Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 10
HONDA CIVIC fékk 2 stig og er einijapaninn sem fékk atkvæði. Aðrar gerðir afHonda svo sem Accord ogPrelude eru einnig frábærlega teiknaðar, en Civic erþeirra frumiegastur. OLDSMOBILE TORONADO fékk eitt stig, en fáir hafa líklega séð hann hér. Teikningin eríhöfuðatriðum sú sama ogeinkennir aðra GM-bíia, en hérhefuraðþvíer virðist verið tekið mið af bíium fyrr á öldinnieins og Bugatti til dæmis. AUDI QUATTRO 100 fékk eitt stig. Útlitið er nánast það sama og á Audi 100 cc, sem landsmenn þekkja vel ogerein bezt heppnaða bílhönnun síðari ára, reist á fáguðum einfaldleika. ALFA164 fékk eitt stig. Hann ereinn affjórum Evrópubílum, sem aðhluta voru unnirsaman, en þessi ernýjastur og kemur í útfærslu snillingsins Pininfarina. AUDI80 fékk eitt stig. Þessi bíll hefur hlotið miklar vinsældir íÞýzkalandi ogþykir vel teiknaður. Hann ermeð lágan vindstuðul oggreinilegt að niðurstöður úr vindgöngum hafa ráðið miklu um útlitið. og er varla hægt að segja lengur, að hann hafí sterk séreinkenni. Honda Civic, Accord og Prelude sóma sér vel í hópi bezt teiknuðu bfla heimsins, en frumlegastur af þeim er Civic. Við fyrsta augnakast er Prelude þó þeirra glæsilegast- ur. Accord er einnig frábærlega teiknaður fólksbfll og ég hygg að sú hönnun standist tímans tönn. í nýjustu útgáfunni af Dai- hatsu Charade hefur Civic verið hafður til hliðsjónar; engu að síður er þessi nýi Charade framúrskarandi vel teiknaður smábfll. Nissan Leopard, lúxusútgáfa, sem mun ekki vera til hér á landi, virðist eftir myndum að dæma vera fallega teiknaður, en gallinn er hinsvegar sá, að þar er BMW 635 stældur einum um of. Síðast en ekki sízt vil ég nefna þann nýja Mazda 626, hvort sem er í 5 dyra hatchback-útgáfunni eða 2 dyra coupé-útgáfu, - og með stýri á öllum hjólum. Hann er kannski ekki yfír- máta frumlegur með algerlega þýzkættað mælaborð, en engu að síður framúrskarandi vel teiknaður bfll. Á teikniborðum bílhönnuða er verið að spá í framtíðina og alltaf er frumlegt útlit að skjóta upp kollinum, en sú framtíðar- músík nær sjaldnast alla leið á framleiðslu- stigið. Frumlegustu hönnuðimir eru í Evrópu og nægir að nefna Bertone, Ital Design, Michelotti, LAD (Intemational Auto- motive Design) Euro Design og að sjálf- sögðu Pininfarina. Allir em þeir með nýja og spennandi bfla í mótun. En þegar framúr- stefnuhönnun er borin saman við eitthvað, sem þykir gott og gamalreynt, kemst maður í vanda. Hvor er t.d. betur teiknaður, nýja Alfan frá Pininfarina, sem getur næstum því talizt listaverk - eða Mercedes-Benz 500 SEC, sem kannski er glæsilegastur allra þýzkra bfla í dýrasta verðflokki? Þótt hallað hafí undan fæti hjá Bretum í framleiðslu ódýrra bíla, halda þeir alltaf sínu striki með stöðutáknin sín, Rolls og Bentley - og miðað við að stahda í stykkinu sem óhemjulega dýr stöðutákn, geta þeir talizt vel teiknaðir. Nú er Bretinn hættur að framleiða stóra Roverinn, sem var í hönn- un á undan sinni samtíð og vemlega fallegur bfll. Hans í stað er kominn Rover 825 Sterl- ing í samvinnu við Honda og virðist vera miklu venjulegri bfll en sá gamli var. Það er líka deginum ljósara, að vel heppn- uð bflhönnun felst ekki bara í svokölluðu sportlegu útliti. S-klassinn frá Mercedes- Benz hefur eitthvað allt annað til að bera, en töframir sem þar hafa náðst, virðast verka á jafn áhrifamikinn hátt á íslenzka útgerðarmenn og arabíska olíufursta. Það virðist einnig ljóst, að bflum eins og Rolls og Benz þarf ekki að umtuma; stöðutáknið er áhrifaríkast með lágmarksbreytingum. Evrópa heldur fomstuhlutverki sínu í bfla- hönnun með snillinginn Pininfarina í farar- broddi. Hann hefur teiknað bíla fyrir Japani og Bandaríkjamenn einnig; Cadillac Allanté til dæmis og ítalska skólann má með réttu kenna við hann öðmm fremur. Hinn póllinn í evrópskri bflahönnun er þýzki skólinn með einfaldan traustleika í fyrirrúmi. Enda þótt þýzkir bílar hafi greinilega orðið ofaná hjá þeim átta, sem láta álit sitt í ljós á bls. 7, er ekki mikla lærdóma af því að draga. Þetta var einungis gert til gamans og getur ekki talizt marktækt nema fyrir þennan átta manna hóp. Hitt er svo annað mál, að allir í þessum hópi hafa fylgst vel með því sem gerst hefur í bflahönnun og hafa mjög ákveðnar skoðanir á því, hvaða bflar séu bezt teiknaðir. Enginn vafi leikur á því, að umtalsverðar framfarir hafa orðið í bílahönnun uppá síðkastið og margir framleiðendur virðast gera betur en áður; samræma tæknilegar nýungar listrænu útliti með lágum vind- stuðli. Mörgum gengur aftur á móti ver að halda sérstæðu svipmóti. GÍSLI SIGURÐSSON VOLVO 760 kom til álita fyrir útlit sem þykir hreinlegt og svipmikið ognú hefur þessi gerð fengið litið eitt mýkri línur að framan sem er til bóta. HONDA ACCORD kom til álita en fékk ekki stig. Þetta er framúrskarandi vel teiknaður fólksbíll oghefur sinn svip eins og allar gerðir frá Honda. FORD SCORPIO kom einnigtil álita. Fordfærháa einkunn fyrir þennan glæsilega fólksbíl, sem einniger framleiddur í Ameríku sem Ford Taurus og Mercury Sable. SAAB 9000 kom til álita ásamt Lancia Thema; báðirevu framúrskarandi vel teiknaðir nútíma fólksbílar. Saab hefurþó meiri fágun til að bera. MAZDA 626 4ws kom til álita ogþykir vel teiknaður með áherzlu á fágun og einfaldleika. Þessigerð er alveg ný með stýringu á öllum hjólum. OPEL OMEGA 3000 kom til álita ogþykir vel teiknaður að utan sem innan. Útlitið er evrópskt, þótt framleiðandinn sé General Motors.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.