áður. straumlínubíla í nútíma loftgöngum, að loft- mótstaðan er miklu meiri en hægt væri að ímynda sér. Þar er ekki allt sem sýnist. Til dæmis eru nýju gerðimar af Mercedes Benz með mjög góða útkomu að þessu leyti án þess að sýnast rennilegar. Þótt ótrúlegt megi virðast, kemur stóra gerðin af Citroen, CX, ver út og stóri Jagúarinn, XJ6, sem sýnist sleipur eins og lax, er með vindstuðul- inn 0,36, þegar bílar eins og Benz 300, Audi 100 og 80 og Renault 25 eru með um 0,30. Miðað við akstur á venjulegum ferða- hraða, breytir það ugglaust litlu um eyðsl- una, hvort vindstuðullinn er fáeinum brotum hærri eða lægri. En frá og með olíukrepp- unni varð þetta auglýsingaatriði, sem væntanlegir kaupendur voru látnir trúa að skipti sköpum. Þessvegna er lágum vind- stuðli slegið upp, þegar nýjar gerðir eru kynntar og til þess að hann náist, verður að forma útlitið samkvæmt niðurstöðum úr vindgöngum. Þá getur farið svo, að öðru þýðingarmeira verði að fóma, svo sem hæð undir loft í bflnum, eða jafnvel farangurs- rýminu. Það er þetta, sem við búum við núna: Vindstuðullinn er látinn ráða útliti nýrra bfla, en með þeim dapurlega árangri, að þeir sýnast verða í vaxandi mæli alveg eins. Framleiðslan er að stórum hluta að nálgast þá niðurstöðu, að bflamir verði álíka spenn- andi og kæliskápar eða þvottavélar. Þá er átt við hina almennu fjöldaframleiðslu; að sjálfsögðu á þetta ekki við um bfla í dýrari verðflokkum og svo eru framleiddir í litlum upplögum bflar fyrir allskonar sérþarfír og þá með sérstæðu útliti, sumir jafnvel hand- smíðaðir. Það hefur einnig orðið vinsælt, einkum í Evrópu, að sérstök verkstæði flikka dálítið uppá bfla eins og Benz og BMW; gera þá vígalega eða „töff“ eins og það heitir núna. Of SérstæðirTil Að Verða Fyrirmynd Merkilegt er það, að sumum tímamótabfl- um hefur ekki tekizt að skapa tízku, eða verða almenn fyrirmynd. Volkswagen hins snjalla Ferdinands Porsche var slflcur tíma- mótabíll, byggður á sjónrænni hugmynd um lága loftmótstöðu. Sigurganga hans var með ólíkindum og ugglaust er Bjallan ein- hver merkasti bíll, sem framleiddur hefur verið. En hann varð ekki almenn fyrirmynd í smábflaiðnaðinum. Aðrir, sem kepptu við hann, voru með mun meira kassalagi, smærri gerðimar af Renault, Fiat, Austin mini svo og þeir japönsku. Og svo fór eins og allir vita, að Volkswagen yfírgaf bjölluna og gekk til móts við keppinauta sína. Citroen DS frá 1956 var annar tíma- mótabíll, langt á undan sinni samtíð, framdrifínn með vökvaijöðrun og eins og skutla í útliti borið saman við 56-árgerðim- ar yfirleitt. Þótt hann eignaðist hóp tryggra aðdáenda, var hann of frábmgðinn megin- straumi bflaframleiðslunnar og enginn annar bílaframleiðandi reyndi að stæla hann. Mun verri urðu þó örlög tímamótabfls- ins Ro 80 frá NSU, sem var svo langt á BMW 325 hlaut3stig. Þessigerð er ínýlegum búningi, þarsem áherzlan erálátleysi og vandaðan frágang. Þótt hann sé sprækurþessi, er ekki beint verið að setja á hann þetta viðtekna sport-útlit. MERCEDES-BENZ 500 SEC hlaut 3 stig. Hér er komið uppí toppinn hjá Benz. ímynd stöðugleikans er gefín aukin straumlína íþessari sportútfærslu. MERCEDES-BENZ 190 hlaut 3 stig. Þaðþótti djarft skrefhjá þessum framleiðanda virðulegra lúxusbíla að gefa kost á svo litlum bíl, en það tókst ogjitli Benzinn “ hefur orðiðafburða vinsæll. undan sinni samtíð, að hann gæti sem bezt staðið við hliðina á þeim framsæknustu núna. En það var líka Wankel-vélin, sem kálaði honum. NSU lenti svo inní Audi- samsteypunni og ekki fráleitt að bflar eins og Audi 100 og 8o beri keim af Ro 80. Um svipað leyti náði amerísk bílafram- leiðsla lengst í fáránleika; þeir bandarísku urðu þá æði oft tveggja tonna drekar með ónýtum sætum, allskonar spjótum og skrauti og einhveijum alverstu aksturseigin- leikum, sem um getur. Nú hefur mikil breyting orðið á. Bandarísk bflaframleiðsla hefur reynt að nálgast þá evrópsku og það hefur haft í för með sér miklu betri aksturs- eiginleika frá því sem áður var. Hinsvegar hafa Bandaríkjamenn ekki að fullu og öllu yfírgefið hugmyndina um drekann, en hafa halaklippt þá flesta, svo þeir eru ekki ýkja fyrirferðarmiklir. Og Japanir, sem reyndu framan af að smíða mini-útgáfur af amerískum bflum, hafa einnig snúið sér að evrópskum fyrirmyndum. í bflahönnun er Evrópa í forustuhlutverki og að mínu mati eru nokkrir bezt teiknuðu bflar heimsins frá Evrópulöndum. Erfítt er að gera upp á milli þeirra beztu; þeir eru allir glæsilega teiknaðir. Nú eru liðin 20 ár síðan á Bítlaskeiðinu, að Bretinn hleypti Jaguar XJ6-12 af stokkunum og það merki- lega er, að hann hefur algerlega staðizt tímans tönn og er jafn módeme og fallega teiknaður og hann var þá. A þessu ári var svo í fyrsta sinn gerð á honum smávegis útlitsbreyting, sem er því miður ekki til bóta og felst einna helzt í því, að kringlótt- um framlugtum hefur verið fómað fyrir stór, ferköntuð framljós. Sovereign-gerðin af Jaguar heldur þó áfram í sínum fyrra búningi. Rennilegur er líklega það lýsingarorð, sem flestum kemur í hug í sambandi við Jaguarinn, en það sem einkennir hann að öðm leyti em frábær hlutföll, mýkt í línum og stór hjól. Ef eitthvað er gamaldags, væri það helzt stýrið. En Bretinn vill víst hafa sumt mátulega íhaldssamt í bflum af þessu tagi. ÞÝZKISKÓLINN: ÁHERZLA Á SÉRSTAKTSVIPMÓT Með því bezta í bflhönnun síðari ára er líklega sú, sem birtist í Audi 100. Hann var kjörinn bíll ársins þegar hann kom fram í byijun þessa áratugar og líkt og gildir um Jaguar, liggur galdurinn í einfaldleika og formi, sem gengur upp í sjálfu sér, ef svo mætti segja. En af þessum tveimur bflum, Audi 100 og Jaguar XJ6-12, má draga þann lærdóm, að stærðin ein út af fyrir sig skipt- ,ir máli. Sé reynt að þjappa þessu formi saman líkt og gert hefiir verið með minni gerðinni, Audi 80, glatast glæsileikinn og það sama hygg ég að mundi eiga sér stað, væri reynt að stytta eða minnka Jaguar. Lengdin skiptir einnig máli fyrir útlitið á hinum nýja BMW 728-50, sem verður að teljast einn af þeim bflum sem hvað bezt eru teiknaðir núna. BMW hefur alltaf farið sér hægt í breytingum; sama gerðin hefur verið framleidd óbreytt f áratug. Það var 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.